Fréttablaðið - 24.09.2001, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 24.09.2001, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 24. september 2001 FRETTABLAÐIÐ Bandaríkjamenn: Afléttu þvingunum gegn Pakistan og Indlandi WASHINCTON.AP Bandaríkin afléttu í gær viðskiptaþvingunum og banni við hernaðaraðstoð gegn Pakistan og Indlandi sem komið var á árið 1998 vegna tilrauna þjóðanna með kjarnorkuvopn. Ástæðan er talin vera aðstoð þjóð- anna í baráttunni gegn hryðju- verkum, sem Bandaríkjamenn hafa staðið fyrir. Að sögn George W. Bush, Bandaríkjaforseta, töld- ust þvinganirnar ekki lengur vera í þágu þjóðaröryggis Bandaríkj- anna. Maleeha Lodhi, sendiherra Pakistana í Bandaríkjunum lofaði ákvörðunina og sagði að hún muni tryggja Pakistönum fjárhagsað- stoð í framtíðinni og væri því afar mikilvæg fyrir þjóðina. Þrátt fyr- ir að þvingunum þessum hafi ver- ið aflétt geta Pakistanar ekki fengið lán frá Bandaríkjunum og mega ekki senda hermenn sína til Bandaríkjanna til æfinga, sökum annars konar þvingana sem sett voru á landið árið 1999 vegna valdatöku pakistanska hersins. ■ AGANGI Pakistanskur maður gengur í átt að afgönsku landamærunum skammt frá Peshawar í Pakistan. Bjórkvöld framhaldsskólanema: Eru á ábyrgð skemmtistaða SKÓLAMÁL Bjórkvöld á öldurhúsum bæjarins virðast hluti af félagslífi sumra framhaldsskólanema í Reykjavík. Móðir ungs pilts sem er að hefja nám í framhaldsskóla hafði samband við blaðið og lýsti áhyggjum sínum af þeirri þróun að skemmtanir þar sem áfengi væri haft um hönd væru auglýst- ar í nafni skólanna. Þá taldi hún að bjórkvöld þessi væru talin upp í kynningarefni til 10. bekkinga þegar fjallað væri um félagslíf framhaldsskólanna. Haukur Hrafn Þorsteinsson, ÖL ER BÖL Formaður nemendafélags Kvennó segir að „bjórkvöld" séu hvorki haldin f nafni skólanna né standi nemendafélögin fyrir þeim. formaður nemendafélagsins Keðjunnar í Kvennaskólanum í Reykjavík, segir áhyggjur móður- innar á misskilningi byggðar því bjórkvöldin séu á vegum einkaað- ila en ekki skóla eða nemendafé- laga. „í raun er samt ekkert ólög- legt við þetta. Þegar svona kvöld fara fram hleypir einhver skemmtistaðurinn 18 ára inn en selur ekki þeim áfengi sem eru undir tvítugu. Svo veit maður kannski ekki hvað fer fram, en það er á ábyrgð skemmtistaðar- ins,“ bætti hann við. Haukur taldi að bjórkvöldin væru ekki kynnt 10. bekkingum sem hluti af fé- lagslífi skólans en vera mætti að á þau væri minnst í skólablaðinu eða fréttapésum sem þau fengju gefins. ■ 8 A 13 ICuMIEGA ( Krakkar þurfa kalk og tennur Krakka Kalk eru bragðgóðar og freyðandi tuggutöflur með D-vítamíni. Ein tafla af Biomega Krakka Kalki inniheldur sama kalkmagn og eitt glas af mjólk. Fæst í apótekum vegna aukinna umsvifa vantar okkur fólk til starfa. adlib var stofnað á fyrri hluta ársins 2001 til að sameina kunnáttu, krafta og reynslu hóps manna sem hafa undanfarin ár starfað að smíði, mótun og rekstri net- og skjámiðla. adlib hefur tileinkað sér þekkingu á þeim búnaði sem er ákjósanlegastur við smíði og hönnun vef- og skjámiðla. við getum því hæglega komið til móts við allar óskir viðskiptavina um ferska og frumlega framsetningu lifandi miðla á borð við sjónvarp, vefi og farsíma. einnig býr adlib til samskipta- og markaðsefni fyrir skjámiðla. tölvu- og sjónvarpsskjáir eru nú vinsælustu skjámiðlarnir en notkun annarra skjámiðla á borð við farsíma, handtölvur, gagnvirkt sjón-varp og skjástanda færist sífellt í aukana. nýir möguleikar á þessu sviði koma stöðugt fram á sjónarsviðið og leggja starfs-menn adlib þunga áherslu á að kynna sér nýjustu tækni og framfarir. hjá adlib starfa 10 manns. verkefnastjóri verkefnastjóri sér um öll samskipti milli viðskiptavina fyrirtækisins og starfsfólks þess. við leitum að aðila sem á auðvelt með að vinna í hóp og hefur frumkvæði. einnig þarf verkefnastjóri að vera vel upplýstur um allt það sem er að gerast á markaðinum hverju sinni. verkefnastjóri sér einnig um ráðgjöf til viðskiptavina. viðmótshönnuðir vefsvæði eru andlit fyrirtækja á netinu. Útlitshönnun vefsvæða er því mikilvæg og hún þarf að falla vel að ímynd fyrirtækisins. Höfuðmáli skiptir að táknmál síðunnar sé hnitmiðað og skiljanlegt og að notandinn eigi auðvelt með að nota viðmótið og rata um svæðið. Við leitum að grafískum hönnuðum sem hafa mikla reynslu af hönnun fyrir vef. flash - margmiðlun macromedia flash gefur kost á aukinni gagnvirkni og opnar möguleika á notkun hreyfimynda og hljóðs á vefnum. adlib stendur mjög framarlega þegar kemur að vinnslu í flash og leitar nú liðsauka í hæfum flash hönnuðum/forriturum. kunnátta í activescript og tengingu flash við gagnagrunna skilyrði. við leitum að fólki með mikla reynslu og þekkingu á forritun fyrir vef og þekkingu á kerfisstjórnun. um er að ræða vefmiðlarana apache og iis á windows og apache á linux og forritunarmál á borð við perl og javascript/activescript og umhverfi á borð við asp, cgi og mod_perl. viðkomandi þurfa að vera bæði hugmyndaríkir og sjálfstæðir í vinnubrögðum og vera tilbúnir til að tileinka sér nýjungar á þessu sviði eftir því sem þörf kerfur. allar umsóknir skal senda á adlib@adlib.is. adiib - hverfisgata 14a -101 reykjavik - www.adiib.is adlíb@adlib.ís - s :540 4900 - f:540 4901

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.