Fréttablaðið - 24.09.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.09.2001, Blaðsíða 12
14 FRÉTTABLAÐIÐ 24. september 2001 MÁNUDAGUR GARÐABÆR www.gardabaer.is Viltu koma í vinnu þar sem þú getur nýtt hæfileika þína? Leikskólinn Kirkjuból í Garðabæ óskar eftir að ráða góðan starfsmann í fjölbreytileg störf með bömum. Kynnið ykkur kjörin og leitið nánari upplýsinga hjá Kömmu Níelsdóttur leikskólastjóra í síma 565 6322. Karlmenn jafnt sem konur era hvattir til að sækja um starfið. Leikskólastjóri. Fræðslu- og menningarsvið Starfsfólk vantar í leikskólann Mánabrekku, Seltjarnarnesi Hlutastörf koma til greina seinni part dags. Góð vinnuaðstaða. Lögð er óhersla ó umhverfis- og náttúruvernd, tónlist og tölvur. Nánari upplýsingar gefur Dagrún Ársælsdóttir, leikskólastjóri í síma 595 9280 eða dagrun@seltjarnarnes.is Laun skv. kjarasamningum Launanefndar sveitar- félaga við Félag íslenskra leikskólakennara eða Starfsmannafélag Seltjarnarness. Leikskólar Seltjarnarness eru reyklausir vinnustaðir. Komið í heimsókn, hringið eða sendið tölvupóst og kynnið ykkur skólastarfið. Skriflegar umsóknir eóa Skólaskrifstofu 26. september nk. SELTJARNARN Skólaskrifstofa K O 8 CN CM | I f-------------------------------------------\ GRUNNSKÓLAKENNARAR SKÓLASTJÓRNENDUR Umsóknarfrestur um námsleyfí grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2002 til 2003 hefurverið framlengdur til 15. október. n.k. Allar umsóknir sem berast skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga bréflega eða með tölvupósti fyrir miðnætti þann 15. október eða eru póstlagðar fyrir þann tíma koma til álita við úthlutun. Ný umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga Háaleitisbraut 11 Reykjavík sími 581-3711 Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu sambandsins www.samband.is/grunnskóladeild. Stjórn Námsleyfasjóðs. \___________________________________________7 berist leikskólanum Seltjarnarness fyrir e s b æ r mrm Garðabær: Hátæknigarður rís í Urriðaholti SKIPULAC Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi hátæknigarðs í Urriðaholti, en það er á milli Vífil- staða og Setbergslandsins í Hafn- arfirði. Þarna er gert ráð fyrir blandaðri byggð fyrirtækja, menntastofnana og íbúðarhús- næðis. Vonast er til að fram- kvæmdir geti hafist á fyrri hluta næsta árs. Það var Þekkingarhús- ið sem Iét vinna tillöguna en land- ið er í eigu Oddfellow reglunnar. Stefnt er að því að hátækni- garðurinn verði byggður upp í áföngum á næstu 30 árum en fyrsti áfangi verði tilbúinn til notkunar á næstu fimm árum. í þeim áfanga er m.a. gert ráð fyrir menntastofnun á háskólastigi, að- albyggingu með ráðstefnumið- stöð, veitingasölum, skrifstofum, rannsóknarstofum og þróunar- og nýsköpunarsetri. Þess utan er gert ráð fyrir bóksafni, veitinga- stöðum, leikskóla, verslunum og ( Urriðaholti verður blönduð byggð fyrir- taekja, menntastofnana og ibúðarhúsnæðis heilsurækt. Alls er ráðgert að há- tæknigarðurinn geti orðið um 240 þúsund fermetrar en fyrsti áfangi 57 þúsund fermetrar. ■ I skólanum sex daga í viku I Iðnskólanum í Reykjavík geta nýbúar stundað framhaldsskólanám í sérstakri deild. Kennt er um 20 tíma á viku, sex daga vikunnar. Kennsl- unni lýkur á hádegi þannig að nemendurnir eiga þess kost að stunda vinnu með náminu. MENNTAMÁL Nýbúar hafa átt erfitt með að fóta sig í framhaldsskól- um. Þeir hafa skilað sér illa þang- að og brotfall hefur verið mikið. Til að mæta þessum hópi hefur Iðnskólinn í Reykjavík komið á fót sérstakri deild. Byrjað var fyrir rúmum átta árum með fá- eina nemendur í sérstökum ís- lenskuáföngum en nú eru rúm- lega 60 nemendur í deildinni. Þeir stunda nám í sérstökum áföngum í fimm greinum, íslensku, ensku, stærðfræði, tölvunotkun og lífs- leikni. Dæmigerður nemandi sem er að byrja í deildinni, og hefur lítinn grunn í íslensku, getur tekið 10 tíma í íslensku, auk fjögurra tíma í taláfanga, fjóra tíma í tölvuá- fanga og tvo í íþróttum. Kennt er sex daga vikunnar. „Það er með- vitað að við dreifum þessu á sex daga til þess að það dynji á þeim svolítil íslenska alla þessa daga,“ segir Fjölnir Ásbjörnsson sviðs- stjóri sérdeildasviðs Iðnskólans. Hann segir ástæðuna fyrir því að sérstakir áfangar eru kenndir í ensku og stærðfræði vera þá að hluti námsefnisins fari fyrir ofan garð og neðan hjá nýbúunum þeg- ar kennt er á íslensku. Markmiðið með náminu í deild- inni er að skila nemendum á því stigi að þeir geti tekist á við nám til jafns við íslenska unglinga. „Algengt er að nýbúarnir séu fyrsta veturinn meira og minna í námi í deildinni en sumir byrja að sækja almenna tíma strax á annarri önn. Það er mikil vinna fyrir þessa krakka að vera í al- mennu námi því málið er hindr- un. “ Að sögn Fjölnis hafa nokkrir nýbúar þegar lokið námi frá skól- anum. „Það er ánægjuleg að sjá krakka klára skilgreint iðnnám." Síðustu tvo til þrjá vetur hefur ( TÖLVUTÍMA Nemendur í áfanganum TÖN 101 sem er tölvuáfangi fyrir nýbúa. Unnið er með ís- lenska texta og fer kennslan fram á ís- lensku, ensku og stundum einhvers konar millitungumálum. Fjölnir Ásbjörnsson er tölvukennari hópsins. Iðnskólanum haldist áberandi bet- ur á nýbúunum en áður að sögn Fjölnis. Margir nemendur koma þó í Iðnskólann fyrst og fremst til að læra íslensku án þess að þeir hyggi á frekara nám þar. Þeim fjölgar hins vegar stöðugt sem koma í skólann til að læra fyrst ís- lensku og síðan eitthvað meira og nú eru flestir þeir sem taka fram- haldsáfanga ít íslensku einnig í áföngum sem íslendingar sækja á öðrum brautum skólans. Um 30 nýbúar stunda nú nám með ís- lenskum jafnöldrum í bóklegum og verklegum áföngum í Iðnskól- anum. steinunn@frettabladid.is ÍST 102 íslenska sem annað tungumál - taláfangi Leyst verða ýmis munnleg verkefni sem kennari lætur nemendum (té í tlmunum. Sem dæmi má nefna hlut- verkaleiki, stutta framsögu nemenda um ýmis hugðarefni þeirra, framburð- arþjálfun svo og hlustun á mælt mál. Einnig er unnið mikið með myndir, þannig að nemendur lýsa því sem gerist á myndum. Þá horfa nemendur einnig á 2 til 3 fslenskar kvikmyndir og spilaðar verða hlustunaræfingar. Aðaláhersla er lögð á að auka virkan orðaforða. Markmið: Nemandi - þjálfist I mæltri Islensku og getur haldið stutt erindi á Islensku æfir samræður á íslensku - þjálfist I að hlýða á fslenska tungu og verði fær um að skilja flest það sem sagt er á almennu máli I lok annar - þjálfist I að hlýða á samtöl tveggja og endursegja innihald þeirra - getur skilið innihald (slenskrar kvik- myndar og endursagt það I stuttu máli - er fær um að leysa ýmis verkefni I tengslum við hlustunarverkefni - þekkir helstu einkenni daglegs mælts máls á (slensku og hvað að- greinir einna helst mælt mál frá rituðu Undanfari: Grunnskólapróf Arnarnesvogur: Landfylling samþykkt skipulag Skipulagsstofnun féllst á föstudag á að uppfylling yrði gerð í Arnarnesvogi í Garðabæ. Skipu- lagsstofnun komst að þeirri niður- stöðu að landfyllingin muni ekki hafa veruleg áhrif á sjávar- rennsli, straumhraða og setferli í voginum. Að auki telur Skipulags- stofnun að af framlögðum gögn- um megi ráða að landfylling skerði hvorki fjörur né mar- hálmsleirur í Arnarnesvogi meira en þegar er orðið. í úrskurði Skipulagsstofnunar kemur fram að óbein áhrif land- fyllingar á íbúa og fugla við vog- inn verði töluverð, einkum vegna ónæðis. Að auki muni landfylling skerða varanlega grunnsævi sem sé hluti af dvalar- og fæðuöflunar- svæði fugla í voginum sem verði fyrir töluverðu ónæði á fram- kvæmdatíma. Hins vegar megi gera ráð fyrir að fuglar geti að einhverju leyti flutt sig yfir á óröskuð svæði í nágrenni Arnar- nesvogs. Skipulagsstofnun telur mikil- vægt að dregið verði úr ónæði vegna framkvæmdanna eins og kostur er og að bæjaryfirvöld taki afstöðu til þeirrar starfsemi sem fylgi íbúðarbyggð á landfyllingu og geti hafi í för með sér verulegt ónaeði fyrir íbúa og lífríki. Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 26. október 2001.|

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.