Fréttablaðið - 24.09.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.09.2001, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN FRÉTTABLAÐIÐ 24. september 2001 MÁNUPACUR LÆCRI SKATTAR Mikill meirihluti landsmanna vill að skattar á einstak- linga verði lækkaðir. Á að lækka skatta á einstak- linga? Niðurstöður gærdagsins á vww.visir.is |Já 87 LBM 13% Spurning dagsins í dag: Er rétt af islenska ríkinu að taka svona mikla ábyrgð fyrir flugfélögin? Farðu inn á vlsi.is og segðu þina skoðun ___J ___________CQH3 Alþjóðleg tryggingafélög: Imynd í skelfi- legu ljósi SAMGðNCUR Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingar segist velta því fyrir sér hvernig í ósköpunum það sé hægt af hálfu alþjóðlegra tryggingafélaga að fara þessa „níðangurslegu leið“ gagnvart flugfélögum eins og raun hefur orðið á. Hann segist ekki sjá mikla borgarlega lið- veislu og skilning á samborgar- legum skyldum hjá þeim. Enda telur þingmaðurinn að þessi fram- koma alþjóðlegra tryggingafélaga gagnvart flugfélögum setji þau í alveg skelfilegt ljós. ■ —♦— Ríkisábyrgðin: Langmest hjá Atlanta SAMGÖNGUR Tryggingaupphæðirn- ar í ábyrgð ríkisins eru mjög mis- jafnar eftir stærð flugfélaga. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að ábyrgðin gagnvart Atl- anta væri t.d. um 16 milljarða bandaríkjadala og um 6,7 millj- arða vegna véla Flugleiða. Hjá Bláfugli nemur ábyrgðin um 750 milljónum dala, hjá Flugfélagi ís- lands væri þetta um 600 milljónir dollara og 3,3 milljarðar hjá ís- landsflugi svo dæmi sé nefnt. Samtals nemur þessi ábyrgð um 27,5 milljörðum dala, eða 2.700 milljörðum íslenskra króna. ■ —♦— Olæti á réttarballi í Bjarnaríirði: Hald lagt á Fyrsti áfangi í sölu Landssíma íslands: Vonbrigði hve lítið seldist Síminn Sturla Böðvarsson, sam- gönguráðherra, segir að slakur árangur í fyrsta áfanga einkavæð- ingar Símans hafi vissulega verið vonbrigði. Hann sé þó ánægður með hversu vel almenningur brást við, miðað við ýmsar úr- töluraddir ýmissa sérfræðinga. Hins vegar sé ekki að neita að hann hafi búist við því að stærri fjárfestar yrðu atkvæðameiri, ekki síst stærri lífeyrissjóðir. Sturla segist telja að Búnaðar- bankanum hafi mistekist að hluta við útboð Símans. „Mér sýnist ár- angurinn í sölu til starfsmanna hafi verið prýðilegur. En þegar kemur að lífeyrissjóðum er ár- angurinn slakari. Það þurfa allir að líta í eigin barm hér.“ Gagnrýni Sturlu kom fram þegar á föstudag og sendi Búnað- arbankinn frá sér athugasemd í tilefni hennar þar sem segir að ákvörðun um þá þætti sem fjár- festar gagnrýndu, verð, tímasetn- ingu og sölufyrirkomulag hafi verið í höndum ráðherra og hann hafi því verið að víkja sér undan ábyrgð með ummælum sínum. Sturla vísar því og á bug og segir sérkennilegt að bankastjór- ar gefi slíkar yfirlýsingar gagn- vart stjórnmálamönnum. „En það gætir engrar örvinglanar af minni hálfu. Síminn er mikil og góð eign sem ekki verður seld á útsölu." í sölunni sl. föstudag seldist samtals hlutafé fyrir um tvo milljarða króna af þeim tíu sem voru í boði, eða um 20% af því sem í boði var. Það gera um 5% af heildarhlutafé Símans sem er ekki nóg til að hægt sé að skrá fyrirtækið á Verðbréfaþingi ís- lands. Um 2600 manns skráðu sig fyrir hlut í fyrirtækinu, samtals að upphæð 1.200 milljóna króna. 19 kauptilboð bárust frá fagfjár- festum, fyrir um 879 milljónir króna. ■ STURLA BÖÐVARSSON Segir hugsanlegt að alheimsástandið hafi haft einhver áhrif á söluna. Þeir sem þekk- ja best til Símans hefðu hins vegar ekki átt að láta það hafa áhrifa á sig. Dræm sala hefur engin áhrif Forsætisráðherra hefur engar áhyggjur vegna dræmrar sölu í hlutabréfum Símans. Segir ekki koma til greina að lækka verðið. Engin ástæða var til að fresta sölu vegna hryðjuverkanna. Asakanir Ossurar um að frestun sölunnar sl. vor hafi átt sér pólitískar rætur eru dapurlegar. síminn Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, segist engar áhyggjur hafa vegna dræmrar sölu hluta- bréfa í fyrsta áfanga í einkavæð- ingu Símans sl. föstudag. „Ef markmiðið var að selja öll þessi bréf þá mistókst það en það hefur engin áhrif. Var- an er fyrir hendi davíð odds- áfram.“ Davíð son segir ekki hafa Sannfærður um að komið til greina þeir sem keyptu i)Vegna einhverra hlut, Símanum i atvjka e5a rnikils ^ínkavæðingu k°rs útsöluradda hans eiga ekki eftir a9 verðlð a að tapa pening Símanum." þegar til lengri S Ö m u 1 e i ð i S tíma er litið. segir Davíð að ekki hafi verið ástæða til að fres- ta sölu Símans vegna hryðjuverk- anna í Bandaríkjunum. Síminn hafi verið boðinn innlendum aðil- um, sem þekkja Símann og ekkert bendi til þess að Síminn eigi eftir að verða fyrir áföllum í kjölfar árásanna. „Mér finnst þegar að fjárestar hér innanlands eru að tala um hinn hræðilega atburð í Banda- ríkjunum þá finnst mér það af- skaplega broslegt, þó að þeir at- burðir séu ekki broslegir, því þeir þekkja Símann þessir menn og vita hvað það er gott og öflugt fyr- irtæki. Þeir eru að kaupa margir hverjir í erlendum fyrirtækjum sem þeir þekkja ekki haus né sporð á og tapa peningum á því.“ Davíð segir dræma sölu sl. föstudag ekki hafa nein áhrif á áframhaldandi einkavæðingará- form ríkisstjórnarinnar. „Það er enginn bilbugur á okkur. Þessar eignir eru góðar og þær verða seldar á góðu verði. Við látum ekki hrópa okkur niður. Ég er SÍMINN Einungis seldust 20°/o þeirra bréfa sem í boði voru sl. föstudag, eða hlutafé fyrir um tvo milljarða af þeim tæpu tíu milljörðum sem i boði voru. sannfærður um að þeir sem keyp- tu í þessum áfanga þeir eiga ekki eftir að tapa á þeim kaupum þeg- ar til lengri tíma er litið." Davíð segir gagnrýni Össurar Skarphéðinssonar, formanns Sam- fylkingarinnar, á frestun sölunnar sl. vor sem Össur segir vera vegna tengsla Sjálfstæðisflokks- ins við hluthafa Íslandssíma, vera mjög dapurlega. „Það var eitt af atriðunum sem nefnt var hjá hin- um erlenda ráðgjafa að það væri ekki skynsamlegt að vera með tvö fyrirtæki í gangi í einu. Þarna var eitt fyrirtæki farið af stað og það gat skaðað sölu Símann. Þetta kemur fram hjá erlendu fyrirtæki sem ég býst ekki við að sé að hygla einum né neinum. Össur getur fundið þetta út og þrátt fyr- ir að hægt sé að nota slík rök í skólakappræðum verður Össur að koma sér upp úr þessu ef hann ætlar að njóta einhverra virðing- ar einhvers staðar." ■ Skútustaðahreppur: Skipulagskæra veldur óánægju fíkniefni lögreglumál Töluvert var um ryskingar og læti á réttarballi á Laugarhóli í Bjarnarfirði aðfara- nótt sunnudags. Að sögn lögregl- unnar á Hólmavík var nokkuð um slagsmál og þurfti að handtaka einn. Eitt fíkniefnamál kom upp og er það til rannsóknar. Um 250 manns voru á dansleiknum og hafði lögregla á orði að menn hefðu augljóslega verið orðnir þreyttir eftir smölunina í síðustu viku. ■ skipulag Kæra nokkurra landeig- enda í Reykjahlíð vegna gildis- töku deiliskipulags í Reykjahlíð hefur valdið nokkurri óánægju meðal heimanna. Fyrirhugað er að reisa verslunarhús og bensín- afgreiðslu við veg 87 í Reykjahlíð en nokkrir landeigendur sem bú- settir eru á höfuðborgarsvæðinu hafa kært fyrirhugaða byggingu. íbúar í Reykjahlíð sem Frétta- blaðið ræddi við voru ósáttir við kæruna og sögðu að ef hún næði fram að ganga yrði það áfall fyrir samfélagið. Sigbjörn Gunnarsson sveitarstjóri í Skútustaðahreppi sagði að svo virtist helst sem þeir sem legðu kæruna fram vildu ekki að neitt yrði framkvæmt. Það væri hins vegar nauðsynlegt fyrir sveitarfélagið að ráðast í fram- kvæmdir. Verslunarhúsnæði á svæðinu væri að hruni komið og blikur á bensínþjónustu og fyrir- huguð verslunarbygging væri nauðsynleg til að tryggja þessa þjónustu áfram. Fulltrúar kærenda vildu ekk- ert tjá sig um málið þegar Frétta- blaðið leitaði til þeirra. ■ HEIMAGÆSLA afs 24 tíma á sólarhrlng Síuii s;u) 2400 Pólitískur greiði að fresta sölu Símans sl. vor: Hollvinabandalag að hjálpa gælufyrirtæki si'minn Össur Skarphéð- insson, formaður Sam- fylkingarinnar, telur að fresta hefði átt hluta- fjárútboði Símans í ljósi hryðjuverkanna í Bandaríkjunum. „Mark- aðirnir erlendis voru í frjálsu falli og það er dómgreindarskortur hjá einkavæðinganefnd að hafa ekki frestað þessu og þar með ríkisstjórn- arinnar." Össur segir einnig ámælisvert að sölu Sím- ans hafi verið frestað síðastliðið vor. „Það lá fyrir að hefja ætti sölu Símans fyrir þjóðhátíð- ardag. Síðan var sölunni frestað fram á haust þrátt fyrir að flestar vísbendingar bentu til að markað- ir myndu áfram halda að falla," segir Össur og segir ummæli Hreins Loftssonar, formanns stjórnar einkavæðinganefndar, í síðustu viku um að söl- unni hafi verið frestað af tillitssemi við íslands- síma vera mikilvæg. „Þá liggur fyrir að stjórnvöld tóku pólitíska ákvörðun að hliðra sölu Símans inn á árið til að Íslandssími ætti greiðari leið inn á markað. Allir vita hvernig því ævin- týri lyktaði. Ég held því fram að þetta hafi verið pólitískur greiði. Þarna var hollvindabandalagið að hjálpa gælufyrirtæki sem það hefur tekið upp á sína arma. Þetta kalla ég spillingu." Össur segir að í kjöl- far sölunnar mislukkuðu geti ver- ið að semja þurfi við kjölfestu- fjárfesta um lægra verð. „Ef sá möguleiki kemur fram þá hefur þessi pólitíski greiði kostað skattgreiðendur sem nem- ur verðfalli á Símanum." ■ ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Össur segir augljóst hvaða hlutahöfum Is- landssíma Sjálfstæðis- flokkurinn hafi verið að gera greiða með frest- uninni. „Ég er að tala t.d. um Eyþór Arnalds."

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.