Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.10.2001, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 05.10.2001, Qupperneq 22
H RAOSOÐIÐ * ' r - ' 1 ;—' VIÐAR KARLSSON, skipstjóri á Víkingi AK VÍKINGUR AK 100 Viðar Karlsson, skipstjóri á Víkingi AK 100, bíður eftir tækifæri til að mæla loðnuna út af landinu. Leitar að loðnu HVAÐ ertu að aðhafast núna? Við erum tveir bátar hérna, Beitir og við, staddir á Grænlandshafi, um 15 mílur vestur af Hala, þar sem við erum að leita að loðnu. HVERNIG gengur leitin? Við höfum séð eitthvað af loðnu hérna núna, en hún hefur verið svo dreifð og leiðinleg að við höfum ekki náð að taka prufur. Svo er líka búin að vera kaldabræla á okkur. Við von- um að við fáum veður í kvöld [gær- kvöld] til að geta skoða þetta og sjá hvernig þetta lítur út. Þá kemur von- andi í ljós hvort þetta sé eitthvað sem er hægt að nota, þetta getur líka verið svo blönduð loðna að ekki sé hægt að nota hana, við vitum það bara ekki fyrr en við erum búnir að prufa það. Það er þó alveg greinilegt að hún er að færa sig inn á svæðið. Hún kemur hérna einhverstaðar suðvestanað, eins og við reyndar átt- um von á. HVENÆR áttu þá von á að geta farið að veiða? Það spáir reyndar brælu á okkur aft- ur núna fljótlega. Við gerum nú ekki meiri kröfur en að fá að taka prufu á þessu, og sjá hvaða stærðir þetta eru, svo við getum verið búnir undir það þegar veðrið lagast aftur eftir einhverja daga. HVAÐ þarf að leita mikið að loðnunni? Reynsla okkar er sú að þetta er aldrei eins frá ári til árs. Þannig að það er ekki um annað að ræða en að gá að því. Við höfum enga þekkingu á því af hverju þetta kemur svona seint stundum og stundum snemma. Hafró gerir þetta ekki og þá er ekki um annað að ræða en að leita bara sjálfur. Við erum búnir að vera hér í viku, tókum alveg útkantinn á svæð- inu alla leið austur á Héraðsflóa. Svo fórum við að leita innkantinn á þessu núna og þá sáum við nú þróun- ina í þessu. En við getum lítið um þetta sagt fyrr en við erum búnir að þreifa á þessu. En ég held nú samt að þetta sé í áttina. Viðar Karlsson, skipstjóri á Víkingi AK 100, bíð- ur eftir tækifæri til að mæla loðnuna út af land- 22 FRETTABLAÐIÐ 5. október 2001 FÖSTUDAGUR ITT f * * J T T * .f.T 1 * T | f 'f 'T ■ rnL,*,T J % » " Bréf frá Lennon til McGartneyhjónanna á uppboð: Hlaðið blótsyrðum og skömmum TÓNList Bréf sem John Lennon skrif- aði til hjónanna Paul og Lindu McCartney stuttu eftir endalok Bítl- anna verður selt á uppboði á næstu dögum. Talið er að er að bréfið verði selt á allt að tæpum 12 milljónum króna þar sem innihald þess þykir fremur áhugavert. Bréfið er ekki með vinalegasta móti, hlaðið blóts- yrðum og skömmum í garð þeirra hjóna. Bréfið er upp á 6 síður og er það greinilegt við lestur þess að ósætti var á milli Lennons og Lindu. í bréfinu segir Lennon meðal ann- ars. „Ég vona að þið gerið ykkur grein fyrir þeim sora sem við Yoko höfum þurft að þola síðan við byrj- uðum saman, komnum frá fólki af mínu sauðhúsi, óeigingjörnum vin- um.“ Annarsstaðar í bréfinu segist hann vorkenna Paul og spáir að samband hans og Lindu verði búið eftir tvö ár. Talið er að bréfið sé svar Lennons við bréfi frá Lindu, þar sem hún kvartaði yfir hlutum sem Lennon hafði sagt í fjölmiðlum um samstarfsslit Bítlanna. í bréfinu spyr Lennon vin sinn hvort hann LENNON OG IMCCARTNEY Á meðan allt lék í lyndi gengu engin skammarbréf á milli Bítlanna en það átti eftir að breytast. „trúi því ennþá“ að þeir séu yfir aðra hafnir og segist svara spurn- ingum um Bítlanna á eins heiðarleg- an máta og hann geti. En svo, þrátt fyrir reiðilesturinn, skrifar Lennon í endann; „...en þrátt fyrir allt, ást- arkveðjur til ykkar beggja, frá okk- FRÉTTIR AF FÓLKI Þorsteinn Yngvi Guðmundsson var nýlega ráðinn fram- kvæmdastjóri hugbúnaðarhússins Eskils ehf. sem er ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki á sviði upplýs- ingatækni, með sérstaka áherslu á hugbúnaðarþróun, veflausnir og gagnvirka upplýs- ingastanda (Kioska). Þorsteinn kom til fyrirtækisins frá OZ.COM þar sem hann fékkst við ýmis rekstrartengd verkefni. Þor- steinn starfaði að sölu og mark- aðsmálum hjá EJS frá 1997-1999. Hann stofnaði hugbúnaðarfyrir- tækið Hugsandi menn ásamt fleirum árið 1999. Það sameinað- ist síðar öðru hugbúnaðarfyrir- tæki undir nafninu Mens mentis. Þorsteinn er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. í námi sínu lagði hann áherslu á frumkvöðlastarfsemi, alþjóðavið- skipti og markaðsfræði. Hann er einnig menntaður skrúðgarð- yrkjufræðingur og starfaði um skeið á þeim vettvangi. Glöggir munu taka eftir því að staðan sem Þorsteinn hefur verið ráðinn í var áður í höndum Vilhjálms Vilhjálmssonar, sem nýverið var staðinn að því að hafa tekið þriðjung kandidatsrit- gerðar sinnar orðrétt frá öðrum aðila án þess að geta heimildar. Vilhjálmur hefur nú stefnt laga- deild fyrir þá ákvörðun að ógilda ritgerðina. Ibreytingum á stjórnskipulagi Olíufélagsins felst að rekstri þess verður skipt í fjögur megin- svið: fjármálasvið, fyrirtækjasvið, neytendasvið og upplýsingasvið. Framkvæmdastjórar þeirra verða Bjarni Bjarnason, Ragnar Boga- son, Heimir Sigurðsson og Jónas Guðbjörnsson. Skipulagsbreyting- arnar eiga að einfalda reksturinn og gera hann hagkvæmari. Aðstandendur verði með í ráðum I dag verður málþing í Norræna húsinu þar sem fjallað verður um þjónustu við geðfatlaða utan hefðbundinna stofnana. Að mati Guð- bjargar Sveinsdóttur, forstöðumanns Vinjar, er nauðsynlegt að sam- ræma þá aðstoð sem í boði er. málþing Málefni geðfatlaðra verða í brennidepli á málþingi um þjónustu við geðfatlaða utan stofnana sem fram fer í Norræna húsinu í dag. Að sögn Guðbjargar Sveinsdóttur, forstöðumanns Vinjar, athvarfs Rauða kross ís- lands fyrir geðfatlaða, sem stend- ur að málþinginu í samvinnu við Félagsþjónustuna í Reykjavík, eru ýmis meðferðarúrræði í boði fyrir einstaklinga sem útskrifast af geðdeildum. Vandinn, að henn- ar mati, er hins vegar að eftir er að kortleggja þá þjónustu sem í boði er og samræma starfsemi ólíkra aðila sem fást við málefni geðfatlaðra. „Það sem vantar er ákveðin stefnumótun. í dag eru heil- brigðisyfirvöld að fást við sína hluti og félagsmálayfirvöld sömuleiðis. Þá eru félagasamtök að gera sitt og Geðhjálp einnig auk Rauða krossins. Geðfatlaður einstaklingur sækir þjónustu og lyf á geðheilbrigðissviðinu. Hann þarf á venjulegri læknis- aðstoð að halda og sækir hana annars staðar. Þá býr hann í hús- næði á vegum einhverra af þeim hjálparsamtökum sem bjóða fram aðstoð, fær liðveislu hjá Félagsþjónustunni og svona mætti telja,“ segir Guðbjörg. Hún segir að skjólstæðingar kvarti gjarnan undan því að skortur sé á samhæfingu í starfi þessara aðila og sér fyrir sér að skipa mætti hóp sérfræðinga á þverfaglegum grunni sem hefði MÁLEFNI GEÐFATLAÐRA Mikilvægt er að hafa aðstandendur með í ráðum þegar unnið er að þróun nýrra meðferð arúrræða, að mati Guðbjargar Sveinsdóttur, forstöðumanns Vinjar. yfirsýn yfir málefni hvers og eins. Aðalfyrirlesari á málþinginu er Paul O'Halloran sem starfar hjá Sainsbury Centre for Mental Health á Bretlandi sem er miðstöð fræða, rannsókna og áætlanagerð- ar fyrir málefni geðfatlaðra. O'Halloran mun greina frá þróun og uppbyggingu starfseminnar ytra og samstarfi stofnunarinnar og breskra heilbrigðisyfirvalda sem hefur gengið vonum framar. Guðbjörg segir að þátttaka að- standenda skipti ekki síður máli þegar staðið sé frammi fyrir þró- un og uppbyggingu nýrra með- ferðarúrræða. Hún segir mikil- vægt að koma upp tengslaneti og hafa notendur og aðstandendur með í ráðum þegar ákvarðanir eru teknar er varða framtíð þeir- ra. Þess má geta að málþingið stendur frá 13 - 17 en skráning fer fram hjá Rauða krossinum. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. kristjangeir@frettabladíd.is nnrommun N YTT ,:U«i > Afsláttartiíboð af speglum Q/ afsláttur af innrömmuðum Súper gler. Glampa frítt glært gler Komió og sjáiö munin 0 píakötum Opió 9°°-18a0og laugardaga RAMMA MIÐSTOÐIN jióumóia 34 • Sími: 533 3331

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.