Fréttablaðið - 18.10.2001, Page 12

Fréttablaðið - 18.10.2001, Page 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 18. október 2001 FIMMTUDAGUR Meðaflareglan: Bátar geta róið sjávarútvegur „Þetta breytir því að bátar geta róið“, segir Guðmundur Halldórsson, formaður Félags smá- bátaeigenda í Bolungarvík, um áhrif reglugerðarbreytingar sjáv- arútvegsráðherra sem heimilar krókabátum að veiða keilu, löngu og karfa sem meðafla. „Okkar skilningur er sá að þetta hefði átt að koma strax og tegundirnar voru settar inn í kvóta. Það var ekkert réttlæti í því að virða okkar veiði- reynslu einskis." Guðmundur segir að þrátt fyrir þetta standi eftir að- almálið, sem er kvótasetning á ýsu, steinbíti og ufsa, sé óleyst. „Við erum andvígir því að vera keyrðir inn í kvótakerfið og höfum stefnt að því að fá óbreytt kerfið sem var fyrir 1. september. ■ Nýtt byggðakort: Reykjanes utan byggðakorts byggðamáu Samkvæmt nýju byggðakorti ESA, eftirlitsstofnun- ar EFTA bætist Akranes í hóp þeirra sveitarfélaga sem eru á byggðakortinu á meðan að flest sveitarfélög á Suðurnesjum falla burt. í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær vakti Kristján Pálsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins máls á áhrifum nýs byggðakorts ESA á Suðurnes. Samkvæmt reglum EFTA eru ríkisstyrkir óheimilir, en byggðastyrkir eru heimilir inn- an samþykkts byggðakorts. Þetta taki til allrar starfsemi, að undan- skilinni sjávarútvegs-og landbún- aðarstarfssemi. Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðar-og viðskiptaráð- herra sagði að flest sveitarfélög á Reykjanesi falli utan byggða- kortsins, þar sem atvinnuástand þar sé mun betra heldur en þegar síðasta byggðakort var gert. Varð- andi áhrif á aukningu hlutafjár í Eignarhaldsfélagi Suðurnesja, sagði Valgerður, að Byggðastofn- un ynni að tilkynningu til EFTA og ekki væri hægt að hver áhrifin yrðu að svo stöddu. Það færi eftir fjárfestingastefnu. ■ SUÐURNES Flest sveitarfélög á Suðurnesi eru utan byggðakorts ESA vegna batnandi at- vinnuástands. Fyrirspumir á Alþingi: U tanvegaakstur rjúpnaveiðimanna alþingi Á þingi í gær spurði Stein- grímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, um viðhorf um- hverfisráðherra til stytt- ingar rjúpnaveiðitímans til að hlífa stofninum og draga úr landspjöllum vegna ut- anvegaaksturs veiðimanna. Hann sagði stofninn vera í mikilli lægð og álag á hann hafi aukist vegna bætts tækjabúnaðar veiðimanna. Þá sagði hann umferð veiðimanna kalla á mikið álag á landsvæði sem væru viðkvæm fyrst á haustin og því vænlegt að seinka upp- hafi veiðitímans. Siv Friðleifsdóttir, um- hverfisráðherra, benti á að samkvæmt náttúruvernd- arlögum væri utanvega- STEINGRÍNIUR J. SIGFÚSSON Ófremdarástand á Norðausturhorni landsins frá því veiði- tímabilið hófst lög- regla og björgunar- sveit í nánast stans- lausu útkalli víð að leita að týndum skyttum. akstur bannaður og lögreglu að hafa eftirlit með því. Hún sagði að Vegagerðin ynni að kortlagningu vegaslóða í samstarfi við Landmælingar íslands. „Það er ein af forsendun- um sem við munum nota við að taka á þessum akstri," sagði hún og taldi líklegt að í framtíðinni yrðu þyrlur notaðar til eftirlits í þeim efnum. Þá sagði hún að ekki hefðu borist ábendingar til ráðuneytisins um að grípa þyrfti til aðgerða vegna óhóflegs veiðiá- lags, en sett hafi verið á fót nefnd til að kanna hvernig best yrði að slík- um aðgerðum staðið, ef til þess þyrfti að koma. ■ STARFSFÓLK ÓSKAST Alltaf £ö5tucfagur. Alltaf fjör. Við höfum fengið ótrúlegar móttökur og því vantar okkur skemmtilegt starfsfólk í eftirtaldar stöður: • Starfsmenn í eldhús • Starfsmenn í sal Einungis fólk í fullt starf kemur til greina. Ifréttaskýring Margbrotið útboð til að bjarga erfíð- um rekstri Fimm mánuðum eftir frumútboð á genginu 8,75 býður Islandssími nýtt hlutafé á 90% lægra gengi. Forstjórinn segir ekki brýna nauðsyn á hlutaljár- aukningu. Misjöfn staða hluthafa. Þeir sem keypt- u á háu gengi hætta annaðhvort auknum íjármun- um eða horfa á hlut sinn í félaginu þynnast. íslanpssími Þeir hluthafar íslands- síma sem keypt hafa á háu gengi í félaginu, svo sem á genginu 8,75 í frumútboði félagsins í vor, standa nú frammi fyrir því að veita annað- hvort meiri fjár- munum í félag sem þeir hafa þegar tap- að verulega á eða horfa á hlut sinn í félaginu þynnast. Hinir eldri sem keyptu á mun lægra gengi fyrir tveimur árum og eiga sam- tals 178 milljónir að nafnvirði fá í staðinn frían kauprétt til 18 mánaða að bréfum á genginu 4,50 til jafns við hlutfjáreign þeirra í félaginu. Tillögurnar verða lagðar fram á hluthafafundi í dag. Það kann að virðast betra að fá að kaupa bréf í dag á nafnvirði, en þannig geta núverandi hluthafar lækkað meðalgengi eignar sinnar. Fréttablaðið hefur hinsvegar heim- ildir fyrir því að ýmsum í viðskipta- lífinu þyki síðari kosturinn mun betri. Ljóst sé að mikil áhætta fylgi því að fjárfesta nú í Íslandssíma; til að mynda hefur sú hækkun sem ný- lega varð á gengi félagsins í kjölfar tilkynningar stjórnvalda um skatta- breytingu gengið mjög rúmlega til baka og féll gengið í gær niður í 2,0. Verði Islandssími gjaldþrota nýta eldri hluthafar sér ekki kaupréttinn og tapa því engu. Sú aðferð að fjármagna áfram- haldandi rekstur með þessum hætti hefur þekkst hjá óskráðum félögum en hingað til ekki á meðal skráðra félaga á íslenskum markaði, eftir því sem blaðið Fréttablaðið kemst næst. Varpa má fram þeirri spurn- ingu hvort mismunandi staða hlut- hafa í þessu tilfelli brjóti í bága við reglur um jafnræði hluthafa í verð- bréfaviðskiptum. Helena Hilmars- dóttir, staðgengill forstjóra Verð- bréfaþings íslands, staðfestir að þetta fyrirkomulag hafi ekki sést áður, en tekur fram að ekki verði tekin afstaða til þessa útboðs fyrr en upplýsingar um það berist þing- inu. Það er haft til marks um að betra gæti verið að halda að sér höndum og eiga kaupréttinn að fyrirtækið stendur í raun höllum fæti. Upplýs- ingar úr síðasta uppgjöri félagsins gefa meðal annars tilefni til vanga- veltna um hvort fyrirhuguð hluta- fjáfjáraukning nú sjái fyrir endann á vanda fyrirtækisins til lengri tíma. í ljósi þessa eru ummæli Ey- þórs Arnalds, frá- farandi forstjóra, í Morgunblaðinu á laugardaginn sl. athyglisverð, en þar segir hann heimild um hluta- fjáraukningu ekki sótta af brýnni nauðsyn. Hins- vegar sé horft til ýmissa kauptæki- færa sem undanfarna mánuði hafi myndast í fjarskiptageiranum. Tölur í hálfsársuppgjöri félags- ins benda til þess að fjárþörf fé- lagsins um þessar mundir sé veru- leg. Meðal annars má nefna að um mitt ár voru langtímaskuldir ís- landssíma 1.350 milljónir króna og Sjálfsmorðsárásir á Sri Lanka: —♦— Ætla má að aðeins lítill hluti eiginfjár- ins renni til eigenda verði félagið leyst upp Trúarbrögð ekki ástæðan COLOMBO.SRI LANKA.AP Tamil- skæruliðar á Sri Lanka gera sjálfsmorðsárásir vegna málstað- arins en ekki vegna trúarbragða. Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarinn mánuð um hvers vegna menn geri sjálfs- morðsárásir. Hvað varðar þá sem réðust á Bandaríkin virðast trúarbrögð hafa verið aðalástæðan, en sú er ekki raunin hjá Tamil-skærulið- unum. Að því er sérfræðingar segja líta skæruliðarnir ekki á árásirnar sem sjálfsmorð, heldur líta þeir á þær sem göfugan mál- stað; þ.e. málstað frelsis og jafn- réttis Tamila, sem eru í minni- hluta á Sri Lanka. Hafa þeir barist hafa fyrir sjálfstæði á norðurhluta landsins í fjöldamörg ár, en sjálfsmorðsárásir þeirra hófust árið 1987. Samkvæmt stjórnvöldum á Sri Lanka hafa slíkar árásir af stærra taginu alls verið 66 talsins. Annað atriði sem greinir Tamila frá múslímskum hryðjuverkamönnum er sú stað- reynd að konur framkvæma þriðjung allra sjálfsmorðsárása, en á meðal múslíma eru árásirnar undantekninarlítið framkvæmd- ar af karlmönnum. ■ SKÆRULIÐI Hermaður fylgir Tamila-skæruliða í burtu frá svæði þar sem sjálfsmorðsárás átti sér stað þann 7. júní í Colombo, höfuðborg Sri Lanka. Ráðherra í ríkisstjórn Sri Lanka lét lífið i árásinni ásamt 20 öðrum mönnum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.