Fréttablaðið - 08.01.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.01.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ KJÖRKASSINN SfCILDAR ÚTSÖLUR Fyrir mistök fór ný spurning ekki inn í gær, en af svörum má ætla að fleiri hafi lagt leið sína á útsölur. Hefurðu farið á útsöiu á þessu ári? Niðurstöður gærdagsins á www.vísir.Í5 Spurning dagsins í dag: Átt þú betri tíma í vændum á nýja árinu? Farðu inn á vísi.is og segðu þína skoðun ___ __________ Hafnarfjörður: Lögreglan stöðvaði landasala brucc Ungur piltur var tekinn í Hafnarfirði á föstudaginn grunað- ur um að selja landa. í bíl hans fundust 17 lítrar af landa og á pilt- inum um 19000 krónur. Götuverð fyrir lítra af heimabruggi er um 1500 krónur og má því áætla að pilturinn hafi selt um 12,5 lítra. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði hefur þessi iðja farið minnkandi á undanförnum árum eða eins og hún orðaði það- „krakkarnir eru komnir meira út í bjórinn." ■ —♦— Apple kvnnir nýia tölvu: Ný iMac kynnt á MacWorld SAN fransisco, ap Steve Jobs, for- stjóri Apple, kynnti nýjustu tölv- una frá Apple á MacWorld tölvu- sýningunni í San Fransisco í dag. Tölvan er ný út- færsla af iMac sem fljótt á litið virðist ekki eiga neitt nema nafn- ið sameiginlegt með forveran- um. Nýja tölvan er hálfkúla með flötum skjá tengdum með snúningsslá. í hálfkúlunni er komið fyrir 700 Mhz G4 ör- gjörva, 128 Mb minni og 40 gígabæta hörðum diski og geisladrifi sem getur skrifað á diska. Við hálfkúluna má svo tengja ógrynni af vélbúnaði frá Apple. ■ -—♦— Geðhjálp ályktar: Veruleg út- gjaldaaukn- ing hjá sjúk- lingum ÁLYKTUN Stjórn Geðhjálpar mótmæl- ir harðlega reglugerðum um lækk- un greiðslna almannatrygginga í lyfjakostnaði og læknisþjónustu sem tóku gildi um áramót. Slík lækkun veldur verulegri útgjalda- aukningu hjá stórum hópi sjúk- linga. Með reglugerðinni hækkar hlutdeild sjúklinga í lyfjakostnaði um 9-11%. Hlutdeild sjúklings hef- ur því vaxið úr 30% í 55-60% frá ár- inu 1996. Slík hækkun leiðir óhjá- kvæmilega af sér frekari skerðingu hjá þeim tekjulægstu í samfélag- inu, þ.e. öryrkjum. Geðhjálp segir heilbrigðisráðherra ábyrgan fyrir þessari stefnu og segir hana vera öfuga við þá þróun stefnu um að jafna aðgang að heilbrigðisþjón- ustu. ■ JOBS MEÐ NÝJA AFKVÆMIÐ Það besta sem við höfum nokkurn tíma gert sagði hógvær Jobs. 2 8. janúar 2002 ÞRIÐJUDAGUR Ríkið hótar Félagi flugumferðarstjóra: Málssókn verði yfirvinna ekki unnin verkfall Fjármálaráðuneytið mót- mælir fyrirhuguðu yfirvinnu- banni Félags íslenskra flugum- ferðarstjóra í bréfi sem afhent var forystumönnnum þess í síð- ustu viku. Ráðuneytið telur yfir- vinnubannið ólöglegt og segist muni grípa til réttarúrræða verði af því og vekur einnig athygli á því að félagið geti verið ábyrgt vegna tjóns sem gæti hlotist af fyrirhuguðum aðgerðum. Flugumferðarstjórar ætla hinsvegar að standa við yfir- vinnubann sitt sem að óbreyttu hefst á mánudagsmorgun og mun standa þar til nýr kjarasamningur verður undirritaður. „Við lítum þetta mál mjög al- varlegum augum,“ sagði Loftur Jó- hannsson, formað- ur Félags flugum- ferðarstjóra í samtali við Frétta- blaðið í gær. „Við stöndum samt við yfirvinnubannið nema dómstólar úrskurði að það sé ólöglegt.“ Félag flugum- ferðarstjóra af- henti fjármálaráðuneytinu bréf í gær þar sem segir að um lögmæt- LOFTUR JÓHANSSON Formaður félags íslenskra flugum- ferðarstjóra segist líta málið alvar- legum augum. FLUGTURNINN f REYKJAVfK ar og nauðsynlegar aðgerðir sé að ræða til að knýja á um að fulltrúar ráðuneytisins komi að kjarasamn- ingaviðræðum af fullri alvöru. Það telur einnig að mótmæli ráðu- neytisins eigi sér ekki forsendur í lögum og mun því virða þau að vettugi. ■ Árásin í Oklahoma 1995: Réttað vegna nýrra gagna hryðjuverk Kæra má Terry Nichols á ný fyrir þátt hans í hryðjuverkaárásinni í Oklahoma- borg árið 1995. Nichols var dæmd- ur í lífstíðarfangelsi 1997 fyrir að hjálpa Timothy McVeigh að skipu- leggja árásina en saksóknarar telja sig nú hafa næg sönnunar- gögn til að ákæra hann fyrir morð. Nichols taldi það óhæft þar sem ekki mætti ákæra hann tvisvar fyrir sama glæpinn og áfrýjaði máli sínu til Hæstaréttar Banda- ríkjanna sem komst að þeirri nið- urstöðu að rétta mætti aftur í mál- inu. Verði hann dæmdur á hann dauðadóm yfir höfði sér. ■ Reynt að létta á endur- greiðslubyrði námslána Vonast eftir breiðri samstöðu. Fjórar leiðir. Snertir aíkomu um 34 þúsund einstaklinga. Greiðslubyrði margra ígildi mánaðarlaúna. kjaramál Vaxandi umræða er meðal hagsmunasamtaka háskóla- manna og námsmanna til að finna leiðir til að létta á endurgreiðslu- byrði af námslánum hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, LÍN. Þetta ^—♦____ mál snertir af- komu fjölda fólks en um 34 þúsund einstaklingar end- urgreiða námslán til LÍN um þessar mundir. Á sama tíma er fjöldi þeir- ra t.d. að koma sér Námslán eru sögð vera fjár- festing fyrir allt þjóðfélagið og vonandi skyn- samlegri en t.d. neyslulán upp husnæði eftir margra ára há- skólanám þar sem endurgreiðslu- byrði margra af námslánum er ígildi mánaðarlauna á ársgrund- velli.Til að reyna að ná fram sem víðtækastri samstöðu um þetta mál hefur verið boðað til samráðs- fundar um það í húsakynnum BHM n.k. fimmtudag og er vænst að þar muni m.a. mæta fulltrúar frá samtökum háskólamenntaðs launafólks og námsmannahreyf- ingunni auk fulltrúa frá ASÍ og BSRB. Gísli Tryggvason fram- kvæmdastjóri Bandalags há- skólamanna, BHM, segir að ætl- unin sé að hrinda af stað forkönn- un á því hvernig unnt sé að taka tillit til endurgreiðslubyrði í skattkerfinu eða með öðrum hætti. í því sambandi hefur eink- LÁNASJÓÐUR fSL. NÁMSMANNA Hætt er við að lítið verði um nám hjá mörgum vegna fjárskorts ef námslána nyti ekki við. um verið rætt um fjórar leiðir sem gætu komið til greina. Það er skattaafslátt þannig að endur- greiðslur námslána séu ekki álitn- ar hluti af skattstofni, sveigjan- leika í endurgreiðslum, lækkun hlutfallsgjalds sem er um 4,75% af heildarlaunum auk þess sem bent hefur verið á þann mögu- leika að miða hlutfallsgjaldið við nettólaun, þ.e. laun eftir skatta. Gísli bendir einnig á að eitt af verkefnunum í þessu sambandi sé að finna út hvaða fjárhæðir geti þarna verið um að ræða og þá ekki síst hvernig það dreifist á hina ýmsu tekjuhópa. Hann bend- ir á að forusta BHM hefði rætt þetta mál við fjármálaráðherra í ársbyrjun í fyrra. Á þeim fundi hefði ráðherra ekki tekið illa í hugmyndir um að létta endur- greiðslubyrði af námslánum en hefði fyrst viljað fá að vita hvað þetta gætu verið miklir peningar fyrir ríkið. grh@frettabladid.is Hafnaraðstaða í Kópavogi eftirsótt og þrír aðilar eiga í viðræðum við bæinn: Atlantsskip semja við Kópavogsbæ KÓPAVOGSHÖFN Bæjarstjórinn í Kópavogi segir þrjá aðra aðila hafa sýnt því áhuga að fá aðstöðu við Kópa- vogshöfn en þeir vilji ekki láta nafns síns getið af ótta við að missa aðstöðuna þar sem þeir eru núna. sjóflutningar Atlantsskip hafa fótt um hafnaraðstöðu hjá Kópa- vogshöfn og umsóknin til umfjöll- unar hjá skipulagsstjóra bæjar- ins. Heimildir blaðsins herma að Atlantsskip hyggi á fraktflutn- inga til Evrópu í samkeppni við önnur skipafélög hér á landi og hafa unnar sjávarafurðir verið nefndar í því sambandi. f fundargerð hafnarstjórnar Kópavogsbæjar, frá því skömmu fyrir jól, kemúr fram að stjórn- endur Atlantsskipa hafa verið í samningaviðræðum við eigendur húsnæðis við höfnina og fari fram á aðstöðu í tengslum við leigu þar. „Áætlað vörumagn um höfn- ina yrði 2500 gámaeiningar á ári, og ef meðalþungi á gámaeiningu er 14 tonn yrðu tekjur hafnarinn- ar um kr. 25 milljónir á ári. Svæð- ið, sem óskað er eftir, er vestur af Vesturvör 29, samtengt tollsvæð- inu og mun skipulagsstjóri fara nánar í athugun á þessari beiðni. Einnig er óskað eftir 20 raf- magnstenglum fyrir frystigáma, vegna gámafisks, sem verður landað og umskipað í flutninga- skip. Fyrsta skipið er væntanlegt um miðjan mars 2002 og er óskað eftir svari frá hafnarstjórn sem fyrst,“ segir í bókun hafnar- stjórnar, en hún lítur jákvætt á að ganga til samninga við fyrirtæk- ið. „Atlantsskip hafa ásamt mörg- um öðrum sýnt áhuga á að fá að- stöðu í Kópavogshöfn," sagði Sig- urður Geirdal, bæjarstjóri Kópa- vogsbæjar aðspurður um málið. Hann segir slag um alla hafnarað- stöðu á stór-Reykjavíkursvæðinu „Nú eigum við þarna þó nokkuð land sem ekki er búið að ráðstafa endanlega,“ sagði hann og bætti við að þrír aðilar, utan Atlants- skipa, hafi sýnt því áhuga að fá aðstöðu við höfnina, en vildi ekki gefa upp hverjir það væru. „Þeir vilja ekki láta nafns síns getið svo þeim verði ekki hent út úr hinum höfnunum á meðan,“ sagði hann, en bætti við að ekki væri stefnt á að hafa mikla vöruflutninga um höfnipa. „Það sem hentar okkur best er eitthvað sem væri unnið á staðnum og færi svo út aftur, en ekki inn á göturnar." Sigurður sagðist búast við að samningarnir við Atlantsskip gætu gengið nokk- uð hratt fyrir sig. Ekki náðist í Stefán Kjærne- sted, framkvæmdastjóra Atlants- skipa í gær en hann er staddur er- lendis í brúðkaupsferð. Töldu bæði stjórnarformaðurinn og markaðs- og sölustjórinn að hann einn gæti úttalað sig um fyrirætl- anirnar í Kópavogi. oli@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.