Fréttablaðið - 08.01.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.01.2002, Blaðsíða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 8. janúar 2002 ÞRIÐJUDAGUR Aukin hlutdeild Norðmanna í Reyðarál: Til umræðu á Rótary fundum í allan vetur Vaka ályktar: ^ Brýnir LÍN til aðgerða menntun Vaka, félag lýðræðis- sinnaðra stúdenta í Háskóla ís- lands, segir í ályktun sinni að ekki sé eðlilegt að námsmenn þurfi jafnvel að fresta námi sínu er- lendis vegna gengislækkun krón- unnar og lægri námslána þar af lútandi. Óeðlilegt sé að náms- framvinda þurfi að fara eftir sveiflum í gengi. Stúdentar ættu að geta treyst því að Lánasjóður íslenskra námsmanna veiti lán fyrir náms- og framfærslukosti. Vaka hvetur því stjórn LÍN til að grípa til aðgerða og koma til móts við þá skerðingu sem námsmenn erlendis hafa orðið fyrir. ■ álver Norsk Hydro hefur til skoð- unar hvort eignarhlutdeild fyrir- tækisins í væntanlegu álveri í Reyðarfirði eigi að vera allt að 49%. Lfpphaflega stóð til að hlutur þeirra yrði aðeins um 20-25%. Geir A. Gunnlaugsson talsmaður Hæfis, þ.e. félags íslenskra fjár- festa um álverið segir að það hafi alltaf verið stefna þeirra að Norð- menn myndu eiga sem stærstan hlut í álverinu og vísar því á bug að þessi athugun hjá Norsk Hydro sé tilkomin vegna einhverra erfið- leika við að fá fjárfesta til að leg- gja fram fjármuni í álverið. Hins vegar sé því ekki að neita að eftir því sem hlutur Norðmanna verði stærri þarf Hæfi að koma með minni fjármuni en það ella mundi þurfa. Hann segist undrast þá fjölmiðlaathygli sem þetta mál hefur fengið þar sem hann sé bú- inn að ræða þennan möguleika í allan vetur á Rótaryfundum. Geir segir að rætt sé um að heildarhlutafé í álverinu verði um 400 milljónir dollara, eða ríflega um 40 milljarðar króna. Ef eignar- hluti Norsk Hydro yrði um 49% yrði hlutur Hæfis rúmlega 20 milljarðar. Hann bendir einnig á að það hafi ávallt verið lögð áher- sla á það að innlendir fjárfestar kæmu að fjármögnun álversins sem einn aðili og m.a. til að trygg- ja stjórnunarleg forræði þeirra í fyrirtækinu. Hann segist vonast til þess að lífeyrissjóðir og aðrir GEIR A. GUNNLAUGSSON Segir að heildarhlutafé í álverinu verði allt að 40 milljarðar króna, eða um 400 millj- ónir dollara. fjárfestar skoði þennan fjárfest- ingarkost á faglegum forsendum en stefnt er að því að fjármögnun- in verði ljós eigi síðar en í vor. ■ Launami og önnun gogn 28. janúar Skilafrestur eftirtalinna gagna vegna ársins 2001 hefur verið ákveðinn sem hér segir: Til 28. janúar 2002: 1. Launamiðar (RSK 2.01) ásamt almennu launaframtali (RSK 1.05). Á launamiðum komi meðal annars fram sundurliðaðar upplýsingar um hvers konar greiðslur í formi launa og hlunninda eða til verktaka fyrir efni og vinnu, styrkja, bóta eða annarra tekna; svo sem áskilið er. 2. Greiðslumiðar vegna lífeyris, tryggingabóta og atvinnuleysisbóta. 3. Hlutafjármiðar (RSK 2.045) ásamt samtalningsblaði (RSK 2.04). 4. Upplýsingar hlutafélaga um kaupréttarsamninga (RSK 2.085). 5. Stofnsjóðsmiðar. (RSK 2.065) ásamt samtalningsblaði (RSK 2.06). Qfangreindur frestur er þó framlengdur til 8. febrúar 2002, enda sé gögnum skilað á tölvutæku formi samkvæmt færslulýsingu ríkisskattstjóra, en hana má finna á rsk.is. Til 14. apríi 2002: 1. Gögn frá lífeyrissjóðum, líftryggingafélögum og fjármálastofnunum iðgjöld og framlög launagreiðenda til lífeyrissjóða og til viðbótarlífeyristryggingar. 2. Upplýsingar fjármálastofnana um kaup, sölu og umboðsviðskipti með hlutabréf. 3. Greiðslumiðar (RSK 2.02) yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fasteignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tölulið C-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981. 4. Bifreiðahlunnindamiðar (RSK 2.035). 5. Afurða- og innstæðumiðar (RSK 2.075) ásamt samtalningsblaði (RSK 2.07). 6. Sjávarafurðamiðar (RSK 2.055) ásamt samtalningsblaði (RSK 2.05). 7. Greiðslumiðar (RSK 2.025) yfir hvers konar greiðslur til erlendra aðila og annarra, sem bera takmarkaða skattskyldu hér á landi, og skattskyldar eru skv. 3. og 6. tölul. 3. gr. laga nr. 75/1981 og ekki er gerð grein fyrir á skilagreinum RSK, sem taldar eru upp hér að framan. Hér er m.a. átt við þóknanir fyrir þjónustu og greiðslur fyrir afnot eða hagnýtingu einkaleyfa og hvers konar annarra leyfa, réttinda eða sérþekkingar. Upplýsingum þessum skal, ef unnt er, skilað á tölvutæku formi samkvæmt færslulýsingu ríkisskattstjóra. Hana er að finna á rsk.is. Sé það ekki gert skal þeim skilað á tilsvarandi eyðublöðum RSK. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI UTANRÍKISRÁÐHERRANN KVADDUR Berlusconi, sem er vinstra megin á myndinni, ásamt Ruggiero, fyrn/erandi utanríkisráð- herra, á blaðamannafundi á sunnudaginn. Berlusconi reynir að sefa áhyggjur Evrópuleiðtoga: Tekur sjálfur að sér utanríkisráðuneytið róm. ap Silvio Berlusconi, forsæt- isráðherra Ítalíu, reynir nú hvað hann getur til að sannfæra aðra þjóðarleiðtoga í Evrópusamband- inu um að hann styðji heilshugar samvinnu Evrópuríkjanna. Um helgina sagði Renato Ruggieri af sér embætti utanrík- isráðherra í stjórn Berlusconis vegna andstöðu margra ráðherra í stjórninni við myntbandalag Evrópusambandsins. Berlusconi hefur sjálfur tekið að sér að sinna utanríkismálum til bráða- birgða, næstu sex mánuðina hið minnsta. Ruggieri naut mikillar virð- ingar í Evrópusambandinu, en hins vegar tortryggjá flestir leið- togar Evrópusambandsríkjanna Berlusconi og andstæðingar Berlusconis á ítalska þinginu segja að með Ruggieri sé farinn úr stjórninni eini ráðherrann sem nýtur alþjóðlegrar virðingar. „Við erum fullkomlega sann- færð um að framtíð lands okkar sé í styrkri Evrópu sem getur tal- að með einni rödd og fylgt efna- hagslegri samvinnu eftir með pólitískri samvinnu, sameigin- legri stjórnarskrá, nauðsynlegri stækkun til austurs og trúverð- ugri öryggisstefnu," sagði Berlusconi í viðtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera í gær. Þessi orð dugðu þó ekki til að koma í veg fyrir að Laurent Fabi- us, utanríkisráðherra Frakk- lands, hvatti Berlusconi til að skýra betur stefnu sína í Evrópu- málum og sagði afsögn Ruggieris vera sér áhyggjuefni. ■ Umdeilt hjúkrunarheimili opnað: Flutt inn á Sóltún Sóltún var opnað með pomp og pragt á föstudag. OPNUNARHÁTÍÐ SÓLTÚNS HJÚKRUNARHEIMILI Fyi'StU íbúar hjúkrunarheimil- isins Sóltúns fluttu inn á heimilið í gær en hund- rað starfsmenn tóku til starfa á heimilinu á mið- vikudag í síðustu viku. Hjúkrunarrúm eru fyrir 92 einstaklinga á Sóltúni og var hluti þeirra tek- inn í notkun í gær en þau sem eftir standa upp úr miðjum mánuð- inum. 71 þeirra sem fly- tja inn koma af sjúkra- húsum en 21 af heimil- um sínum. Á föstudag var haldin opnunarhátíð Sóltúns og flutti Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, ávarp auk þess sem Karl Sigurbjörnsson, biskup, flutti húsblessun. Miklar deilur risu um Sóltún þegar heilbrigðisráðuneytið gekk til samninga við Öldung hf. um byggingu og rekstur hjúkr- unarheimilis. Hvoru tveggja var gagnrýnt að samið væri við einkaaðila en einnig að samn- ingsupphæðin væri full há en samið var til 25 ára og hljóðar samningurinn upp á 11,8 millj- arða króna. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.