Fréttablaðið - 08.01.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.01.2002, Blaðsíða 22
r r I HRAÐSOÐIÐ 22 GIGA IflATT^yn 1 "00C I5i’:nsi 3 1*.i3MOI«W FRÉTTABLAÐIÐ 8. janúar 2002 þriðjudacur HERDÍS SVEINSDÓTTIR Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Undrast fyrirhug- aðar uppsagnir HVERNIG horfa fyrirhugaðar breyt- ingar á árinu á Landspítala-háskólasjúkrahúsi (LSH) við hjúkrunarfræðingum? Það eina sem búið er að segja er að starfsemin verði dregin saman á næsta ári samkvæmt fjárlögum og gefið hefur verið út að segja eigi upp bæði hjúkrunarfræðingum og lækn- um án þess að það komi niður á þjón- ustunni. Okkur finnst það náttúru- lega skjóta skökku við ef á að fara að segja upp hjúkrunarfræðingum á sama tíma og vantar mjög hjúkrunar- fræðinga til starfa. Hjúkrunarfræð- ingar á LSH hafa verið að vinna mjög gott starf og tveir hjúkrunarfræðing- ar starfa hér þar sem eru þrír annars staðar á Norðurlöndunum. KOMA fyrirhugaðar uppsagnir á óvart? Núna í vor greindi LSH frá því að vantaði um 100 hjúkrunarfræðinga á stofnunina þannig að það kemur okk- ur mjög á óvart ef það á að fara að segja upp hjúkrunarfræðingum án þess að það eigi að koma niður á þjónustunni. Við erum með skýrslu sem félagið vann varðandi vinnuálag, en þar kemur skýrt fram að stór hluti hjúkrunarfræðinga kemst ekki, vegna álags, heim úr vinnu á þeim tíma sem þeir hefðu viljað, þeir fá ekki frí á þeim tíma sem þeir óska eftir, þeir komast ekki matartíma í vinnunni og fleira slíkt. Það hefur farið mikil vinna í sameininguna á síðasta ári og þrátt fyrir það hefur kostnaöur ekki aukist og verkefnin spítalans eru að aukast þannig að ég sé ekki hvemig þeir eiga að komast af með færri hjúkrunarfræðinga. HAFA hjúkrunarfræðingar áhyggjur af þróun mála? Auðvitað hefur verið mikill órói með- al hjúkrunarfræðinga eftir samein- inguna því fyrirkomulagið til fram- tíðar hefur ekki verið nógu skýrt. Það eru tilfærslur á milli stofnana og auð- vitað hefur það áhrif á starfsfólk. Það hefur ekki verið atvinnuleysi hjá hjúkrunarfræðingum og við horfum ekki fram á það. Þetta er kannski frekar spurning um hvort þú færð það starf sem þú vilt starfa við. Herdís Sveinsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Árni G. Sigurðsson, flugstjóri, segist hvorki fengið heilablóðfall né hjartaslag: Þjóðin álítur mig farlama flug „Þetta hefur ekki verið góð tilfinning. Fjallað hefur verið um mín mál á þann hátt að almenning- ur heldur að ég sé farlama mað- ur,“ segir Árni G. Sigurðsson, flugstjóri, en töluvert hefur verið fjallað um heilsufar hans í fjöl- miðlum þar sem Flugmálastjórn hefur neitað að endurnýja flug- skírteini hans og hefur það mál verið nokkuð til umfjöllunar. „Verst finnst mér að því sem am- aði að mér hafa ekki verið gerð rétt skil. Ég fékk hvorki heilablóð- fall, né hjartaslag." Árni segir að hann hafi fengið öræðasjúkdóm, en blætt hafi út frá lítilli æð í höfðinu. „Ég lagðist aldrei inn á spítala vegna sjúkdómsins. Eftir að hans varð vart, fór ég í viða- miklar rannsóknir, en þær sýndu að ég var við góða heilsu," segir Árni. ILann segir að samt sem áður hafi Flugmálastjórn ákveðið að hafna endurnýjun flugskírtein- is hans, en honum hafi verið bent á að hann ætti þess kost að skjóta málinu til nefndar. Niðurstaða þeirrar nefndar yrði endaneg á sviði stjórnsýslu. „Það gerði ég, og beið í nærri því ár eftir niður- stöðum nefndarinnar. Það var mjög magnþrungið tímabil," segir Árni. „Ég hætti að fljúga í október 1998, enda eðlilegt á meðan að ég er að gangast undir rannsóknir vegna sjúkdómsins. Um ári síðar var ég kominn með hreint læknis- vottorð. Búið var að segja mér að ég mætti hefja störf að nýju, en á síðustu stundu tók málið aðra stefnu. Það segir sig sjálft að að- gerðarleysið og spennan síðan þá, getur farið illa með marga.“ Hann hafi ákveðið að berjast og hafi margir staðið með honum í þeirri baráttu. Ekki síst hafi samgöngu- ráðuneytið staðið sig vel í málinu, en samgönguráðherra hafi orðið fyrir ómaklegum árasum vegna málsins. „Það getur hver maður ÁRNI G. SIGURÐSSON Það getur hver maður sett sig I mín spor. Heilsa mín hefur verið góð, en hefur verið gerð vafasöm gagnvart þjóðinni. sett sig í mín spor. Heilsa mín hef- ur verið góð, en hefur verið gerð vafasöm gagnvart þjóðinni. Ég trúi því, samt sem áður, að sann- leikurinn eigi eftir að koma í ljós.“ arndis@frettabladid.is FRÉTTIR AF FÓLKI Búist er við að mörg fyrirtæki eigi eftir að leita sameininga það sem eftir er vetrar. Gangi það eftir er líklegt að fjölgi í hópi at- vinnulausra for- stjóra. Þó það verði er ólíklegt að nokkur þeirra nái að gera betur í samningum en Þórarinn Viðar Þórarinsson fyrrverandi forstjóri Landssímans. Samningur hans við fyrrverandi vinnuveitenda mun tryggja honum bestu kjör fyrrver- andi forstjóra um langan tíma. Glöggir fréttafíklar tóku eftir að Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokks, setti pressu á þá sem verða að ákveða með hvaða hætti þeir ætla að velja á framboðs- lista flokksins í Reykjavík. í einu af mörgum viðtöl- um við Davíð um áramótin fór hann ekki leynt með að tíminn er að renna út. Þess vegna er ljóst, að þessa erfiðu ákvörðun verða menn að taka. Á fimmtudag er reiknað með að Margeir Pétursson og aðrir sem sitja í fulltrúaráði flokksins í Reykjavík tilkynni að leiðtogapróf- kjör verði haldið innan fárra vikna. að er kosið víðar en í Reykja- vík. í Kópavogi er ekki gert ráð fyrir að Kópavogslistinn, eða Sam- fylkingin eða hvað sem framboðið kemur til með að heita, eigi nokkurn möguleika gegn núver- andi meirihluta, það er Sjálfstæð- isflokki Gunnars I. Birgissonar og Framsóknarflokks Sigurðar Geir- dal. Þeir félagar hafa haldið um stjórnvölinn í þrjú kjörtímabil. Þar í bæ er varla nokkur sem gerir ráð fyrir öðru en þeir haldi meirihlut- anum. Sagt er að innan bæjar- stjórnarflokks sjálfstæðismanna Sé ekki alltaf einhugur, en takist hafi að halda sæmilega sátt og menn verið tregir til að bera harm sinn á torg. Fjölskyldur æfi áætlun ef til eldsvoða kemur Sídan 1998 eru reykskynjarar lögbundnir í íbúðum og sumarhúsum. MANNSLÍFIN SKIPTA MESTU Björn Karlsson brunamálastjóri segir að yfirgefa beri húsnæði umsvifalaust ef eldur er orðinn einn metri á hæð. brunavarnir Eldsvoðinn á Þing- eyri í vikunni sem leið og af- leiðingar hans hafa snortið alla þjóðina og fólk veltir fyrir sér hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að jólahald taki slíkan toll. „Logi af kertaskreytingu getur staðið allt upp í einn metra getur þá náð í gardínu eða eitthvað slíkt,“ segir dr. Björn Karlsson brunamála- stjóri og bendir á að hægt sé að kaupa úðaefni í blómaverslun- um sem geri slíkar skreytingar tregbrennanlegar. Mikið öryggi felst í reyk- skynjurum en þeir eru lögboðn- ir í íbúðum hér á landi síðan 1998, að sögn Björns. Reglur um klæðningar og einangrun í íbúðarhúsnæði eru einnig mjög skýrar. „Klæðningar verða að vera tregbrennanlegar og ein- angrun óbrennanleg. Sé ein- angrunin brennanleg verður að þekja hana eða klæða með óbrennanlegu efni, svo sem múrhúð eða gifsplötum, og verður uppsetning að vera þan- nig að klæðningin haldi í að minnsta kosti 10 mínútur við bruna.“ Björn segir að plastein- angrun sé ákaflega hættuleg við bruna og að slík einangrun þekkist varla í byggingariðnaði í dag. Þeir sem búi í eldra hús- næði þurfi að huga vel að því hvernig einangrun og klæðn- ingum sé háttað, þar sem ákvæði um tregbrennanlegar klæðningar komu ekki inn í byggingareglugerð fyrr en 1978. Viðbrögð við eldi skiptir gríðarlegu máli. „Ef eldur er orðinn einn metri á hæð á að fara út strax, ekki að hugsa um að slökkva hann,“ segir Björn og leggur áherslu á að fjöl- skyldur æfi neyðaráætlun ef til eldsvoða kemur. Þetta getur skipt miklu máli vegna þess að í neyð geri fólk það fyrsta sem í hugann kemur. „Svo eru bara ljósin slökkt og farið í leik og áætlunin æfð.“ Eldur nærist á súrefni þan- nig að mikilsvert er að auka ekki flæði þess að eldinum. „Maður á að reyna að hafa allar dyr lokaðar, eins og hægt er, og alltaf að reyna að loka eldinn ... .. , . ■ inni.“ Ef fólk er statt í lokuðu herbergi þegar ljóst er að eldur hefur komið upp á alls ekki að opna dyrnar á herberginu ef hurðin er orðin mjög heit, held- ur að freista þess að komast út um gluggann. Samkvæmt byggingareglugerð eiga að vera manngengir gluggar í öll- um herbergjum í íbúðarhús- næði. Á efri hæðum í fjölbýlis- húsum er mikilvægt að freista þess loka eldinn inni, komast út á gang eða vekja athygli á sér á svölum eða út um glugga. steinunn@frettabladid.is NOVUS MASTER. Gatar 25 blöð.. Verð 382 kr BIC Atlantis penni á 91 kr/stk múlalundur www.mulalundur.is TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 274 KR / STK. Tilboðið giidir til 31. janúar 2002 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is ÞRUÐA h2< hefði nú bara haldið að svona stór banki eins og þið eruð ætti að hafa efni á nroiLningunum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.