Fréttablaðið - 08.01.2002, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 08.01.2002, Blaðsíða 9
PRIÐJUPAGUR 8. janúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 9 Nýja bryggjuhverfið í Hafnarfirði: Fljótfærni og vafasamar skuldbindingar SVEITflRSTIÓRNARMÁL Sigurður P. Sigmundsson, formaður Fram- sóknarfélags Hafnarfjarðar, hef- ur gert alvarlegar athugasemdir við fyrirætlanir um uppbyggingu nýs bryggjuhverfis í Hafnarfirði og skuldbindingar bæjarins þar að lútandi. Hann segir það lýsa fljótfærni af hálfu Þorsteins Njálssonar, fulltrúa flokksins í bæjarstjórn, að fara ekki með málið inn í flokkinn til kynningar og umræðu. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst verk Sjálfstæðis- flokksins, en ég gagnrýni, í og með, okkar fulltrúa fyrir að skri- fa upp á það nánast gagnrýnis- laust,“ sagði hann og bætti við að mörgum framsóknarmönnum væri órótt yfir samþykktinni. „Þ.e. að bærinn sé þarna að fara inn í fyrirtækjarekstur á all vafasömum forsendum," sagði hann og vonaðist til að ákvörðun- ina mætti endurskoða á seinni stigum. Þorsteinn Njálsson, fulltrúi Framsóknarflokks í bæjarstjórn Ilafnarfjarðar segist ekki sam- mála gagnrýni Sigurðar. „Við ÞORSTEINN NJÁLSSON Þorsteinn sem er fulltrúi framsóknarmanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar vísar á bug gagnrýni um að „hafnarbakkamálið" svo- kallaða hafi verið keyrt í gegn í flýti. erum búin að vinna að þessu í meirihlutanum frá upphafi kjör- tímabilsins og málið alltaf til um- ræðu öðru hverju," sagði hann og kvað það endurtekið hafa verið til umræðu í hafnarstjórn og í bæjarstjórn í um þrjú ár. Þá benti Þorsteinn á að Sigurður hafi m.a. ritað forystugrein um „hafnar- bakkamálið" í jólablað Fram- sóknarmanna fyrir rúmu ári síð- an. „Ég held þetta lykti nú frekar af því að kominn sé einhver próf- kjörsskjálfti í hann [Sigurð], en það sýnir þó að eitthvað líf er í Framsóknarflokknum í Hafnar- firði og það er alltaf gott,“ bætti hann við. ■ Alþj óðagj aldeyrissj óðurinn: Geir tekur sæti í fjár- hagsnefnd fjármál Geir H. Haarde, f jármála- ráðherra, hefur tekið sæti í fjár- hagsnefnd Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins fyrir hönd Norðurland- anna og Eystrasaltsríkjanna. Löndin eiga með sér náið sam- starf um málefni sjóðsins og eiga sameiginlegan fulltrúa í fjárhags- nefnd hans en þar sitja 24 fulltrú- ar aðildarríkja sjóðsins, aðallega fjármálaráðherrar. ísland tók við forystu í samstarfi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja til tveggja ára í byrjun árs. ■ kA. - mm i > • f'TPt' Reykvíkingar 112.276 talsins: Breiðholtið gefur eftir Kaupæði með stolið krítarkort: Sviku út milljón mannfjölpi Reykvíkingar voru 112.276 talsins 1. desember sl. samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Þeim hafði fjölgað um 934 frá árinu áður og um nær 13.000 manns síðasta áratuginn á undan. Breiðholt er ennþá fjölmenn- asta hverfi borgarinnar þó það hafi heldur gefið eftir gagnvart öðrum hverfum. Breiðhyltingar eru nú 21.880 en hefur fækkað um 1.500 síðasta áratuginn. Hlutur þeirra í heildarfjölda Reykvík- inga hefur fallið úr fjórðungi í einn fimmta. Mest hefur fjölgunin verið í Grafarvogs og Borgar- holtshverfum þar sem íbúum hef- ur fjölgað um rúmlega tíu þúsund úr 6.764 í 17.090 síðasta áratuginn og um það bil 700 síðasta árið. Austurbærinn hefur einnig verið í sókn undanfarin ár. Þar búa nú 18.772 einstaklingar og hefur pómsmál Tveir 27 ára gamlir sí- brotamenn voru í gær dæmdir til sex og tíu mánaða fangelsisvistar og greiðslu bóta vegna þjófnaðar og skjalafals á síðasta ári. Þriðji maðurinn, tvíburabróðir þess sem dæmdur var í sex mánaða fang- elsi, var hins vegar sýknaður af ákæru í málinu. Mennirnir höfðu ýmist saman eða hvor í sínu lagi framvísað stolnu greiðskorti í verslunum vítt og breitt á höfuðborgarsvæð- inu í febrúar í fyrra og falsað und- irskrift eiganda kortsins. Samtals sviku mennirnir út um eina millj- ón króna. Meðal þess sem mennirnir greiddu með stolna greiðslukort- inu voru tvær tölvur samtals að verðmæti 340 þúsund krónur, vör- ur á bensínstöð fyrir 14 þúsund, pitsa og fleira fyrir 7 þúsund krónur, áfengi fyrir 11 þúsund krónur, föt 41 þúsund, parket fyr- MILLJÓNASVIK Með stolin greiðslukort sviku mennirnir tveir út miklar fjárhæðir. ir 56 þúsund, tveir geislaspilarar fyrir samtals 177 þúsund, leik- tölva og tölvuleikur fyrir 50 þús- und, rafgeymir fyrir 8 þúsund, föt, fartölva og mynddiskar fyrir 166 þúsund, skartgripir fyrir 7 þúsund auk leigu á myndabands- spólum, ■ GRAFARVOGUR f SÓKN íbúafjöldinn tvöfaldast á áratug og eykst enn. fjölgað um 1.600 síðustu tíu árin. Hraunbær er sem fyrr fjöl- mennasta gata Reykjavíkur. Þar búa 2.348 íbúar sem dygði götunni sæti á lista yfir 20 stærstu sveit- arfélög landsins. Við níu götur er aðeins einn einstaklingur með skráð lögheimili. ■ S T R E Y M I Vefskóli Streymis Hverfisgata 105 101 Reykjavik Sfmi : 511 55 10 bréfasími yvww.vefskolt.is ww w. s t r e y m i. i s 5 1 1 h£ií Fullt nám í vefhönnun þar sem þú leerir meðal annars vefforritun, myndvinnslu og margmiðlun. Kennsla fer fram í Dreamweaver, DW Ultradev, ASP, gagnagrunnum, Flash, Sound Edit, Photoshop, Freehand og fleira. Dagskólinn hefst 21. janúar. Kennt verður á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum frákl. 13.00-17.00. Skránlngu lýkur Ift.jðn.n. ' ' .1 N. Dbíðh / í Vefskóla Streymis laugardaglnn Trá kl.10.00-18.00 Allir velkomnir Allar nánari upplýsingar um nám í Vefskóla Streymis er að finna á www.vefskoli.is eða í síma 511 5510

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.