Fréttablaðið - 08.01.2002, Blaðsíða 8
8
FRÉTTABLAÐIÐ
8. janúar 2002 ÞRIÐJUDACUR
Norsk Hydro kaupir þýskt álfyrirtæki:
Breytir ekki áform
um um Reyðarál
Nýjar rannsóknir:
Kringluleitir
hrjóta frekar
HEiLSfl Fólk með kringlótt höfuðlag
er líklegra til að hrjóta mikið og
sofa kæfisvefni, heldur en þeir
sem hafa grennra andlitsfall. Hóp-
ur lækna við Case Western Reser-
ve tannlæknaháskólann í Banda-
ríkjunum komst að þeirri niður-
stöðu, að því breiðara sem höfuð-
lag fólks er, þeim mun þrengri er
loftvegur þess. Talið er að um 12
milljónir Bandaríkjamanna þjáist
af kæfisvefn, sem er truflun á and-
ardrætti í svefni og veldur hávær-
um hrotum. Þeir sem sofa
kæfisvefni eru, þreyttir á daginn,
en einnig getur sjúkdómurinn
valdið hækkun á blóðþrýstingi. ■
STÓRiÐJfl Tilkynnt var í gær að
Norsk Hydro hefði keypt þýska
álfyrirtækið VAW af Eon fyrir um
220 milljarða íslenskra króna.
Með kaupunum verður Norsk
Hydro leiðandi í álframleiðslu í
Evrópu og þriðja stærsta fyrir-
tækið í þessari iðngrein í heimi.
Þetta er stærsta yfirtaka norsks
fyrirtækis til þessa.
Tor Steinum, upplýsingafull-
trúi Norsk Hydro í Noregi, segir
að viðræður um kaupin hafi verið
í gangi frá því á síðasta ári. Að-
spurður um hvort þessi kaup
breyti eitthvað áformum um fjár-
festingu Norsk Hydro í álveri í
Reyðarfirði segir hann svo ekki
vera. „Þessi kaup hafa engin áhrif
á hvort við fjárfestum í Reyðaráli
eða ekki,“ segir Tor Steinum.
Hann segir enga breytingu á
því, að reynt verði að ákveða á
þessu ári hvort af fjárfestingu í
álveri á Reyðarfirði verði. Næstu
skref í málinu eru því óbreytt frá
því sem áður var.
Búið var að ljúka samkomulagi
FRÁ VERKSMIÐJU NORSK HYDRO
Norski álframleiðandinn sækir fram í Evr-
ópu og er orðinn 3 stærsti álframleiðandi
heims. Samkvæmt talsmanni fyrirtækisins
breytir nýjasta fjárfesting fyrirtækisins ekki
áformum þess á Austurlandi.
um kaupin fyrir áramót en vegna
breytinga á þýskri skattalöggjöf
um þessi áramót, þar sem sölu-
hagnaður er ekki lengur skatt-
lagður, var beðið með kaupin
þangað til í ár. Gengið verður frá
kaupunum á fyrsta ársfjórðungi
ársins 2002. ■
Einkavæðing Símans:
Viðræður
vÍðTDC
síminn „Við munum hitta þá í
London síðar í þessari viku,“
segir Hreinn Loftsson um fram-
gang starfs einkavæðingar-
nefndar varðandi sölu kjölfestu-
hlutar Landssímans til TDC,
fyrrum ríkissímafyrirtækis
Dana.
Hann vildi ekki greina frá því
hvaða tímamörk nefndin hefði í
huga og ekki heldur hvort nefnd-
in hygðist gera TDC gagntilboð.
Samningaviðræðurnar snúast
um bindandi tilboð TDC í 25%
Landssímans sem einkavæðing-
arnefnd taldi ekki forsendur fyr-
ir að ganga að fyrir áramót. ■
Bandaríski herinn:
Finna upp fýlubombu
vi'sindi Hópur vísindamanna vinnur
nú að framleiðslu heimsins verstu
fýlubombu fyrir bandaríska varn-
armálaráðuneytið. Tilgangur til-
raunarinnar er að búa til bombu
sem hægt er að nota til að dreifa
mannfjölda án þess að stofna lífi og
limum þeirra sem fyrir henni verða
í hættu. „Það sem þeir eru áhuga-
samir um er eitthvað sem heldur
fólki utan vissra landsvæði," segir
Pamela Dalton, rannsóknarmaður,
við AP fréttastofuna. „Við leitum að
lykt sem hvert samfélag hefur
reynslu af og sú reynsla er nei-
kvæð.“ Rannsóknarmennirnir leita
nú af lykt sem ofbýður fólki í öllum
samfélögum. Sem dæmi um slíkt er
mannasaur, dýr sem eru að rotna og
óþefur af rusli. ■
Uppstokkun matvæla-
eftirlits í burðarliðnum
Unnið er að undirbúningi stofnunar Matvælastofu í forsætisráðuneyt-
inu án samráðs við stofnanirnar sem eftirlitinu sinna. Fyrir áramót sagði
forsætisráðherra að lagabreytingar yrðu kynntar við upphaf þings.
Borgin í bítið
Morgunverðarfundir Reykjavikurborgar
í samvinnu vid Borgarfræðasetur
Skiptir
stærðin máli?
Stærð sveitarfélaga og viðhorf íbúa til þjónustu
Grand Hótel miðvikudaginn 9. janúar 2002
kl 8:30 til 10:00
Þróunar- og fjölskyldusvið Reykjavíkurborgar í samvinnu
við Borgarfræðasetur boðartil fyrsta morgunverðarfundar
á árinu miðvikudaginn 9. janúar kl. 8:30 á Grand Hótel.
Er það jafnframt fjórði fundur vetrarins. Umræðuefnið að
þessu sinni er stærð sveitarfélaga, áhrif á þjónustuna sem
þau veita og ánægja íbúa með þjónustuna.
Dagskrá
Skapar nálægðin ánægju?
Gunnar Helgi Kristinsson prófessor og höfundur
bókarinnar Staðbundin stjórnmál - Markmið og
árangur sveitarfélaga.
Ánægja, þjónusta, árangur.
Helga Jónsdóttir, borgarritari.
Hvernig getur sveitarfélag stefnt að aukirini samkennd
íbúanna?
Steen Gensmann frá Farum Kommune í Danmörku sem
er ein af samstarfsborgum Reykjavíkur í samtökunum
„C/í/'es of tomorrow".
Að loknum erindum verða pallborðsumræður þar sem
framsögumenn svara fyrirspurnum.
Fundarstjóri er Sigfús Jónsson landfræðingur
og ráðgjafi hjá Nýsi hf.
Þátttaka tilkynnist í síma 563 20 44 eða á netfangið
asakolka@rhus.rvk.is, þátttökugjald er 1.000 kr. og er
morgunverður innifalinn.
Allir velkomnir
Þróunar- og fjölskyldusvið
Reykjavíkurborgar
og Borgarfræðasetur
KeykjavíkiuHboi-jr
MflTVÆLflEFTiRtiT Stefnt er að því að
kynna við upphaf þings undir lok
mánaðarins lagabreytingar vegna
Matvælastofu, sem taka á yfir
matvælaeftirlit í landinu sem nú
er á hendi fjölmargra stofnana og
a.m.k. þriggja ráðuneyta. Undir-
búningur frumvarpsins er unninn
í forsætisráðuneytinu og að því er
virðist án mikils samráðs við þær
stofnanir sem sinna eftirlitinu í
dag.
I svari við fyrirspurn Sigríðar
4 Jóhannesdóttur,
þingmanns Sam-
fylkingarinnar, á
Alþingi um miðjan
nóvember sl. sagð-
ist forsætisráð-
herra gera ráð fyr-
ir að lagabreyting-
ar vegna stofnun-
ar Matvælastofu
yrðu kynntar um
leið og þing kæmi
saman eftir ára-
mótahlé. Ólafur
Davíðsson, ráðu-
—4— neytisstjóri í for-
sætisráðuneytinu,
staðfesti það í viðtali við blaðið án
þess að vilja tjá sig frekar um
hvernig sú vinna stæði. „Ég get
ekkert sagt þér nákvæmlega
hvernig þetta er unnið,“ sagði
hann, en ráðuneytisstjórar þeirra
ráðuneyta sem með matvælaeftir-
lit fara vísuðu allir á forsætis-
ráðuneytið með upplýsingagjöf
um málið.
Halldór Runólfsson, yfirdýra-
læknir, segir Matvælastofu í takt
við breytingar sem átt hafi sér
stað í nágrannalöndunum. „Þá er
ég að tala um bæði vestan hafs og
austan, bæði í Evrópu og eins í
Kanáda. Það er enda í samræmi
við hugmyndir um að eitt ráðu-
neyti, ein lög og ein stofnun fjalli
um matvæli í anda stefnu sem
kölluð hefur verið: Frá hafi og
haga, til maga,“ sagði hann, en til-
tók að málið væri ekki enn komið
Talsmenn
matvælaeftir-
litsstofnana
fagna fyrirhug-
aðri samein-
ingu og telja
hana auka
skilvirkni auk
þess að vera í
takt við þróun
í nágranna-
löndunum.
MATVARA
Matvælaeftirlit í landinu skiptist milli fjölda stofnana, bæði hjá rlki og sveitarfélögum, og
heyrir undir ein fjögur ráðuneyti. Unnið er að því að færa þetta allt á eina hendi.
til kasta þeirra stofnana sem að
matvælaeftirliti koma.
Sjöfn Sigurgísladóttir, for-
stöðumaður matvælasviðs Holl-
ustuverndar, sagðist mundu
fagna sameiningu eftirlitsstofn-
ana undir hatt Matvælastofu, en
ekki hefur verið leitað liðsinnis
Hollustuverndar við þann undir-
búning. „í raun er heilsustefnan
líka mikilvæg í þessu, menn hafa
fest svolítið í kúariðu- og örygg-
ismálum," sagði hún og taldi e.t.v.
ástæðu til að hafa enn víðtækari
yfirstjórn og benti á að Danir
væru með sérstakt matvælaráðu-
neyti.
oli@frettabiadid.is
Sameining matvælaeftirlits í landinu:
Hefur tekið mörg ár annars staðar
MflTVÆLflEFTirlit Þórður Ásgeirs-
son, fiskistofustjóri, sagði það
koma sér á óvart ef frumvarp um
Matvælastofu ætti að vera til inn-
an nokkurra daga. „Ef ákvörðun
verður tekin um að undirbúa
þetta hljótum við að taka þátt í
þeim undirbúningi, ég trúi nú
ekki öðru,“ sagði hann og benti á
að sameining af þessu tagi hafi
tekið mörg ár hjá nágrannaþjóð-
unum. „Sjávarafurðirnar eru dá-
lítið sér á parti því þær eru nán-
ast eingöngu til útflutnings með-
an önnur matvælaframleiðsla er
pE____svn til ftingnngii-Cyéfe innanlands.
ÞÓRÐUR
ÁSGEIRSSON
fiskistofustjóri
segir að tilfærsla
matvælaeftirlits
undir eina stofn-
un hafi tekið
mörg ár hjá ná-
grannaþjóðum
okkar og nauð-
synlegt sé að
vanda mjög
til verka
markað. Norðmenn, sem eru í
svipaðri stöðu og við, ákváðú hý“
iiexiá. nýja Mdpæa. þa£.iterii,eftirl,if-J
ið er í tveimur stofnunum. Ein
matvælastofa sér um allt fram-
leitt á landi og svo Fiskistofan í
Noregi sem verður eftir sem áður
með eftirlit með allri framleiðslu
úr sjó og vötnum," sagði hann en
báðar stofnanirnar þar heyra
undir eitt ráðuneyti sjávarútvegs
og matvæla. Þórður segir Fiski-
stofu ekki hafa komið að undir-
búningi sameiningar matvælaeft-
irlits hér nema á frumstigi þegar
nefnd sem forsætisráðherra skip-
aði til að kanna stöðu matvælaeft-
irlits hér og í öðrum löndum yar
,aA stör.fum.íyrir iim.ár.i siflan, ■