Fréttablaðið - 08.01.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.01.2002, Blaðsíða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 8. janúar 2002 ÞRIÐJUPAGUR FRÉTTABLAÐÍÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsimi: 515 75 00 Sfmbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Simbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: IP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Visir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. 1 LÖGREGLUFRÉTTIR ~[ 23 gamall maður, sem fannst blautur og kaldur utan við fyrirtæki við Ægisgarð í Reykja- vík klukkan ellefu í gæmorgun, var fluttur með sjúkrabíl á spít- ala. Talið er að hann hafi farið í sjóinn. —— Jeppabifreið fór út af Hval- fjarðarvegi á sunnudag. Talið er að bifreiðin sem var með hestakerru í eftirdragi hafi fokið út af en mjög hvasst var um þetta leyti. Engin slys urðu á fólki en bæði bíllinn og kerran skemmdust mikið. -- JAFNVÆGl --- INNRA SEM YTRA Byrjendanámskeið með Helgu Mogensen. 5 vikna námskeið haidið þríðjudaga og fimmtudaga kl. 17:30 að Dugguvogi 12. Fyrsti tíminn þríðjudaginn 8. janúar. Upplýsingar í síma 699 6287. Túrbínu- þjónusta Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 velaland@velaland.is VELALAIMDl® VÉLASALA • TÚHBIWUR VARAHLUTIR • VIÐGERJ3IR r Þörffyrir Björn /'’Vðum styttist í að sjálfstæðis- Umenn í Reykjavík tilkynni að viðhaft verði svokallað leiðtoga- prófkjör. Þar með eru öll teikn á lofti um að Björn Bjarnason —4— menntamálaráð- Það er einmitt herra verði ekki í það sem vant- framboðÍ við borg- ar hjá sjálf- arstjornarkosmng- arnar i vor. Því mið- Þetta er ekki einungis sagt vegna þess að borgin geti ekki án Björns ver- ið. Þetta er frekar sagt hér vegna þess að hann er líklegastur, þeirra sjálfstæðis- manna sem hafa verið nefndir sem væntanlegir leiðtogar flokks- ins í borginni, til að geta hleypt stæðismönn- um - sterkur og óumdeild- ur foringi. —- fjöri og kappi í kosningslaginn. Fátt bendir til að Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingv- arsson eða Eyþór Arnalds geti unnið sigur á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Og alls ekki er víst að Björn Bjarnason geti sigrað borg- arstjórann. Með fullri virðingu fyrir hinum þremur er Björn Bjarnason þeim fremri. Ef hann leiðir listann og berst við Ingi- björgu Sólrúnu mun kosninga- slagurinn í borginni verða óhemju fjörugur og spennandi. Hversu illa hefur gengið að ákveða með hvaða hætti valið verður á listann er merki um hversu erfitt er að ráða fram úr málum og ekki síst er það merki þess að ekki er búist við að neinn af núverandi borgar- Mál.manna Sigurjón M. Egilsson skrifar um kosningar fulltrúum eigi möguleika á að leiða listann til sigurs. Ekki eru vandræði minni hjá Reykjavíkurlistanum. Það hefur bara minna að segja - þeir hafa Ingibjörgu Sólrúnu og þess vegna skiptir minna máli hverjir skipa hin sætin. Það er einmitt það sem vantar hjá sjálfstæðismönnum - sterkur og óumdeildur foringi. Takist stóru framboðunum í Reykjavík ekki vel upp þá opna þeir leið fyr- ir nýtt framboð - og kannski yrði það borginni fyrir bestu að mynd- uð verði samsteypustjórn. Því miður virðist bíða okkar hundleið- ing kosningabarátta þar sem tek- ist verður á um reikningsskil - en ekki borgina sem við lifum í og þykir vænt um. Því getur Björn Bjarnason breytt. ■ FRÉTTASKÝRING Stefna að yfirráðum yfir Islands- banka Jón Asgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Bald- vinsson hafa aukið hlut sinn í bankanum veru- lega. Gunnar Jónsson, lögmaður Orca-hópsins, staðfestir tilvist tilboðsins sem Jón Ásgeir Jó- hannesson sagðist ekki kannast við. Í5LANDSBANKI Jón Ásgeir Jóhannes- son, forstjóri Baugs, og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam- herja, tveir meðlima ORCA-hóps- .._____ ins, hafa á undan- Skiljamáaf förnurn mánuði auk- viðbrögðum jf hlut sinn i íslands- Jónsað hann £auka Veru!ega- , . A Þeir raða nu hvor sé osattur við sínum 6,87% hlut í að vera skuld- gegnum FBA Hold. bundinn af jng 0g sjtja auk fyrirætlunum þess 5ddjr j stjórn þeirra Jóns Tryggingamiðstöðv- Ásgeirs og arinnar sem fjár- Þorsteins Más. festi fyrir 1.200 milljónir í bankan- um í byrjun desember sl. Þegar við bætast tvö eignarhaldsfélög, Lant- is Ltd. og Fjárfar ehf. má ætla að þeir ráði yfir um 20% af hlutafé bankans með beinum hætti. Það rennir stoðum undir að Jón Ásgeir og Þorsteinn Már ætli sér yfirráð í bankanum þegar nýtt bankaráð verður kosið á aðalfundi í vor að sá fyrrnefndi hefur neitað því að tilboð liggi fyrir frá erlend- um aðila í allan hlut ORCA-hópsins í bankanum. Þorsteinn Már hefur kosið að tjá sig ekki um málið. „Ég veit ekki hvernig stendur á því,“ sagði Gunnar Jónsson, lög- maður ORCA-hópsins, þegar hann var spurður um ástæðu þess að hann og Jón Ásgeir gerðust tví- saga. Haft var eftir Jóni Ásgeiri í Morgunblaðinu sl. laugardag að ekkert tilboð hefði borist, honum vitanlega. „Það eina sem ég get sagt er að mér barst tilboðið sunnudaginn 30. desember og sendi öllum það sama kvöld, þar á meðal Jóni Ásgeiri.“ Gunnar segist hafa verið í sambandi við alla innan hóps- ins undanfarna daga, þ.e. Jón Ás- geir, Jón Ólafsson, Þorstein Má Bald- vinsson og Eyjólf Sveinsson, en tók fram að hann gæti JÓN ÁSGEIR Dúkur, Gaumur, Fjárfar, FBA Hold- ing SA og Baugur eru meðal þeirra félaga sem hann kemur að Is- landsbanka í gegnum. Jy íT't^tS i| liBffl lá flgl ekki svarað til um meinta óeiningu eða jafnvel uppgjör þeirra á meðal. „Ég hef haft mjög lítil afskipti af hópnum hingað til.“ Gunnar segir að tilboðið sé ekki háð þröngum tímamörkum, og því enn í gildi. Komið hefur fram í blaðinu að Jón Ólafsson vilji selja sinn hlut, enda sé tilboðið hærra en núver- andi markaðsvirði bréfa í bankanum. Gengi bankans var við lok viðskipta í gær 4,40 krónur, en Jón fullyrti að sölugengi bréf- anna samkvæmt tilboðinu væri mun hærra. Skilja má af viðbrögðum Jóns að hann sé ósáttur við að vera skuldbundinn af fyrirætlunum þeir- ra Jóns Ásgeirs og ÞORSTEINN MÁR FBA Holding SA , Samherji, Kald- bakur og KEA eru þeir hluthafar sem hann sækir m.a. styrk sinn til innan íslands- banka. Þorsteins Más, en eign Jóns í íslandsbanka er bundin innan ORCA þar sem þeir Jón Ásgeir og Þorsteinn fara nú með meirihluta. ORCA-hópurinn hefur nú þrjú stjórnarsæti í íslandsbanka. Auk ofangreindrar eignar þeir- ra í íslandsbanka er talið víst að Þorsteinn Már hafi ítök í bankan- um í gegnum Kaldbak, Samherja og KEA og Jón Ásgeir í gegnum Dúk, Gaum og Baug - auk þess sem þeir eru báðir sterkir innan 'l'rygg; ingamiðstöðvarinnar. Einnig hafi þeir stuðning ýmissa annarra hlut- hafa, þar á meðal Ilagkaupsfjöl- skyldunnar, Saxhóls, eignarhalds- félag Nóatúnsfeðga, og fjárfestin- garfélag þeirra Hannesar Smárasonar og Kára Stefánssonar í deCODE. Með því að fylkja smær- ri hluthöfum á bak við þau hlutabréf sem Jón Ásgeir og Þorsteinn Már greiða atkvæði fyrir ætti þeim að verða fært að ná yfirráðum í bankanum. Framboð Sjálfstæðisflokks í Reykjavík: Margir spá leiðtogaprófkjöri framboðsmAi Vonir standa til að skýrist á fimmtudag hvernig stillt verður upp á framboðslista sjálfstæðismanna fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í vor, en þá er fyrirhugaður fundur í fulltrúa- ráði flokksins í Reykjavík. Telja margir að fyrir valinu verði svo- kallað leiðtogaprófkjör þar sem kosið verði um hver skuli leiða listann, en að öðru leyti raði kjör- nefnd á listann. Tillaga fulltrúa- ráðsins verður svo lögð fyrir kjör- dæmisþing flokksins undir lok mánaðarins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, bogarfulltrúi, segist í gegnum tíð- ina hafa verið hlynntur almennu og opnu prófkjöri, en að þessu sinni sé hann hlynntari leiðtoga- prófkjöri. Hann hefur lýst yfir stuðningi við Ingu Jónu Þórðar- dóttur, oddvita sjálfstæðismanna í borginni. Undir sjónarmið Vil- hjálms um leiðtogaprófkjör tekur Jóna Gróa Sigurðardóttir. „Ég held það kunni að vera ákveðin prófkjörsþreyta í gangi í flokks- mönnum,“ sagði hún og benti á að undanfarin 20 ár hafi alltaf verið prófkjör utan kosninganna árið 1990. Sjálf sagðist Jóna Gróa ekki vera búin að gera upp við sig hvort hún bjóði sig fram áfram. „Mér finnst nú alltaf gaman að vinna að borgarmálunum en er enn alveg róleg yfir þessu. Ef það er þröngt um og góðir menn í boði er ég alveg til í að draga mig til baka,“ sagði hún og vildi bíða með að lýsa yfir stuðningi við einhvern einn þar til öll framboð væru komin fram. ■ JÓNA GRÓA SIGURÐARDÓTTIR Jóna Gróa fagna spennu í framboðsmálum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og segir að listi flokksins fyrir síðustu kosningar hafa verið tilbúinn full snemma.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.