Fréttablaðið - 08.01.2002, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 08.01.2002, Blaðsíða 19
18 FRETTABLAÐIÐ 8. janúar 2002 PRIÐJUPAGUR HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA? Gaman af Sjón „Ég er að byrja á Með titrandi tár eftir Sjón. Ég hef gaman af honum." Sigrún Hrólfsdóttir myndlistarmaður | IVIETSÖLUBÆKURNAR [ METSÖLULISTI EYMUNDSSONAR Aðallistinn - allar bækur 0 J.K. Rowling: HARRY POTTER OG ELDBIKARINN Q Ólafur Jóhann Ólafsson: HÖLL MINNINGANNA Waris Dirie: EYÐIMERKURBLÓMIÐ Q Páll Ásgeir Ásgeirsson: HÁLENDISHANDBÓKIN Hallgrímur Helgason: HÖFUNDUR ÍSLANDS J.K. Rowling: HARRY POTTER OG VISKU- STEINNINN Þórarinn Eldjárn þýddi: MOLDVARPAN SEM VILDI VITA HVER SKEIT... J.K. Rowling: HARRY POTTER OG LEYNIKLEFINN 0 JSigríður Dúna Kristmundsdóttir: BJORG (f!) Bill Philips W LÍKAMI FYRIR LÍFID | METSÖLUBÆKURNAR | METSÖLULISTI EYMUNDSSONAR Skáldsögur Ólafur Jóhann Ólafsson HÖLL MINNINGANNA Q Hallgrímur Helgason HÖFUNDUR ÍSLANDS Arnaldur Indriðason GRAFARÞÖGN O Arnaldur Indriðason MÝRIN 0 Steinunn Jóhannesdóttir REISUBÓK GUÐRÍÐAR SÍMONARDÓTTUR Cfc Ólafur Jóhann Ólafsson SLÓÐ FIÐRILDANNA J.R.R. Tolkien HRINGADROTTINSSAGA - 1. BINDI O Helen Fielding DAGBÓK BRIDGET JONES 0 J.R.R. Tolkien HOBBITINN (J) Isabel Alende W MYND ÖRLAGANNA Metsölulisti Eymunds- sonar: Bóksala jókst á ár- inu 2001 bækur Penninn og Eymundsson hafa tekiö saman vinsældarlista ársins 2001 í sölu íslenskra bóka eða frá 1. janúar til 31. desember.. Segja má að eldri bækur skipi óvenju stóran sess á listum ársins því 16 titlar af 30 voru gefnir út árið 2000 eða jafnvel fyrr. Þeirra á meðal eru Harry Potter bækurn- ar, Líkami fyrir lífið o.fl. Sam- kvæmt upplýsingum frá Ey- mundsson ítefur bóksala aukist verulega á árinu, sérstaklega í þeim mánuðum sem ekki eru kenndir við jólinl ■ Ráðhús Reykjavíkur: 30 ára afmæli ein- vígis aldarinnar sýning Á þessu ári eru liðin 30 ár frá því einvíg þeirra Roberts Fischers og Borisar Spasskys um heimsmeistaratitilinn í skák fór fram í Laugardalshöll. Skáksam- band íslands hygst á árinu minn- ast þessara tímamóta með ýmsum hætti og ríður nú á vaðið með sýn- ingu í Ráðhúsi Reykjavíkur sem opnar í dag við hátíðlega athöfn kl. 16.45 og stendur fram á sunnu- dag. Á sýningunni verður sjónum einkum beint að þeirri fjölbreyttu minjagripaframleiðslu sem ein- víginu fylgdi auk þess sem blaða umfjöllun um einvígið verður rifj- uð upp. Á sýningunni gefur einnig að líta tvo af helstu dýrgripum skákhreyfingarinnar frá einvíg- inu - afrit af skákskriftarblöðum Fischers og Spasskys og hinn eig- inlega vígvöll þeirra félaga, skák- borðið sjálft ásamt tilheyrandi stólum og umgjörð. Reyndar má segja að andrúms- loft einvígisins gangi einnig að FISCHER og SPASSKY 1972 - 2002 EINVIGI ALDARINNAR i tilefni af afmælisárinu hefur Edgar Guðmundsson endurhannað eldra merki sitt frá einvíginu. nokkru í endurnýjun lífdaga með- an á sýningunni stendur, þar sem tveir af sterkustu skákmönnum Vestur Evrópu munu há þar nýtt einvígi, þó ekki sé heimsmeistara- titill í spilinu að þessu sinni. Þetta eru þeir Hannes Hlífar Stefáns- son og Bretinn Nigel Short sem í tilefni af 10 ára afmæli Taflfé- lagsins Hellis munu eigast við í 6 skáka einvígi. Einvígi þeirra fé- laga fer fram á hinu fornfræga borði á sýningarstaðnum í Ráð- húsi Reykjavíkur en allar nánari upplýsingar um það má nálgast á heimasíðu Hellis, www.hellir.is ■ ÞRIDJUDAC U RIN N 8. JANÚAR FUNDIR________________________________ 12.05 Menning og velferðarriki; fjöl- þjóðlegur samanburður. Rann- sóknarmálstofa með dr. Birgit Pfau-Effinger, prófessor f félags- fræði við háskólann í Bremen, sem ber heitið „Culture and Welfare States in Cross-National Comparison" verður haldin í dag í fundaherbergi félagsvísinda- deildar í Odda, kl. 12.05-13.00. Prófessor Pfau-Effinger er vel þekkt fyrir rannsóknir sínar og rit á sviði vinnumarkaðsfræða, fjöl- skyldufélagsfræði, kynjafræði og rannsókna á velferðarríkinu. Er- indið verður flutt á ensku og er málstofan öllum opin. 12.05 Kolbeinn Óttarsson Proppé, sagnfræðingur, heldur fyrirlestur f hádegisfyrirlestraröð Sagnfræð- ingafélags fslands Hvað er (ó)þjóð? Fyrirlestur hans ber heit- ið: I hátíðarskapi. Þjóðhátíðir og viðhald þjóðernisvitundar og fer fram í Norræna húsinu kl. 12.05 og lýkur kl. 13:00. www.adadem- ia.is/saga 12.20 Málstofa efnafræðiskorar. Oddur Ingólfsson, Department of Chemistry University of California, Santa Barbara Bandaríkjunum flytur erindið: „Laser-desorption electron-attach- ment time-of-flight mass spect- rometry: A new approach to det- ection of involatile compounds „ www.raunvis.hi.is/~marb/mal- stofa/index.htm. Málstofan er haldin í stofu 158, VR II. Allir vel- komnir. 16.00 Grænir skattar - góð leið til um- hverfisverndar? Hver er munur- inn á grænum sköttum og hefð- bundnum sköttum? Má nota skatta til að ná markmiðum í um- hverfismálum eða eru þeir aðeins ný leið til að stækka hlutdeild hins opinbera í í efnahagslífinu? Hvaða reynslu höfum við af því að beita grænum sköttum? Þess- ar spurningar verða til umræðu á málstofu sem Umhverfisstofnun Háskóla íslands og Landvernd standa fyrir. Á málstofunni munu þau Þórólfur Matthíasson, hag- fræðingur og dósent, Björn Rún- ar Guðmundsson, hagfræðingur í fjármálaráðuneytinu, Geir Odds- son, auðlindafræðingur og alþing- ismennírnir Þórunn Sveinbjarn- ardóttir og Pétur Blöndal flytja stutt innlegg og taka þátt í pall- borðsumræðum. Málstofan verður haldin í Lög- bergi 101, Háskóla fslands. Að- gangur er ókeypis og öllum op- inn. SÝNINCAR________________________ Einvígi aldarinnar er yfirskrift sýn- ingar sem haldin er í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar er 30 ára afmæli einvígis Roberts Fischers og Borisar Spasskys minnst með ýmsum hætti. Sýningin stendur til 13. janúar. Maður, lærðu að skapa sjálfan þig heitir sýning um sögu Bjargar C. Þorláksson sem stendur yfir í Þjóð- arbókhlöðunni. Það er Kvenna- sögusafnið sem setur sýninguna upp. Handritasýning í Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suður- götu. Handritasýning er opin kl. 14 - 16 þriðjudaga til föstudaga. Sýningín Landafundir og ragnarök stendur yfir í Þjóðmenningarhúsinu. Sýningin er samstarfsverkefni við Landafundanefnd og fjallar um landafundi og siglingar (slendinga á miðöldum með áherslu á fund Grænlands og Vínlands. Tilbiður íslenska íslendingar héldu fimm sinnum þjóðhátíð á Þingvöllum frá 1874-1994. Kolbeinn Óttarsson Proppe veltir fyrir sér hvort Kristnitökuhátíðin hafi verið sú sjötta. fyrirlestur í skólum lærum viö að þekkja þær. Fullveldishátíðina 1874, alþingishátíðina 1930, Lýð- veldishátíðina (44), Lýðveldis- og fullveldishátíð (74) og loks 50 ára lýðveldisafmælið (94) sem flest- um er enn í fersku minni. Kolbeinn Óttarsson Proppé sagnfræðingur mun ræða þessar þjóðhátíðir og þjóðernisvitund meðal fslendinga í Norræna hús- inu í dag milli 12 og 13. Þá mun hann fjalla um 6. hátíðina, Kristni- tökuhátíðina, sem ef til vill var engin þjóðhátíð. „Ég hef farið yfir allan þennan literatúr, ræður og annað sem hef- ur verið skrifað í kringum þjóðhá- tíðirnar og hef verið að skoða hvaða augum íslendingar hafa lit- ið sjálfa sig á þessum hátíðar- stundum. Og hvort hægt sé að greina þjóðernisvitund íslendinga og í hverju hún felst, breytingar á henni og annað,“ segir Kolbeinn, einn gráan mánudagsmorgun þeg- ar jólahátíðin er um garð gengin og fáir í hátíðarskapi. „John Hutchinson segir að þeg- ar þjóð verði til megi líkja því við að hún taki upp einhvers konar til- beiðslu á sjálfri sér í stað þess að áður var það fullvaldur konungur. Þetta kemur glöggt í ljós á þessum þjóðhátíöum, þær eru allar lagðar upp eins og helgihátíðir. Biskup helgar hátíðina og þetta er allt mjög tengt kirkjunni og guði.“ Hann nefnir að saga íslensku þjóðarinnar virðist við fyrstu sýn vera stóra sameiningartákn þjóð- arinnar á meðan fleira í sögu ann- arra þjóða virðist frekar sundra en sameina. „Ég hef auðvitað ekki haft tækifæri til að skoða þetta mjög náið og auðvitað er margt sameig- inlegt með þjóðhátíðum víðs vegar um heim,“ bætir hann afsakandi inn í eins og fræðimanna er lagið. Talið berst að íslenska fánanum. „Fáninn hér á landi er mjög helgur. Við flíkum honum ekki eins og t.a.m. Bandaríkjamenn sem jafnvel klæðast honum. Á móti kemur að þeir eiga ekki þessa sameiginlegu sögu sem við eigum og notast því við þessi tákn.“ Á fyrirlestrinum í dag mun Kol- beinn einnig ræða Kristnitökuhá- tíðina sem hann segir hafa lotið sömu lögmálum og hinar hátíðirn- ar. „Ég er svona að velta fyrir mér í gamni hvort það mætti útskýra dræma þátttöku á því að hún hafi ekki verið þjóðhátíð. Manni finnst allavega að þjóðin hafi litið svo á, þó hún hafi verið skipulögð sem slík.“ kristjangeir@frettabladid.i FORMÚLUKENNDAR þjóðhátíðir „Þjóðhátíðirnar íslensku eru formúlu- kenndar og meira að segja ræðurnar á hátíðunum líka," segir Kolbeinn Proppé. Hann bendir á sem dæmi að ráðamenn íslands hafi talað um sömu hlutina í ræðum árið 1930 og 1994. þjóðin sjálfa Upp kemst um fölsuð Picasso málverk í Ankara í Tyrklandi: Frumgerðirnar að finna í Vetrarhöllinni í Pétursborg málverk Tyrknesk stjórnvöld hafa tekið niður fjórar myndir eftir Picasso sem hafa verið til sýnis á Ríkislistasafninu í Ankara í Tyrk- landi. Ástæðan er sú að myndirnar eru taldar falsaðar en verið er að rannsaka fjórar myndir til viðbótar eftir listamanninn i eigu safnsins sem hugsanlega eru einnig falsaðar. Verkin komust í eigu safnsins á sín- um tíma eftir að upp komst um listaverkasmyglara þar í landi. Komust stjórnvöld að þeirri niður- stöðu að málverkunum hefði verið stolið úr höll konungs í Kúvæt eftir innrás íraka árið 1990. Verkin áttu að hafa verið brotin saman í fernt og þeim smyglað úr landi vafin í klæði. Þetta átti að skýra lóðrétt og lárétt brot í myndunum. Konungs- fjölskyldan í Kúvæt hefur hins veg- ar staðfastlega haldið því fram að engar Picasso myndir hafi horfið frá þeim. Mikhaíl Petrovskíj, for- stöðumaður Ilermitage safnsins í Vetrahöllinni í Pétursborg, hefur lýst því yfir að falsanirnar séu auk- inheldur illa gerðar og að frumein- tökin sé að finna í Hermitage í Rússlandi. ■ PICASSO Meðal mynda sem Ríkislistasafnið í Ankara hefur haft til sýnis er verk sem Picasso málaði af einni af hjákonum sínum, Doru Marr. FRÉTTABLAÐIÐ 19 1 ÞRIÐJUPAGUR 8. janúar 2002 Sverrir Ólafsson myndhöggvari: Hlaut alþjóð- leg verðlaun höggmynd Sverrir Ólafsson, myndhöggvari, hlaut verðlaun í alþjóðlegri höggmyndasam- keppni sem var haldin 5. nóvem- ber síðastliðinn á eyjunni Isla Mujeres sem er í Karabíahafinu undan ströndum Mexíkó. Nær 30 myndhöggvarar hvaðanæva úr heiminum tóku þátt í samkeppn- inni en Sverrir var eini íslenski þátttakandinn í þessari sam- keppni sem skipulögð var af Rík- islistasafninu í Mexíkóborg, borgarstjórn Isle Mujeres og fylkisstjórn Quintana Roo fylkis. Jafnfi’amt veittu ofangreindir að- ilar hver fyrir sig verðlaun fyrir besta verkið að þeirra mati. í samkeppninni þurftu listamenn- irnir að reisa verk sín á staðnum. Þrenn gullverðlaun voru í boði og hlaut Sverrir þau öll fyrir verk sitt Hús andanna sem er þriggja tonna stálskúlptúr sem nú hefur verið fundinn sérstakur heiðursstaður í nágrenni við hið í galleríi i8 stendur yfir sýning Roni Horn. Sýningin kallast "Still Water (The River Thames, for example)" og sam- anstendur af Ijósmyndum af Thames ánni og stuttum textabrotum. Bókverk hennar „Becoming a Landscape" úr ís- landsseríunni „To Place" er einnig til sýn- is á sýningunni sem stendur til 12. janú- ar. í Ófeigi, Skólavörðustíg 5, sýna lista- menn sem reka galleri Meistara Jakob í sama húsi, til janúarloka. Listamennimir eru Aðalheiður Ólöf Skarphéðinsdótt- ir, grafík, Auður Vésteinsdóttir, listvefn- aður, Elísabet Haraldsdóttir, leírlíst Guðný Hafsteinsdóttir, leirlist Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, leirlist Kristin Geirsdóttir, málverk, Margrét Guð- mundsdóttir, grafík Sigríður Ágústs- dóttir, leirlist Þorbjörg Þórðardóttir, listvefnaður Þórður Hall, málverk. í Listasafni Reykjavikur- Kjarvalsstöð- um stendur yfir sýningin Leiðin að miðju jarðar. Það er sýning tékkneskra glerlistamanna, sem eru meðal þeirra fremstu i heiminum. Kjarvalsstaðir eru opnir alla daga 10-17 og miðvikudaga 10-19. Sýningin stendur til 13. janúar 2002. Hulda Vilhjálmsdóttir sýnir málverk á Kaffi Mokka við Skólavörðustíg. Svipir lands og sagna er yfirskrift sýn- ingar á verkum Ásmundar Sveinssonar i Lístasafni Reykjavíkur, Ásmundar- safni. Á sýningunni eru verk sem span- na allan feril listamannsins. Safnið er opið daglega kl. 10 til 16 og stendur til 10. febrúar. Nú stendur yfir sýning á 27 olíumálverk- um eftir Helga Hálfdánarson í Listacafé og Veislugallery í Listhúsinu í Laugardal. Myndirnar eru á tilboðs- verði út desembermánuð. Helgi hefur stundað nám í oliumálun í Myndlistar- skóla Reykjavíkur '84 - 87 og á ýmsum námskeiðum þar, i Myndlista- og hand- íðaskólanum og í T.H. Aachen í Þýska- landi . í versluninni Dýrinu sýnir Sigurdís Harpa Arnardóttir. Hún sýnir verk sem hún kallar Stillimyndir. Verkið og fram- setning þess hefur verið lengi að gerjast í listamanninnum og er í beinu sam- hengi og framhaldi af málverkum henn- ar og Ijósmyndaverkum. Stillimyndir er þrivítt verk sem byggist á stuttum frá- sögnum, eins og atriði í kvikmynd, þó án eiginlegs upphafs né endis. Myndlistarsýning með verkum Þórðar Hall myndlistarmanns stendur yfir í Haligrímskirkju um þessar mundir. Sýn- ingin er opin alla daga frá 9-17 og er aðgangur ókeypis. Sýningin stendur til 20. febrúar. Eyþór Árnason sýnir Ijósmyndir í Gall- erí Geysi. Sýningin heitir „Mynd í myrkri" vegna stemningarinnar sem listamaðurinn einsetti sér að búa til í myndunum. Á sýningunni verða um 19 myndir og munu þær hanga uppi út mánuðinn. Eva Dögg Þorsteinsdóttir sýnir málverk í Hár og sýningahúsinu UNIQUE, Laug- arvegi 168, (Brautarholtsmegin). Á sýn- ingunni eru bæði stærri og minni verk. Myndirnar eru mestmegnis tengdar fólki og mannlífi en einnig málar hún lands- lagsmyndir. Sýningin er sölusýning og stendur fram í desember. Opnunartími sýningarinnar er frá kl.10 til 18 alla virka daga, en 10 til 14 laugardaga. Kristín Reynisdóttir sýnir verk í Þjóðar- bókhlöðunni. Þetta er fjórða sýningin í sýningaröðinni Fellingar sem er sam- starfsverkefni Kvennasögusafnsins, Landsbókasafns íslands - Háskólabóka- safns og 13 starfandi myndlistarkvenna. Opnunartími Kvennasögusafnsins er milli klukkan 9 og 17 virka daga. Tilkynningar sendist á netfangið ritstjorn@frettabladid.is Helga Kristrún Hjálmarsdóttir mynd- listarmaður sýnir verk í Galleríi Sæv- ars Karls. Helga, sem er af „ungu og óræðnu" kynslóð myndlistarmanna eins og hún segir sjálf, sýnir tíu veggskúlptúra, að mestu úr ryðfríu stáli og kítti, sem hún vann á síðasta ári. Helga er ævinlega að „reyna við fegurðina" eins og hún upplifir hana þann daginn sem hún tekst á við verkið. í Listasafni íslands stendur nú yfir yfirlitssýning sem ber heitið "íslensk myndlist á 20. öld". Sýnd eru verk í eigu safnsins eftir 38 íslenska lista- menn. Sá elsti er Þórarinn B. Þor- láksson en sá yngsti Sigurður Árni Sigurðsson. Sýningin veitir gestum gott tækifæri til að fá yfirlit yfir margt það helsta í íslenskri myndlist um 100 ára skeið. í sýningarskrá er gerð grein fyrir stefnum og straumum sem höfðu áhrif á íslenska myndlistar- menn og verk þeirra sett í innlent og erlent samhengi. Safnið er opið alla daga nema mánudaga, 11-17. Sýning- in stendur til 15. janúar. MYNDLIST Hitt Húsið og Skjár einn: Stuttmyndagerð fyrir ungt fólk SVERRIR ólafsson Verk Sverris, Hús andanna, þótti skírskota vel til framtíðar um leið og það kallaðist á við fortíðina og þótti afar vel heppnuð til- vísun í fornan menningararf Mayanna. Sverrir gaf Mexíkönsku þjóðinni verk sitt að samkeppninni lokinni. forna Maya musteri kvenna á eyjunni Isla Mujeres. ■ námskeið Hitt Húsið og Skjár einn ætla nú í janúar að ráðast í stutt- myndaverkefni en það sam- anstendur af ókeypis námskeiði í stuttmyndagerð og stuttmynda- samkeppni fyrir fólk á aldi-inum 16-25 ára. Námskeiðið í stutt- myndagerð verður haldið dagana 15., 17., 22. og 24. janúar frá kl. 20- 22 alla dagana á Geysi Kakóbar. Þeir sem standa uppi sem sigui’- vegarar fá veglega vinninga og munu myndirnar verða sýndar á Skjá einum. Takmarkaður fjöldi er á námskeiðið og er skráning hafin. Stuttmynda- samkeppnin hefst að loknu námskeiðinu og munu þátttak- endur fá góðan tíma til að vinna myndirnar sínar. Ekki er nauðsyn- legt að fara á námskeiðið til að taka þátt í keppninni. Skilafrestur mynda er til 19. febrúar. ■ ArtWatch - andstæðingar endurbóta á gömlum listmunum: Horfið frá endurbótum á æskuverki da Vincis flórens Uffizi galleríið í Flórens hefur hætt við að láta gera upp eitt af meistai’averkum ítalska endurreisnarlistamannsins Le- onardo da Vinci í kjölfar þrýst- ings fi’á alþjóðlegum hagsmuna- samtökum þar um. Verkið, sem nefnist: Aðdáun á Magi, málaði da Vinci á sínum yngri árum og hafði ónefndur kaupsýslumaður boðist til að fjármagna endur- bæturnar. Samtökin ArtWatch, sem berjast gegn endurbótum á gömlum listaverkum, settu sig upp á móti hugmyndinni og hrin- tu af stað herferð gegn henni. Meðal félagsmanna í ArtWatch eru margir af helstu sérfræðing- um í listum frá Endurreisnar- AÐDÁUN Verkið sem um ræðir málaði da Vinci á sínum yngri árum. Hann lauk aldrei við myndina. tímanum og þeirra á meðal var Sir Ernst Gombrich, höfundur Sögu listarinnar, sem lést í nóv- ember á síðasta ári. Mike Daley, yfirmaður ArtWatch, segir tíðindin mjög ánægjuleg, sérstaklega í ljósi þess að Louvre safnið tilkynnti nýlega að hætt yrði við endur- bætur á Monu Lisu sem fyrir- hugaðar voru á næstunni. Daley sagði að svo virtist sem almenn- ingsálitið væri að hallast á sveif með andstæðingum endurbóta á gömlum listmunum. „Þetta var sérstaklega illa til fundið með Aðdáun -sem er verk sem var á vinnslustigi,11 segir Daley. Þess má geta að í ár er þess minnst að 550 ár eru frá fæðingu da Vincis skammt frá Flórens. ■ Söngsveitin Fílharmónía: Æfingar hafnar á Messu heilagrar Sesselju tónlist Söngsveitin Fílharmónía hóf síðastliðinn mánudag æfing- ar á söngverki Josef Haydn, Messa heilagrar Sesselju. Ráð- gert er að flytja verkið á tónleik- um í Langholtskirkju 17. og 19. mars næstkomandi. Messan er samin árið 1766 fyrir fjóra einsöngvara, kór og hljómsveit um það leyti sem Haydn flutti með Nicholas Esterhazy, prinsi, í hina nýju höll Esterhazy í Ungverjalandi. Hún er lengsta messa Haydns og mun lengri en hefðbundin messa og því ólíklega verið flutt við hefðbundið messuhald. Lengd og gerð messunnar fellur i sama flokk og C-moll messa Mozarts og H-moll messa Bachs. Verkið er fyrsta stóra söngverk Haydns í starfi hjá Esterhazy og er afar bretlanp Heimsóknir hafa tvö- faldast á bresk listasöfn eftir að ríkisstjórnin felldi niður að- gangseyri á^ öll ríkislistasöfn á síðasta ári. Á sumum söfnun hef- ur fjöldi gesta fjórfaldast að því er fram kemur í tölum sem ný- lega voru birtar. Verkamanna- flokkurinn hefur frá árinu 1997 haft á stefnuskrá sinni að fella niður aðgangseyri á söfn. Tals- menn listasafna höfðu hins vegar af því áhyggjur að það myndi bitna á afkomu safnanna, einkum vegna breskra skattalaga. Af þeim sökum hafði framkvæmd- inni ítrekað verið skotið á frest þar til viðunandi lausn fyndist. Gordon Brown, fjármálaráð- herra Bretlands, tilkynnti loks í fyrra að ákveðið hefði verið að ókeypis söfn myndu eftirleiðis eiga kost á að fá vii’ðisaukaskatt vegna útgjalda endurgreiddan. Menningarmálaráðherra landsins, Tessa Jowell, segir nú ljóst að aðgerðir ríkisstjórnar- innar hafi heppnast frábærlega. Sagði hún að eldra fyrirkomulag hefði fælt barnafjölskyldur og margslungið enda sameinast þar eldri form, t.d. hæga fúgan í Gi’atias, og tónmál óperunnar, t.d. í Domine Deus, auk nýrra hugmynda Haydns í tónmáli sem birtist í mótífum fyrir pákur og trompeta í Gloria in excelsis Deo. Stjórnandi Söngsveitarinnar er Bernharður Wilkinson, að- stoðarhljómsveitarstjóri Sinfón- íuhljómsveitar íslands, píanó- leikari er Guðríður St. Sigurðar- dóttir en raddþjálfun annast El- ísabet Erlingsdóttir. ■ JOSFE HAYDN Verkið Messa heilagrar Sesselju er fyrsta stóra söngverk Haydns i starfi hjá Esterhazy en það var samið árið 1766. AÐ NJÓTA LISTAR Gestum á Viktoríu og Albert safninu fjölg- aði verulega. Á síðasta ári heimsóttu safnið rúmlega 174 þúsund manns miðað tæp 43 þúsund á sama tíma í hitteðfyrra. námsmenn frá söfnum en að nú litu rnenn á heimsókn í listasafn sem jafn sjálfsagða afþreyingu og aö fá sér göngutúr í skemmti- garðinum. ■ Niðurfelling á aðgangseyri í bresk listasöfn hefur gefist vel: Allt að íjórum sinnum fleiri gestir í listasöfnum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.