Fréttablaðið - 08.01.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.01.2002, Blaðsíða 4
FRETTABLAÐIÐ 8. janúar 2002 ÞRIÐIUPAGUR SVONA ERUM VIÐ AFLAVERÐMÆTI sjAvarútvecsfyri RTÆKJA Nasdaq og Dow Jones: Ellefu fiskiskip Samherja voru með um 6.500 milljóna aflaverðmæti árið 2001 og var akureyrska félagið í sérflokki eins og nokkur undanfarin ár. Aflaverðmæti sjö stærstu sjávarútvégsfyrirtækjanna var um 26 milljarðar. (Upphæðir i milljónum króna ) Stöðug hækkun frá septembermánuði Samherji 6.500 Þorbjörn F. 3.800 Þormóður R. 3.600 HB 2.800 Grandi 2.500 ÚA 2.000 Síldarvinnsian 1.900 Gunnvör 1.900 Hraðfr. Esk. 1.500 HEIMILD: BÚNAÐARBANKINN markaðir Næstkomandi fimmtu- dag er von á tölum frá helstu verslanakeðjum í Bandaríkjun- um um jólasöluna í desember sem margir sérfræðingar á Wall Street búast við ráði miklu um hvort framhald verði á stöðugri hækkun hlutabréfavísitalna að undanförnu. Frá 21. september sl. hefur Nasdaq-vísitalan hækk- að um 45% og Dow Jones um fjórðung eftir lækkun á árinu 2001 fram yfir hryðjuverkin 11. september. Fjárfestar munu ein- nig horfa til þess að nú styttist í uppgjör fyrirtækja fyrir síðasta ársfjórðung og eru því væntan- legar afkomuviðvaranir frá þeim ÞRÓUN NASDAQ SÍÐSTU SJÖ MÁNUÐI: Júlí 2200 Ágúst 2100 September 1800 Október 1400 Nóvember 1700 Desember 1900 Janúar 2050 fyrirtækjum sem sjá fram á að áætlanir gangi ekki upp. Vikulegar tölur hafa sýnt nokkru meiri neyslu fyrir jólin en verslanir bjuggust við, en talið er að Wall Street taki meira mark á opinberum tölum. Meiri jólasala gæti skýrst af því að óvenju mikið var um að verslanir byðu afsláttarkjör í desember. Þá hafa opinberar tölur um minnk- KAUPHÖLLIN i NEW YORK Hlutabréf í Kmart, stærstu verslanakeðju heims, skipta um hendur. Eitt ráðgjafafyrir- tæki hefur lækkað mat sitt á félaginu úr „halda" í „selja." andi vöxt atvinnuleysis glætt vonir um að hagkerfið nái að rétta úr kútnum. Atvinnuleysis- hlutfallið var 5,8% í desember og hafði aukist um 0,2% frá fyrri mánuði. ■ Margfalda kaupið í heimalandinu Hlutfall erlendra ríkisborgara er hæst á Tálknafirði. Flestir eru frá Póllandi og sambúðin við heimamenn gengur vel. Erlenda vinnuaflið fær borgað í þeim gjaldmiðli sem það kýs. Samkeppnispróf lækna- deildar: Einkunnir góðcir NÁM Birtar hafa verið niðurstöð- ur samkeppnisprófs læknadeild- ar, en fjörutíu efstu nemendurn- ir fá að halda námi sínu áfram við deildina. Samkvæmt Krist- jáni Erlendssyni, kennslustjóra, voru einkunnir góðar í ár. Um 173 nemendur þreyttu prófið en aðeins 40 fá að halda námi áfram. Það væri því ljóst að margir góðir nemendur þyrftu að reyna aftur til að fá inngöngu. Sá fjöldi, sem fær að halda áfram, hefur verið að aukast undanfarin tvö ár, en áður var miðað við 36 nemendur. Kristján segir stefnt að því að fjölga læknanemum enn frekar á næstu árum. Aðspurður hvort einhverjar athugasemdir hefðu komið sagði Kristján að nemendur hefðu rétt á að láta fara yfir prófið aftur og rökstyðja mál sitt, ef þeim þykir eitthvað mætti betur fara við einkunnagjöf. Komi til þess að einkunn hækki þá er þeim nem- anda bætt við þann hóp sem áður náði prófinu þannig að enginn, sem nú hefur náð, fellur út. ■ 1 LÖGRECLUFRÉTTIR [ Rúða var brotin á pitsastaðn- um Eldsmiðjunni á Braga- götu um hálfimm í fyrrinótt. Þjófavarnarkerfi fór í gang og samfélag „Flestir eru hér að vinna í fiski,“ segir Pétur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Hraðfrysti- húss Tálknafjarðar, um hátt hlut- fall erlendra ríkisborgara á Tálknafirði. Hann segir flesta vera frá Póllandi og eins frá Portúgal. „Svo frá ýmsum lönd- um.“ Samkvæmt tölum frá Hagstof- unni eru tæp 20 prósent allra íbúa á Tálknafirði með erlendan ríkis- borgararétt. Pétur segir að það hafi verið lítið um að fólkið sæki um íslenskan ríkisborgararétt ekki nema þeir sem hafi gifst ís- lendingum. „Það eru sumir sem eru búnir að vera hér í mörg ár og allt upp í tíu til tólf ár,“ segir Pétur. Fólk dvelji hér mestanpart ársins og heimsæki kannski heimalandið í stuttan tíma á hverju ári. Jafnvel kemur einn fjölskyldumeðlimur á undan öðrum og kannar aðstæður. Ef fleiri úr fjölskyldunni vilja koma segir Pétur að það fólk fái forgang til vinnu ef aðrir eru dug- legir. Pétur segist auðvitað ekki fylgjast með hvað fólkið geri við kaupið sitt en veit af því að það sendir heim peninga. „Fólkið fær útborgað í dollurum, pundum eða þeim gjaldmiðli sem það kýs og selur í heimalandinu. Þannig margfaldar það kaupið sitt sem það fær hér á landi.“ Pétur segir allt þetta fólk sam- lagast þessu litla samfélagi vel og FISKVINNSLUFÓLK Útlendingar halda víða um land uppi öflugri starfsemi fiskvinnslufyrirtækja með vinnuafli sínu. engir árekstrar séu á milli manna. Kaþólskur prestur komi reglulega að sunnan til að spjalla við þá sem það vilja en annars sæki allir þær samkomur sem haldnar eru í bæn- um. „Fólkið er afskaplega reglu- samt og vinnusamt. Það kemur til að vinna og þéna peninga og halda svo heim til að kaupa íbúð og bíl eftir ákveðinn tíma.“ ■ Vandi Kirkjugarða Hafnarfjarðar óleystur: Uppi- skroppa með legstaði eftir tvö ár sveitarstjórnir Skipulagsnefnd kirkjugarða vill að bæjarstjórn Hafnarfjarðar beiti sér fyrir því að fjölgun grafarstæða hjá Kirkju- görðum Hafnarfjarðar verði flýtt. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að Kirkjugarðar Hafnar- fjarðar vilja útiloka þá sem ekki eru búsettir í bænum frá því að vera greftraðir þar. Skipulags- nefndin segir sér ekki vera heimilt að veita slíka heimild því lögum samkvæmt eigi menn rétt til leg- staðar þar sem þeir óska. Kirkju- garðsstjórnin geti þó fengið heim- ild til lokunar hjá dóms- og kirkju- málaráðneytinu að fenginni um- sögn nefndarinnar. í erindi til bæjarstjórnar segir skipulagsnefndin að gengið hafi hraðar á legstæði í garðinum en búist var við og að mikið sé um greftranir fólks sem ekki eigi lög- heimili í Hafnarfirði. „í mörgum tilfellum má reikna með að þetta fólk hafi einhvern tíma átt lög- heimili í Hafnarfirði eða hafi sterkar taugar til bæjarins," segir skipulagsnefndin og bendir á að verði ekki gripið til aðgerða verði öll nýgrafarsvæði að fullu frátekin innan tveggja til þriggja ára. Til að forða því að koma þurfi til kasta nefndarinnar eða ráðuneytisins verði Hafnarfjarðarbær að upp- fylla lagaskyldur sínar og hraða framkvæmdum við ný grafar- stæði. ■ vegiaranui sa inann a narua- hlaupum frá staðnum með þung- an svartan plastpoka. Tólf eða þrettán eins líters bjórflöskum hafði verið stolið en ekkert hef- ur spurst til þjófsins. Brotist var inn á heimili við Grjótaþorp á sunnudags- kvöld á meðan húsráðendur brugðu sér af bæ. íbúarnir telja að stolið hafi verið hljómflutn- ingstækjum, tölvu, myndavélum og sjónvarpi að verðmæti 700 til 800 þúsund krónur. HLUTFALL erlendra ríkisborgara af íbúum T álknafjarðarhreppur /8.80% Skeggjastaðahreppur 16.23% Ásahreppur 11.03% Þórshafnarhreppur 9.840/0 Hrunamannahreppur 8.56% Gerðahreppur 8.29% Hvolhreppur 8.20% Eyrarsveit 7.80% Raufarhafnarhreppur 7.65% Austur-Landeyjahreppur 7.43% Breiðdalshreppur 6.91% HEIMILD: HAGSTOFA jSLANDS 2001 Þorrinn í fjöilunum Nesbúð á Nesjavöll■ um er sta&urinn fyrir þorrablótin. • Hin landsþekktu þorrahlaðborð Jóru. • Gistirými fyrir 120 manns • Heitir pottar úti við • Mikil náttúrufegurð I • Sérstakt tilboð á þorramat og gistingu Vslkomin í U; w j y r i r' r ' I r~ ■ •J Nesbúð, Nesjavöllum, Sím i: 482 3415. Bandarísk rannsókn: Andlitin koma upp um lygara INPIANAPOLIS.AP Myndavél með sér- stökum hitaskynjara sem sér- hönnuð er til að rannsaka andlit fólks hefur tekist að greina í sund- ur lygara frá heiðarlegu fólki, að því er kemur fram í niðurstöðum nýlegrar rannsóknar. Vonast er til að hægt verði að nota tæknina til að koma auga á hugsanlega hryðjuverkamenn á flugvöllum. Hjá sex manns af þeim átta sem tóku þátt í rannsókninni og lugu að vísindamönnum, tókst myndavél- inni að greina örlítinn roða í kring- um augu þeirra. Segja vísinda- mennirnir sem framkvæmdu rannsóknina að þessar upplýsing- ar sýni fram á lygar hjá fólki og bæta þeir því við að slík tækni geti komið að góðum notum bæði á flugvöllum og við landamæra- vörslu. Aðrir vísindamenn hafa dregið í efa niðurstöður rannsókn- arinnar þar sem aðeins 8 manns tóku þátt í henni. Samt sem áður taka þeir margir hverjir fram að niðurstöðurnar séu áhugaverðar, en þörf sé á frekari rannsóknum til að renna styrkari stoðum undir þær. ■ SKYNJARINN Myndavélin með hitaskynjaranum gat komið auga á lygara í rannsókninni. Sá sem er á myndinni var spurður hvort hann hefði stolið 20 dollara peningaseðli. Neðri myndin sýnir andlit hans eftir að hann laug. Útdrættir augnanna eru sýndir með hvítum lit.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.