Fréttablaðið - 08.01.2002, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 08.01.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTABLAÐIÐ 11 PRIÐJUPAGUR 8. janúar 2002 Deila Indverja og Pakistana: Enn skipst á skotum ISLAMABAD. NÝJA-PEIHÍ. AP Skipst var á skotum á landamærum Ind- lands og Pakistans í gær og þrátt fyrir tilraun Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, til að miðla málum á för sinni til ríkjanna þykir deilan ekki hafa tekið á sig friðsamlegri blæ á undanförnum dögum. Á fréttamannafundi að lokn- um fundi hans með Blair sagði Pervez Musharraf, forseti Pakistans, pakistönsk stjórnvöld hafna hryðjuverkum og undan- skildi ekki aðskilnaðarsinna í Kasmír og boðaði hertar aðgerðir gegn öfgamönnum. Blair fagnaði yfirlýsingu Musharrafs og sagði hana skýr skilaboð til hryðju- verkamanna um að þeir gætu hvergi leitað öryggis eða stuðn- ings. Dýpra var á viðbrögðum Indverja en þeir höfðu skömmu fyrir fund Blair og Musharrafs gagnrýnt Pakistana harkalega fyrir að ganga ekki nógu hart fram í að handtaka einstaklinga sem tengjast hryðjuverkastarf- semi. Jaswant Singh, utanríkis- ráðherra Indlands, sagði til dæm- is enga ástæðu til að hefja við- ræður við Pakistani fyrr en hug- arfarsbreytingar hefði orðið vart. ■ BLAIR OG MUSHARRAF Musharraf fordæmdi hryðjuverk en óvíst er hvort það dugi Indverjum. plast í einangrun Steinull mest notuð til einangrunar nú orðið. Viðurlögum er sjaldan beitt sé brotið gegn byggingarreglugerð. Tveggja sentimetra múrhúð þarf að vera yfir einangrunarefni úr plasti þar sem það er notað. HÚSNÆÐI Að sögn Jóns Sigurjóns- sonar, verkfræðings hjá Rann- sóknarstofnun byggingariðnaðar- ins, er langalgengast í dag að fólk noti steinull til einangrunar, en hún brennur ekki. „Flestir vita að plastefnið polystyren, [það sem var í lofti íbúðarinnar á Þing- eyri], brennur eins og bíldekk með miklum reyk og tilheyrandi vandamálum," segir Jón. Sam- kvæmt byggingarreglugerð frá árinu 1998 er bannað að nota plastefni til einangrunar nema það sé múrhúðað með 2 sm múr- húðun. Jón segir hins vegar að viðurlögum sé mjög sjaldan beitt sé brotið gegn byggingarreglu- gerð. „Það sem er hættulegast í þessu er þegar fólk er sjálft að gera einhverjar breytingar án þess að leita eftir upplýsingum. En það er mín tilfinning að síðan Steinullarverksmiðjan á Sauðár- króki tók til starfa á níunda ára- tugnum sé steinull langalgeng- asta einangrunin." Starfsmaður Timbursölu Húsasmiðjunnar sagði í samtali við Fréttablaðið að starfsmenn þeirra verði töluvert varir við að fólk sé að breyta eigin húsnæði. Hann sagði að þeir bentu fólki ávallt á hvaða einangrunarefni ætti að nota, ef fólk spyrði ráða. Stundum kæmust starfsmenn að því að fólk ætlaði sér að nota plastefni til einangrunar í loft og þá bentu þeir fólki á það að slíkt væri ólöglegt. Starfsmaðurinn sagði oft best að eiga við kunn- áttulítið fólk, það spyrði meira. Það væri hins vegar ekki á könnu starfsmanna að vera að yfirheyra fólk um hvað það ætlaði sér að gera við efni sem það væri að kaupa. Starfsmenn vísuðu fólki líka til byggingarfulltrúa ef ein- hver vafaatriði kæmu upp, eða ef kaupendur drægju í efa orð þeir- ra. Jón bendir á að ef plastefni séu notuð á viðeigandi hátt til ein- angrunar þá fylgi þeim engin vandamál. Hins vegar sé mikil hætta á ferð þegar það sé notað vitlaust, eins og dæmin sanna. ■ BYGGINGAFRAMKVÆMDIR i GRAFARVOGI Mesta eftirlitið með nýbyggingum er þangað til farið er að ganga frá þeim að innan segir Jón Sigurjónsson, verkfræðingur hjá Rannsókn- arstofnun byggingariðnaðarins. Bannað að nota EFTIRSÓTTUR BANKl Forstjórar Baugs og Samherja virðast vera að komast nærri yfirráðum í íslandsbanka með miklum kaupum á hlutafé í nafni ýmissa fé- laga. Aðrir hluthafar í bankanum virð- ast ekki hafa náð að fylgjast með gangi mála. „Mér sýnist sem þetta siiúist um uppgjör í ORCA-hópn- um“, sagði einn viðmælandi Frétta- bíaðsins úr röðum annarra helstu hluthafa og kvaðst óviss um hvort í raun og veru væri um það að ræða að eitthvert tilboð hefði borist. „Ég hef engan rætt við sem hefur séð tilboðið," sagði hann. Innan ORCA-hópsins standa nú örð Gunnars Jónssonar, hrl., og Jóns Ólafssonar gegn orðum Jóns Ásgeirs, en athygli vekur að Þor- steinn Már hefur valið þann kost að tjá sig ekki með nokkrum hætti um m'álið. matti@frettabladid.is binni@frettabladid.is 45 banaslys í brunum á 24 árum: Lægra hlutfall en í nágrannalöndum brunar 45 manns létust í brunum á Islandi á tímabilinu frá árinu 1979 til dagsins í dag. Það sam- svarar því að 1,9 hafi látist að meðaltali árlega. Ef banaslys eru miðuð við íbúafjölda er meðaltal tímabilsins 0,87 manns á hverja 100.000 íbúa. Að sögn Guðmundar Gunnars- sonar, lögfræðings Brunamála- stofnunar, er þetta með því lægsta sem gerist ef miðað er við ná- grannalöndin. Guðmundur segii; skýringu þessa vera margþætta. í fyrsta lagi sé betri frágangur á raflögnum hér á landi en annars staðar, hér verði heldur ekki brunatjón út frá kyndingu vegna þess að hér á landi er kynt með heitu vatni, einnig hafi ekki orðið neinir stórbrunar á gististöðum hér á landi allan þennan tíma sem tölurnar ná yfir. Húsnæði sé ein- nig almennt betra hér á landi en gengur og gerist í nágrannalönd- um, það sé minna og steypa aðal byggingarefnið. I skýrslu sem Guðmundur tók saman á síðasta ári kemur í ljós að manntjón á hverja 100 þúsund íbúa er með því lægsta sem gerist hér á landi. Á árunum 1994-1996 létust að meðaltali 0,75 árlega. Einungis Svisslendingar koma Skipting banaslysa i brunum eftir notkun húsnæðis Fangelsi 2,2% Verbúð 2,2% Iðnaður 2,2% Sjúkrahús 6,7% íbúðir 86,7% betur út úr því tímabili með 0,55 dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa. Meðaltal Norðurlanda í þeim samanburði var 1,67 mannslíf á hverja 100 þúsund íbúa sem sam- svarar því að 2,5 mannslíf til við- bótar myndu tapast í brunum hér á landi árlega ef íslendingar væru með sama meðaltal á þann íbúa- fjölda. í skýrslunni er dreifing slysa á árið og vikudaga skoðuð á tímabil- inu 1979-99. Þá sést að flest slysin verða í skammdeginu. Þeim fer fækkandi að sumri en fjölgar síð- an að nýju með haustdögum. Aft- ur fækkar þeim í nóvember og desember. Mun fleiri slys eiga sér síðan stað um helgar en á virkum dögum. Langflest banaslys eiga sér stað í íbúðarhúsnæði, eða nær 90% slysa. sigridur@frettabladid.is Áfall fyrir Microsoft: Réttarhöldin heíjast í mars samkeppni Bandarískur dómstóll hefur hafnað beiðni Microsoft um frestun á réttarhöldum yfir fyrir- tækinu sem er ásakað um að hafa misnotað markaðsráðandi aðstöðu sína. Microsoft hafði farið fram á fjögurra mánuða frestun en nú er ljóst að málið kemur til kasta dómstóla í mars nk. Bandarísk stjórnvöld og níu af 18 fylkjum sem upphaflega stóðu að málsókninni sömdu við hug- búnaðarrisann í nóvember en níu fylki sætta sig ekki við það sam- komulag og héldu málaferlunum áfram. ■ Byggingafulltrúi segir brunamál ekki vandamál í ósamþykktum íbúðum: Um700 ósamþykkt- ar íbúðir í Reykjavík BYGGINGAEFTIRLIT Um 700 ÓSam- þykktar íbúðir eru í Reykjavík er ágiskun Magnúsar Sædal, bygg- ingarfulltrúa Reykjavíkur. Magn- ús segir margar þessara íbúða vera í húsum sem byggð voru i Reykjavík á ár- unum 1937-57 en þá fluttu margir Reykvíkingar inn í kjallara og risíbúðir sem ekki voru þykkt kvæmt MAGNUS SÆDAL Segir kröfur um brunavarnir aukast í sífellu, enda fylgi talsverð brunahætta tækjum eins og sjónvarpi og tölvum auk þess sem hús- gögn í dag séu oft byggð upp úr svampi sem brenni hratt. sam- sam- þáver- lögum. segir berast andi Magnús árlega um 50-60 um- sóknir um sam- þykkt á íbúðum sem byggðar voru á þessum tíma, með til- heyrandi breyt- ingum. Magnús segir að þrátt fyrir að sífellt harðara eftirlit sé með byggingar- málum þá sé aldrei hægt að koma í veg fyrir að fólk innrétti rými til að búa í sem ekki er löglegt. Magnús segir hins vegar að það sé hans mat að brunamál séu með skikkanlegum hætti í flestum ósamþykktu íbúðum. „Það getur verið verra ástand á samþykktri eign sem byggð var árið 1904 en ósamþykktri íbúð sem byggð var á árunum 37-57. Þetta eru yfirleitt steyptir kjallarar, eða múrhúðuð ris, þannig að brunamál eru yfir- leitt í lagi“ Magnús segir að þrátt fyrir að erfitt sé að fylgjast með því hvort fólk innréttar ólöglegar íbúðir í húseign sína, þá komist þau svik yfirleitt upp um síðir. „Þessi mál lenda yfirleitt inni á borði hjá okk- ur að lokum." Hann segir umsókn- um um innréttingu íbúða, t.d. í bíl- skúrum, sé alltaf hafnað, þannig vistaverur raski nefnilega skipu- lagi hverfa. „Það segir sig sjálft að fjölgun íbúða í hverfi sem mið- ar við ákveðið skipulag hefur áhrif á fleiri þætti, t.d. skólarými í hverfinu og þar fram eftir götun- um. ■ 1 INNLENT [ I^þróttafélagið Leiftur í Ólafs- firði verður líklega lýst gjald- þrota í vikunni og leitar í fram- haldi af því nauðasamninga. Bæj- arráð Ólafsfjarðar mun leggja fram fjórtán milljónir í tengslum við nauðasamningana. RÚV greindi frá. —4---- Framkvæmdir við jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafs- f jarðar verða boðnar út á Evr- ópska efnahagssvæðinu í mars. RÚV greindi frá.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.