Fréttablaðið - 08.01.2002, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUPAGUR 8. janúar 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
15
Fjögurra hæða skíðastökksmótið:
Vann allar keppnirnar
skíði Þjóðverjinn Sven
Hannawald komst á blöð skíða-
stökkssögunnar á sunnudaginn
þegar hann sigraði í síðustu
keppninni í Fjögurra hæða skíða-
stökksmótinu, sem nú var haldið
í fimmtugasta skipti í Þýskalandi
og Austurríki. Þar með sigraði
hann í öllum fjórum keppnunum,
fyrstur manna. Hann fékk alls
MYND VIKUNNAR
Hér svífur Þjóðverjinn Sven Hannawald fyr-
ir framan Zugspitze fjöllin í annarri keppni
Fjögurra hæða mótsins. Hann sigraði allar
keppnirnar, fyrstur manna. Þessi mynd var
kosin mynd vikunnar af AP fréttastofunni.
1077,6 stig, sem er einnig met.
Mikil fagnaðarlæti brutust út
meðal 30 þúsund áhorfenda, sem
voru staddir í Bishofshofen í
Austurríki þegar Hannawald
setti met í stökklengd á sunnu-
daginn. Hann stökk 139 metra og
þótti þá ljóst að hann hefði tryggt
sér sigur í öllum fjórum keppn-
unum. í öðru sæti var Finninn
Matti Hautamaeki og í því þriðja
Austurríkismaðurinn Martin
Hoellwarth.
„Ég reyndi bara að einbeita
mér og vera nokkuð rólegur,
þrátt fyrir öll lætin,“ sagði
Hannawald. Hann viðurkenndi þó
að hafa byrjað að efast þegar
pressan jókst. „Efinn hvarf fljótt.
Ég vildi bara skila góðum stökk-
um.“
Pólverjinn Adam Malysz, sem
hefur sigrað í sex af 13 Heims-
bikarskeppnum vetrarins, lenti í
níunda sæti. Hann leiðir þó enn-
þá Heimsbikarskeppnina en
Hannawald er nú í öðru sæti.
Hann er vinsæll meðal skíða-
stökksáhorfenda vegna þess að
hann fagnar mikið og kætist eftir
gott stökk á meðan aðrir kepp-
endur íþróttarinnar einbeita sér
að því að sýna sem minnst svip-
brigði og vera svalir. ■
Hermann Maier:
Tekur kannski þátt
í Olympíuleikunum
skíði Snemma í næstu viku fer
Austurríkismaðurinn og skíða-
stjarnan Hermann Maier í röntgen-
myndatöku, sem leiðir í Ijós hvort
hann geti byrjað að æfa á ný og þar
af leiðandi átt möguleika á því að
taka þátt á Ólympíuíeíkunum í
febrúar. Maier lenti í slæmu mót-
orhjólaslysi í ágúst.
„Jafnvel þó hann fái grænt ljós
á æfingar er hann í kapphlaupi við
tímann," segir talsmaður Maier.
Læknir hans efast um að Ólympíu-
draumar hans rætist. „Það er mik-
ill munur á því að stíga á skíði og
að keppa á þeim,“ sagði hann. Ný-
lega sagði formaður skíðasam-
bands Austurríkis að Maier yrði að
ná að keppa í að minnsta kosti einu
Heimsbikarmóti fyrir Ólympíu-
leikana til að mega taka þátt fyrir
hönd landsins. ■
MÚRARINN
Hermann Wlaier heldur enn í vonina um að geta tekið þátt á Ólympíuleikunum
í Salt Lake City.
DANSKI MARKVÖRÐURINN
Alex Ferguson segir að Aston Villa hafi
krækt sér í a.m.k. tiu stig, þökk sé Peter
Schmeichel.
John Gregory stjóri
Aston Viíla:
Hræddur
um að
allir vilji
Schmeichel
fótboiti John Gregory, knatt-
spyrnustjóri Aston Villa, er
hræddur um að önnur félög eigi
eftir að reyna að krækja í danska
markvörðinn Peter Schmeichel.
Gregory hyggst ræða við Danann
um áframhaldandi samning á
nýju ári en er hræddur um að
frammistaða hans hafi ýtt við
öðrum liðum sem fari nú að bjóða
í hann.
„Það sjá allir hvaða áhrif hann
hefur haft á Villa og hann getur
haft sömu áhrif á önnur lið,“
sagði Gregory. „Hann hefur
sömu áhrif á lið og Maradona
hafði. Hann fór til smáliðs á ítal-
íu og breytti því í stórveldi.
„Peter fór til Sporting Lissbon
og skyndilega varð liðið meistari
í Portúgal í fyrsta skipti í lengri
tíma.“
Schmeichel lék um árabil með
Manchester United og fagnaði þó
nokkrum titlum með liðinu, s.s.
Englands- og Evrópumeist-
aratitlinu. Hann ákvað að segja
skilið við Man. Utd. vegna álags
en þegar hann kom aftur í ensku
deildina sagði Alex Ferguson,
stjóri Man. Utd., að Aston Villa
væri búið að tryggja sér a.m.k.
tíu stig.■
KARATE
\ \ hnDQUA /14 AD
Nán fyrir by nskeið 1 rjendur hefjast 1 ol ianuar
ÞÓRSHAMAR var
sigursælasta karatefélagið
á síðasta ári
Árangur á síðasta ári:
íslandsmeistari félaga
í Kata
íslandsmeistari félaga
í Kumite
Unglingameistari félaga
í Kata
Unglingameistari félaga
í Kumite
Karate er öflug sjálfsvörn, eykur sjálfstraust, lipurð og líkamsstyrk.
^ Karate er fyrir konur og karla á öllum aldri, óháð líkamlegu formi.
0 Skipt er eftir aldri í barna-, unglinga- og fullorðinsflokka.
Ókeypis kynningartími
Allir kennarar hjá félaginu eru með viðurkenndar gráður í karate.
Karatefélagið Þórshamar er aðili að Karatesambandi íslands, ÍBR og ÍSÍ.
Upplýsingar eru veittar í síma 551 4003
og á heimasíðu félagsins www.thorshamar.is
Karatefélagið Þórshamar
) Brautarholti 22-105 Reykjavík
sími 551 4003 ■ www.thorshamar.is
Allt að
50°/(
0
Jólaskraut, raftœkifskrautlampar,
tjós, gjafavara, potta- og hnífasett,
og margtfleira.
afsláttur í aðeins fáeina daga
Smiðjuvegi 4 Kópavogi græn gata, Sími 577 3377