Fréttablaðið - 08.01.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.01.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTABLAÐIÐ SPURNINC DACSINS 8. janúar 2002 PRIÐJUPAGUR Ertu búin að taka niður jóla- skrautið? „Maðurinn minn er búinn að taka það nið- ur. Hann setti það líka upp. Ég sakna þess ekki." Eyrún Sigurðardóttir myndlistarmaður Þjóðvegurinn á Austur- landi opnaður: Brú að bæn- um Setbergi brotnaði vecamÁl Þjóðvegur 1 um Þvottár- skriður og Hvalnesskriður var opnaður í gær. Vegurinn, sem er rétt austan við Höfn £ Hornafirði, lokaðist á sunnudaginn þegar aur- skriður féllu á hann. Miklir vatnavextir í Laxá í Lóni ollu því að áin gróf undan stöplum austan megin hennar, en starfsmenn Vegagerðarinnar hafa gert við hana til bráðabirgða. Að sögn lögreglunnar á Höfn ollu miklar rigningar því að brúin heim að bænum Setbergi brotnaði og ræsi á veginum að Efra-Firði skolaðist um 300 metra frá vegin- um. Lögreglan sagði að líklega yrðu sett ný ræsi á vegina að báð- um bæjunum á næstu dögum, en að framkvæmdir þar væru ekki hafnar, þar sem aðaláherslan hefði verið lögð á þjóðveg 1. íbú- arnir hefðu ekki orðið fyrir telj- andi vandræðum vegna þessa. Samkvæmt lögreglunni flæddi inn í tvö hús í Hæðargarði, sem er um 7 km fyrir norðan Höfn, og í annað hús skammt þar frá. Hún sagðist ekki vita hversu miklar skemmdir hefðu orðið á húsun- um. ■ — Læknadeild HÍ: Undirbúningur framhaldsskóla- nema úr takt við inntökuprófið menntun Forsvarsmenn lækna- deildar Háskóla íslands ætla fljót- lega að halda fund með fulltrúum framhaldsskóla til að samræma efni sem prófað verður í inntöku- prófi í vor úr því sem kennt er í framhaldsskólunum. Þetta kom fram í fréttum RÚV. Skólameistar- ar framhaldsskóla segja að nem- endur af náttúrufræðibraut geti ekki staðist inntökuprófið því próf- að verði úr þekkingu á námskeið- um, sem þeir hafa ekki tekið. ■ Borgarbókasafnið í uppsveiflu: 2001 metár hjá bókasöfnunum þjónusta Útlán hjá Borgarbóka- safni Reykjavíkur voru meiri á árinu 2001 en þau hafa verið frá árinu 1977. Alls voru útlánin 1.111 þúsund í fyrra en árið 2000 voru þau 867 þúsund. Aukningin milli ára er 28%. Anna Torfadóttir borgarbóka- vörður segir að aukninguna megi fyrst og fremst rekja til stór- bættrar þjónustu. Aðalsafnið hafi flutt úr Þingholtsstræti árið 2000 í miklu rúmbetra húsnæði í Tryggvagötu. í fyrra hafi nýtt úti- bú verið opnað í Kringlunni í stað útibús sem lokaði í Bústaðakirkju. Þá hafi verið tekinn í notkun nýr og fullkominn bókabíll í stað tveg- gja eldri bíla. Alls er söfnin sex. „Fólk er farið að átta sig á því hvað hér er ótrúlega margt í boði. Við erum með til dæmis með Internetaðgang, það er hægt að fá lánuð myndbönd og geisladiska og á aðalsafninu er mjög góð teikni- AÐALSAFN BORGARBÓKASAFNSINS Aðalsafnið hefur slegið I gegn frá því það flutti f betri húsakynni árið 2000. Útlánin þar voru 368 þúsund I fyrra og höfðu þá tvöfaldast á einu ári. myndadeild. í betra húsnæði höf- um við líka getað aukið ýmsar dagskrár, eins og málþing og tón- leika, sem hafa laðað að fólk. Einnig höfum við nú mun rýmri opnunartíma um helgar,“ ségir Anna. Að sögn Önnu er gert ráð fyrir því að aukningin sem nú er orðin gangi ekki til baka. Hún telur að þetta þýði hugsanlega auknar f jár- veitingar til safnsins enda njóti það velvilja almennings sem og beggja fylkinga í borgarstjórn. ■ mx&tmfiaitafíaa Veldur lögreglunni heilabrotum Pilturinn sem flaug á skrifstofubyggingu í Flórída var ekki í tengslum við hryðjuverkamenn. Sagður kurteis, brosmildur og einrænn. Hafði gefið fyrirætlanir sínar í skyn fyrr um daginn. tampa. ap Lögreglan í borginni Tampa á Flórída í Bandaríkjunum segir ekkert benda til þess að Charles Bishop, fimmtán ára pilt- urinn sem flaug lítilli flugvél á 42 hæða skrifstofubyggingu á laug- ardagskvöldið, hafa verið í nein- um tengslum við hryðjuverka- menn. Ekkert bendir til þess að Bis- hop hafi sérstaklega ætlað að fljú- ga á þessa byggingu, sem er í eigu bankans Bank of America, né að „hann hafi ætlað sér að skaða ann- að fólk,“ segir Bennie Holder, lög- reglustjóri í Tampa. Fáir voru staddir í húsinu og enginn slasað- ist. Skemmdir urðu það Iitlar að starfsemi í byggingunni hófst með eðlilegum hætti í gærmorg- un, að undanskilinni skrifstofunni sem flugvélin lenti á. „Af athöfn- um hans getum við dregið þá ályktun að hann hafi verið ungur maður sem átti afar erfitt," sagði Holder. í flaki flugvélarinn- ar fannst handskrifað- ur miði þar sem Bis- hop lýsti yfir stuðningi við Osama bin Laden og árásirnar 11. sept- ember, en þeir sem rannsaka málið telja þennan miða ekki bera vott um annað en and- lega erfiðleika piltsins. Ekki er þó vitað til þess að hann hafi átt við geðræn vandamál að stríða áður né held- ur virðist sem hann hafi notað ólögleg fíkniefni. Nágrannar Bishops segja að hann hafi verið hlédræg- ur og stærðfræðikennari hans FLAKIÐ Á SKRIFSTOFUNNI Þannig var umhorfs I skrifstofu á 28. hæð byggingu Bank of America I Tampa á laugardagskvöldið. CHARLES BISHOP „Hann var alltaf brosandi," sagði stærðfræðikennarinn. að skipuleggja hvern tíma og segist vera furðu lostinn: „Ilann var alltaf brosandi. Hann var viðmótsþýð- ur og sýndi fólki virðingu." Hins vegar virðist sem hann hafi verið búinn verknaðinn í ein- daginn sem hann lét til skarar skríða var hann bú- inn að gefa ýmislegt til kynna. Hann sagði nokkrum bekkjarfé- lögum sínum að fylgjast með fréttum og við ömmu sína, sem keyrði hann í flugskólann síðasta daginn, sagði hann: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, leyfðu þá ekki óvinum mínum að koma í jarðar- förina.“ Bishop ók af stað á flugvélinni og hóf sig á loft án þess að bíða eftir kennara sínum, sem átti að vera meðferðis. Þar sem hann var aðeins fimmtán ára var hann einu ári of ungur til þess að mega fljú- ga einn og tveimur árum of ungur til þess að fá flugmannsleyfi. Flugvélin var á loft í níu til tólf mínútur. Litlu munaði að árekstur yrði við Boeing 737 farþegaflug- vél, því aðeins um hundrað metr- ar voru á milli vélanna þegar þær mættust. ■ Andlegi Skólinn Námskeiö sem hefjast í janúar 7. janúar - Raja jóka-hugleiðsla (fyrir byrjendur) 8. janúar - Aleiningaröndun (hátt Kriya-jóga) (fyrir byrjendur) 9. janúar - Sálarhugleiðsla - miðlun 10. janúar - Uppstigningar (Kristsvitundar) vinnunámskeið Upplýsingará veffangi: www.vitund.is/andlegiskólinn Skráning í síma 553 6537 Geymið auglýsinguna. Kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna útboðsmála: Oskað eftir gögnum frá Flugmálastjórn stjórnsýsla Flugmálastjórn hefur verið gefin frestur til 15. janúar til að senda Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, gögn er snerta kvör- tun óþekkts aðila vegna smíði rad- arkerfis fyrir flugmálastjórn. Heimir Már Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir kvörtunina lúta að því að ekki hafi átt sér stað útboð vegna ratsjárkerfisins, sem nefnt er RDPPS, á árinu 1994. „Þróun þessa kerfis hófst árið 1986 hjá Kerfisverkfræðistofu Iláskóla íslands. Þar á eftir var kerfið í nokkurn tíma í vinnslu hjá fyrirtækinu Stefju en þetta hefur alltaf verið unnið að mjög miklum hluta af okkar eigin sérfræðing- um. Kerfið fór síðan til Flugkerfa hf. við stofnun þess fyrirtækis árið 1997,“ segir Heimir Már. Heimir Már segir það eiga eft- ir að koma í ljós hvort Eftirlit- stofnunin telji kvörtunina eiga við rök að styðjast. „Telji stofnunin að svo sé væri þeim sem kvartar, en sá aðili nýtur nafnleyndar, gert viðvart og bent á að hann geti kært málið. Flugmálastjórn gæti einnig sjálf tekið upp á því að gera athugasemd í málinu,“ segir hann. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.