Fréttablaðið - 08.01.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.01.2002, Blaðsíða 14
FÓTBOLTI Hvernig fer Ísland-Kuwait? „Ætli Island nái ekki að vinna leikinn 2-1. Það eru að vísu leikmenn í misgóðu leik- formi í liðinu þannig að þetta verður tap- hætt á báða bóga." Þorvaldur Örlygsson, þjálfari KA PRINSINN Fær tækifæri til að hreinsa mannorðið. Naseem Hamed: Berst í mars hnefaleikar Naseem Hamed, Prinsinn, skrifaði undir samning við bandarísku HBO sjónvarps- stöðina fyrir helgi. Samningurinn er upp á þrjá bardaga og gefur víst vel í vasa. Fyrsti bardaginn fer fram 23. mars. Þar mun hann mæta Mexfjt- ananum Marco Antonio Barrera, sem vann hann í Las Vegas í fyrra og sverti taplausan feril hans. Síð- an þá hefur lítið farið fyrir Prins- inum, sem er 27 ára gamall, en hann er byrjaður að æfa á fullu. Bardaginn fer fram í Bretlandi og er prýðistækifæri fyrir hann til að hreinsa mannorð sitt, en skömmu eftir tapið í fyrra skildi hann við þjálfara sinn til margra ára. Barrera er hress með slaginn og segist fara létt með Prinsinn. Hann berst fyrst við samlanda sinn Erik Morales, sem vann hann fyrir tveimur árum, 2. mars. ■ —♦— Fararsnið á Di Canio: Bað ekki um að losna fótbolti Leikmaður West Ham, ítal- inn Paolo di Canio, þvertekur fyrir það að hann hafi beðið um að losna frá liðinu. Þetta segir hann þegar West Ham er búið að neita fyrsta boði Manchester United í hann og búist er við öðru. Talið er að di Canio gangi til liðs við United á næstu dögum. Þangað til vill di Canio, sem lék áður með AC Milan og Juventus, undirstrika að hann sé tryggur West Ham. „Ég vil bara að það sé á hreinu að ég bað aldrei um að fara frá West Ham United. Þar til félag- ið segir annað er ég leikmaður þess,“ sagði di Canio á heimasíðu sinni. „Ég elska félagið og stuðn- ingsmennina. Þess vegna kyssj ég alltaf merkið þegar ég spila. Ég á eftir að gera það líka hjá Manchest- er United vegna þess að ég elska það að spila fótbolta. Þar að auki er þetta besta lið í heimi, ásamt Real Madrid." Alex Ferguson, stjóri Manchest- er, segist sjá eftir því að hafa ekki nælt í di Canio þegar Sheffield Wednesday seldi hann fyrir þremur árum. „Ég hef mikinn áhuga á hon- um. Ég veit að hann er umdeildur og að honum fylgir heilmikill pakki, með vörtum og öllu, en hann elskar að spila og sýnir mikinn áhuga.“ ■ 14 FRÉTTABLAÐIÐ 8. janúar 2002 ÞRIÐJUDAGUR Landslið íslands: Spilar við Kuwait í dag fótbolti Klukkan 15 í dag spilar landslið íslands í knattspyrnu gegn landsliði Kuwait. Leikið er á aðalleikvangi Oman í borginni Muscat í Oman. Dómarar leiksins eru FIFA-dómarar frá Oman. Fjórir nýliðar eru í leikmanna- hóp Islands, Baldur Aðalsteinsson, leikmaður ÍA, Hjálmar Jónsson, leikmaður Keflavík, Stefán Gísla- son, leikmaður Grazer og Atli Knútsson varamarkmaður, leik- maður Breiðablik. Á undan leik ís- lands og Kuwait leika landslið Oman og Rúmeníu vináttulands- leik á sama velli. Liðið heldur síðan til höfuðborgar Saudi-Arabíu, Ri- GUÐNI KJARTANSSON Aðstoðar Atla næstu tvö árin. yadh, þar sem það leikur við heimamenn. Sá leikur er liður í undirbúningi Saudi-Araba fyrir Heimsmeistarakeppnina í knatt- spyrnu í Suður-Kóreu og Japan. í gær var tilkynnt að Guðni Kjartansson hafi verið ráðinn að- stoðarmaður Atla Eðvaldssonar landsliðsþjálfara. Hann gegnir starfinu næstu tvö ár, ásamt því að þjálfa U19 landslið karla. Guðni er staddur með liðinu í Oman. Guðni hefur síðastliðin tvö ár gegnt starfi fræðslustjóra KSÍ. Hann lætur nú af því starfi og- starfar á nýjan leik með A landsliði karla, en hann var landsliðsþjálf- ari 1980-1981 og í einum leik 1989. í þeim 16 leikjum, sem hann stjórnaði liðinu, vann það sex leiki, gerði f jögur jafntefli og tapaði sex leikjum. ■ BYRJUNARLIÐ ÍSLANDS: Markmaður Árni Gautur Arason (fyrirliði) Varnarmenn Hjálmar Jónsson Ólafur Örn Bjarnason Gunnlaugur Jónsson ívar Ingimarsson Miðjumenn Bjarni Guðjónsson Jóhann B. Guðmundsson Ólafur Stígsson Framherjar Helgi Sigurðsson Andri Sigþórsson Einar Þór Daníelsson Varamenn Atli Knútsson Baldur Aðalsteinsson Marel Baldvinsson Sigurvin Ólafsson Stefán Gíslason Sævar Þór Gíslason Valur F. Glslason. Eiði líður vel í London Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður ársins á íslandi 2001, hefur farið mikinn með Chel- sea í ensku úrvalsdeildinni í vetur og skorað hvert markið á fætur öðru. Arnór Guðjohnsen, faðir hans, segir Eið vera hæstánægðan. fótbolti „Ég bjóst við því að hann myndi koma sér svona vel fyrir hjá Chelsea en ekki svona fljótt. Hann kemur manni sífellt á óvart, er greinilega orðinn mjög góður," segir Arnór Guðjohnsen. Þeir tala saman nær daglega og ræða mik- ið um boltann. Eiður Smári vakti athygli hér á íslandi þegar hann spilaði með Val í úrvalsdeildinni aðeins 15 ára gamall. Stuttu seinna fékk hann samning hjá PSV Eindhoven í Hollandi, þar sem hann spilaði m.a. með brasilíska framherjan- um Ronaldo. Þá lenti Eiður í slæmum meiðslum og var frá í nokkurn tíma. „Læknirinn hjá PSV sagði hann myndi aldrei aftur spila fót- bolta. Eiður var orðinn svartsýnn. En það var aldrei spurning um að hann myndi ná sér,“ segir Arnór. Nú ganga hlutirnir betur og Eiði líður vel hjá Chelsea í London. „Hann vill ekki fara neitt, er nýbúinn að kaupa sér hús. Hann er ánægður með þá sem hann umgengst og það er góður mórall í liðinu. Hann og Jimmy (Floyd Hasselbaink) eru góðir vinir. Það gengur vel og allt er í blóma. Þó skal hafa varann á því það tekur velgengnina ekki langan tíma að snúast í andhverfu sína.“ Eiður og nokkrir samherjar hans voru sakaðir um að vera með drykkju- og skrílslæti á bar í haust. Þeir voru sagðir hafa móðgað nokkra Bandaríkjamenn, en þetta var skömmu eftir hryðjuverkaárásirnar í New York. „Það var gert allt of mikið úr þessu. Fréttamenn hér heima eiga að vita hvernig ensku sunnu- dagsblöðin byggja upp frétta- flutning sinn. Það er vitleysa að reyna að segja svona fréttir. Blöð- in bjuggu til drama úr engu. Þeir voru á bar að fá sér drykk og þrír eða fjórir urðu eftir þegar Eiður og aðrir fóru. Það var sagt að þeir væru að trufla Ameríkana, sem voru ekki einu sinni nálægt. Þeir bjuggu bara á hótelinu. Svona er þetta, það er alltaf verið að slúðra til að selja blöðin. Eins og það séu ekki nógu margar fréttir fyrir. En þetta er fyndið eftir á, eitthvað til að læra af.“ Eiður hefur verið mjög áber- andi hjá Chelsea í vetur. Hann er búinn að skora stíft og liðið er nú í sjötta sæti ensku úrvalsdeildar- innar. „Ég held samt að liðið eigi ekki eftir að gera neinar rósir í deildinni. Það er með mannskap- inn í verkið en vantar sjálfs- traust. Það er allt annað að horfa á t.d. Manchester United eða Arsenal,“ segir Arnór. Hann horfir á alla Chelsea leiki sem hann getur séð. „Fótboltinn er búinn að breytast mikið frá því ég var að spila í Belgíu. Þá vissi maður varla hvað leikmennirnir á Englandi hétu, sá bara bikarúr- slitin. Nú veit allur heimurinn ef einhver á góðan leik. Ég á kunn- ingja í Hollandi og þar er mikið sýnt af Chelsea, enda Hollending- ar í liðinu. Þar spyrja menn sig af- hverju PSV seldi Eið á sínum tíma.“ STÓRFJÖLSKYLDAN á góðri stund Arnór segir son Eiðs, Svein Aron, vera rosa- legan. „Hann er með sömu takta og pabbi sinn, verður eflaust fótboltakappi. Hann gerir allt með vinstri." Arnór þjálfar Stjörnuna í Garðabæ, sem spilar í 1. deild. Hann lék einnig með liðinu síðasta sumar en segist efa það að hann endurtaki leikinn nú í ár. „Maður æfir með þessum guttum í vetur. En ég held örugglega ekki áfram næsta sumar. Það er annar, sem heldur nafninu uppi.“ halldor@frettabladid.is Enski bikarinn: Stuðningsmenn Cardiff ekki vinsælir VELSKUR FÖGNUÐUR Stuðningsmenn Cardiff hröðuðu sér á völlinn með látum þegar lið þeirra vann Leeds 2-1 i enska bikarnum á sunnudaginn. Fyrir miðju má sjá velska fánann. fótbolti Líklegt þykir að Cardiff City fái sektir eftir að stuðnings- menn liðsins voru með óspektir á sunnudaginn, þegar liðið sló Leeds United út úr ensku bikarkeppn- inni, öllum að óvörum. Lögreglu- menn, sumir á hestbaki, þurftu að hafa sig alla við til að halda aftur að lýðnum þegar hann reyndi að ná til stuðningsmanna Leeds. Fjórir voru handteknir, mynt hent í haus dómara og alls kyns rusli hent inn á leikvanginn. Eigandi liðsins, Sam Hammam, er samt handviss um að hann verði ekki sektaður fyrir að standa fyrir aftan mark Leeds síðustu mínútur leiksins. Hann segist hafa haft skriflegt leyfi frá forráðamönnum Knattspyrnusambandsins fyrir því. Knattspyrnustjóri Leeds, Dav- id O’Leary var ævareiður, bæði yfir framkomu stuðningsmanna Cardiff og stælunum í Hammam. Þeir hnakkrifust eftir leikinn. „Ég stend alltaf fyrir aftan markið. Það er hefð fyrir því,“ sagði Hammam. „Hann segist ekki ánægður með að ég sé að ganga fyrir framan stuðn- ingsmenn mína. Ég fór meira að segja af hliðarlínunni þegar við komumst yfir. Auk þess voru stuðningsmennirnir ekki með nein læti. Þeir komu á völlinn til að fagna og baula aðeins á Leedsar- ana. Það er líka hefð fyrir því. Ef Knattspyrnusambandinu finnst þeir hafa brotið af sér og vilja sekta okkur er það í lagi ef það er leiknum í hag.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.