Fréttablaðið - 08.01.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.01.2002, Blaðsíða 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ 8. janúar 2002 ÞRIÐJUDAGUR iflTLANTIS m/bltaU ld6l jHARRY POTfER HAGATORGI, SÍMI 530 1919 IbANDITS kl. 8 og 10.20 ifLEGALLY BLONDE kl. 4og6j IXIUulby /DDJv Tl'ih SlMI S64 0000 - www.smArubln.ls WANTEO D6AÖ OA At-lv RECÍNA kl. 4, 6 og 8 j ÍROCK STAR kL 1030 ! pwj REPLIKATE kl. 8 og TÖTsl ÍHARRY POTTER m/ísltali kL4 [ jATLANTIS m/bLtali kl. 3.40 [jHARRYPOETERm/ens.taB kUogaHSlll j Mariah Garey: Ennsamn- ingsbundin tónlist Talsmenn útgáfurisans EMWirgin neita því nú stakt og stöðugt að hafa greitt söngkonunni Mariuh Carey 35 milljónir banda- ríkjadala í þeim tilgangi að losa sig frá því að gefa út fleiri plötur með henni. Söngkonan komst á spjöld sögunnar þegar hún gerði 70 millj- ón króna samning við fyrirtaekið í apríl síðastliðnum, en það er hærri upphæð en nokkur listamaður hef- ur fengið áður við undirskrift. í fréttatilkynningu frá fyrir- tækinu segir að stúlkan sé enn samningsbundin fyrirtækinu, en orðrómur hefur verið á kreiki að fyrirtækið vilji losna við hana í ljósi þess hversu illa síðasta breið- skífa Carey seldist. Platan hefur enn ekki náð að seljast í yfir 500 þúsund eintökum í Bandaríkjunum og þykir afar dapurt fyrir slíka „poppdívu" eins og hún er oft köll- uð. Það bætti svo svörtu ofan á grátt þegar frumraun hennar á hvíta tjaldinu, myndin „Glitter", fékk hræðilegar móttökur í kvik- myndahúsum vestan hafs. Þessar nýtilkomnu óvinsældir söngkonunnar fengu mikið á sálar- líf hennar og skráði hún sig tvisvar inn á geðdeild á síðasta ári vegna „andlegs gjaldþrots“, eins og það varð orðað í einhverri fréttatil- kynningunni. EMWirgin taka ekk- ert fram í tilkynningu sinni hverj- ar framtíðaráætlanir sínar varð- andi söngkonunnar eru. ■ — Frumsýning á vampíru- mynd með Aaliyah: Bróðir hennar talaði inn á nokkr- cir senur kvikmynd Ákveðið hefur verið að frumsýna vampírukvikmyndina Queen of the Dead í þessum mán- uði. í aðalhlutverki myndarinnar, sem byggð er á skáldsögu eftir Ann Rice, er söngkonan Aaliyah sem fórst í flugslysi í ágúst á síð- asta ári. Aaliyah hafði lokið við að leika í myndinni en átti eftir að tala inn á nokkrar senur. Var leik- stjóri myndarinnar, Michael Rym- an, nærri búinn að gefa hana upp á bátinn þegar Rashad Haughton, bróðir söngkonunnar, féllst á að tala inn á umræddar senur. Mynd- in er nú fullkláruð og virðist litlu skipta þótt bróðir Aaliyah ljái henni rödd sína. Quenn of the Dead verður frumsýnd í Banda- ríkjunum í vikunni. ■ Dónald brýnir pennann FRÉTTIR AF FÓLKI Skopmyndateiknarar allra landa hafa áratugum saman stungið á stærstu kýli þjóðfélags síns og oft náð að kreista fram hlátur úr bitr- um sannleika. Nú hefur þjóðin eignast nýjan skopteiknara, Dónald, sem birtir teikningar sínar vikulega á Netinu. Nú er hægt að nálgast annál teikninga hans fyrir árið 2001 í bókabúðum. Ný kvikmynd sem fjallar um atburði hins “Blóðuga sunnudags“, 30. janúar ‘72, hefur vakið mikla athygli í Bretlandi. Mynd- in, sem segir frá því er 13 óbreyttir borgar- ar voru skotnir til bana af bresk- um hermönnum eftir mannrétt- indagöngu í Londonderry, þykir vel heppnuð og tala menn jafn- vel um að hún geti hjálpað al- menningi að skilja deilumál bet- ur og orðið til þess að flýta fyr- ir friðarviðræðum á Norður-ír- landi. Fyrsta myndin í Lord of the Rings heldur sigurgöngu sinni um heiminn áfram því myndin hirti eft- irsóttustu verð- launin á verð- launahátíð banda- rísku kvikmynda- stofnunnarinnar. Hún var sem sagt valin besta mynd ársins. Þegar er byrjað að spá henni öllum helstu Óskarsverð- laununum, og er talið nánast ör- uggt að hún eða Moulin Rouge hirði verðlaunin sem besta myndin á þeirri hátíð. Beyonce Knowles, aðalsöng- kona Destiny’s Child, segist ekki hafa áhuga á því að eignast kærasta af þeirri einföldu ástæðu að henni leiðist það að fara á stefnumót. Ilún segir það aldrei gerast að karl- menn komi upp að sér í þeim til- gangi að reyna við hana. Hún segist finna fyrir því að þar sem Destiny’s Child sé kristin hljómsveit, finnist fólki oft eins og þær ættu ekki að vera kynþokkafullar. Hún segir nú samt að aðal maðurinn í sínu lífi sé Guð og að hún sé lifandi sönnun þess að hægt sé að trúa á hann og vera kyn- þokkafull í leiðinni. NABBI skopteiknincar Þó Sigmund hafi verið smeykur við að gera grín að Árna Johnsen málinu í Moggan- um í sinni árlegu áramótateikn- ingu, eru slík málefni kýli sem Dónald óttast ekki að stinga á. Mál Árna var t.d. fyrsta umfjöll- unarefni hans þegar hann opnaði vef sinn, aukabladid.is, í ágúst á síðasta ári. „Skopteikningar eiga að sýna nýtt sjónarhorn á þeim málum sem fjallað er um hverju sinni,“ segir Dónald eins einbeittur á svip og menn með dulnefni geta verið. „Ef myndin er beitt, eða skapar sérstaka tilfinningu hjá þeim sem les, þá er það betra. Það er t.d. oft mjög óvægin gagnrýni á stjórnvöld sem kemur fram í svona teikningum. En húmorinn er og á að vera númer eitt. Skopteikningin er þó ekki aðeins til þess að skemmta, heldur á hún líka að stinga í okkur sjálf sem manneskjur. Það þarf að vera broddur í henni til þess að það hún sé virkilega skemmtileg." DÓNALD Sjálfsmynd eftir skopteiknarann dularfulla. Dónald segir að um áramótin hafi verið kominn tími til þess að taka til á vefnum og þá hafi hann brugðið á það ráð að gefa út bók, eins konar annál, sem innihéldi allar teikningar síðasta árs. „Þetta eru fréttatengdar teikn- ingar sem lifa í andrúmslofti þeirra frétta sem þær eiga að fjalla um. Svo verða þær kannski óskiljanlegar þegar atburðirnir eru liðnir og andrúmloftið sem var þegar teikningin var gerð er farið. Fólk getur farið á heimasíð- una og gerst áskrifendur að Aukablaðinu, frítt. Þá sendi ég til þeirra tölvupóst þegar ný teikn- ing er komin upp. Þannig þarf fólk ekki alltaf að vera fara inn á síðuna og athuga. Ég uppfæri yf- irleitt vikulega, stundum líður þó rúm vika eða tvær á milli þeirra.“ Dónald segir það afar misjafnt hvað hann sé lengi með hverja teikningu, hugmyndavinnan taki sinn tíma. Einnig segir hann mis- jafnt hvort hugmyndin fæðist við teikninguna sjálfa eða í textan- um. „Ég lít yfirleitt á hvaða frétt- ir eru í gangi og vel eina til þess að teikna um. Það er yfirleitt margt skemmtilegt í umræðunni, en það getur líka myndast gúrku- tíð í þessu eins og öðru. Fólk er oft að leika sér að hugtökum og keppast um að fjalla um fréttir á skemmtilegan hátt. Ef menn ætla að vera fyrstir með einhvern vinkil, þá liggur á manni að koma honum út, því gárungarnir eru alltaf að leika sér.“ Næsta teikning Aukablaðsins, og sú fyrsta á nýja ári, verður hlaðinn inn á vefinn seinna í dag. biggi@frettabladid.is [OCEÁN'S ELÉVEN kL8ogl030| jOTHERS kl. 10.30[ AMELIE_______ kL 5.30.8 og 1030 j [MÁVAHLÁTUR kl-83o| Þar sem allir salir eru stórir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.