Fréttablaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 6. febrúar 2002 MIÐVIKUDAGUR SVONA ERUM VIÐ y NÝSKRÁNINGAR SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTU LÆKNA Stöðug árleg fjölgun varð á ný- skráníngum sérfræðiþjónustu lækna frá 1997 til 2001. Sjö sinn- um fleíri skráðu slíka þjónustu í fyrra heldur en árið 1997. Stökkið var mest á milli áranna 2000 og 2001. 1997 1998 1999 2000 2001 BUSH Þrátt fyrir gagnrýni demókrata, hlaut Bush almennt lof fyrir fjárlagafrumvarpið og bar- áttuna gegn hryðjuverkum. Fjárlagafrumvarp Bush gagnrýnt: Herútgjöld aukin um 12% washington-AP George W. Bush, Bandaríkjaforseti, lagði í fyrra- dag fram fjárlagafrumvarp sitt þar sem hann leggur til að útgjöld til hermála verði aukin stórlega. Samkvæmt frumvarpinu eiga gjöldin að aukast um 12%, og nema alls um 379 milljörðum doll- ara. „Við í Washington erum sam- stíga í því að vinna þetta stríð,“ sagði Bush í ræðu sinni í fyrra- dag. Demókratar gagnrýndu aftur á móti frumvarpið og töldu full litlu fjármagni verða varið til brýnna málefna innanlands. ■ Ne^tendasamtökin: Ovíst um framtíð Jó- hannesar JÓHANNES GUNNARSSON Segir að draumur neytenda sé að fá góðar vörur á lágu verði. félagsmál Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtaka ís- lands segist ætla að tilkynna það á stjórnarfundi á morgun fimmtu- dag hvort hann gefur kost á sér til endurkjörs eða ekki. Á meðan verst hann allra frétta af framtíð sinni hjá samtök- unum. Hann var fyrst kjörinn for- maður árið 1984 og gegndi því starfi sámfellt í 12 ár, eða til ársins 1996. Hann var framkvæmda- stjóri samtakanna til 1998 þegar hann tók á ný við formennsku í sam- tökunum. Hann var kjörinn í stjórnina fyrst árið 1978 og hefur því verið viðloða samtökin í um aldarfjórðung. Framboðsfrestur til embættis for- manns rennur út 28. febrúar n.k. Ef fram koma fleiri en eitt fram- boð verður póstatkvæðagreiðsla meðal félagsmanna sem eru um 14 - 15 þúsund. Kjörtímabil núverandi for- manns er fram á næsta þing Neyt- endasamtakanna sem verður haldið í lok september í ár. Á þing- inu verður jafnframt kosin ný stjórn, en 21 fulltrúi situr í stjórn- inni. Atkvæðisrétt við stjórnar- kjör eiga allir félagsmenn sem sækja þingið. Engin formlegur kvóti er um það hversu margir fé- lagsmenn geta setið þingið heldur ræðst það af áhuga þeirra hverju sinm. Umhverfisáhrif Reyðaráls: Styttist í niðurstöðu hjá Siv stóriðja Búist er við því að Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra muni innan skamms birta úrskurð sinn vegna umhverfisáhrifa fyrir- hugaðs álvers í Reyðarfirði. Ráð- herrann sem fundaði í gær með samstarfsráðherrum Norðurlanda í Brussel, lýsti því yfir fyrir sköm- mu á fundi með Austfirðingum að hún mundi birta úrskurð sinn vegna álversins í byrjun þessa mánaðar. Sem kunnugt er þá taldi Skipulagsstofnun ríkisins í úr- skurði sínum sl. sumar að um- hverfisáhrif af áformuðu álveri væru innan séttra marka. Hins vegar kærðu þann úrskurð til ráð- herra m. a. bæði Náttúruverndar- SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Miklar annir í ráðuneytinu hafa tafið af- greiðslu málsins. samtök íslands og Náttúruvernd- arsamtök Austurlands. Fresturinn sem ráðherra hafði vegna álversins rann út í desem- ber sl. Hins vegar hefur fjöldi kærumála og miklar annir í ráðu- neytinu vegna úrskurðarins um Kárahnjúkavirkjun tafið af- greiðslu málsins. Þá er gert ráð fyrir því að Hollustuvernd ríkisins muni birta tillögu sínar um starfs- leyfi álversins um miðjan næsta mánuð. Frestur til að gera athuga- semdir við tillögu að starfsleyfi rennur út þann 8. febrúar n.k. Starfsleyfistillagan nær til allt að 420 þúsund.tonna álvers í Reyðar- firði. ■ Minningarathöfn vegna fórnarlambs nýnasista: 80 ta DÚsund caþátt noregur Norðmenn minnast þess í dag að ár er liðið frá því að ung- lingspiltur af afrískum ættum var myrtur þar í landi af tveimur nýnasistum. Um 80 þúsund nem- endur og kennarar í Osló ætla að taka þátt í minningarathöfn og um leið fjöldamótmælum gegn kyn- þáttahatri vegna atburðarins, sem vakið hefur mikinn óhug í Noregi. í frétt Aftenposten segir að nán- ast allir þeir 175 skólar sem stað- settir eru í Osló muni taka þátt í athöfninni, sem hefst snemma um morguninn og lýkur seint um kvöldið. ■ Beingreiðslur til bænda í stað vemdartolla Magn- og verðtollar á tómata, gúrkur og papriku verða aflagðir samkvæmt tillögum grænmetis- nefndar. 195 milljónum varið í beingreiðslur til framleiðenda. lanpbúnaður í tillögum græn- metisnefndar, sem Guðni Ágústs- son kynnti í gær ásamt nefndar- mönnum, er lagt til að verð- og magntollar af tómötum, gúrkum og papriku verði aflagðir. í stað- inn verði 195 milljónum varið í beingreiðslur til framleiðenda þessara tegunda til að jafna sam- keppnisskilyrði þeirra við útlönd. Kjartan Ólafsson, formaður Sam- taka garðyrkjubænda, segir um 60 fyrirtæki muni skip- ta þessum greiðslum á milli sín eftir fram- leiddu magni. Lagt er til í tillögum nefndarinnar að verð- tollur, sem leggst á inn- kaupsverð, verði aflagður af útiræktuðu grænmeti, sveppum og kartöflum. Eftir 15. mars verði hins vegar áfram heimilt að leggja á magntoll, sem er föst krónutala á hvert kíló, til verndar innlendum framleiðendum. Nokkrar aðrar breytingar voru kynnt- 1. Fella niður verðtoll af útiræktuðu grænmeti, sveppum og kartöflum. Magntollur ennþá til staðar. 2. Fella niður verð- og magntoll af gúrkum, tómötum og papriku. Framleiðendum greitt beint í formi styrkja I samræmi við framleitt magn. Kostnaður 195 milljónir. 3. Niðurgreiða rafmagn til ylræktar. Styrkir til fjárfestingar (lýsingar- búnaði. Kostnaður 35 milljónir. 4. Styrkir til úreldingar á gróðurhús- um. Kostnaður 30 miiljónir. 5. Styrkir til rannsókna- og þróunar- verkefna. Endurmenntun bænda og kynningarstarfsemi. Kostnaður 25 milljónir. AÐGERÐIR TIL AÐ LÆKKA GRÆNMETISVERÐ Guðni Ágústsson segir að breytingarnar eigi að lækka grænmetisverð til neytenda. Vernd við ákveðnar greinar landbúnaðarins verða gagnsærri en áður og almenningi Ijóst hve mikið ríkið styrki garðyrkjubændur. ráðherra hefði ekki hag fram- leiðenda „Við ar. Niðurgreiðsla á rafmagni til ylræktar, sem er m.a. sveppa- rækt. Styrkir til kaupa á lýsingar- búnaði, úreldingarstyrkir og greiðslur til rannsókna- og þróun- arverkefna í greininni. Aðspurður hvort landbúnaðar- meira í huga en almennings, með því að fella ekki niður alla tolla á grænmeti og innheimta gjöld í formi skatta sagði Guðni: „Ég vildi ekki vera sá nirfill að rjúfa samkomulag við menn án þess að þeir sjái nýja framtíð fyrir sér.“ KJARTAN ÓLAFSSON Þessi leið eykur frjálsræðið í greininni. Hún felur í sér minni vernd, enga inn- flutningskvóta og kerfið er gagn- særra. Og hann vill sjá breytingar. leggjum hér fram tillögur sem fela í sér breytingu á þessum samningum til þess að auðvelda greininni að þróa sig.“ Þetta muni leiða til lægra vöruverðs til neytenda." Ari Edwald, fram- kvæmdarstjóri Samtaka at- vinnulífsins, sagði það staðreynd að ákveðin land- _ búnaðarstarfsemi fái ekki þrifist hér á landi án verndar. Tillögurnar koma til fram- kvæmda í þessum mán- uði og lækkað framfærslu- kostnað um allt að 0,3% Spurningin er því hvort við eig- um að vernda hana með því að takmarka markaðsað- gang eða með beinum stuðningi. Á stuðningurinn að greiðast við búðarborðið eða í gegnum skattkerfið?“ Nefndarmenn voru sammála um að beinir styrkir, greiddir af skatt- tekjum ríkissjóðs, væri hagkvæmari og gagnsærri leið. bjorgvin@frettabladid.is MUN GRÆNMETISVERÐ LÆKKA? GUÐNI ÁGÚSTSSON Breyta þarf tolla- lögum til að þessar breytingar gangi eftir. LANDBÚNAÐUR Þó tollar á grænmeti verði lækkaðir I sumum tilfellum og felldir niður ( öðrum er ekki tryggt að grænmetisverð lækki. Á blaðamannafundi með landbúnaðarráðherra ( gær kom fram að stjórnvöld geti lítið annað gert en fylgst með þróun grænmetisverðs í kjölfar breytinga á tollalögum. Fulltrúar launþega, atvinnurekendur og fjölmiðlar þurfi að taka höndum saman og fylgjast með þessari þróun og miðla til neytenda. ■ Stúlkan sem fannst meðvitundarlaus í miðbænum og lést: Talin hafa fallið á höfuðið lögregla Lögreglan í Reykjavík telur mestar líkur á að tvítuga stúlkan sem lést um þar síðustu helgi eftir að hafa verið flutt heim af lögreglu undir morgun daginn áður hafi fallið í götuna og fengið höfuðáverka sem síðar drógu hana til bana. Formleg niðurstaða krufningar á stúlkunni hefur ekki enn borist lögreglunni. Þó liggur fyrir að hún varð fyrir innri áverkum á höfði. Stúlkan var með vinum sínum á veitingastað á Klapparstíg aðfar- arnótt laugardagsins 26. janúar. Ilún yfirgaf staðinn ein og ætlaði heim til sín. Vegfarandi kom að henni þar sem hún lá meðvitund- SIRKUS Stúlkan fannst meðvitundarlaus framan við veitingastaðinn Sirkus á Klapparstíg seint um nótt. arlaus í götunni. Lögregla var kölluð til og sjúkrabifreið var ein- nig send af stað. Lögreglan var á undan á vettvang en þá var stúlk- an staðin upp. Hún sagði ekkert ama að sér og bað um að vera flutt heim til systur sinnar. Sjúkrabíll- inn var því afpantaður og stúlkun- ni ekið heim. Um hálfum sólar- hring síðar var hún flutt á sjúkra- hús þar sem hún lést kvöldið eftir. Engin vitni ui'ðu að því sem henti stúlkuna. Lögregla telur hins vegar líklegast að hún hafi fallið á höfuðið. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að henni hafi verið hrint eða hún slegin. ■ IlögreglufréttirI Þróunarfélag íslands skilaði 1.460 milljóna króna tapi á ár- inu 2001. í tapinu er búið að reik- na inn tekjufærslu vegna tekju- skatts að upphæð 760 milljónir. Um er að ræða mikinn viðsnún- ing en síðustu fjögur ár þar á undan var árlegur hagnaður að meðaltali 326 milljónir króna. Verðlækkun hlutabréfa í eigu ÞÍ á Verðbréfaþinginu var 30%. Eyjólfur Sveinsson, stjórnar- formaður Fréttablaðsins, hef- ur ásamt eignarhaldsfélögum sem hann er stjórnarmaður í selt alla hluti síná í íslandsbanka. Samanlagt voru hlutabréf í bank- anum að nafnvirði um 110 millj- ónir króna seld á genginu 4,80. Eyjólfur tilkynnti jafnframt úr- sögn sína úr bankaráði íslands- banka.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.