Fréttablaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 6. febrúar 2002 MIÐVIKUDAGUR 26 ára gamall kennari á Englandi: Sýknuð af ákæru um kynmök við nemendur Fótalaus innbrotsþjófur: Lofar bót og betrun LONDON. ap. Það reyndist breskum húseiganda lítið mál að bera kennsl á innbrotsþjófinn Robert William Bate sem gert hafði tilraun til að brjótast inn hjá honum. Bate er nefnilega fótalaus og sá eigandinn þegar verið var að bera hann af vettvangi glæps- ins. Hann slapp hins vegar vel, dóm- ari ákvað að sleppa honum við refs- ingu eftir að verjandi hans sagði að Bate ætlaði sér að taka upp nýja lifn- aðarhætti. Bate hefur áður hlotið dóma fyrir innbrot og búðarhnupl. Hann hafði þær málsbætur að hafa drukkið 16 stóra bjóra áður en vinir hans öttu honum til verksins. ■ GUILFORD.ENCLANDI.AP Kviðdómur á Englandi sýknaði í gær kennar- ann Amy Gehring af ákæru um að hafa átt kynmök við tvo tánings- pilta, sem jafnframt voru nem- endur hennar. Gehring, sem er 26 ára gamall líffræðikennari frá Kanada, var ákærð fyrir að hafa dregið piltana, sem voru 15 og 16 ára gamlir þegar atburðurinn átti sér stað, á tálar og ráðist á þá á ósæmilegan hátt. Voru þeir báðir undir lögaldri. Réttarhöldum í málinu, sem staðið hefur yfir í tvær vikur, lauk á mánudaginn. í yfirheyrslum neitaði Gehring öll- um ásökunum og sagði drengina hafa logið upp á sig sök og komið sér saman um sögu gegn sér. Gehrig játaði í yfirheyrslu í síð- ustu viku að hafa átt óviðeigandi samskipti við nokkra nemendur skólans, þar sem hún starfaði sem forfallakennari. Sagðist hún hafa drukkið sig fulla eitt sinn í partýi með nemendum skólans, en neit- aði því aftur á móti að eitthvað kynferðislegt hefði átt sér stað. Viðurkenndi hún að sér hefði liðið illa eftir að hafa flutt til Englands frá Kanada og þess vegna hafi hún farið að umgangast nemend- ur utan skólatíma og farið með þeim í nokkur partý. ■ GEHRING Amy Gehring mætir til Guilford-réttarsalar- ins í Englandi ( gær. Hún var ákærð fyrir að hafa dregið tvo táningspilta á tálar í skóla í Surray á Englandi. Kvikmyndasjóður íslands: Allar styrktar myndir hafa endað á tjaldi KVIKMYNDAIÐNAÐUR Þor- finnur Ómarsson fram- kvæmdastjóri Kvik- myndasjóðs segir að til tals hafi komið að Kvikmyndasjóður borgaði út styrki í sam- ræmi við reikninga. „Þetta er gert víða á Norðurlöndunum. Þá eru ekki borgaðir út styrkir nema að sann- anlegur kostnaður liggi fyrir,“ segir hann. Hann segir þessu fyrir- komulagi fylgja mikil skriffinnska sem lítil stofnun eins og Kvik- myndasjóður ráði illa við. „Hver einasta bíó- mynd sem við styrkj- um hefur skilað sér upp á tjald og peningunum hefur verið varið eins og til stóð.“ Þorfinnur segir að Kvikmynda- sjóður greiði ekki út styrki nema fyrir liggi samframleiðslusamn- NÆGJANLEGT EFTIRLIT Þorfinnur Ómarsson lítur ekki á það sem hlutverk Kvik- myndasjóðs að fylgjast með kjörum starfsmanna við Kvik- myndir. vera með hægt er án fa eftirlit vegna." ■ ingar. „Okkar aðalskil- yrði er staðfest fjár- mögnun frá öllum að- ilum. Þá eru mjög litl- ar líkur á að eitthvað fari úrskeiðis." Hann segir Kvikmyndasjóð ekki geta fylgst með því hvort styrkur frá sjóðnum sé notaður í þá mynd sem hann hafi verið fenginn til. Hins vegar þurfi fyrri verkefni styrkþega, sem hafa hlotið styrk úr Kvikmyndasjóði, að vera komin á tjald til að styrkur fáist. Þorfinni finnst skipta höfuðmáli að faglega sé staðið að úthlutun styrkja frá Kvik- myndasjóði. „Mér finnst að við eigum að eins mikið eftirlit og þess að vera með óþar- eða eftirlit eftirlitsins lí ooniyf, doío og ooífa 100% án ilm og litarefna Henta viðkvæmustu húðgerðum Heilbrigður lífsstíll Cb lyfja Kynning 20% afsláttur frá kl. 14-18 Miðvikudag Laugavegi • Finrimtudag Setbergi Hfj. • Föstudag Smáratorgi LÝSIR EFTIR STEFNU Einar Þór Gunnlaugsson er kvikmyndagerðarmaður og er með mastersgráðu í stjórnunarfræði innan menningar- og listgreina. Fólk þarf ad ganga á eftir launum sínum Engar reglur gilda um kaup og kjör þeirra sem starfa í íslenskum kvik- myndaiðnaði. Starfsmenn hafa ekki með sér stéttarfélag. Samið er um kaup og kjör á einstaklingsgrunni. Algengt er að fólk vinni kauplaust meðan það er að kynna sig en krafan um að fólk vinni fyrir lítil sem engin laun er að aukast. KVlKlvtYNDAlÐNADUR Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndagerðar- maður telur að fyrir komi að farið sé af stað í kvikmyndaverkefni sem ekki er búið ..-♦..■ að fjármagna að „Þetta er ekki fullu. Hann segir nógu gott og að sögusagnir séu ég held að í gangi um að ekki það sé vegna sé alltaf innistæða þess að það fyrir þeirri er- vantar alla lendu fjármögnun stefnu. Það er sem framleiðend- engin heildar- ur sýna fram á og hugsun í er skilyrði fyrir pakkanum." Því að fjármagn ív fáist frá Kvik- myndasjóði og að í sumum tilvikum sé styrkur frá Kvikmyndasjóði notaður til að greiða niður skuldir frá eldri myndum. Einar Þór segir að það sé eins- dæmi hér á íslandi að engar regl- ur gildi um kvikmyndamarkað- inn. Hann telur mikilvægt að unn- ið sé eftir ákveðnum reglum í þessari atvinnugrein eins og öðr- um, að minnsta kosti þegar um er að ræða verk sem styrkt eru af Kvikmyndasjóði íslands. „Víða erlendis er búið að setja mikinn tíma og fé í að búa til stefnu í kringum þennan flókna málaflokk þannig að stjórnmálamenn geti hvílt sig á honum." Reglurnar snúast um samskipti aðila, stofn- ana á vegum hins opinbera annars vegar og þeirra sem framleiða kvikmyndirnar hins vegar. Einar er á þeirri skoðun að tími sé kominn til að jafnvægi og reglufesta komist á íslenska kvik- myndabransann, nýgræðingstím- inn sé liðinn. Sömuleiðis telur hann eðlilegt að þeir sem starfa í geiranum myndi með sér stéttar- félag. „Það getur líka verið hagur fyrir framleiðandann að vera með stéttarfélag, til að standa ekki alltaf í einhverjum smástríðum og vera óöruggur með vinnukraft- inn,“ segir hann og bendir líka á að mikill tími fari í að semja við hvern og einn. Einar Þór telur þetta stjórn- leysi öllum í óhag. „Þetta er ekki nógu gott og ég held að það sé vegna þess að það vantar alla stefnu. Það er engin heildarhugs- un í pakkanum." Einar vísar bæði til þess að stefnu skorti af hálfu hins opinbera og einnig frá Kvik- myndasjóði, til dæmis um hvers konar myndir beri að styrkja. Ný kvikmyndalög voru samþykkt í desember og taka gildi um næstu áramót. „Lögin eru ágæt. Hins vegar skiptir meira máli að búa til reglugerð og stefnu því lögin fara ekki nema hálfa leið.“ steinunn@frettabladid.is irn Armirsson cr málcfnalej'ur stjórnmálaniaður sem liefur vaxið nieó liverjti íiýju verkefni 0|» aflart séi al síuiistarfsmanna óg boWárlnia. Hann er anuálaðiir fyrir Ijúfnicnnsku og er |)ekktur fvrir að reyha rs maiins vanda. Hrannar lljtirn hóf kjiirlíinabilið nveð stormiim i fánj*ið en jiað er Ijóst að hann nýtnr lærrar frammistöðu sinnar í þjónustq Kcýkvíkinj wmm Stuðningsmenn Hrannars Björns Arnarssonar í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir frantboð Reykjavíkulistans.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.