Fréttablaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 17
16 FRÉTTABLAÐIÐ 6. febrúar 2002 MIOVIKUDACUR HÁSKÓLABÍÓ ÁLFABAK i kviteriynöíhiíiðiivii ÍATLANTIS m/tsL tali fOŒAN'S ELEVEN kl. 8 og 10.201 f'itj [HARRY POTTHR m/isUali Id. 4 11^ IK-PAX kl. 8 og 10.201 [*“*] [HARRY POTTCR m/ens.tali kUjPl | FRÉTTIR AF FÓLKI 5/////////V BÍQ Þar sem allir salir eru stórir tr flUN i!l juLUu Ifc'rofrid seo’ t>»sto mynd NorðuflarKla X J - « kvWTryrxíahaLdMnr. iOauUDo.'p. Sýnd kl. 5, 7 og 9 [amelie kL 5,7.30 og 10 [ [domestic kL 101 [mávahlátur kL s] ELLING kL 10[ LAGERÚTSALA Aðeins 4 verb 500- kr 100a kr 1500- kr 2000- kr •Buxur • Bolir • Peysur • Kjólar •Brjóstahaldarar • Nóttfatnaður • Undirfatasett cos Undirfataverslun Glæsibæ, sími 588 5575 Opið mán-fö$. kl.l 1-18 lauaard. kl. 1 1-16. Apótekið, Lyf Et heilsa, Heilsuhúsið, Lyfja. Hljómsveitin Pulp hefur feng- ið til liðs við sig söngvarann Nick Cave til þess að gera slæma útgáfu lags þeirra „Disco 2000“. Lagið verður aukalag á smá- skífunni „Bad Cover Version" sem kemur út í næsta mánuði. Útgáfa Cave’s er polka útgáfa og líklegt er að hann breyti nafninu í „Djsco 2002“. Franska myndin Amelie fékk 13 tilnefningar til Cesar verð- launa sem eru ein virtistu kvik- myndaverðlaun Frakka. Þar á meðal var leik- stjórinn Jean-Pi- erre Jeunet til- nefndur, leikkon- an Audrey Tatou fékk tilnefningu og myndin í hópi þeirra bestu. Talið er öruggt að myndin hljóti tilnefningu sem besta erlenda myndin á Óskarsverðlaununum því engin önnur frönskumælandi mynd hefur laðað jafn marga Kana í bíó. Leikkonan Meg Ryan hefur fengið nálgunarbann á 30 karlmann frá Florida sem heldur því fram að hann sé eiginmaður hennar. Maðurinn var einnig kærð- ur fyrir innbrot á heimili hennar í Hollywood. Ryan hafði áður fengið tímabundið nálg- unarbann á mann- inn og fékk því svo framlengd eftir að lögmenn hennar gátu sýnt fram á að hann ógnaði ör- yggi hennar. Hann braust einnig í annað hús á Malibu sem hann hélt að hún ætti. Þegar lögreglan handtók hann sagði hann að eig- inkona sín hefði bara gleymt að setja lykilinn urídir dyramottuna. Maðurinn heldur því fram að hann og Ryan hafi bundið hnút- inn í Kanada í nóvember og ástæðan fyrir því að hún hagi sér svona núna sé út af „leiðinlegu atviki sem átti sér stað fyrir nokkrum mánuðum". Laufín dularfullu Þó svo að fáir hafi hugmyndum hver hin dular- fulla íslenska hljómsveit Leaves er, hefur hún engu að síður gengið frá sex plötu samning við plötuútgáfu Dreamworks í Bandaríkjunum. Því er kominn tími til þess að leysa frá skjóðunni. tónlist Á síðustu Airwaveshátíð gekk sá orðrómur á milli manna að hljómsveitin Leaves, sem eng- inn hafði heyrt í eða um áður, væri í samningaviðræðum við plötuútgáfu Dreamworks í Bandaríkjunum. Þetta þótti ótrú- legt, sérstaklega í ljósi þess að íslenskir tónlistarmenn eru vanalega snöggir að kalla á fjöl- miðla ef einn útlendingur mætir á tónleika. Nú er hins vegar sex plötu samningur við útgáfuna orðinn að staðreynd. „Við komust í samband við Einar Ben í gegnum Emilíönu Torrini," útskýrir Arnar Guð- jónsson söngvari, gítarleikari og lagasmiður Leaves. „Ég var bú- inn að taka upp demó heima og hún var að „fíla“ tónlistina. Árni Ben, fyrrum umboðsmaður hennar, tók okkur svo að sér og hélt fund með þessum mönnum. Við höfum verið að komast að hversu „bransinn" er í raun lítill. Ef það er eitthvað spennandi í gangi vita þessir menn af því nokkuð fljótt.“ Þetta gerðist síðasta sumar, um það leyti sem Emilíana var á tónleikaferðalagi með Travis. Samningsviðræður hófust fljót- lega upp frá þessu og var þeim í raun lokið þegar útsendarar Dreamworks mættu á Airwaves- hátíðina til að sjá sveitina leika sína fyrstu tónleika. Við undir- ritun samningsins fékk hljóm- sveitin borgaða fyrirfram- greiðslu sem tryggir þeim öllum „verkamannalaun", eins og þeir orða það, næstu árin. Þrátt fyrir að Leaves hafi lát- ið lítið á sér bera hér á landi hafa þeir verið iðnari við tónleikahald erlendis. „í nóvember lékum með hljómsveit sem heitir The Coral og þykir „heitt band“ í London. Það var mikið skrifað um tónleikana í breskum fjöl- miðlum og á þá næstu mætti all- ur „bransinn". Næst var 6 tón- leika túr með hljómsveitinni Blu- etones. Eftir það fórum við til Los Angeles og lékum fyrir Dreamworks liðið.“ í kjölfar tónleikana í Englandi var gefin út prufusmáskífa af laginu „Breath" sem er nú byrj- að að hljóma í útvarpi hér. Hún seldist upp og bresk tónlistar- tímarit hafa haft mikinn áhuga á sveitinni síðan. Á mánudag hófu piltarnir upptökur á fyrstu breiðskífunni sem Dreamworks áætlar að gefa út í sumar. „Það var í rauninni að okkar ósk að gera þetta svona fljótt. Við eigum orðið svo mikið af lögum og vildum fara koma þessu frá okkur.“ Það eru heldur engir viðvaningar sem vinna með hljómsveitinni. Hæst ber að nefna hljóðmanninn Nigel Godrich sem ætlar að hljóð- blanda fyrstu smáskífuna. Hann vann m.a. með R.E.M., Radi- ohead að gerð „OK Computer" og Travis að „Invisible Band“. í mars verður svo haldið í ann- að tónleikaferðalag um England og í sumar leikur sveitin á mörg- um af virtari tónleikahátíðum Evrópu, þ.á.m. Glastonbury, Rea- ding og líklega Hróaskeldu. „Okkur langar mest að spila hér Robbie Williams er í óða önn að vinna að sjálfsævisögu þar sem hann hlífir engu né engum. Sagt er að hann sé að þessu til þess að tappa af eigin samvisku því enn eru engin áform að gefa bókina út. Williams lifir því í þéirri von að ef hann skrifi niður reynslusögur sínar um það hvernig hann sökkti sér ofan í flöskuna þá kynnist hann sjálfum sér bet- ur. Þannig geti hann forðast það að sagan endur- taki sig. Bæjaryfirvöld í Liverpool ætla að halda sérstaka minn ingartónleika George Harri- son. Allur ágóði þeirra rennur til góðgerðamála. MIÐVIKUDAGUR 6. febrúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 17 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 vit 559 lOCEAN'S ELEVEN kl 5.40,8 og 10.201|^| IHEIST kl. 5.50, aog 10.20 |[v;!j u II 1—M 1 Sýnd kl 6, 8 og 10 vit s«o ENIGMA kl. 8 og 10.200 | HEIST kl.5 50, 8 og lO.lsÍf^g REGÍNA [ATLANTIS m/lsLtali XL 3.45,gíl [tlARRY POTTER m/ IsL tali Sýnd kl. 6, 8 og 10 | LORD OFTHE RINCS kl. 5.45 og s| REGIlBOGinn Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 SHALLOW HAL kl. 5.30, 8 og 10.30 JALLA JALLA kl. 6, 8 og 10 MOULIN ROUGE kl. 5.30, 8 og 10.30 QQ Dolby /DD/.' - LEAVES Bjami Grímsson (trommur), Hallur Hallsson (bassi), Arnar Guðjónsson (höfuðpaur) og Arnar Ólafsson (gítar). Nafnarnir voru áður saman í hljóm- sveitinni Vínýl, Bjarni hefur áður leikið með Agli Sæbjörnssyni en Hallur lék í fyrsta sinn opinberlega á bassann með Leaves á Airovaveshátiðinni. Þeir hafa fengið hljómborðsleikara Náttfara, Andra Ásgrímsson, lánaðan en eru að leita eftir því að ráða mann I stöðuna. eftir tónleikaferðina í mars,“ segir Arnar. „Okkur langar til að spila á íslandi við fyrsta tækifæri." biggi@frettabladid.is Tónleikarnir verða þann 24. febrúar en þann dag hefði Bítil- inn orðið 59 ára gamall. Leikarinn Hayden Christen- sen, sem fer með hlutverk Anakins Skywalker í næstu tveimur Star Wars myndum, segist ekki hafa hugmynd um af hverju rödd per- sónu hans breyt- ist þegar hún verður að Svart- höfða í Episode 3. Hann telur þó lík- legt að það gerist vegna þess að Svarthöfði sé hálfur maður og hálf vél. Ætli hann hafi ekki bara rétt fyrir sér þar? Það hef- ur verið staðfest að leikarinn James Earl Jo- nes sem talaði fyrir Svarthöfða í upphaflega þríleyknum mun gera slíkt hið sama fyrir Episode 3. Listi yfir peningamaskínur: Vinsælustu stjörn- urnar mældar út kvikmynpir Timaritið Hollywood Reporter gerði nýlega könnun þar sem mælt var út hvaða kvik- myndastjörnur eru líklegar til að tryggja kvikmyndum vinsældir. Það kemur kannski ekki á óvart að Tom Cruise, Tom Hanks og Julia Roberts eru efst á lista. Ef gerð er mynd með þeim er lík- legt að aðeins nafn stjörnunnar dugi til að fylla ótal kvikmynda- hús. 130 af helstu kvikmynda- framleiðendum Bandaríkjanna tóku þátt í könnuninni. Þeir fengu lista með 130 kvikmyndaleikur- um. Leikararnir fengu einkunn eftir því hversu miklar líkur voru á því að fjármögnun, dreifing og aðsókn mynda myndi ganga á nafni þeirra einu saman. Á topp tíu listanum voru einnig Mel Gibson, Jim Carrey, George Clooney, Russel Crowe, Harrison Ford, Bruce Willis og Brad Pitt. Nokkrar nýjar stjörnur voru ein- nig metnar til metorða. Þ.á.m. eru Reese Witherspoon, Kirsten Dunst, Josh Hartnett og Kate Beckinsale. Heath Ledger og Hugh Jackman voru nýir á lista. Annar listi var gerður fyrir tónlistarmenn sem leggja fyrir sig leik. Will Smith Jennifer Lopez og Mark Wahlberg voru efst á lista. Madonna, Courtney Love, Britney Spears, Whitney Houston, Ice Cube og Janet Jackson voru einnig nefnd í því samhengi. ■ KIRSTEN OG REESE Tóku hástökk á listanum. Dunst er væntanleg í Kóngulóarmanninum og Witherspoon í The Importance of Being Earnest. All Saints systur: Kjaftfor fjöl- skylduboð Tökur hafnar á Dogville: Trier fetar í fótspor Bergman kvikmynpir í síðustu viku hélt Lars von Trier blaðamannafund til að kynna nýjustu mynd sína, Dog- ville. Tökur á henni voru að hef jast í Trollhattan í Svíþjóð. Dogville skartar nokkrum stórstjörnum. Nicole Kidman leikur aðalhlut- verkið. Einnig leika Chloé Sevigny, Stellan Skarsgárd og Paul Bettany. Trier vill gefa leikurum Dog- ville eins mikið frelsi og mögulegt er. Hann segist vera blásinn anda- gift frá leikritum, sem tekin voru upp fyrir sjónvarp á áttunda ára- tugnum. Þannig er hann án efa undir áhrifum frá Ingmar Berg- man. Kannski er það ástæðan fyrir því að hann fer til Svíþjóðar að taka upp. Talið er að Trier ætli að reyna að drífa tökurnar af og frumsýna Dogville á Cannes í vor. Hvort sem það tekst eða ekki er ekki er líklegt að hún komi í kvikmyndahús fyrr en eftir áramót. Hún er tekin með stafrænni tækni en kostar hun- druði milljóna króna. Dogville gerist í rólegum bandarískum smábæ nálægt Klettafjöllum árið 1930. Kidman leikur konu á flótta, sem endar í smábænum. Við það hverfa róleg- heitin. Öll leikmynd og leikmunir eru í lágmarki. Mikið er lagt upp úr lýsingu og tónlist til að magna andrúmsloftið. Ti'ier segist vera að reyna nýja hluti. Hann tók m.a. átta mínútna prufu, sem hann sýndi á kvikmyndahátíðinni í Berlín fyrir ári síðan. Kidman er hvalreki fyrir Tri- er. Stjarna hennar hefur aldrei skinið jafn skært. Hún er hins- vegar klár á því að frægðin sé fallvölt. „Ég mun aldrei eiga jafn gott ár og í fyrra. Ég bjóst heldur ekki við því. Svona gerist bara einu sinni á ævinni. Ég ætla bara að lykta af rósunum og vera með- vituð um hversu góðir tímar þetta eru,“ sagði hún stuttu áður en hún lagði af stað til Svíþjóðar. Litlu munaði að hún yrði ekki með í myndinni. Síðasta sumar bárust þær fréttir að öllum samningum hefði verið rift. Ti'ier og framleiðslufyrirtækið Zentropa tóku það hinsvegar aft- ur daginn eftir og báðu Kidman afsökunar. ■ brúpkaup Natalie Appleton, fyrr- um meðlimur kvennakvartettsins All Saints, ætlar að giftast kæras- ta sínum Liam Howlett úr Prodigy. Giftingin fer fram þann 19. ágúst næstkomandi. Parið kynntist einmitt á þeim degi fyrir nokkrum árum síðan. Athöfnin á víst að vera afar róleg og aðeins fjölskyldu og nánustu vinum boð- ið. H'úlofunin er óhefðbundin að því leytinu að Natalie bað Liam en ekki öfugt. Hún ákvað það í skyn- di eina kvöldstund án þess að hafa ráðlagt það. Svo skemmtilega vill til að kærasti Nicole systur henn- ar heitir einnig Liam, en það er einmitt kjaftforari Gallagher bróðirinn úr Oasis. Það ætti því að vera fjörugt í fjölskylduboðum hjá þeim systrum. Þetta er mikil tónlistarfjöl- skylda og nóg að gera. Appleton systurnar hafa verið að vinna að samstarfsverkefni sínu síðan All Saints hætti. Búist er við frum- raun þeirra á árinu. Prodigy gefa að öllum líkindum út nýja plötu í haust og Oasis gefa út nýja plötu í maí. ■ TVÖ PÖR Liam og Natalie eru búin að vera saman í nokkur ár. Liam er að leggja lokahönd á nýja Prodigy plötu. TÖKUR FRAMUNDAN Lars von Trier, Nicole Kidman, Stellan Skarsgárd og sænska leikkonan Harriet Andersson mættu öll á blaðamannafund í Sviþjóð til að kynna Dogville.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.