Fréttablaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTABLAÐIÐ FRETTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson óg Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsímí: 515 75 00 Sfmbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Slmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: isafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. F/rirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta alft efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. | BRÉF TIL BLAÐSINS~ Mannvonska hjáLÍN Sigriður skrifar: Mikið var ég sorgmædd þegar ég las frétt í blaðinu ykkar um að Lánasjóður námsmanna sýndi engan skilning á aðstæðum MS sjúklings sem er í skuld við sjóðinn. Það er skelfilegt til þess að vita að forsvarsmenn sjóðsins séu slíkir reglupésar að taka ekk- ert tillit til aðstæðna fólks. Mér finnst ekki skipta höfuðmáli hvort þessi einstaklingur var kominn í skuld við sjóðinn áður en aðstæð- ur hans breyttust. Margir hafa lent í vandræðum en getað unnið sig út úr þeim. Forsenda þess að geta unnið sig úr slíku er að menn séu heilir heilsu. Ég trúi því ekki að í málskotsnefnd sjóðsins sé svo harðbrjósta fólk að það finni ekki leið til að létta þessari byrði af skuldaranum. Mér finnst afar ókristilegt að níðast á neyð fólks, jafnvel þótt það hafi ekki staðið algjörlega sína plikt. ■ 10 6. febrúar 2002 MIÐVIKUDACUR Árekstur stjórnsýslu o NÓVEMBER 1998 Árni G. Sigurðsson flugmaður fær blóðþurrðarsjúkdóm í heila. Hann leitar sjálfur læknis og fær meðferð sem beinist að áhættu- þáttum sjúkdómsins. Þengill Oddsson, trúnaðarlæknir Flug- málastjórnar fær málið inn á sitt borð. Þengill taldi Árna ekki upp- fylla skilyrði reglna Flugöryggis- samtaka Evrópu um útgáfu flug- skírteina. Forsenda þeirra niður- stöðu byggðist á að ekki mætti vera meira en 1% líkur á að sjúk- dómur af því tagi sem skerðir hæfni manna endurtaki sig. Árni áfrýjaði síðar niðurstöðu Þengils til sérstakrar áfrýjunar- nefndar sem skipuð var þremur læknum. MAÍ 2001 Nefndin úrskurðaði að Árni upp- fyllti skilyrði reglugerðar flug- málastjórnar. í framhaldi af því gaf Þengill út takmarkað heil- brigðisvottorð. Heilbrigðisvott- orðið þýddi að Árni mátti ekki fljúga nema í fjölskipaðri áhöfn og varð að gangast undir læknis- skoðun á 4 mánaða fresti. Árni undi ekki þessum úrskurði. Hann vísaði málinu til samgönguráðu- neytis og krafðist þess að tak- markanirnar yrðu teknar út. Deil- an virtist snúast um hvort ætti að fylgja reglum evrópsku flugör- yggissamtakanna eða íslenskum reglum. Leiðbeiningarhluti evr- ópsku reglnanna hafði ekki verið þýddur og birtur hér á landi og JEocsaga Nefnd sem samgönguráðherra skipaði um stjórnsýsiu í máli Árna G. Sigurðssonar, flugstjóra, hefur skilað áliti. Niðurstaðan er að stjórnsýsla hafi verið ámælisverð. Málið er hins vegar flókið og hefur fleiri en eina hlið. því ekki öðlast gildi. Því var ósam- ræmi milli íslenskra og evrópskra reglna. JANÚAR 2002 Sturla Böðvarsson skipar nefnd til að fara yfir vinnubrögð Flug- málastjórnar í máli Árna. Nefndin var skipuð tveimur lögfræðingum auk landlæknis. Niðurstaða nefndarinnar er að stjórnsýsla Þengils og Flugmálastjórnar hafi verið ámælisverð. Þengli hefði ' (. >■ ‘ ... ... borið að bera ákvörðun sína um takmarkað heilbrigðisvottorð undir áfrýjunarnefnd og leita skýringa hafi hann talið eitthvað óskýrt í úrskurði hennar. Land- læknir skilar viðauka við skýrslu nefndarinnar, þar sem hann telur að jafnvel þótt áfátt hafi verið góðri stjórnsýslu, hafi niðurstaða Þengils byggst á læknisfræðileg- um rökum. ■ JÓNAS SKRIFAR: Leppríki ísraels íran á ekki heima á því, sem bardagaglaður Bush Bandaríkjaforseti nefnir „illan öxul“ frá írak til Norður-Kóreu. Afturhaldsöfl klerkastéttar og lýðræðisöfl forseta írans takast á um völdin í landinu. Við þær aðstæður er mikilvægt, að ekki sé verið að stimpla ríkið sem óargadýr. Það er hreinn tilbúningur Bandaríkjastjórnar, að íran hafi komið Talibönum og liðsmönnum al Kaída undan sigurvegurum stríðsins í Afganistan. íran hefur alltaf verið andvígt báðum þessum öfl- um af trúarástæðum og var næstum komið í stríð við Talibana fyrir þremur árum. Talibanar og liðsmenn al Kaída flúðu hins veg- ar til Pakistans, þar sem þeir eiga öruggt grið- land, þar á meðal helztu liðsoddarnir. En Pakistan er í bandalagi við Bandaríkin, svo að ekki má_tala um þá staðreynd, heldur skella skuldinni á íran, sem ekki kemur neitt við sögu í málinu. íran hefur hins vegar stutt uppreisnarhópa gegn hernámi ísraels í Suður-Líbanon og Palest- ínu, meðal annars með hergögnum. Þetta er eðli- legur stuðningur við þrautkúgað fólk og felur ekki í sér ógnun við Vesturlönd eða Bandaríkin, aðeins við hryðjuverkaríkið ísrael. Staðreyndin er sú, að það er ísrael, sem hefur komið íran á lista Bandaríkjastjórnar yfir þrjú hættulegustu ríki heimsins, hinn illa öxul frá Irak til Norður-Kóreu samkvæmt orðalagi Bush Bandaríkjaforseta. Hagsmunir ísraels ráða þessu, en ekki hagsmunir Bandaríkjanna. ísrael hefur hreðjatök á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Enginn forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum þorir að láta hjá líða að lýsa yfir eindregnum stuðningi við ísrael. Og enginn getur náð sæti á Bandaríkjaþingi gegn andstöðu þrýsti- hópanna, sem gæta hagsmuna Israels. Þessir þrýstihópar stuðningsmanna ísraels eru svo öflugir í Bandaríkjunum, að enginn stjórnmálamaður kemst til áhrifa þar í landi án þess að fylgja þeim að málum. Víðast annars stað- „Þessir þrýstihópar stuðningsmanna Israels eru svo öjlugir í Bandaríkjunum, að enginn stjórnmálamaður kemst til áhrifa þar í landi án þess að fylgja þeim að málum. “ ar væru þetta talin landráð, en í Bandaríkjunum virðast kjósendur vera sáttir. Hér er ekki rúm til að skýra, hvernig stuðn- ingsmenn lítils hryðjuverkaríkis hafa komizt í þá stöðu að stjórna utanríkisstefnu Bandaríkjanna og tefla því á brún styrjaldar við ríki, sem hefur það eitt sér til saka unnið að styðja þrautkúgað fólk á hernámssvæðum ísraels. Afleiðingarnar eru hins vegar ljósar. Banda- ríkjastjórn er svo upptekin af þjónustu við hags- muni ísraels, að hún fórnar í staðinn hagsmunum sínum af góðu samstarfi við Evrópu, til dæmis í Atlantshafsbandalaginu, og bakar sér almennt hatur fólks í löndum íslamskrar trúar. Blind þjónusta Bandaríkjanna við hagsmuni lítils hryðjuverkaríkis hefur leitt til aukinna áhri- fa laustengdra hryðjuverkahópa á borð við al Kaída, sem eiga einkum trúarlegar rætur sínar í Sádi-Arabíu, en ekki í íran, og beina spjótum sín- um gegn Bandaríkjunum. Hryðjuverkin á Manhattan og árásin á Afganistan eru þættir í vítahring, sem byggir til- veru sína á því, að Bandaríkin hafa hafnað evr- ópskum sjónarmiðum í garð íslams og leggja ut- anríkisstefnu sína í sölurnar fyrir eitt mesta vandræðaríki heims um þessar mundir. Segja má, að rófan sé farin að veifa hundinum of hastarlega, þegar Bandaríkin koma fram á al- þjóðavettvangi sem leppríki ísraels og eru í því hlutverki farin að stofna heimsfriðnum í voða. Jónas Kristjánsson | INNHERJAR Frá svart- sýni til ofur- væntinga I^hvaða sæti verðum við á EM?“ spyr einn á Innherjum á vísi.is í upphafi keppninnar. Eftir nokkurn tíma kemur mæðulegt svar: „Ég held því miöur aö við komust ekki í milliriðla." Al- mennrar svartsýni gætir í svörun- um. Tónninn breytist strax eftir leikinn við Spánverja. „Stórgóð- um leik við Spánverja lauk með jafntefli og nú getum við svo sannarlega sagt Spánverjar voru meiriháttar heppnir að ná jöfnu,“ hljóðar eitt innleggið og sömu spurningu og í upphafi er varpað fram. „Hvaða sæti á EM gera menn sig ánægða með úr þéssu? Ég yrði hæstánægður með 5. sæt- ið,“ segir einn og innherjar eru al- sælir með það. Einn laumar þó inn fjarlægum draumi um að liðið nái í undanúrslit. í framhaldinu vaxa vænting- arnar og þegar liðið er komið í undanúrslit eru innherjar sann- færðir um að leiðin á verðlauna- pallinn sé greið. Annað kemur á daginn og menn eru ekki lengi að leita skýringa „Því miður varð samspil afspyrnulélegra dómara og góðs dansks markvarðar til þess að íslendingar misstu af bronsinu," segir einn vonsvikinn. Innherjar eru umræðuvettvangur á vefnum visir.is. ; "C* r’:-. % ' T GARÐABÆR www.gardabaer.is Garðaskóli - Studningsfulltrúí Ert þú þroskaður einstaklingur á góðum aldri sem hefur reynslu og ánægju af að umgangast unglingá? Garðabær auglýsir laust til umsóknar starf stuðningsfulltrúa í Garðaskóla. Um er að ræða 75% starf við aðstoð við ofvirkan nemanda. Upplýsingar um starfíð veita Ragnar Gíslason, skólastjóri í símum 565 8666 og 820 8594 og Þröstur V. Guðmundsson, aðstoðarskólastjóri í síma 820 8595. Umsóknarfrestur er til 12. febrúar nk. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga við Starfsmannafélag Garðabæjar. Starfið er einnig auglýst á vef Garðabæjar http://www.gardabaer.is m Grunnskólafulltrúi Fræðslu- og menningarsvið ORÐRÉTT PILLA Á R-LISTANN „Ef doði og kyrr- staða grípur um sig í einu sveitar- félagi um hríð get- ur annað sveitar- félag gefið tóninn og sýnt hvað öflug og djörf stjórnun getur skilað." Davíð Oddsson á ráðstefnu um Ríki, borg og sveitarfélög. DV, 5. febrúar. HEIMSPEKINGAR f HÚSASMÍÐI „Hann reyndi að kenna mér að hugsa og ég-reyn- di að kenna honum að naglhreinsa. Hvorugt heppnað- ist.“ Eiríkur Jónsson rifj- ar upp samstarf við Stefán Snævarr heimspekiprófessor í bygg*ngavinnu. DV, 5. febrúar. VIÐURKENNINCARNAR BÍÐA „í dag lít ég fyrst og fremst fram á veginn. Eftir kannski tíu ár lítur maður til baka og nýtur afraksturs- ins. Maður hefur engan tíma í dag til þess að láta ein- hverjar viðurkenningar hafa áhrif á sig.“ Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður um það að vera valínn í úrvalslið EM. VIDKVÆMUR VARNARJAXL „Maður stóð þarna á pallinum eins og kjáni með tárin í augunum, kökkinn í hálsinum og brjálaða gæsa- húð.“ Sigfús Sigfússon línu- maður og varnarjaxl lýsir upptifun sinni af móttökuathöfn i Smáralind þar sem þúsundir fögnuðu . •. iandsliðinu. HÓPÍÞRÓTT „Þetta var einstak- ur hópur og það hefur verið frá- bært aö vinna með þeim. Ég hef reyndar aldrei fyrr eða síðar unn- ið með jafn sam- stiíltum hóþi.“ Guðmúndur Guðmundsson, landsliðs- þjálfari. DV, 5. febrúar. SÁRSAUKAFULLT EN ÓPERSÓNULEGT „Jón Axel [...] sagðisf ekki muna nákvæmlega hver- su mörgum hefði verið. sagt upp. „Það er alltaf sárs- aukafullt að horfa á eftir góðu fólki,“ sagði Jón Axel. Jón Axel Ólafsson, yfirmaður útvarpssviðs Norðurljósa um uppsagnir starfsmanna hjá útvarpsstöðvum fyrirtækisins. Frétta- blaðið, 5. febrúar. HEIMA í KARTÖfLuCARÐINUM „Hús hér eru undirlögð af mold, maður nær varla andanum og það liggur við að maður geti sett niður kartöflur á gólfinu í versluninni.“ Björn B. Jóhannsson, verslunareigandi á Lyngási í Rangárvallasýslu um moldrok- ið um helgina. Mbl. 5. febrúar. FÉLAG ÁHUCAMANNA UM KÓNGAFÓLK „Steinunn Jóhann- esdóttir rithöfund- ur setur sig í stell- ingar frétta- skýránda [...] og kemst að þeirri niðurstöðu, að málverk af föður mínum í bakgrunni ljósmyndar af Ingu Jónu Þórðardóttur, þegar hún tilkynnti stuðning við mig sem borgarstjóraefni sjálfstæðis- manna, sé til marks um einhvern óbærilegan þrýsting á Ingu Jónu, þegar hún tók ákvörðun sína. ÖIl er. þessi frásögn Steinunnar hin sérkennilegasta, en R-listafólk virðist viðkvæmt fyrir málverk- um af föður mínum. [...] Steinunn ræðir framboð í Reykjavík með sama líkingamáli og Ingibjörg Sólrún, þegar hún raeðir um krúnuröð og erfðaptinsa. Ég sagði á fundi sjálfstæðismánna, að R-ið í heiti R-listans stæði fyrir ráð- leysi en ekki Reykjavík. Áf tali R- listafólksins um hátignir vegna framboðsmála mætti ætla, að R-ið standi fyrir Royal - eða konung- legt. „ Björn Bjarnason á bjorn.is JiLt liiiJ iJiliJi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.