Fréttablaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 6
SPURNING DAGSINS Finnst þér vöruverð á íslandi of hátt? „Það mætti vera lægra." Ragnhildur Gísladóttir starfar hjá Lyfjadreifingu Landspítali - háskóla- sjúkrahús: Ný hrygg- stoð fyrir fjölfatlaða heilbrigðismál Unnið er að því að þróa, hanna og smíða nýja hrygg- stoð fyrir fjölfatlaða einstaklinga. Markmiðið með þessu nýja lækn- inga- og hjálpartæki er að m.a. að lágmarka áhrif bolbelta á öndun- arstarfsemi þeirra. Þessi bolbelti eru notuð til að sporna gegn hryggskekkju, minnka vöðva- vinnu, auka stöðugleika í sitjandi stöðu og hafa því áhrif á útlit ein- staklingsins. Ef vel tekst til er talið að þetta verkefni muni veita nýja möguleika til meðferðar og bæta verulega heilsutengd og fé- lagsleg lífsgæði fatlaðra barna og fullorðna. Tæknisjóður íslands hefur ákveðið að styrkja þetta verkefni um 4,5 milljónir króna. Stjórnandi verkefnisins er Guðný Jónsdóttir yfirsjúkraþjálfari á Landsspítala - háskólasjúkrahúsi í Kópavogi. Ný rannsókn sem framkvæmd var af Guðnýju og Atla Ágústssyni sjúkraþjálfara hefur leitt í ljós að notkun hefðbundins bolbeltis hef- ur neikvæð áhrif á öndunarhreyf- ingar og þar með á öndunarstarf- semina. Með þessum nýja tækja- búnaði verður hægt að taka mót af líkama einstaklingsins. Þá er sagt að efnisval og efnismeðferð við þróun og gerð hryggstoðarinnar sé einnig nýjung. ■ |ERLENT| Meirihluti Breta telur að Karl Bretaprins eigi að kvænast Camillu Parker Bowles, heitkonu sinni til margra ára. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. Af þeim 3000 sem þátt tóku í könn- unni töldu 55% að þau Karl og Camilla ættu að ganga í hjóna- band en 32% voru því mótfallnir. Eingöngu 16% álitu það hins veg- ar vænlegan kost að Camilla tæki sér drottningartitil. —♦— Torbjörn Jagland, Ieiðtogi nors- ka Verkamannaflokksins, ætl- ar að segja af sér formennsku í flokknum í lok ársins. Ein ástæða þessa er talin vera sú að hann vill hlífa flokknum við átökum um formannsembættið. Talið er að Jens Stoltenberg, sem var forsæt- isráðherra í Noregi þar til kosið var síðast, tæki við formennskuni. Þá galt Verkamannaflokkurinn af- hroð og hefur stuðningur við hann aldrei verið minni en nú. Jagland segist verða að axla ábyrgð á því. ■ —♦—- John Gotti, fyrrum guðfaðir mafíunnar í New York, hefur verið lagður á sjúkrahús. Gotti, sem þjáist af krabbameini, hrak- aði skyndilega í síðustu viku. Hann hefur þrisvar lagst á sjúkra- hús síðastliðna mánuði vegna veikinda sinna. Gotti var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1992, fyrir ýmis ódæðisverk sem unnin voru af mafíunni. e FRÉTTABLAÐIÐ 6. febrúar 2002 MIÐVIKUDAGUR Forstjóri TDG um kaup á Símanum: Boltinn alfarid hjá stjórnvöldum síminn Kim Schaumann, tals- maður Henning Dyremose, for- stjóra TDC, sagði í samtali við blaðið að nokkuð væri liðið frá síðusta fundi félagsins með einkavæðingarnefnd. Hann stað- festi að viðræðurnar lægju nú niðri og engir fundir ráðgerðir. Fréttastofan Reuters hafði eftir Dyremose á mánudag að TDC hefði ekki fjárhagslegt bolmagn til að borga 5,75 krónur á hlut fyrir 25% kjölfestuhlutinn í Sím- anum. Boltinn væri því hjá stjórnvöldum um að lækka verð- ið. Að öðrum kosti yrði enginn samningur gerður. Ýmsir þingmenn Framsókn- arflokks, þ.á.m. Halldór Ás- grímsson, formaður, hafa sagt í samtölum við blaðið að ekki komi til greina að lækka verðið, enda geri fjárhagsáætlanir rík- isstjórnar ráð fyrir að hluturinn skili ríkinu 10 milljörðum króna. Ekki tókst að ná tali af Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra í gær, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. ■ HENNING DYREMOSE Forstjóri TeleDanmark ætlar ekki að kaupa nema íslensk stjórnvöld lækki verðið. Hávær krafa um lægri álögur Rúm 90% Reykvíkinga vilja að álögur á þá verði lækkaðar samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Lækkun álagninga getur orðið eitt af helstu kosningamálunum í borgarstjórnarkosningunum í vor. Mjög óæskilegt 3,6% Frekar óæskilegt 3,4% Hvorki né 14,1% Frekar æskilegt 25,1 53,7% Mjög æskilegt TELUR ÞU ÆSKILEGT EÐA ÓÆSKILEGT AD ÁLÖGUR Á REYKVÍKINGA VERÐI LÆKKAÐAR? stjórnmál Yfirgnæfandi meiri- hluti reykvískra kjósenda vill að álögur verði lækkaðar sam- kvæmt skoðanakönnun Frétta- blaðsins. Af þeim sem taka af- stöðu vilja 91,8% að álögur verði lækkaðar. 62,5% telja það mjög æskilegt, 29,3% frekar æskilegt. 8,2% voru andvígir því að lækka álögur. 4% töldu það frekar óæskilegt, 4,2% mjög óæskilegt. Samkvæmt þessu er forsenda fyrir því að umræðan um álögur og lækkun þeirra leiki stórt hlut- verk í kosningabaráttunni fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Mikill meirihluti stuðnings- manna allra framboða vill að álögur verði lækkaðar. Eina framboðið sem er líklegt til að gera lækkun á álögum að kosn- ingamáli er Sjálfstæðisflokkur- inn. Þannig svaraði Björn Bjarnason því til þegar spurning- in var lögð fyrir hann í síðustu viku að lækka þyrfti álögur. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri sagði við sama tækifæri að spurningunni um lækkun gjalda væri ekki hægt að svara nema að tiltaka um leið hvar eigi að skera niður í þjónustu og framkvæmd- um. Reykjavíkurlistinn mun því væntanlega leggja meiri áherslu á þjónustustig í kosningabarátt- unni heldur en lækkun á álögum. Frjálslyndir og óháðir hafa lagt áherslu á velferðarmál og þjón- ustu við borgarbúa. Þar er lík- legra að menn tali fyrir því að þjónustugjöldum aldraða, ör- yrkja og barnafjölskyldna verði haldið lágum en að lögð verði til útsvarslækkun. Því má gera ráð fyrir að umræðan muni að veru- legu leyti snúast um hversu mikla þjónustu borgarbúar gera kröfu um og hversu mikið þeir eru reiðubúnir að greiða fyrir hana. Skoðanakönnunin var fram- kvæmd mánudaginn 28. janúar sl. Af 600 manna úrtaki völdu 7,8% að svara ekki. Af þeim sem svöruðu töldu 53,7% mjög æski- legt að lækka álögur. 25,1% töldu það frekar æskilegt. 14,1% tók ekki afstöðu. 3,4% töldu frekar óæskilegt að lækka álögur. 3,6% töldu það mjög óæskilegt. ■ BARÁTTAN UM BORGINA Gera má ráð fyrir að sjálfstæðismenn leggi áherslu á það í kosningabaráttunni að álögur á borgarbúa verði lækkaðar. Aðrir listar munu væntanlega leggja áherslu á að halda uppi þjónustustigi. Kenneth Lay segir sig úr stjórn Enron: Einkavæðingarnefnd: Fleiri hafa sýnt áhuga síminn PriceWaterhouseCoopers og einkavæðingarnefnd harma það að TDC hafi gefið fjölmiðlum upplýs- ingar um viðræðuslit í samninga- viðræðunum um kaup Símans. Bréf þess efnis hefur sent TDC þar sem félaginu er einnig tilkynnt að nefndin áskilji sér rétt til að leita annarra kaupenda. Fullyrt er að aðrir kaupendur hafi sýnt áhuga að undanförnu. Nefndin býst við að funda með TDC eftir að ársreikn- ingur Símans liggur fyrir. PriceWaterhouse sá um útreikn- inga á sölugengi Símans, 5,75 krón- ur á hlut, sem ágreiningurinn stendur nú um. ■ Gömul rannsóknargögn endurskoðuð: Brjóstaskoð- un fækkar dauðsföllum london. ap Vísindamenn deila mjög um það hvort röntgenskoð- un á brjóstum komi í veg fyrir dauðsföll af völdum brjóstakra- bameins. Hópur vísindamanna við Cornell Medical Center í London hefur nú skoðað á ný gögn frá Svíþjóð um árangur brjóstaskoðana. Árið 1998 varð rannsókn á þessum sömu gögnum til þess að styrkja efasemdir um gagnsemi brjóstaskoðana. Þau sýndu ekki mikinn árangur af þeim, a.m.k. ekki til skamms tíma litið. Nú, þegar þessi gögn hafa ver- ið skoðuð betur, kemur í ljós að til lengri tíma litið dregur brjóstaskoðun greinilega úr dán- artíðni af völdum brjóstakrabba- meins. „Skoðunin hefur ekki áhrif þegar í stað. Þau dauðsföll, sem komið er í veg fyrir, eru í fram- tíðinni, árum síðar,“ sagði Claudia Henschke, einn vísinda- mannanna við Weill Cornell Med- ical Center í London. Niðurstöður rannsóknarhópsins eru birtar í breska læknatímaritinu The Lancet. ■ INNLENT Hagnaðarhlutdeild Baugs vegna 20% hluta félagsins í Arcadia Group fyrir tímabilið 30. september til 28. febrúar verður ekki undir 1.600 milljónum króna. Tilkynning þess efnis barst Verðbréfaþingi í gær. Sam- kvæmt tilkynningu frá Arcadia sl. föstudag verður hagnaður fé- lagsins á fimm mánaða tímabil- inu a.m.k. jafnvirði 8 milljarða króna. ■ Rauf síðustu tengsl sín við Enron houston.ap Kenneth Lay, fyrrver- andi forstjóri orkufyrirtækisins Enron, sagði sig í gær úr stjórn fyrirtækisins og rauf þannig öll tengsl sín við það, utan þess að eiga þar enn hlutabréf. Tvær þingnefndir Bandaríkjaþings ætluðu í gær að stefna honum til að mæta í yfirheyrslur vegna gjaldþrots fyrirtækisins og yrði Lay þá skuldbundinn til að láta sjá sig. Samt sem áður gæti hann enn neitað að bera vitni sam- kvæmt stjórnarskrárbundnum rétti sínum. Fulltrúar þing- nefndarinnar höfðu samband við lögfræðing Lay í gær. Sagðist hann ekki geta tekið við stefnu í nafni skjólstæðings síns, meðal annars vegna þess að hann vissi ekki hvar Lay héldi sig. Gjaldþrot Enron og hryðju- verkaárásirnar á Bandaríkin hafa komið illa við bandarískan efnahag og hafa hlutabréf á Wall Street lækkað töluvert undan- farið. Áhyggjur hafa verið uppi um að hrun Enron sé hluti af stærri heild. Eru fjárfestar yfir höfuð tortryggnir yfir útkomu- skýrslum fyrirtækja og bóka- haldara í landinu. Féllu hluta- bréf á Wall Street í samræmi við það á mánudag. Dow Jones-vísi- talan féll um 2,2% auk þess sem Nasdag-vísitalan féll um 2,9%. Kenneth Lay átti að mæta í yfirheyrslur á Bandaríkjaþingi í fyrradag og bera þar vitni en var ráðlagt af lögfræðingi sínum að mæta ekki eftir að þónokkrir þingmenn sökuðu Lay og aðra starfsmenn Enron í sjónvarps- viðtali um að hafa framið afbrot. Þúsundir starfsmanna Enron misstu störf sín þegar fyrirtæk- ið varð gjaldþrota. Eftirlauna- sjóðir þeirra fóru auk þess fyrir lítið vegna þess að flestar fjár- festingar þeirra voru í hluta- bréfum frá Enron, sem nú eru nánast verðlaus. ■ KENNETH LAY Kenneth Lay, fyrrverandi forstjóri Enron, ræðir við George H. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í apríl á síðasta ári. Áreiðanleiki Lay hefur verið dreginn í efa vegna ófara fyrirtækisins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.