Fréttablaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 12
| FRÉTTABLAÐIÐ Holl og vellaunuð morgunhreyfing Við óskum eftir blaðberum til að bera út Fréttablaðið í eftirtalin hverfi: 112 Garðabær Brúnastaðir Blikanes Bakkastaðir Mávanes Kríunes 105 Súlunes Beykihlíð Bakkaflöt Birkihlíð Hagaflöt Karlagata Þeir sem áhuga hafa geta Skarphéðinsgata hringt í síma 515 7520 Virka daga kl. 10:00-16:00 FRETTABLAÐIÐ 6. febrúar 2002 MIÐVIKUDACUR Naglaskóli 'Qi Professionals • Útskrifar naglafræðinga me6 alþjóðlegu Diploma sem gildir í 20 löndum. • Nýir nemendur teknir inn allt árið. • Einstaklingskennsla s 1 / Handmálaðir naglatoppar % a undir acryl eða gel í úrvali. Upplýsingar í síma 588 8300 Cl Þrífum bíla utan sem innan • Alþrif • Mössun • Djúphreinsun • Vönduð vinna • Vélarþvottur • Tökum í umboössölu hljómflutningstæki í bíla • Aðstoöum viö ísetningu hljómflutningstækja í blla, einnig viö minniháttar bílaviögeröir GERUM TILBOÐ TIL FYRIRTÆKJA OG STQFNANA LÁTUM FAGMENN UINNA UERKIN BÓNSTÖÐIN BÓN OG ÞRIF Smiöjuvegi 44e, gul gata - Sími 564 0330 Áhygjur af öryggi í Víkurskóla: Krossviður viðurkennt efni í handrið crunnskólar Júlíus Sigurbjörns- son, deildarstjóri rekstrardeildar grunnskóla Reykjavíkur, segir enga hættu steðja að börnum í Víkurskóla í Grafarvogi, vegna handriðs á efri hæð byggingarinn- ar. Móðir barns, sem á að sækja þar skóla, segir bráðabirgðafrá- gang handriðsins ófullnægjandi og hún treysti sér ekki að senda barn sitt í skólann. Júlíus segir efnið, sem notað er í handriðið, vera krossvið og við- urkennt efni til slíkra nota. Það hafi verið notað i Hvassaleitis- skóla frá upphafi og reynst mjög vel, enda hannað sem slíkt. „Þar er þetta búið að vera í yfir tuttugu HANDRIÐIÐ í VÍKURSKÓLA Móðir treystir ekki að handriðið haldi ef lagst er á það. Krossviður er notaður i handrið víða, m.a. í Hvassaleitisskóla í yfir tuttugu ár. ár og með betra handriðaefni sem við höfum notað,“ segir Júlíus. Hann segir handriðaverkið sjálft komið upp, sem krossviður- inn er festur við, og plöturnar boltaðar við stálrör. Bæði vinnu- og heilbrigðiseftirlit gaf sam- þykki sitt fyrir þessum frágangi. „Allir þeir sem þurfa að taka út skóla hafa gefið skólanum starfs- þeyfi miðað við þessar aðstæður. Ég vanmet ekki fagþekkingu þessa fólks,“ segir Júlíus. Móðirin, Gréta Laufey Krist- insdóttir, segist hafa sótt um skólavist fyrir dóttur sína í Borgaskóla. Hún bíði eftir svari ennþá. ■ Telja Scimkeppnis- stofnun hafa brotið gegn olíufélögunum Verslunarráð Islands hefur sent ráðherra bréf þar sem farið er fram á rannsókn á aðgerðum Samkeppnisstofnunar gegn olíufélögunum. Ráð- ið vill að öllum gögnum verði skilað og málið tekið upp á ný ef ástæða þyki til. samkeppnismál Verslunarráð ís- lands sendi í síðustu viku Valgerði Sverrisdóttur, viðskipta- og iðnað- arráðherra, bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við húsleit Samkeppnisstofnunar hjá olíufélögunum 18. desember sl. Leitin var gerð vegna gruns um að olíufélögin hefðu haft ólöglegt sam- ráð um ákvörðun verðs. Hún var gerð á grundvelli 40. greinar samkeppn- islaga en einnig var fenginn dómsúr- skurður hjá Héraðs- dómi Reykjavíkur. Verslunarráðið fer fram á að gerð verði sjálfstæð könnun á fram- kvæmd aðgerðanna og að ráðherra beiti VILHJÁLMUR EGILSSON „Við höfum ekkí lagt neitt mat á það hvort olíufélögin eru sek eða saklaus í þessu máli." HUSLEIT SAMKEPPNISSTOFNUNAR Verslunarráð Islands telur að húsleitin hafi ekki verið í samræmi við lög um meðferð opinberra mála né heldur reglur Framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins eða leiðbeiningar Alþjóða verslunarráðsins. sér fyrir því að öllum þeim gögn- um sem hald var lagt á og afritum af þeim verði skilað til baka. Mál- ið gegn olíufélögunum verði síðan hafið á nýjan leik af ástæða þyki til. „Við höfum ekki lagt neitt mat á það hvort olíufélögin eru sek eða saklaus í þessu máli,“ sagði Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Verslunarráðs íslands. „Þau eru ekkert hafin yfir lögin en það er Samkeppnisstofnun ekki held- ur og við viljum bara að það sé farið að lögum. Það sem mér finnst alvarlegast er það að menn skuli í mörgum tilvikum, að því er virðist, ekki uppfylla fortakslaus ákvæði þeirra laga sem um þetta gilda. Og jafnvel líka fara út fyrir þær heimildir sem dóms- úrskurðurinn gefur. Til dæmis með því að taka ekki afrit af þeim gögn- um sem eru á tölvutæku formi heldur fara með afrit fyrirtækisins út úr húsi. Þá eru ásakanir um það að tölvupósti og tölvuskjölum hafi verið eytt og menn segja að það séu rafræn spor sem staðfesti það. Síð- an er mönnum í engu til- viki bent á að þeir geti leit- að til dómara þegar þeir eru ósáttir við að tiltekin gögn séu tekin. Með þessu er verið að fara út fyrir þær heimildir sem dóms- úrskurðurinn gefur." Vilhjálmur sagði að Verslunar- ráðið hefði fljótlega fundið að menn hefðu verið mjög ósáttir við þessa aðgerð Samkeppnisstofnun- Starfsmenn- irnir urðu margir hverjir fyrir mjög stórri innrás inn í sitt einkalíf. Fólk hefur ákveðin réttindi í þessu sam- bandi ar. Ráðið hefði því ákveðið að skoða málið. Niðurstaðan væri sú að framkvæmdin hefði ekki verið í samræmi við lög um meðferð op- inberra mála né heldur reglur Framkvæmda- stjórnar Evrópusambands- ins eða leiðbeiningar Al- þjóða verslunarráðsins um aðgerðir af þessu tagi. „Við leggjum mikið upp úr því að tryggt verði að ekki verði staðið svona að þessu aftur. Starfsmenn- irnir urðu margir hverjir fyrir mjög stórri innrás inn í sitt einkalíf. Fólk hefur ákveðin réttindi í þessu sambandi. Leitarmennirnir rekast á alls konar persónuleg gögn og skjöl en þeir hafa ekki heimild til þess að leggja hald á þau.“ trausti@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.