Fréttablaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 6. febrúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ n Franskt mútuhneyksli: Rannsókn lokid PARÍs. ap Opinberri rannsókn á spillingarmáli franska olíurisans Elf Aquitaine er lokið. Fyrirtækið var áður í eigu ríkisins. Dómarar í málinu hafa bendlað yfir 40 manns við spillingu í fyrirtæknu. Dómar- arnir komust að því að á fjögurra ára tímabili, sem lauk árið 1993, hnupluðu starfsmenn yfir 3 millj- örðum franka frá fyrirtækinu. Sá peningur rann ýmist í vasa þeirra eða var notaður í mútur. Fjölmarg- ir háttsettir embættismenn og stjórnmálamenn eru bendlaðir við málið. Þeir sem sakaðir eru um að- ild að málinu hafa 20 daga til að bregðast við ásökunum. ■ Kjörstöðum fjölgað: Kosið í Borg- arskóla og Ráðhúsinu kosningar Kjörstöðum vegna borgarstjórnarkosninganna hef- ur verið fjölgað um tvo miðað við fyrir fjórum árum og verða þeir því alls ellefu í Reykjavík. Þann 25. maí verður í fyrsta skiptið kosið í Borgarskóla og Ráðhúsi Reykjavíkur. Borgarráð samþykkti í gær að bæta við nýjum kjörstað í Graf- arvogi bæði vegna fjölgunar í hverfinu og vegna aukinna vega- lengda innan þess. Nýi kjörstað- urinn verður í Borgarskóla og er hann ætlaður íbúum í norður- hverfi Grafarvogs. íbúar í suður- hverfi munu kjósa í íþróttamið- stöð Grafarvogs. Hagaskóli og Kjarvalsstaðir hafa verið langstærstu kjörstað- irnir og ákvað borgarráð að létta á þeim með því að bæta Ráðhús- inu við. íbúar vestan og norðan Hringbrautar og Snorrabrautar munu kjósa þar. íbúar sunnan Hringbrautar munu kjósa í Haga- skóla og þeir sem búa á milli Snorrabrautar og Kringlumýrar- brautar munu kjósa á Kjarvals- stöðum. ■ --4-- Samkeppnisstofnun: Hlutdeild Flóamanna vissulega stór mjólk Með kaupum Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi (MBF) á mjólkursamlagi Kaupfélags Hér- aðsbúa á Egilsstöðum verður mjólkurframleiðsla MBF um 43,5 milljónir lítra eða 42% af heildarmjólkurmagni landsins. Samkvæmt samkeppnislögum verður að tilkynna um kaup eða samruna fyrirtækja innan sjö daga frá því samningar eru gerð- ir. „Þegar við fáum tilkynning- una og nákvæmar upplýsingar um samrunann þá leggjum við mat á þessi gögn og hvort ástæða sé fyrir að vinna eitthvað frekar í málinu, þ.e. hvort samruninn stríði gegn samkeppnislögum. Ef svo er förum við út í frekari rannsókn,“ sagði Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður sam- keppnissviðs hjá Samkeppnis- stofnun. Hann segir hlutdeild MBF vissulega vera stóra á mjólkurmarkaði en segir að Samkeppnisstofnun muni leggja sjálfstætt mát á málið. „Vissulega er það mikið en þó þeir tilkynni um 42% markaðs- hlutdeild þá leggjum við sjálf- stætt mat á málið. Við vitum ekki um hvaða markaðshlutdeild er að ræða. Við þurfum að meta um hvaða samkeppnismarkaði er að ræða, um hvort hann er einn eða fleiri." Kaup MBF á mjólkursam- lagi Héraðsbúa voru gerð með fyrirvara um samþykki stjórna og fulltrúaráða félaganna. ■ t ESA skoðar styrki á hafnaáætlun: Bíður skýringa frá stjórnvöldum stvrkir Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) bíður enn svara frá stjórn- völdum um styrki til gerðar upp- tökumannvirkja í höfnunum í Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, á ísafirði og Akranesi. Styrkirnir eru hluti hafnaáætlunar. Skipa- smíðastöð Njarðvíkur taldi skipa- smíðastöðvar í Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, á ísafirði og Akra- nesi njóta góðs af styrkjunum. Slíkt skerðir samkeppnisstöðu fyrirtækisins og kærði það styrk- ina því til ESA. ESA óskaði eftir skýringum frá íslenskum stjórnvöldum 21. nóv- ember sl. Stjórnvöld fengu fram- lengingu á eins mánaðar fresti sem var gefinn til að skila upplýs- ingunum. Búist var við þeim í kringum síðustu mánaðamót. Þær upplýsingar fengust hjá ESA í gær að engar skýringar hefðu borist. íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að bera styrki til upptökumannvirkja undir ESA áður en þeir eru veittir. Það var ekki gert í þessum tilfellum. Ef VESTMANNAEYJAR Stærstu styrkirnir eru ætlaðir í þurrkví í Vestmannaeyjum sem gagnast Skipalyft- unni hf. ESA kemst að þeirri niðurstöðu að styrkirnir eigi ekki rétt á sér verða stjórnvöld að hætta við styrkina og endurheimta fé sem hefur verið úthlutað. Á fjárlögum þessa árs voru 51,5 milljónir króna ætlaðar til verkefnanna. Alls eru það 421 milljón á fjórum árum. ■ Tillögur ESB um bílasölu: Shröder gagnrýnir bílar Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, fordæmir harðlega tillögur Evrópusambandsins um breytingar á reglum um sölu bíla. Schröder segir að þær geti orðið til þess að störfum í bílaiðnaðin- um fækki, en hann er mjög öflug- ur í Þýskalandi. Schröder sagði Þjóðverja myndu bregðast harka- lega við að minnsta kosti hluta af tillögunum. Hann sagði þetta í ávarpi til verkamanna í Opel verksmiðjunum. Sérfræðingar hafa sagt að tillögur ESB muni ekki gera bílasölu að fullu frjálsa og telja einnig að áhrifin á neyt- endur verði lítil í bráð. ■ KARLMENN! ALLS EKKl GLEYMA ÞESSUM DÖGUM. 10. feb. ítalskl boltinn Roma - Juventus 10. feb. NBA stjömuieikunnn ^ 16. feb. Spænski boltinn 17.feb Enska blkarkeppnin Chelsea/West Ham-Preston 17. feb. NBA Portland Drailblasers - LA Lakers 19. feb. Meistarakeppni Evrópu Juventus - Deportivo La Coruna Real Madrid - Porto 20. feb. Meistarakeppnl Evrópu Barcelona - Roma Uverpool - Galatasaray 24. feb. New York Knicks - LA Lakers^'""’ / 26. feb. Meistarakeppni Evrópu Roma - Barcelona Manchester United - Nantes 27.feb. Meistarakeppni Evrópu Deportivo La Coruna - Juventus Arsenal - Bayer Leverkusen 28. feb. Evrópukeppni félagsliða y Leeds United - PSV Eindhoven / \(rt,tHTlH«>tfL OfttrURlNY NAÐU ÞER I ASKRIFT í SÍMA 515 6100, Á SYN.IS OG í VERSLUNUM SKÍFUNNAR.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.