Fréttablaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 18
HVER ER TILGANGUR
LÍFSINS?
Réttur guðanna
„Allar frumhvatir manneskjunar snúast um
að lifa af og fjölga sér. Erum við ekki bara
að safna upp forða fyrir uppskeruhátíð
guðanna?"
Ragnar Hansson strengjabrúða
~| METSÖLUBÆKURNAR [
METSÖLULISTI PENNANS
EYMUNDSSONAR 4.-11. FEBRÚAR
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
BJÖRG
Af bestu lyst 1
GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR O.FL.
Ýmsir höfundar
AF BESTU LYST I
O J-K. Rowling
HARRY POTTER OG FANGINN
FRÁ AZKABAN.
fl Sigurður Örn Bogason
ENSK-ÍSLENSK ORÐABÓK
0 J.R.R Toikien
HRINGADRÓTTINSSAGA
wm Hallgrímur Helgason
HÖFUNDUR ÍSLANDS
J.K. Rowling
HARRY POTTER OG LEYNIKLEFINN
O Anders Bæksted
GOÐ OG HETJUR Í HEIÐNUM SIÐ
ffft Nigel Nelson
4i SKOÐAÐU LÍKAMA PINN
Ævisaga
Bjargar í
efsta sæti
bækur Bækurnar sem hlutu ís-
lensku bókmenntaverðlaunin í
síðustu viku koma báðar sterkar
inn á metsölulistann. Bók Sigríðar
Dúnu um Björg C. Þorláksson fer
beint i sæti aðallistans og Höf-
undur íslands eftir Hallgrím
Helgason kemur sér fyrir í 7.
sæti.
Annars má á listanum finna
ýmsar skrýtnar bækur sem nokk-
uð eru komnar til ára sinna.
Ástæðan er sú að nú stendur yfir í
Eymundsson bókamarkaður þar
sem eldri bækur eru seldar á lágu
verði. Sem dæmi má nefna Goð og
hetjur í heiðnum sið eftir Anders
Bæksted. Bókamarkaðurinn
stendur út febrúar mánuð. ■
WÓÐLEIKHÚSIÐ
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
6. febrúar 2002 MIÐVIKUDAGUR
Goethe - Zentrum:
■ Stóra sviðið kl 20.00
► ANNA KARENINA - Lev Tolstoj
2. sýn. í kvöld mið. 6/2 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 14/2 örfá sæti laus, 4. sýn. sun.
17/2 örfá sæti laus, 5. sýn, fim. 21/2 örfá sæti laus, 6. sýn. fös. 22/2 örfá sæti laus.
► CYRANO - SKOPLEGUR HETJULEIKUR - Edmond Rostand
12. sýn. fim. 7/2, lau. 16/2.
► MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI - Marie Jones
Fös. 8/2 uppselt, sun. 10/2 uppselt.
► SYNGJANDI f RIGNINGUNNI - Comden/Green/Brown og Freed
Lau 9/2 örfá sæti laus, fös. 15/2, lau. 23/2. Fáar sýningar eftir.
B Litla sviðið kl 20.00
► HVER ER HRÆDPUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF? - Edward Albee
Fös. 8/2 örfá sæti laus, sun. 10/2, fim. 14/2 nokkur sæti laus, sun. 17/2, fim.
21/2, fös. 22/2. Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýnlng er hafin!
B Smíðaverkstæðið kl 20.00
► MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI - Marie Jones
I kvöld mið. 6/2 örfá sæti laus, mið. 13/2 örfá sæti laus, fim. 14/2 uppselt, sun. 17/2
uppselt, fim. 21/2 nokkur sæti laus, fös. 22/2 uppselt, fim. 28/2 nokkur sæti laus.
► KARÍUS OG BAKTUS - Thorbjörn Egner
Lau. 9/2 kl. 15:00 örfá sæti laus, sun. 10/2 kl. 14:00 uppselt, kl. 15:00 nokkur sæti
laus og kl. 16:00, lau. 16/2 kl. 14:00 uppselt. kl. 15:00 örfá sæti laus oq kl. 16:00.
sun. 24/2 kl. 14:00, 15:00 oq 16:00.
Miðasölusimi: 551 1200 Netfang: midasalaföíeikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is
Heimildarmynd
um Klaus Kinski
kvikmynd Goethe-Zentrum á Lauga-
vegi 18 sýnir í kvöld kl. 20.30
þýsku kvikmyndina „Mein liebster
Feind - Klaus Kinski" frá árinu
1999. Þetta er heimildarmynd sem
hinn góðkunni leikstjóri Werner
Herzog gerði um „fjandvin" sinn,
hinn stórsnjalla en jafnframt
skapríka leikara Klaus Kinski sem
lést 1991. Herzog fer á fornar slóð-
ir Kinskis, sýnir híbýli og töku-
staði og ræðir við fyrrverandi kol-
lega hins sjálfhverfa en þó stund-
um ótrúlega blíðlynda leikara.
KLAUS KINSKI
Samband Werner Herzog og Klaus Kinski
var á tíðum mjög stormasamt.
Myndin er með enskum texta
og aðgangur er ókeypis. ■
MIÐVIKUDAGURINN
6. JANÚAR
FUNDUR_____________________________
12.05 Hermundur Sigmundsson, Ph.D.,
dósent við sálfræðideild Norska
tækniháskólans í Þrándheimi, flyt-
ur erindið: Skynjunarvandamál
og þroski (hreyfivandamál og les-
blinda). Málstofan er á vegum
sálfræðiskorar og er haldin í
Odda.stofu 201.
12.30 Malin Zimm, arkitekt og kennari
við Arkitektaskólann I Stokkhólmi
flytur fyrirlestur I LHÍ, Skipholti I,
stofu 113,1 dag. Fyrirlesturinn
nefnir Malín: Fagurfræðilegi
sáttasemjarinn. Kynning á arki-
tektúr fyrir hin óhömdu skilning-
arvit.
18.00 Breski iandslagsarkitektinn Jon-
athan Bell flytur í dag fyrirlestur
er hann nefnir: Gresjan og fjallar
þar um verk sín og verk unnin í
samvinnu við aðra arkitekta og
listamenn. Fyrirlesturinn er hald-
inn í Listasafni Reykjavikur
v/Tryggvagötu í samstarfi við
Hönnunardeildar LHÍ og BCUC,
Buckinghamshire Chilterns Uni-
versíty College.
20.00 Fullorðinsfræðsla kirkjunnar og
kvikmyndahópurinn Deus ex cin-
ema verða með námskeið um
trúarstef i kvikmyndum í aðal-
byggingu Háskóla íslands. Kenn-
arar eru dr. Arnfríður Guðmuns-
dóttir, lektor, Bjarni Randver Sig-
urvinsson, guðfræðingur, dr.
Gunnlaugur A. Jónsson, prófess-
or og Þorkell Ágúst Óttarsson,
BA í guðfræði.
TÓNLEIKAR__________________________
12.30 Kvennakórínn Vox Feminae undir
stjórn Margrétar J. Pálmadóttur
verður með tónleika í Norræna
húsinu í kvöld. Arnhildur Val-
garðsdóttir og Ástríður Haralds-
dóttir leika með á píanó.
21.00 Kalk heldur tónleika á Gauki á
Stöng í kvöld. Kalk gaf út geisia-
diskinn Timaspursmál á síðasta
ári og mun leika lög af honum en
einnig talsvert af óútgefnu efni.
Kalk er kraftmikil sveit á sviði og á
það til að hrista ærlega upp í
gestum og gangandí. Sveitinn
leikur poppskotið rokk og ról-
sem lætur engan ósnortinn.
' Miðaverð er 500 krónur.
Tilkynningar sendist á netfangið
ritstjorn@frettabladid.is
Léttar heimspeki-
legar vangaveltur
Leikfélag Reykjavíkur, í samvinnu við Þíbilju frumsýnir Gestinn á
Litla sviðinu. Höfundurinn býður leikhúsgestum í stofu til Sigmund
Freud skömmu eftir að nasistar hafa tekið völdin í Austurríki.
HVER ÞESSI GESTUR?
Er hann sá sem hann sjálfur segist vera eða..?
leikrit Leikhópurinn Þíbilja frum-
sýnir í kvöld í samstarfi við Leik-
félag Reykjavíkur „Gestinn“ eft-
ir franska höfundinn Eric-
Emmanuel Schmitt á litla sviði
Borgarleikhússins. Leikritið ger-
ist í Vínarborg árið 1938. Nasistar
hafa tekið völdin í Austurríki og
ofsækja gyðinga. Sigmund Freud
þráast við og vill enn ekki yfir-
gefa landið sitt. Hann er óttasleg-
inn þegar Anna, dóttir hans er
tekin af Gestapo, en þá fær hann
óvænta og furðulega heimsókn.
Maður í kjólfötum, kaldhæðinn
og léttur kemur inn um gluggann
og heldur furðulegustu ræður.
Hver er gesturinn? Vitfirringur?
Galdramaður? Eða er hann sá
sem hann segist vera: Sjálfur
Guð?
Þór Tulinius leikstýrir verk-
inu. Hann er einn þeirra sem
standa að leikhópnum Þibílju en
starfsemin hefur legið niðri um
nokkurra ára skeið. „Þetta er
einkar skemmtilegt verk og vel
skrifað. Höfundurinn kallar það
kómedíu í viðtali en þó að verkið
sé létt á köflum er það ekki létt-
vægt svo ég vitni nú í orð aðaL
leikarans Gunnar Eyjólfssonar. í
verkinu kallast á léttar heim-
spekilegar vangaveltur og sál-
fræðileg spenna.“ Þór telur leik-
ritið vera uppgjör við tuttugustu
öldina sem hafi verið öld manns-
ins og vísindahyggjunnar. „Sig-
mund Freud var einn þeirra stóru
sem tók þátt í ljóma aldarinnar en
samtímis má segja að vísinda-
hyggjan hafi tekið frá manninum
trúna. Líklega má segja að verkið
fjalli um átökin þar á milli. Það er
líka svo magnað með þetta verk
að þó að efnið sé djúpt er það að-
gengilegt og öllum auðskilið. Ég
held að það komi til með að höfða
til allra sem hafa gaman af að
velta fyrir sér tilgangi lífsins."
Aðalhlutverkið eru í höndum
Gunnars Eyjólfssonar sem leikur
Freud.
Gestinn leikur Ingvar Sigurðs-
son á frumsýningu en hann skipt-
ir hlutvei'kinu við ungan nýút-
skrifaðan leikara Björn Hlyn
Haraldsson. Auk þeirra fara
Kristján Franklín Magnús og
Jóna Guðrún Jónsdóttir með hlut-
verk í leikritinu. Sýningin hefst
klukka átta annað kvöld og við-
staddur verður höfundurinn,
Eric-Emmanuel Schmitt. Þess má
að lokum geta að annað leikrit
þessa sama höfundar, Abel Snor-
ko býr einn, var sýnt við miklar
vinsældir í Þjóðleikhúsinu fyrir
örfáum árum. ■
50%
VIÐBÓTARAFSLÁTTUR
BARNAÚLPUR 500.-
TVÍSKIPTIR
SNJÓGALLAR 2.000.-
VINNUFATALAGERINN
SMIÐJUVEGI 4
0PIÐ MÁNUD - FÖSTUDAG KL10-18
LAUGARD 12-16
Trúarstef í kvikmyndum:
Hvaða trúarstef skyldi
vera í Blade Runner?
námskeið Fullorðinsfræðsla kirkj-
unnar og kvikmyndahópurinn
Deus ex cinema standa fyrir nám-
skeiði um trúarstef í kvikmynd-
um. Á námskeiðinu verður þessi
nýja fræðigrein kynnt og mikil-
væg trúarstef skoðuð, jafnt í Bibl-
íumyndum sem og öðrum afþrey-
ingarmyndum. Teknar fyrir
myndir um líf og starf Jesú Krists
og rýnt í kvikmyndir, skoðað hvar
finna má Kristsgervinga, Eden-
stefið og yfirvofandi heimsendi,
Davíðssálma og þekkta kristna
trúarhópa. Meðal þeirra kvik-
mynda sem teknar verða til um-
fjöllunar eru: The Greatest Story
Ever Told, Jesus Christ Superstar,
The Last temptation of Christ,
Breaking the Waves, Dead Man
Walking, Blade Runner, Pleasant-
ville, the Omen, The Late Great
Planet Earth, Rosemary's Baby,
Kolya o.fl.
Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir,
lektor er einn kennara á námskeið-
inu og segir uppgötvun fólks ekki
ólík og þegar sett er upp gleraugu
í fyrsta sinn. „Skynjun fólks á
myndunum breytist og það fer að
skoða þær á annan hátt, hvernig
trúin kemur fram í ólíkum mynd-
um.“ Hún tekur sem dæmi mynd-
irnar Pleasantville og Blade Runn-
er. „í þeim myndum kemur fram
hugmyndin um syndafallið, svo-
kallað Edenstef. Hugmyndin um
Paradís og hina týndu Paradís þeg-
ar heimurinn glatar sakleysi sínu.“
Námskeiðið stendur fyrir í sex
miðvikudaga frá kl. 20 - 22 og
hefst í kvöld í aðalbyggingu H.í. ■
BLADERUNNER
Kvikmyndin Blade Runner er meðal þeirra
mynda sem teknar verða fyrir á námskeiði
um trúarstef í kvikmyndum.