Fréttablaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN VARLA VERÐLÆKKUN Kjósendur á visi.is eru hóflega bjartsýnir á að nýjar reglur um bílavið- skipti á Evrópska efna- hagssvæðinu leiði til lægra verðs í bílavið- skiptum hér á landi. Munu nýjar Evrópureglur skila sér í lægra bílverði hérlendis? Niðurstöður gærdagsins á vwwv.visir.is Spurning dagsins í dag: Á flugmálastjóri að segja af sér vegna mistaka við stjórnsýslu í máli Arna C. Sigurðssonar flugstjóra? Farðu inn á vísi.is og segðu þlna skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 6. febrúar 2002 MIÐVIKUDAGUR Alþingi: BORGARUMFERÐIN Margir ökumenn telja að nagladekkin auki á öryggi þeirra í umferðinni yfir vetrartimann. Gatnamálastj óri: Um 63-65% bíla á nagla- dekkjum umferð Talningar starfsmanna gatnamálastjóra á notkun nagla- dekkja benda til þess að 63-65% þeirra bíla sem aka um í borginni séu á nöglum. Þessar talningar eru framkvæmdar í hverjum mánuði á stórum bílastæðum í borginni. Sigurður Skarphéðins- son gatnamálastjóri segir að það sem af er vetri sé notkun á nagla- dekkjum í svipuðu horfi og var sl. vetur. Hann segist þó telja að þetta sé eitthvað að minnka. Áætl- að er að nagladekkin kosti borgina í viðhaldi gatna um 150 - 200 millj- ónir króna á ári. Þess utan valda nagladekk umtalsverðri ryk- mengun sem verður einna mest í langvarandi frostaköflum. Gatna- málastjóri segir að þessi notkun sé ekki endilega til marks um það að átak borgaryfirvalda gegn þeim hafi misheppnast. í því sambandi bendir hann á að átak borgaryfirvalda gengur m.a. út á það að reyna að ná fram hugarfarsbreytingu meðal öku- manna til þess að nota aðrar gerð- ir af hjólbörðum en þeim sem eru negldir. Þá sé þetta einnig spurn- ing um það að þeir sem nota nagladekk setji þau ekki undir fyrr en frá og með 1. nóvember ár hvert og taki þau af eigi síðar en 15. apríl eins og kveðið er á um í lögum. ■ ERLENT Oldungadeild ítalska þingsins samþykkti í gær tillögu sem gerir meðlimum ítölsku konungs- fjölskyldunnar kleyft að stíga aftur á ítalska grundu. Fjölskyld- an var gerð útlæg fyrir 56 árum, fyrir stuðning sinn við fastista- stjórn Benito Mussolini. At- kvæðagreiðslan í gær var ein- ungis fyrsta skrefið í átt að því að breyta lögunum um konungs- fjölskylduna. Sonur og sonarson- ur síðasta konungs Ítalíu hafa báðir lýst yfir stuðningi sínum við lýðveldi á Ítalíu. Pakistanar teljar að þeir séu mjög nálægt því að leysa ráð- gátuna um bandaríska blaða- manninn sem rænt var fyrir sex dögum í Pakistan. Lögreglan þar í landi telur hún sé á spori mann- ræningjanna og að blaðamaður- inn, Daniel Pearl, sé enn á lífi. Sala Símans sögð klúður stjórnmAl Stjórnarandstæðingar deildu í gær hart á hvernig staðið hefur verið að sölu á Landssíman- um. Össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingar, tók til máls í upphafi þingfundar í gær og vildi fá á hreint hvort verið væri að selja Símann eða ekki. Vísaði hann til ummæla Henning Dyremose, forstjóra TDC, um að ekki kæmi til greina að kaupa fyrirtækið nema verð hans lækkaði. „Þetta er fullkomið klúður hjá hæstvirtum samgönguráðherra", sagði Össur sem taldi ábyrgðina þó liggja hjá einkavæðingarnefnd. RÆTT VIÐ FLEIRI BJÓÐENDUR Einkavæðingarnefnd opnar fyrir að ræða við aðra en TDC um Landssímann. Sturla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra sagði samningaviðræður enn í gangi. Niðurstöðureikningar Símans á síðasta ári væru vænt- anlegir og yrðu ræddir á næsta fundi einkavæðingarnefndar og TDC. Einkavæðingarnefnd áskilji sér rétt til að ræða við fleiri aðila en TDG um sölu Símans. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, sagði umræðuna undar- lega. Gagnrýndi hann Össur sér- staklega. Sagði hann hefja mál sitt með því að fara með fleipur og halda svo áfram að byggja út frá þeim. Einnig bls. 6. Suðurhlíðar 38: Borgarráð lætur undctn þrýstingi skipulac Borgarráð frestaði í gær ákvarðanatöku vegna deiliskipu- lags fyrir Suðurhlíðar 38 í Foss- vogi. Fjöldi íbúa á svæðinu hefur mótmælt fyrirhugaðri byggingu blokkar sem standa á við göngu- brúna yfir Kringlumýrarbraut. „Við teljum fulla ástæðu til þess að fara vandlega yfir þetta með íbú- unum,“ sagði Hrannar B. Arnars- son borgarráðsfulltrúi. „Við reikn- um með því að þær tillögur sem lig- gja fyrir núna verði afgreiddar, en maður á aldrei að segja aldrei." ■ Flugmálastjóm fær umhugsunarfrest Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort einhver verði dreginn til ábyrgðar fyrir brot Flugmálastjórnar á stjórnsýslulögum. Lögmaður flugmannsins, sem brotið var á, segir niðurstöðurnar í samræmi við hans málflutning. Þær varpa engu ljósi á málið segir trúnaðarlæknir. flucmAlastjórn Flugmálastjóri, Þorgeir Pálsson, fær nokkurra daga frest til að gera Sturlu Böðv- arssyni, samgönguráðherra, grein fyrir viðbrögðum sínum við niður- stöðu nefndar sem fjallaði um stjórnsýslu og opinberar yfirlýs- ingar trúnaðarlæknis Flugmála- stjórnar, Þengils Oddssonar, vegna útgáfu heilbrigðisvottorðs flug- mannsins Árna G. Sigurðarsonar. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að stjórnsýslulög hefðu verið brot- in við meðferð á máli flugmanns- ins. Jakob Falur Garðarson, aðstoð- armaður samgönguráðherra, segir ljóst að niðurstaðan sé nokkuð al- varleg ádrepa á stjórnsýslu flug- málastjórnar. Aðspurður hvort að niðurstaðan feli í sér að flugmála- stjóri ætti hugsanlega að segja af sér sagði Jakob ekki rétt að stilla málinu upp þannig. „Ef það gerist að stjórnsýslulög eru brotin þá er einþyerju ábótavant hjá þeirri stöfnun. Það eru brotalamir íþess.u kerfi hjá flugmálastjórn," sagði Jakob. / Þorgeir Pálsson, fliigmálastjóri, segir íSkýrsluna alvárlega áminh- ingu varðandi stjórnsýslu Flug- málastjórnar. Hann segir hana vera „flókið mál“ en ekki þoli langa bið . að bregðast við niðurstöðum henn-"' ar, þó að ekki liggi fyrir með hvaða hætti það verði gert. Þorgeir segir ljóst að niðurstöður nefndarinnar verði notaðar til að bæta verklag flugmálastjórnar í framtíðinni. Þor- Arni c. SIGURÐARSON Er tilbúinn til þess að gangast undir allar hugsanlega læknisskoðanir segir lögmaður hans. geir er hins vegar ekki tilbúinn til að tjá sig um hvort að einhver verði látinn axla ábyrgð í tilefni af niður- stöðum nefndarinnar, það eigi eftir að taka afstöðu til þess. Þorgeir segir mál flugmannsins, sem er kveikjá skýrslunnar, vera í sérstökum farvegi hjá sérskipuð- um trúnaðarlækni og skýrslan ekki hafa bein áhrif á framgang þess. Hann vænti þess þó að niðurstaða í því liggi fyrir innan tíðar. Lögmað- ur hans, Atli Gíslason, fundaði með flugmálastjóra í gær. Hann segist hafa farið fram á að flugmaðurinn sætti ekki lengur sérmeðferð, held- ur fengi að fljúga á ný. Atli segir niðurstöður nefndarinnar nákvæm- lega í samræmi við það sem hann hefði barist fyrir síðan sl. maí. Hann segir Þorgeir ætla að veita ATLI GÍSLASON Segir mál að sér- meðferð á skjól- stæðing sínum linni. ÞORGEIR PÁLSSON Segir skýrslu nefndarinnar verða notaða til þess að bæta verklag Flug- málastjornar. Nýjar ESB-reglur um aukna samkeppni í bílasölu sem gilda munu hér á landi: Lágvörumarkaður með bíla? bílasala „Nýju reglurnar eru að nokkru sniðnar eftir því sem ger- ist í Bandaríkjunum. Framleið- endurnir verða að selja hverjum sem getur borgað fyrir bílinn,“ segir Stefán Ásgrímsson ritstjóri FÍB blaðsins, um reglur sem ESB kynnti í gær og er ætlað að auka samkeppni bæði í bílasölu og - þjónustu. Reglurnar munu gilda á EES-svæðinu, og þar með á ís- landi. Með tilkomu þeirra verður einfaldara að kaupa bíla milli landa og á Netinu. Hið sama gildir um varahluti í bíla en verð á þeim hefur rokið upp á undanförnum árum að sögn Stefáns. Verð á bílum og aðflutnings- gjöld eru hvorki sérstaklega há né lág hér á landi í samanburði við Evrópu. Þvi er ekki líklegt að nýj- ar reglur muni hafa áhrif hér á landi ef bílasala verður áfram fyrst og fremst í höndum bifreiða- umboða vegna þess að verð á bíl- um frá framleiðendum mun lík- ÓLJÓST HVENÆR BREYTINGAR VERÐA Fyrirkomulag dreifingar á bílum er í stórum dráttum þannig að söluaðilar sitja einir að dreifingu tiltekinnar bílategundar á ákveðnu svæði. Þessu verður breytt I nýjum sam- keppnisreglum sem unnið er að hjá Evrópusambandinu. honum svör í dag eða á morgun. Þengill Oddsson, trúnaðarlækn- ir Flugmálastjórnar, sem vikið var tímabundið frá störfum í byrjun janúar, segir það sitt mat að niður- staða nefndarinnar varpi engu ljósi á málið. Hún fjalli ekki um aðalat- riði þess, sem hljóti að vera heil- brigðismál flugmannsins og flugör- yggi. Þengill sagðist ekki hafa heyrt neitt frá Flugmálastjórn og því að öðru leyti ekki tilbúinn til þess að tjá sig um málið. sigridur@frettabladid.is lega lítið breytast. Hins vegar gætu íslenskir neytendur eygt möguleika á verðlækkunum ef nýir innflytjendur koma til sög- unnar og hefja sölu á bílum og varahlutum í lágvöruverðsum- hverfi. Núgildandi reglur renna út í lok september á þessu ári og stefnt er að því að hinar nýju öðlist þá þegar gildi. Brynja Haf- steinsdóttir hjá Samkeppnis- stofnun segir þó algengt að éldri reglur séu framlengdar meðan komist sé að samkomulagi um nýjar. Hún á því ekki sérstaklega von á að nýju reglurnar taki gildi strax í haust. ■ Valgerður Sverrisdóttir: Við viljum vanda okkur ráðherra Valgerður Sverrisdóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, sagði að verið væri að fara yfir er- indi Verslunarráðs íslands, sem tel- ur Samkeppnisstofnun hafa farið út fyrir valdheimildir sínar. Ákvörðun um það hvernig því yrði svarað yrði tekin í dag eða á morgun Aðspurð sagðist Valgerður ekki geta svarað því hvort starfshættir Samkeppnisstofnunar í tengslum við húsleitina hjá olíufélögunum yrðu kannaðir sérstaklega eins og Verslunarráð hefði farið fram á. „Við erum að fara yfir erindið og þurfum að átta okkur á lögfræðinni í þessu öllu saman," sagði Valgerð- ur. „Við viljum vanda okkur við þessi svör og gerum ekki lítið úr þessu erindi." Valgerður sagði einnig hugsan- legt að það væri ekki hlutverk ráðu- neytisins að bregðast við erindinu. Ef svo væri væri það ekki hennar að benda á hver hefði það hlutverk. Einnig bls. 12. Miklabraut í Reykjavík: Nýtt hús- næði fyrir heimilislausa heimilislausir Ákveðið hefur verið að hefja undirbúning að opnun nýs heimilis fyrir heimilislausa að Miklubraut 20. Heimilið er fyrst og fremst ætlað þeim mönnum sem lengst hafa gist í Gistiskýlinu við Þingholtsstræti án þess að hægt hafi verið að útvega þeim annan samastað. Áætlaður stofnkostnaður er 3 milljónir króna en áætlaður rekstrarkostnaður er um 20 millj- ónir á ári. f september samþykkti borgar- ráð að fela félagsmálastjóra að hef ja viðræður við heilbrigðisráðu- neytið og félagasamtök um rekstur heimila fyrir heimilislaust fólk í Reykjavík. í kjölfar viðræðanna óskaði Samhjálp eftir því að reka tvö heimili. í fyrstu verður einung- is eitt opnað í húsi Skipulagssjóðs að Miklubraut 20. Þegar reynsla hefur fengist af rekstri heimilisins við Miklubraut mun verða athugað hvort grund- völlur verði fyrir opnun á öðru heimili fyrir heimilislausa. Hug- myndin er að það gæti tekið við fólki sem búið er að fá viðhlýtandi meðferð og undirbúning fyrir verndaða búsetu. ■ ERLENT I Farið hefur verið fram á sex ára fangelsi yfir meintum leiðtoga starfsemi Osama bins Ladens í Evrópu. Réttarhöld yfir honum eru hafin á Ítalíu. Farið er fram á fjögurra og hálfs árs fangelsi yfir samverkamönnum hans. Mennirn- ir fjórir sem allir eru frá Túnis, éru gakaðir um að tilheyra hópi hryðjúverkamanna sem falsað hefðu vegabréf og reynt að nálg- ast sprengiefni. Mennirnir voru handteknir á síðasta ári.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.