Fréttablaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 14
FÓTBOLTI SEX LEIKJA BANN Lee Bowyer og Danny Mills gengu niður- lútir frá yfirheyrslu enska knattspyrnusam- bandsins í gær. Bowyer fékk sex leikja bann og 10.000 punda sekt fyrir að gefa Gary McAllister hjá Liverpool olnbogaskot í leik og að rífast við dómara í öðrum leik við Arsenal. Mills fékk tveggja leikja bann og 7500 punda sekt fyrir að rífast við dóm- ara, einnig (leiknum við Arsenal. Aston Villa: Taylor rád- inn þjálfari fótbolti Graham Taylor hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Aston Villa. Hann tekur við af John Gregory, sem fór til Derby County, öllum að óvörum, í síð- ustu viku. Taylor þjálfaði Villa frá 1987 til 1990. Þá lenti liðið m.a. í öðru sæti í úrvalsdeildinni. Hann þjálfaði enska landsliðið í byrjun tíunda áratugarins. Því gekk ekki vel á ÉM 1992 og komst ekki í úr- slitakeppni HM 1994. Helsta markmið Taylor er að koma Villa í Evrópukeppni. Hann sagðist ætla að koma sterkur inn og sigra Chelsea á laugardaginn. ■ Smur stöð VELALAIMD VÉLASALA ♦ TÚRBÍNUR VARAHLUTIR • VIÐGERÐIR Vagnhöföi 21 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 velaland@velaland.is Wavín Göturennur Rennur til nota í gólf, við veggi - fyrir framan bíl- skúra o.m.fl. VATNSVIRKINN ehf. Ármúla 21, Sími: 533-2020 14 FRÉTTABLAÐIÐ 6. febrúar 2002 MIÐVIKUDAGUR Michael og Juanita Jordan: Lappa upp á sambandið körfubolti Michael Jordan og Ju- anita Jordan hafa ákveðið að gefa hjónabandinu annað tækifæri. Ju- anita sótti um skilnað í síðasta mánuði, vildi forræði yfir börnun- um og helming eigna Michael. Hún sagði árangurslaust fyrir þau hjón- in að reyna að halda sambandinu gangandi. Allar tilraunir hefðu verið árangurslausar. Þegar Jord- an var spurður um þetta virtist hann alltaf bjartsýnn. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna í. Ég ætla ekki að sitja aðgerðalaus. Við eigum börn,“ sagði hann í síð- asta mánuði. JORDAN HJÓNIN Vilja fá frið á meðan þau reyna að kveikja ( gömlu glóðunum. í gær gáfu hjónin út sameigin- lega yfirlýsingu. „Við ætlum að láta reyna á sættir. Ef einkalíf okk- ar fær frið frá almenningi eru mun meiri líkur á að markmiðið takist.“ Juanita dró einnig til baka skilnað- arumsóknina. Jordan hjónin eiga þrjú börn saman, 13,11 og níu ára. Þau eru búin að vera gift í 12 ár. ■ AÞENA 2004 Grikkir eru ( óðaönn að undirbúa Ólympíuleikana árið 2004. Alþjóðlega ólympíunefndin er dugleg að koma með athugasemdir við ýmsan viðbúnað. Ljóst er að Grikkir þurfa að taka mikið til áður en allt verður samþykkt. Spænski arkítektinn Santiago Calatrava sýndi nýlega líkan af Ólympíusvæðinu og vakti það mikla lukku. „Sit frekar inni í 20 ár“ Islenska hnefaleikafélaginu BAG hefur verid boðin þátttaka á stærsta áhugamannamóti heims. Frumvarp um lögleiðingu hnefaleika hefur verið lagt fyrir Alþingi í þriðja sinn. BAG vill senda landslið á mótið. hnefaleikar íslenska boxklúbbn- um BAG hefur verið boðið að senda keppendur á Ringside mót- ið, sem er stærsta áhugamanna- mót heims í hnefaleikum. Ringside fyrirtækið er stærsta boxfyrirtæki heims og hefur marga fræga hnefaleikakappa á sínum snærum s.s. Fernando Var- gas, Floyd Mayweather, Evander Holyfield og Felix TFinidad. Mótið hefst þann 28. ágúst n.k. og stend- ur í fjóra daga. Um 400 keppend- ur, frá Puerto Ríkó, Jamaíka og Bandaríkjunum, taka þátt í mót- inu. „Við höfum verið í sambandi við þá undanfarin ár og gefið þeim upplýsingar um stöðu mála hér heima. Þeir hafa sýnt þessu rosa- legan stuðning og nú eru þeir að gefa íslandi kost á að taka þátt,“ BOXARAR Tólf Islendingar fóru til Bandaríkjanna á seinasta ári þar sem þeir öttu kappi við þarlenda boxara. Líklegt er að einhverjir af þeim fari á Ringside mótið. SNORRI JÓNSSON Einn af aðstandendum Bag boxklúbbsins segist frekar vilja sitja inni ( 20 ár en hætta að boxa. segir Snorri Jónsson, einn af að- standendum BAG. Fyrir ári síðan sendi BAG tólf keppendur á mót í Bandaríkjunum og.stóðu þeir sig allir vel. Á Alþingi liggur nú fyrir frum- varp, í þriðja sinn, um lögleiðingu ólympískra hnefaleika. Líklegt er að þriðja og síðasta. umræöan um það fari fram á finttntudaginn kemur. Snorri segist ætla að halda áfram að boxa þó frumvarpið nái ekki fram að ganga. „Þá höldum við áfram með sama afli og hefur knúið okkur áfram hingað til. Það er ekkert sem getur bannað okkur að boxa. Ég mun frekar sitja inni í 20 ár en hætta því. Það er fáránlegt að banna okkur þetta enda hefur eng- inn meiðst á æfingum hjá okkur. Safnað var saman læknisvottorð- um sem voru lögð fram á Alþingi til að sýna fram á það. Það er auð- vitað einhver meiðslatíðni í grein- inni en þetta er ekkert í líkingu við það sem sést á Sýn. í áhugamanna- boxi eru rothögg t.a.m. mjög óal- geng. Það er ekki slegið jafn fast því það er eingöngu stigaskor sem gildir í þessari íþrótt. Til að skora sem flest stig þarftu að vera hrað- ur en ekki fastur.“ Félag áhugamanna um lögleið- ingu ólympískra hnefaleika fékk styrk frá íþróttasambandi íslands (ÍSÍ) upp á 150 þúsund krónur til að kynna íþróttina hér á landi. Snorri segir að BAG muni einnig reyna að fá styrk frá ÍSÍ vegna ferðarinnar. „Við viljum gera þetta í sam- vinnu við ÍSÍ, en sem komið er heimila lögin okkur ekki slíkt. Við viljum að liðið sem fer þarna út verði eiginlegt landslið íslend- inga. Það er ekkert sem segir til um hversu margir mega fara en við viljum að þetta sé landslið ís- lands. Við munum velja úr þá sem við teljum keppnisfæra. Við von- um að þessi lög detti inn sem fyrst svo þessir drengir geti fengið ein- hverja keppnisreynslu áður en þeir fara þangað." kristjan@frettabladid.is Roberto Baggio hættir að spila Baggio breytir um lífsstíl, 34 ára gamall. I síðustu viku reif hann upp þrálát hnémeiðsli. Utlitið ekki bjart eftir uppskurð. fótbolti Umboðsmaður ítalska fótboltasnill- ingsins Roberto Baggio tilkynnti á mánudagskvöld . að Baggio hafi ákveðið að hætta að spila knatt- spyrnu. Hann var' ný- búinn að ná sér eftir hnémeiðsli þegar hann lenti í samstuði. „Við vorum að vonast eftir betri útkomu eftir slysið á fimmtudaginn. Nú vill Roberto hætta að spila fótbolta. Hann ætlar að breyta um lífsstíl," sagði Vittorio Petrone umboðsmaður. Petrone vildi ekki gefa upp vonina að sjá A SJÚKRABÖRUNUM Roberto Baggio gnísti tönn- um þegar hann var borinn af leikvelli í bikarleik Brescia og Parma á fimmtudaginn. Parma vann leikinn 2-0. Seinni leikur liðanna fer fram (dag. Baggio, sem oft er kallaður Guð- dómlega taglið, aftur á vellinum. „Við ætlum að reyna að tala hann til. Minn æðsti draumur er að sjá hann spila aftur. Þó hann sé búinn að missa af HM á hann skilið að spila aftur.“ Baggio hefur upp á síðkastið ekki farið leynt með það að hans heitasta ósk var að taka þátt með ítalska landsliðinu á HM í fót- bolta í Suður-Kóreu og Japan í su'mar. Hann hefur ekki spilað mik- ið með landsliðinu undanfarin. ár og vill breyta því. Fyrst ítals- ka deildiri ,er rúmlega hálfnuð visái Baggio að hann hafði ekki mikinn tíma til að sannfæra Giovanni Trapattoni landsliðs- þjálfara um ágæti sitt. Aldurinn, sjúkrasagan og sífellt fleiri og yngri ítalskir fótboltasnillingar unnu á móti honum í vali lands- liðsins. Trapattoni sagðist hins- vegar fylgjast grannt með hon- um. Hann kæmi sterklega til greina í hópinn. Baggio var ekki búinn að spila í ítölsku deildinni í þrjá mánuðr vegna hnémeiðsla. Hann dreif sig snemma á fætur og spilaði með liði sínu, Brescia í síðustu viku. Þar lagði harih upp tvö mörk í 3-1 sigri á Lecce. Fyrsti leikur Baggio eftir meiðslin átti að vera á móti Parma í fjórðungsúrslitum ítalska bikarsins fyrir tveimur vikum. Þegar fréttir bárust rétt fyrir leik af láti eins leikmanns Parma í bílslysi var leiknum frestað fram til síðastliðins fimmtudags. Þá lenti hann í slæmu samstuði sem reif upp hnémeiðslin. Hann fór í uppskurð á mánudaginn. Eftir hann var Ijóst að Baggio gæti ekki spilað í nokkra mánuði. Baggio hefur staðið sig með ágætum í deildinni í vetur, fyrir utan meiðslin. Hann skoraði átta mörk í níu leikjum og var með guðdómlega taglið Baggio laumar boltanum framhjá Spán- verjanum Zubizarreta í'tjórðuhgsúrslitum HM 1994. Markið tryggði Itölum þáttöku- rétt ( undanúrslitum. Hann hefur spilað 55 landsleiki fyrir Ítalíu. markahærri mönnum. Brescia gekk betur þegar hann var í hópn- um. Fyrir meiðslin fékk liðið 13 stig í átta leikjum og var í sjötta sæti. í fjarveru Baggio fékk það éinungis sex stig í 11 leikjum og nálgast botninn óðfluga. Baggio hefur mikla reynslu af stórmótum, tók þátt á HM 1990, 1994 og 1998. Frægt er þegar hann klúðraði heimsmeistaratitl- inum fyrir Ítalíu með því að bren- na af í vítaspyrnukeppni á móti Brasilíu 1994. Hann fékk ekki að vera með á EM 2000. Þá töpuðu ítalir úrslitaleiknum á móti Frökkum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.