Fréttablaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 22
1 FRETTIR AF F^LKI 1 Starfsfólk Símans er á köflum undir ýmis konar álagi. Heyrst hefur að starfsmenn inn- anbúðar skrafi sín á milli að synd sé að hafa Þórarin V. Þór- arinsson á þess- um ágætu laun- um næstu árin án þess að hann verði að gagni í fyrirtækinu. Hafa menn rætt það að maður með jafn mikla samningatækni og sannfæringa- kraft gæti sinnt ýmsum störfum í notendaþjónustu. Sem dæmi hafa menn nefnt almenna símsvörun svo og innheimtur, Telja menn að skuldarar Símans myndu greiða reikninga sína að fullu og rúm- lega það ef krafta Þórarins nyti við. Ífréttir af fólki i“ Grímur Valdimarsson hefur fengið lausn frá starfi for- stjóra Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins og hyggst einbeita sér að starfi sínu sem forstjóri fisk- iðnaðardeildar sjávarútvegssviðs Matvæla- og landbúnaðarstofnun- ar Sameinuðu þjóðanna, FAO, í Róm. Forstjórastaðan í Rann-. sóknastofnun fiskiðnaðarins verður því auglýst laus til um- sóknar á næstunni. Ur innsta hring Samfylkingar- innar heyrist nú að ekki sé nokkur vafi á að Stefán Jón Haf- stein, formaður framkvæmda- stjórnar flokks- ins, sækist eftir efsta sæti Sam- fylkingarinnar á R-listanum. Talið er að hann muni fyrst og fremst nð Helga Hjörvar, forseta borgarstjórnar, sem ætl- ast til að verða fyrsti borgarfull- trúi Samfylkingarinnar á næsta kjörtímabili rétt eins og á þessu. Framganga handboltalandsliðs- ins hefur vakið athygli. Margt hefur verið sagt og skrifað um ágæta frammistöðu liðsins. Handknattleikssambandið hefur notið góðs af þar sem safnast hafa margar milljónir hér og þar því til styrkt- ar. Ríkisstjórnin ákvað að setja 15 milljónir til sam- bandsins - en þarf ekki neinar sam- þykktir aðrar en ákvörðun ríkisstjórnar til að borga út 15 milljónir króna? En hvað um það, B jörn Bjarnason, hefur gripið tækifærið og kemur víða sem hinn frelsandi engill. Sá galli er þó á rausnarskap hans að hann fer með peninga þjóðarinn- ar - en ekki sína eigin. Það kom ekki á óvart þegar þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Hog Davíð Oddsson tjáðu sig um byggðastefnu að þau voru eins mikið ósammála og hugsast getur. Það sem henni þótti ágætt þótti honum vont og svo framvegis. Sannkallaðir höf- uðandstæðingar. Heimildarmaður Fréttablaðs- ins í utanríkisþjónustunni segir að einn möguleikinn sem Halldór Ásgríms- son skoði þessa dagana, í því skyni að bæta ásýnd flokksins, sé að hrókera með ráðherra í ríkisstjórninni og hleypa manneskju á boró við Jónínu Bjartmarz þar að. N li'sé tækifæri til að hrista upp ' íherraliðinu, eins og leng: .fur legið í loftinu, um leið og B., .. n Bjarnason hverfi í borp málin. 22 m „ FRÉTTABLAÐIÐ Tvenn verðlaun á þremur dögum: Christopher Lee heiðraður leikari Christopher Lee hlaut verðlaun Empire kvikmynda- blaðsins fyrir framlag til leiklist- arinnar í gær. Þetta voru önnur slík heiðursverðlaun kappans á þremur dög- um. Chrisopher Lee er 79 ára gamall og á lang- an feril í kvikmyndaiðn- aðinum að baki. Hann hefur slegið í gegn á nýjan leik hjá kvik- myndaunnendum i hlut- verki sínu sem Sarúman í Hringadróttinssögu. Hann fer einnig með hlutverk í næstu Stjörnustríðsmynd. Eldri áhorfendur minn- ast hans sem greifans Drakúla og illmennisins Scareamanga í Bond- kvikmynd. Alls hefur hann leikið í yfir 250 kvikmyndum, sem mun vera heimsmet. Það eru lesendur Emp- ire blaðsins sem velja verðlaunahafana. Meðal annara sem hlutu verð- laun voru Kate Winslet, sem var kosin besta bres- ka leikkonan og Ewan McGregor, sem kosinn var besti breski leikarinn. Kvikmyndin Moulin Rou- ge og Hringadróttinssaga unnu þrenn verðlaun hvor og sú síðarnefdna var kos- in besta myndin. ■ CHRISTOPHER LEE Tekur hér við verð- launagrip fyrir framlag til leiklistarinnar á Ev- ening Standard hátíð- inni sl. sunnudag. HLUSTAÐ A FÓLKIÐ Hver eru vandamálin, draumarnir og lausnirnar? - er meðal þess sem íbúar á Kjalar- nesi spyrja sig þessa dagana þegar skipulagsmál ber á góma. Sigurborg segist oft reka sig á í sínu starfi að fólk virðist ekki trúa því að á það sé hlustað. Með aðferða- fræði samráðsskipulagsins sé ætlunin að sjónarmið íbúa fái notið sín. Undir Esjuhlíðum: Vistvæn byggð skipulagsmál Hatt i eitt hundrað manns komu saman á dögunum til að ræða möguleika á vist- vænni byggð undir Esjunni. Boð- að var til fundar með íbúum á Kjalarnesi og öðrum áhugasöm- um um málefnið en þetta mun vera í fyrsta skiptið sem að fullu er notast við svokallað samráðs- skipulag hér á landi þegar mál af þessu tagi eru rædd. „Samráðsskipulag er þýði enska orðinu „community plann- ing“ og sem meðal annars hefur verið þróað í Bretlandi. Þetta er aðferð við skipulag þar sem byrj- að er með autt blað og haft er samráð við íbúana allt frá fyrstu stigum skipulagsins,11 segir Sig- urborg Kr. Hannesdóttir, verk- efnastjóri hjá Ráðgjafafyrirtæk- inu Alta, sem hafði umsjón með vinnuferli þingsins, en skipulags- þátturinn var í höndum skipu- lags- og byggingarsviðs Reykja- víkurborgar. „Fyrst var unnið með ákveðin viðfangsefni í vinnuhópum þar sem notaðir voru gulir miðar til að taka fyrir vandamál, drauma og lausnir. Síðan voru myndaðir litlir hópar þar sem fólk settist niður yfir kortum og loftmyndum og setti hugmyndir sínar fram. I j hverjum hópi var fagmaður en það má segja að þarna hafi allar hugmyndir notið sín til jafns við aðrar.“ Sigurborg undirstrikar að þótt fólk kunni að vera leikmenn í skipulagsmálum þekki það sitt umhverfi og viti hvaða óskir það fi. Hún nefnir að mikilvægt sé að gæta að því að engin sjónarmið vanti í umræðuna og að yfirvöld séu reiðubúin að fylgja verkefn- inu eftir ef á annað borð sé óskað eftir tillögum frá íbúum. En hvaða framtíðarsýn hafa íbúar Grundarhverfis varðandi skipulagsmál á Kjalarnesi? „Þetta er auðvitað svæði sem hefur þá sérstöðu að vera dreif- býli í jaðri þéttbýlisins og það er eitthvað sem fólk vill halda í. Það vill að þarna verði aðstaða fyrir útvist af ýmsu tagi, fólk vill sjá miðbæjarkjarna, að ýmsar til- raunir verði gerðar með vistvæn- ar áherslur og að gróður verði meira áberandi til að gera byggð- ina vistlegri. Þá má nefna hug- ; myndir eins og að reisa smábáta- bryggju og fleira í þeim dúr.“ kristjangeir@frettabladid.is Að sögn kunnugra í utanríkis- ráðuneytinu er ein ástæðan fyrir því að Sigrún Magnúsdóttir hefur ekki gefið kost á sér til áframhaldandi setu í borgar- stjórn sú, að hún og eiginmaður hennar eru á leið- inni til Kaup- mannahafnar þar sem Sigrún verð- ur sendiherra og Páll Pétursson, sendiherra“frú“. Með þessu slær Halldór tvær flugur í einu höggi: Losnar ann- ars vegar við Pál Pétursson á smekklegan hátt og finnur þægi- legt embætti fyrir hina dyggu flokksmanneskju Sigrúnu og hressir hins vegar svo um munar upp á ásýnd flokksins í aðdrag- andi þingkosninga. Sigrún sagði í samtali við Fréttablaðið að þetta hefði ekki verið nefnt við sig. Fréttir herma að Davíð Odds- son sé á leið í heimsókn til Bandaríkjanna til að hitta „flokksbróður" sinn í NATO, Ge- orge Bush Bandaríkjafor- seta. Hann fari sem samherji í Atlantshafs- bandalaginu og sá sem setið hef- ur lengst allra lýðræðiskjörinna forsætisráð- herra. Spá í spásímanum 9086116 er spákonan Sirrý og spáir í ástir og örlög framtíðar. Einnig tímapantanir fyrir einkatíma í sama síma. Andleg leiðsögn, miðlun, tarot, spilaspá, draumaráðningar og huglækningar. Leitum lausna við vandamálum. Verðviðfrá kl.15-2 i síma 908-6040. Hanna Tarotlínan sími 908 5050 tarotlestur, miðlun, draumráðningar. Fínsvör um hjónabandið, ástina, heilsuna, fjármálin, símatími 18-24 Sálarrannsóknarfélag íslands stofnað 1918 Garðastræti 8, Reykjavík. Miðlarnir og huglæknarnir Birgitta Hreiðarsdóttir, Bjarni Kristjánsson, Erna Jóhanns- dóttir , Guðrún Hjörleifsdóttir, Hafsteinn Guðbjörnsson, Krist- ín Karlsdóttir, Lára Halla Snæ- fells, María Sigurðardóttir, Rósa Ólafsdóttir, Skúli Lórenz- son og Þórunn Maggý Guð- mundsdóttir starfa hjá félaginu og bjóða upp á einkatíma. Einig starfar Amy Engilberts dulspekingur hjá félaginu og býður upp á einkatíma. Friðbjörg Óskarsdóttir heldur utan um mannræktar-, þróun- ar- og bænahringi. Upplýsingar og bókanir eru í s. 551 8130 alla virka daga frá kl. 9.00 til 15.00 Einnig er hægt að senda fax, 561 8130, eða tölvupóst, srfi@isholf.id SRFÍ. Sálarrannsóknarfélag íslands stofnað 1918 Frá Sálarrannsóknarfélagi íslands: Eftir miðjan febrúar eru fyrirhuguð þrjú ný námskeið hjá félaginu: HUGLEIÐLUNÁMSKEIÐ þar sem kennd verður MYNDRÆN HUG- LEIÐSLA. ORKUUPPBYGGING eða hvernig við eigum að byggja upp orkuna okkar með hjálp orkustöðvanna. TILFINNINGAÚRVINNSLA hvernig getum við unnið okkur út úr erfiðri til- finningalegri reynslu ATH! vegna takmarkað fjölda er fólk beðið að bóka sig sem fyrst. Sálarrannsóknarfélag ísiands Garðarstræti 8 101 Reyjavík s:551 -8130 Fax:561-8130 netfang: srfi@simnet.is Laufey Héðinsd. miðill s-9085050 Tarotlestur, miðlun, draumaráðningar, fyrri líf, fyrirbænir. Sími9085050 Flokkaðar auglýsingar 515 7500 Iðnaðui* Námskeið Námskeið í tré og trérennismíði hefjast í febrúar, lýkur fyrir páska Kennari Þórarinn Þórarinsson Upplýsingar í síma 894 3715 www. simnet. is/inni Acryl ehf S: 561 1206 GSM: 8985457 Tökum að okkur alla almenna málningavinnu. Stór sem smá verk Málun erfag Helgi Gunnlaugsson löggiltur málarameistari TRÉVINNUSTOFAN e*f Sími 8958763 fax 55461 64 Smiðjuvegur 1 1 200 Kópavogi Sérsmíöi í aldamótastíl Fulningahuröir. Stigar Gluggar. Fög . Skrautlistar Alhliða byggingaþjónusta Vanir menn og vönduð vinna. Meistaraskólagengnir húsasmíðameistarar. Sími: 894-9529 og 898 0771 Til sölu einnota stillansaefni 1200 metrar af 1“ x 6“ 153 metrar af 2« x 4« sími 8972280 Parketslípun, Parket- viðhald, Parketlögn Gö/fi stan Júlíus Júlíusson GSM 847 I48I Fagmennska í fyrirúmi Ábyrgjumst öll okkar verk

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.