Fréttablaðið - 21.03.2002, Síða 6

Fréttablaðið - 21.03.2002, Síða 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 21. mars 2002 FIMMTUDAGUR SPURNING DAGSINS Er efnahagslægðinni lokið? 1 Ég vona það svo sannarlega. Háskólinn er að útskrifa mikið af ungu og hæfileikaríku fólki sem þarf að fá vinnu. Anna Aðalsteinsdóttir sölumaður hjá Eddu miðlun og útgáfu. Hlutabréfasjóður Búnaðarbankans: Hver fé- lagi tapaði 23.000 kr. félag Hlutabréfasjóður Búnað- arbankans tapaði tæpum 240 milljónum frá byrjun maí á síð- asta ári til loka janúar 2002. Yfir sama tímabil í fyrra var tapið 65 milljónum króna meira, eða um 305 milljónir króna. Hluthafar í lok janúar 2002 voru 10.212 en voru 10.485 í lok apríl 2001 og fækkaði því um 273 á reikningstímabilinu. Eng- inn einn hluthafi á meira en 10 prósent í félaginu. Sé tapinu deilt á alla sjóðsfé- laga tapaði hver og einn rúm- lega 23 þúsund krónum. Enginn starfsmaður starfaði hjá félaginu á reikningstíma- bilinu maí árið 2001 til janúar árið 2002 en Búnaðarbanki ís- lands sá um daglegan rekstur þess. ■ —♦— Yfirlæknar heilsugæslustöðva: Áhyggjur af skertri þjónustu heilsugæsla Félag yfirlækna á heilsugæslustöðvum samþykkti ályktun á aðalfundi sínum þann 1. mars s.l. þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna skerðingar á þjónustu sem boðuð hefur verið á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Yfirlæknum heilsugæslu- stöðvanna er ljóst það mikil- væga og ómetanlega starf sem unnið er á Greiningarstöðinni. Miklir erfiðleikar blasa við fjölmörgum einstaklingum ef fer fram sem horfir og hvetja yfirlæknar heilsugæslustöðva ríkisvaldið til að hlúa að því ágæta starfi sem fram fer á Greiningarstöðinni á þann veg að þjónusta hennar skerðist ekki. ■ INNLENT Skiptum úr þrotabúi Skipa- smíðastöðvar Marseilíusar á ísafirði er nú lokið, en fyrir- tækið varð gjaldþrota árið 1994. Veðkröfur og launakröfur að upphæð 37 milljónir króna hafa verið greiddar út. 15 milljónir fengust upp í alls 45 milljóna almennar kröfur. Lífeyrissjóður Vestfjarða og íslandsbanki tapa stærstum hluta þeirra 30 millj- óna sem eftir standa. Ýmis dómsmál tengd viðskiptakröf- um búsins hafa orðið til þess að tefja úthlutun. Markaðsvirði Austurbakka undir tilskyldu lágmarki: Fá sex mánaða frest INNLENT Launavísitalan hækkaði um 0,1% milli janúar og febrúar samkvæmt útreikningum Hag- stofunnar. Vísitalan, sem reiknast út frá meðallaunum, stendur í 224,8 stigum. ísitala byggingarkostnaðar hefur engum breytingum tek- ið síðasta mánuðinn. Síðasta árið hefur vísitala byggingarkostnað- ar hækkað um 8,7%. Hagstofan reiknar vísititöluna og var hún 275,8 stig um miðjan mars líkt og var um miðjan febrúar. Brotist var inn í videoleigu í Bæjarlind um hálfþrjúleytið í fyrrinótt. Að sögn lögreglu var 20-30 þúsund krónum stolið það- an í skiptimynt. Þjófurinn eða þjófarnir eru ófundnir. Fá fyrirtæki Markaðsvirði Austur- bakka er komið niður fyrir lág- mark sem Verðbréfaþing íslands setur fyrirtækjum á þingið. Samkvæmt upplýsingum frá Verðbréfaþingi skulu skráð félög uppfylla skilyrði skráningar hverju sinni. Uppfylli félag sem skráð er á Aðallista ekki lengur skilyrðin fær það sex mánaða frest til að uppfylla þau að nýju, annars verða hlutabréf þess flutt á Vaxtarlista. Því er ljóst að Austurbakki þarf að bregðast við á næstu mánuðum. Það er hlutverk Verð- bréfaþings að fylgjast með fyrir- tækjum sem eru skráð og fara yfir forsendur skráningar á þingið með forsvarsmönnum fyrirtækja. Ef ekki er lengur for- senda fyrir skráningu er hægt að afskrá félag af þinginu. Austurbakki var rekið með 93 milljóna króna tapi í fyrra. Eigin- fjárstaðan er ekki góð. Skuldir félagsins hækkuðu um rúmar 650 milljónir. Slæm niðurstaða ársins er rakin til gengislækkun- ar krónunnar. Félagið þurfti að standa við umsamið verð þó kostnaður við vörukaup hækkaði vegna lækkunar krónunnar. Ekki náðist í Árna Þór Árna- son, forstjóra Austurbakka, í gær. ■ INNLENT Síðustu starfsmenn sem unnið hafa við tökur á nýjustu James Bond-kvikmyndinni í Jök- ulsárlóni fara af landi brott í dag. Tökum á svæðinu lauk sl. föstu- dag. Hafa starfsmennirnir verið að ganga frá búnaði og tjöldum sem sett höfðu verið upp á svæð- inu. Að sögn lögreglunnar á Höfn stendur næst til að taka upp jeppaauglýsingu í lóninu. Eldur kom upp í potti á Hótel Sögu um tíuleytið í fyrra- kvöld. Var Slökkviliðið í Reykja- vík sent á vettvang en þegar að var komið var búið að slökkva eldinn. Að sögn slökkviliðsins var hótelið reykræst í kjölfarið. Tvær hæðir voru rýmdar á hótel- inu vegna eldsins. Gölluð neyðaráætlun á Reykjavíkurflugvelli Rannsóknarnefnd flugslysa segir að endurskipuleggja þurfi neyðaráætl- un fyrir Reykjavíkurflugvöll. Faðir pilts sem lést eftir slysið segir nú loks viðurkennt margt sem aðstandendur hafa sagt. SAMNINGURINN UNDIRRITAÐUR Forráðamenn Narad Network og Símans undirrituðu samstarfssamninginn í gær. Samstarfssamningur Landssímans: reykjavíkurflugvöllur Rannsóknar- nefnd flugslysa segir að endur- skipuleggja þurfi neyðaráætlun fyrir Reykjavíkurflugvöll. Þetta er niðurstaða eftir sjö mánaða viðbót- arrannsókn á björgunarþætti Skerjafjarðarslyssins. Það var í kjölfar endurtekinna athugasemda og ábendinga að- standenda pilta sem fórust i Skerja- fjarðarslysinu að samgönguráðu- neytið óskaði þess að rannsóknar- nefndin kannaði hvernig staðið var —t— að björguninni. Rannsóknar- nefndin segir nú að stjórnun björgunar- innar hafi átt að vera í höndum Land- og Slysavarnafélagsins í stað slökkviliðsins á flugvellinum. Strax hafi átt að kalla eftir aðstoð þyrlu Landhelgis- gæslunnar. Rannsóknar- nefndin bendir á að þjónustusamningur Það var í kjöl- far endurtek- inna athuga- semda og ábendinga að- helsisaaeslu standenda helgis8æslu pilta sem fór- ust í Skerja- fjarðarslysinu að samgöngu- ráðuneytið óskaði þess að rannsókn- arnefndin kannaði hvernig staðið Flugmálastjórnar var að björg- við slökkvilið taki uninni. ekki til köfunarþjón- ...♦.... ustu. Tilviljun ráði því hvort kafarar séu á vakt hverju sinni hjá vallarslökkviliðinu. Samgönguráðuneytið hefur lagt fyrir Flugmálastjórn að fylgja ábendingum rannsóknarnefndar- innar eftir. Bensínslanga í björgunarbát hafi slitnað úr sambandi og tafið að- gerðir. Stærri björgunarbátur sem síðan hafi bæst við sé lélegur. Fyrir stuttu kom reyndar fram í Frétta- blaðinu að sá bátur var úrskurðað- ur ónýtur árið 1997 en lagfærður til GÚMMÍBÁTUR FLUGMÁLASTJÓRNAR Rannsóknarnefnd flugslysa telur brýnt að Flugmálastjórn endurnýi sem fyrst björgunarbát Reykjavíkurflugvallar. Upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar sagði hins vegar í svari til Frétta- blaðsins fyrr í þessum mánuði að björgunarbátamálin væru I viðunandi horfi. Þó stæði til að kaupa „fullkominn" bát. Niðurstöðu I því máli mætti vænta í vor. bráðabirgða í haust. Nefndin leggur áherslu á að björgunarbáturinn verði endurnýj- aður sem fyrst. Þess má geta að Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagði aðeins átta dögum eftir Skerjafjarðarslysið það vera vilja stjórnvalda að hafa besta fáanlegan búnað til björgunarstarfa á Reykja- víkurflugvelli. Ekkert yrði til spar- að. Um ári síðar sagði slökkviliðið það vera fyrirliggjandi að báturinn yrði endurnýjaður. Friðrik Þór Guðmundsson, faðir pilts sem lést eftir slysið, segir að nú sé loks opinberlega viðurkennt ýmislegt sem aðstandendur hafa haldið fram. „Þó rannsóknarnefnd- in geti ekki, vegna særðs stolts, kallað hlutinn það sem hann er, hafa þeir í reynd endurupptekið málið og skilað af sér fjórum tillögum til úrbóta," segir hann. Friðrik segir ljóst að nú meira en hálfu öðru ári eftir Skerjafjarðar- slysið - sé einfaldlega ekki til nothæf neyðaráætlun fyrir Reykjavíkur- flugvöll. „Þetta lýsir smákónga- vandamáli í kerfinu og því að menn vilja ýta frá sér ábyrgð. Þeir neita að viðurkenna á sig mistök. Slíkir menn bregaðst ekki við til að koma í veg fyrir næstu mistök," segir hann. gar@frettabladid.is Flutnings- getan tífaldast breiðband Landssíminn skrifaði í gær undir samstarfssamning við bandaríska fyrirtækið Narad Networks um tilraunaverkefni á lausnum á gagnaflutningum um Breiðbandið. Með tækni Narad á flutningsgeta á Breiðbandinu að aukast úr 8 megabitum í 100, sem gefur nýja möguleika í þjónustu. Ef samstarfið gengur upp verður hægt að sækja efni af Netinu, möguleiki á opnun myndveitu þar sem hægt er að nálgast kvik- myndir og tölvuleiki auk þess sem það gefur möguleika á gagnvirku sjónvarpi. Samningurinn er til tveggja mánaða og að honum loknum verður hægt að segja til um hvort þjónustan sé fyrir hendi. Tilraunirnar hefjast í júní. í dag hefur helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins aðgang að Breiðbandinu og á Múlasvæðinu hafa viðskiptavinir aðgang að Netinu. Uppbygging á Interneti Breiðbandsins verður þó lokið innan árs. ■ 1 INNLENT | Tveir drengir á 14. og 15 ald- ursári stálu vatnsrörum sem notuð er í skólplagnir, úr verslun á Húsavík á sjötta tímanum í fyrra- dag. Að sögn lögreglunnar voru þeir látnir skila rörunum, sem nota átti til leikja, eftir að rætt hafði verið við foreldra þeirra. ^ Starfsmenn Óbyggðanefndar: Á bólakafi við að koma málum frá stjórnsýsla í dag er von á fyrstu úrskurðum Óbyggðanefndar, sem að þessu sinni fjalla um þjóðlend- ur í Árnessýslu. Hlutverk nefnd- arinnar er að fjalla um kröfur sem fjármálaráðherra hefur sett fram til ákveðinna landsvæða til handa ríkinu í krafti laga um þjóðlendur. í lögunum er ekki heimild til eignaupptöku, en það er nefndarinnar að skera úr um hvar mörk þjóðlenda liggja. Úr- skurðum nefndarinnar má svo skjóta til dómstóla. „Við erum bara á bólakafi við að reyna að ganga frá þessu,“ sagði Kristján Torfason, formað- ur og framkvæmdastjóri Óbyggðanefndar. Hann sagði starfsfólk nefndarinnar hafa lagt nótt við dag og unnið fram yfir miðnætti síðustu daga til að ná því markmiði að birta fyrstu úr- skurði í dag. „Þegar maður er bú- inn að setja ákveðinn tíma verður maður að standa við hann.“ Krist- ján vildi ekkert segja til um hvort hann byggist við því að sátt yrði um úrskurði nefndarinnar. „Á þessu stigi vil ég ekkert ræða málið. Ég er bara á bólakafi við að koma þessu frá,“ sagði hann í gær. Nefndin var stofnuð á haust- dögum 1998 og hóf störf þá um áramótin. Nú þegar fyrstu úr- ÓBYGGÐANEFND Starfsmenn Óbyggðanefndar hafa hamast við að koma frá úrskurðum um þjóðlendur I Árnessýslu undanfarna daga. Framkvæmdastjóri nefndarinnar segir nótt hafa verið lagða við dag. skurðir koma eru því liðin rúm þrjú ár frá því nefndin tók til starfa. Lögfræðingur nefndarinn- ar sagði fyrir áramót að fyrstu úr- skurðir væru fordæmisgefandi og því eðlilegt að þeir tækju lengri tíma en þeir sem á eftir koma. Fyrstu úrskurðir nefndarinnar verða kveðnir upp klukkan tvö í dag í Gömlu Borg í Grímsnesi. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.