Fréttablaðið - 21.03.2002, Side 13
FIMMTUDAGUR 21. mars 2002
Zanardi á batavegi:
Ræsir
kappakstur á
sömu braut
kappakstur Alex Zanardi,
kappakstursökumaðurinn sem
missti báða fætur í Cart-kappakstr-
inum sl. haust, ætlar i haust að snúa
aftur á hina örlagaríku braut í
Þýskalandi þar sem hann lenti í bfl-
slysi þar. Hann mun ræsa þýska
Cart 500-kappaksturinn á
EuroSpeedway-brautinni 21. sept-
ember. Þá er liðið rúmt ár síðan
hann lenti í slysinu. ftalinn er á
batavegi. Hann er búinn að aðlagast
og læra að ganga á gervifótleggjum
og er farinn að keyra bíl. ■
ALEX ZANARDI
Hefur lært að ganga á gervifótleggjum.
PÖKKNUM SKOTIÐ
Norðmaðurinn Espen Knutsen er hér neðarlega til vinstri á myndinni að skjóta. Varnar-
maður fór í veg fyrir pökkinn, sem fór yfir öryggisglerið og í höfuð Brittanie Cecil.
Bandarísk stólka látin:
Fékk pökk
í höfuðið
íshokkí Táningsstúlka,
sem fékk pökk í höfuð-
ið á íshokkíleik í NHL-
deildinni, lést á mánu-
dagskvöld. Hún hét
Brittanie Cecil og var
13 ára. Á laugardaginn
var hún á leik milli
Columbus Blue
Jackets og Calgary
Flames. Norðmaðurinn
Espen Knutsen hjá
Columbus skaut pökk-
inum yfir hlífðarglerið
í kringum svellið.
Pökkurinn hrökk fyrst
af kylfu varnarmanns,
síðan af öðrum áhorfanda og
beint á enni Brittanie. Eftir högg-
ið stóð hún upp og gekk út án
mikillar hjálpar.
Þetta er fyrsta dauðsfall
áhorfanda af völdum pökks í
NHL-deildinni og eitt af fáum
dauðsföllum í kringum banda-
rískar íþróttagreinar.
Þar er kappakstur und-
anskilinn. „Áhangend-
ur liðsins skipta öllu
máli. Þessi missir hef-
ur mikil áhrif á Blue
Jackets-liðið og alla
sem koma að því,“ seg-
ir Doug MacLean
stjórnandi. Fyrir leiki
eru áhorfendur á ís-
hokkíleikjum varaðir
við fljúgandi pökkum.
Einnig eru viðvörunar-
skilti á hlífðarglerinu í
kringum svellið.
Nokkrum sinnum
hefur komið fyrir að áhorfendur
í áhugamannadeildum í íshokkí
slasist illa eða látist. 1 hafnar-
bolta eru fimm tilvik skráð þar
sem áhorfendur hafa látist af
völdum bolta. Ekkert svipað hef-
ur gerst í körfubolta eða fótbolta
í Baridaríkjunum. ■
BRITTANIE CECIL
Gekk út hjálparlaust eftir
slysið. Lést tveimur dögum
seinna.
Nýtt tæki virkar vel:
Hálfpípa
í Skálafelli
skíði Starfsmenn í Skálafelli hafa
undanfarna daga unnið að því að
útbúa háfpípu við efri enda stóla-
lyftunnar. Þeir nota nýtt hálf-
píputæki, sem er sérstaklega ætl-
að til verksins og er hið fyrsta
sinnar tegundar á íslandi. Það
reynist vel og bíða snjóbretta-
menn þess með óþreyju að hálf-
pípan verði kláruð.
Hálfpípa líkist afskornu röri úr
snjó. Brettamenn renna sér upp
hliðarnar og stökkva upp af brún-
inni. Undanfarin ár hefur verið
reynt að útbúa hálfpípur í Skála-
felli. Þá hefur troðari verið notað-
HÁLFPÍPUTÆKI
Við efri enda stólalyftunnar í Skálafelli er
búið að útbúa hálfpípu fyrir snjóbretti.
ur til verksins og lokafrágangur
unninn með höndum. Nú er ferlið
mun fljótlegra og auðveldara að
halda hálfpípunni við. ■
Léttkaupsútborgun
1.250 kr. næstu 12 mánuði
færist á símreikning
Verð: 16.980 KR.
Verð áður 18.001 kr.
Tilboð þessi gilda í öllum verslunum Símans
um land allt dagana 75. mars til go. apríl.
simmn.is