Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.03.2002, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 21.03.2002, Qupperneq 17
FIMMTUDAGUR 21. mars 2002 Alieyrnarpróf: Fá sjö mínútur til að sanna sig leikhús Félag íslenskra leikara (FÍL), Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur og Leikfélag Akureyr- ar standa fyrir ár- legu áheyrnarprófi atvinnuleikara og söngvara. Prófið fer fram á Litla sviði Borgarleikhússins, mánudaginn 25. mars nk. og stendur frá kl.16.00 til 18.00. Þátttakendur fá til umráða u.þ.b. 7 mínútur fyrir einleik, tvfleik, söng eða það sem þeir telja að sýni best hvað í þeim býr. Þeir verða að vera vel undirbúnir og hafa með sér nót- ur fyrir undirleikara, ef þeir ætla að syngja. Skráning fer fram á skrifstofu FÍL í síma 552-6040 eða office@actors-union.is Mikilvægt er að þeir sem ætla að þreyta prófið komi upplýsingum um menntun sína, reynslu o.þ.h. á skrifstofu FÍL á tölvutæku formi. Síðasti skráningardagur er í dag, 21 mars. ■ ROKKSLÆÐAN Hljómsveitin er skipuð: Kristínu Eysteinsdóttur söngkonu, Kiddu Rokk sem spilar á gítar og syngur bakraddir, Arndísi Hreiðarsdóttur sem ieikur á slagverk og Önnu Margréti Hraundal sem leikur á gítar og hristur. Kvennahljómsveitin Rokkslæðan: Sérhæfa sig í almennum töffaraskap tónleikar Kvennahljómsveitin Rokkslæðan verður með tónleika í kvöld og á morgun á veitingahús- inu O'Brians, Laugavegi 75. Að sögn Kristínar Eysteins- dóttur, söngkonu hljómsveitarinn- ar sérhæfir hljómsveitin sig í hetjurokki og almennum töffara- skap. „Við erum allar vinkonur en höfum ekki starfað saman fyrr en nú. Ég var í hljómsveitinni Ótukt, Kidda og Anna Margrét voru í hljómsveitinni Bellatrix og Arn- dís hefur leikið í ýmsum hljóm- sveitum." Kristín segir að í upp- hafi hafi hljómsveitin verið stofn- uð í gríni. Henni hafi síðan verið svo vel tekið að tónleikarnir séu orðnir fleiri en ætlað var í byrjun. Á hverjum tónleikum fá ein- hverjir úr áhorfendahópnum að gjöf „rokkslæður" sem hannaðar eru af Skaparanum. „Slæðan er ekki afhent rétt si svona heldur þarf að vinna fyrir honum. Sá sem sýnir bestu rokktaktana t.d. fer úr að ofan og sýnir að hann sé mikill áhangandi fær slæðu. Við viljum svo gjarnan eignast áhangendur." Þess má geta að útvarpskonan Andrea Jónsdóttir varð þess heið- urs aðnjótandi að fá heiðursrokk- slæðu að gjöf á fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar sem haldnir voru fyrir hálfum mánuði á Sirkus. ■ FIMMTUPAGUR 21. MARS FUNPUR___________________________ 17.00 (tilefni af alþjóðlegum degi Sameinuðu þjóðanna gegn kyn- þáttamisrétti verður opið hús í Alþjóðahúsi. Dagskráin hefst með málstofu þar sem fjallað verður um rasisma. Að málstof- unni lokinni verða óvæntar uppá- komur og boðið upp á léttar veit- ingar. Dagskráin stendurtil kl. 19 og er öllum opin og aðgangur ókeypis. Alþjóðahús er á Hverfis- götu 18, gegnt Þjóðleikhúsinu. 20.00 Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð standa ( kvöld fyrir fræðslukvöldi í Safnaðarheimiii Háteigskirkju. Fyrirlesari er Haukur Ingi Jónasson, guðfræð- ingur og sálgreinir. Hann nefnir erindi sitt Sorg og þunglyndi. Fyr- irlesturinn er öllum opinn. Að- gangseyrir er 500 kr. FYRIRLESTUR______________________ 12.30 Næsti fræðslufundur Tilrauna- stöðvarinnar á Keldum verður i dag. Fyrirlesari: Ólöf Sigurðar- dóttir læknir, Rannsóknadeild LSH, Fossvogi. Titill erindis: „Kon- ur og vísindi." Fræðslufundir eru haldnir í bókasafni Keldna. Bóka- safnið er í húsi 2. 16.15 Málstofa í læknadeild verður hald- in í dag. Þórgunnur E. Pétursdóttir ræðir um genabreytingar í nokkrum æxlisgerðum. Málstofan fer fram í sal Krabbameinsfélags íslands, efstu hæð, á hverjum fimmtudegi. 17.00 Myndlistarmaðurinn Hannes Lárus- son heldur fýrirlestur i Listasafni Reykjavíkur - Kjaivalsstöðum í dag þar sem hann fjallar um eigin verk og þá sérstaklega um sýning- una Hús í hús sem nú stendur yfir. Frítt inn og allir velkomnir. 17.15 John McKinnell frá Háskólanum í Durham heldur i dag fyrirlestur á vegum Félags þjóðfræðinga á ís- landi. Fyrirlesturinn sem verður fluttur á ensku fjallar um ástarsam- bönd Óðins i norrænum goðsögn- um og ber titilinn: Óðinn as Sed- ucer. Hann verður í stofu 201 í Árnagarði. 20.30 Alliance Francaise gengst fyrir bók- menntakvöldi í JL-húsinu í kvöld. Þar verður Friðrik Rafnsson, bók- menntafræðingur og þýðandi, með rabb undir yfirskriftinni Að gilja heim- inn - hugleiðing um þrjár nýlegar franskar neðanbeltisskáldsögur. Tilkynningar sendist á netfangið rilstjorn@frettabladid.is Fermingartilboð 25% afsláttur af vinsælum tölvuleikjum og DVD-myndum jetáb- pcc“"'“ wars DEj ■m' J f - . Aðrar DVD-myndir á tilboði: Almost Famous Evolution Joe Dirt Happy Gilmore A Knight's Tale Final Fantasy Mummy Returns Jón Gnarr Simpsons Aörir tölvuleikir á tilboði: Half-Life PS2 Crash Bandicoot PS2 SSX Tricky PS2 Sims PC Empire Earth PC Star Wans Galactic Battleground PC Commandos 2 PC Oavid Beckham Soccen PSX Fifa 2002 PSX NBA Live 2002 Gold PSX S K I F A N Laugavegí 26 • Kringlunni • Smáralind KOSTABOÐ Á HINUM RÓMUÐU OC EFTIRSÓTTU ÍTÖLSKU RAFTÆK|UM I eldavélum, ofnum, hellubor&um og viftum. Hvítir, svartir, spegill, burstab stál o F N A R ' i —. 4ra kerfa ofn, hvítur Verb ábur kr. 45.300,- Nú abeins kr. 29.990,- 4 kerfa ofn, burstab stál Verb ábur kr. 61.200,- Nú abeins kr. 45.900,- 7 eðo 8 kerfa ofn hvítur, svartur, spegill, stál Verb ábur kr. 69.900,- Nú abeins kr. 55.900,- 2|A ARA ABYRGÐ FULLKOMIN VARAHLUTA- OG VIÐGERÐARÞJÓNUSTA Helluborb 25-40% afsláttur 2ja hellu Frá kr. 9.720,- 4ra hellu Frá kr. 18.230,- Keramikborb Frá abeins kr. 25% afsláttur 39.830,- 2 gas + 2 raf. - 25% afsláttur Burstab stál kr. 25.730,- Gasborb 2 blúss: 3 blúss: 4 blúss: 25% afsláttur Frá kr. 14.850,- Abeins kr. 35.250,- Frá kr. 28.800,- Vifta, hvít eöa svört/stál Ábur kr. 8.840,- Nú abeins kr. 6.900,- Veggháfur, burstab stál Breidd 60cm: Ábur kr. 35.700,- Nú abeins kr. 26.900,- Breidd 90cm: Ábur kr. 43.600,- Nú abeins kr. 33.900,- Veggháfur, burstab stál Breidd 60cm: Ábur kr. 39.500,- Nú abeins kr. 29.900,- Breidd 90cm: Ábur kr. 47.400,- Nú abeins kr. 36.900,- Eyjuháfur 90x65cm Verb ábur kr. 95.900,- Nú abeins kr. 74.900,- OPIÐ: mánud.-föstud. 9-18 laugardaga 10-16 Velkomin í Fríform. Gób aðkoma og næg bílastæði. IFriform ASKALIND 3 - KÓPAVOGI - SÍMI: 562 1500

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.