Lögberg - 28.07.1955, Blaðsíða 25

Lögberg - 28.07.1955, Blaðsíða 25
Nólllaus voraldar veröld þar sem víðsýnið skin. Xögberg Þú álfu vorrar yngsta land. vort eigið land, vorl fósturland. LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. JÚLl 1955 25 HLAUP ÚR MÝRDALSJÖKLI: Búizt við Kötlugosi, engin gosmerki enn Brýrnar á Múlakvísli og Skálm tók aí svo að sam- göngur leppasl Hlaup mikið kom s.l. laugardagskvöld í árnar Múlakvísl og Skálm, sem koma undan Mýrdals- jökli. Kom hlaupið mjög skyndilega af fullum krafti og tók af brýrnar á Múlakvísl og Skálm rétt fyrir kl. 8 um kvöldið. Höfðu bílar farið yfir brýrnar rétt áður en þær tók af. Hlaupið stóð skamma stund. í gær átti blaðið tal við fréttaritara sinn í Vík í Mýr- dal. Sagði hann, að hlaupið væri að mestu sjatnað, en jakar lægju á víð og dreif um sandinn. Yfirborð Múlakvísl- ar hækkaði víða um 6 metra og norðan í Selfjalli, þar sem brúin var, er t. d. jaki 4—5 metra ofan við vatnsborðið. Skemmdir á engjum urðu ekki miklar. Samgöngur á landi til austurhluta sýslunn- ar eru nú tepptar og mun það taka langan tíma að reisa nýj- ar brýr. Á veturna má aka yfir árnar á bíl, en varla að sumrinu til. Símasamband helzt austur yfir Mýrdalssand. 100 millj rúmmelrar Flokkur vísindamanna var við Kötlu er þetta varð. Kl. 8 á laugardagsmorgun urðu Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 1. ágúst, 1955 DR. G. PAULSON Viðtalsstaðir: LUNDAR og ERIKSDALE MANITOBA HAMINGJUÓSKIR * til íslendinga í tilefni af 66. þjóðminningardegi þeirra á Gimli, Man., 1. ágúst 1955 J. M. GÍSLASON forstjóri og eigandi FLOTHOLA VERKSMIÐJURNAR Á LUNDAR Manitoba, Canada CONGRATULATIONS . . . to the lcelandic People on the Occasion of the 66th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August Ist, 1955. Fraserwood Creamery LARUS BJORNSSON, Owner fraserwood MANITOBA leiðangursmenn varir jarð- skjálfta. Þrettán tímum síðar var hlaupið komið til sjávar. Hlaupið hafði tvö útföll und- an jöklinum. Annað var við upptök Skálmár undan Höfða brekkujÖkli. Var flóðið þar 3—5 sinnum meira en venju- legt vatnsmagn Þjórsár. Meira flóð brauzt fram vestar úr Rjúpnagili, en þar á Múla- kvísl upptök. Vatnsflaumur- inn þar mun hafa numið 10 sinnum venjulegu vatnsmagni Þjórsár. Dr. Sigurður Þórar- insson áætlar að um 100 millj. rúmmetra hafi runnið fram á nokkrum klukkustundum. Sig nærri Köllugjá í fyrstu var talið að um Kötlugos væri að ræða. Oft- ast hefir gos hafizt um leið og hlaup byrjaði. Ekkert hefir þó enn komið fram, er bendir til goss. Er Pálmi Hannesson og dr. Sigurður Þórarinsson flugu í gær yfir jökulinn, sáu þeir tvö ný hringlaga ketilsig, hið syðra á að gizka 80 m. djúpt og 500 m. á breidd með tjörn í miðju. Er enginn vafi, að þaðan hefir vatnið komið, en hvað valdið hefir hlaupinu er enn ráðgáta. Sig þessi eru á svipuðum slóðum og síðasta Kötlugos. Viðbúnaður Er fréttir bárust af hlaup- inu óttuðust menn þegar að Kötlugos væri að hefjast. Ráð- stafanir voru því gerðar til að bjarga fólki ef þurfa þætti. Congratulations to the Icelandic People on the Occasion of the 66th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August 1, 1955. VICTOR BARBER SHOP 687 Sargenl Ave. Winnipeg Manitoba Þorsteinn J. Gíslason (12/5 1875 — 19/7 1955) NOKKUR KVEÐJUORÐ Þegar ég hugsa um alla hina mörgu einstaklinga, sem ég hef kynnzt meðal Vestur- Islendinga undanfarin ár, finnst mér ég eiga um fáa þeirra hugljúfari minningar en Þorstein J. Gíslason í Brown. Nú þekkti ég hann auðvitað ekki nema nokkur efstu ár hans, en í mínum augum var hann þó alltaf ungur — þrátt fyrir ellina, því að hann var lifandi og vakandi í því, er var að gerast í kringum hann. Þorsteinn og kona hans ágæt, Lovísa Jónsdóttir Þor- lákssonar, voru nokkurs kon ar íslenzkir verndarvættir einnar fámennustu íslend- ingabyggðarinnar vestan hafs og settu á hana, að mér fannst. alveg sérstakan svip. Og þótt Þorsteinn sé nú dáinn, spái ég því, að áhrifa hans muni Var flogið austur að Skóga- sandi og hafði flugbjörgunar- stöðin þar bækistöð. Þyril- vængjur af Keflavíkurflug- velli fóru og á vettvang að ósk Björns Jónssonar flug- umferðarstjóra, en hann stjórnaði leiðangrinum. Ekki mun fólk eystra hafa gert neinar ráðstafanir til að forða sér og nú er talið að hættan sé liðin hjá. —Alþbl., 28. júní Þorsieinn J. Gíslason lengi gæta í byggðinni og hinir yngri menn taka þar við, sem hann varð frá að hverfa. Það er ekki ætlun mín að lýsa hér lífsferli Þorsteins, hversu vel hann reyndist móður sinni, er hann missti föður sinn ungur, eða skýra frá landnámi þeirra mæðgina í Brown og víðtækri hlutdeild hans í málefnum þeirrar byggðar. Það munu aðrir gera, sem þekktu hann lengur og gerr en ég. Heldur eiga þessar línur aðeins að vera dálítil kveðja frá ungum vini Þorsteins, er ávallt mun minnast göfugmennsku hans og góðra samverustunda með honum á liðnum árum. Finnbogi Guðmundsson HAMINGJUÓSKIR til íslendinga í tilefni af 66. þjóðminningardegi þeirra á Gimli, Man., 1. ágúst 1955 D. J. LINDAL FORD SALES AND SERVICE Garage Repairs io AU Cars LUNDAR MANITOBA BEST WISHES To All Our lcelandic Friends, May You Continue to Prosper. IMPERIAL BANK OF CANADA B. E. HUBERT, Manager Phone 79 271 RIVERTON MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.