Lögberg - 28.07.1955, Blaðsíða 1

Lögberg - 28.07.1955, Blaðsíða 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL Transit - Sargent Silverline Taxi S Telephone Lines 20-4845 ÁRGANGUR ANYTIME — ANYWHERE CALL Transit - Sargent Silverline Taxi 5 Telephone Lines 20-4845 WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 28. JÚLÍ 1955 NÚMER 30-31 Hittumst heil í bústað guðanna á íslendingadaginn íslenzk kvik- •^yndasýning Kjartan Ó. Bjarnason, kvik- ^yndatökumaður frá Reykja- Vlk, hefur undanfarnar vikur Verið á ferð með próf. Finn- k°ga Guðmundssyni um ís- lendingabyggðir í Minnesota, Htah, á Kyrrahafsströnd, 1 Alberta og Saskatchewan. Hafa þeir unnið að mynda- töku meðal íslendinga hvar Sern þeir hafa komið, en Kjartan jafnframt sýnt lit- kvikmynd sína af íslandi á nokkrum stöðum. Stendur til, þeir tvímenningar ferðist nrn helztu Islendingabyggðir 1 Manitoba fyrri hluta ágúst- ^ánaðar og þá í ráði, að Hjartan sýni Islandsmynd Slna svo víða, sem við verður komið. Hefur Kjartan undanfarin ^ár sýnt mynd þessa um alla anmörku eða rúmlega 300 S1nnum við mjög góðar undir- ektir. Skulu hér til fróðleiks J, SNORRI JÓNASSON orseti Islendingadagsnefndaritin- °e forseti á hátíðinni á Gimli 1. ágúst. Fjalikona á Islendingadaginn MISS SNJÓRAUG SIGl'RDSON birt ummæli tveggja stærstu dagblaðanna í Kaupmanna- höfn, eftir að Kjartan hafði sýnt mynd sína þar: Berlingske Tidende: „Myndin var snilldarverk og verðskuldar allt það lof, er veitzt getur afbragðskvik- mynd.“ Politiken: „Myndin var unaðslegur myndaóður um Island líkt og flett væri blöðum í ævintýra- bók skreyttri hrífandi falleg- um myndum.“ Þar sem úr miklu efni er að velja, mun Kjartan leggja áherzlu á að sýna ýmislegt það frá íslandi, er menn hér vestra hafa lítt eða ekki séð áður. Má nefna t. d. þátt um bjargsig, eggjatekju og fugla- líf í Vestmannaeyjum, lax- veiðar og mjög góðan þátt um íslenzkt sveitalíf, er endar með göngum og réttum. Þá eru myndir af ýmsum falleg- um stöðum víðsvegar af landinu. Baínandi uppskeruhorfur Að því er landbúnaðarráðu- neyti sambandsstjórnar segist frá, hafa uppskeruhorfur í Saskatchewan og Manitoba farið stórlega batnandi upp á síðkastið og í mörgum bygðar- lögum megi vænta afar mik- illar uppskeru, þó sums staðar hafi ormaplága valdið skemdum. AÐALSTEINN F. KRISTJANSSON Mælir fyrir minni Canada á hátí6- inni á Gimli 1-. ágúst. JOANNE MARJA LAXDAL Hirðmey Cordell Hull lótinn Cordell Hull, sem var utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna lengur en nokkur annar, lézt á laugardaginn 23. júlí, 83 ára að aldri. Hann þjónaði í því embætti í ráðuneyti Franklins D. Roosevelts frá marz 1933 til nóvember 1944. Þá varð hann að segja af sér sökum vanheilsu. Hann lagði sig allan fram til að reyna að afstýra heims- styrjöldinni síðari, og eins til þess að reyna að finna veg til þess að fyrirbyggja, að til styrjalda leiddi í framtíðinni. Þessi viðleitni hans til að tryggja frið í heiminum í framtíðinni átti mikinn þátt í stofnun Sameinuðu þjóðanna. Var hann nefndur faðir Sam- einuðu þjóðanna og hlaut Nobels-friðarverðlaunin 1945. Mr. Hull var af mörgum tal- inn einn mikilhæfasti maður, er utanríkisráðherraembætti Bandaríkjanna hefir skipað. SÉRA BRAGI FRIÐRIKSSON Heldur ræSu fyrir minni íslands á íslendingadaginn á Gimli 1. ágúst. íslendingum gcfið Ijósprentað cintak af #/Books of Kells" í gær af henti próf. Delargy forseta íslands ljósprentað eintak af Book of Kells. Er hún gjöf frá ríkisstjórn ír- lands til íslendinga. Bókin var rituð 770 e. Kr. og þykir hin mesta gersemi. Munkarnir á Jóna byrjuðu á bókinni, en vegna ágengni norrænna vík- inga urðu þeir að flýja til ír- lands, og settu þeir á stofn klaustur í Kells, ekki alllangt frá Dyflinni. Þar var bókinni svo lokið nokkru síðar. Árið 1539 lagði Hinrik kon- ungur 8. eign sína á bókina, en þá hafði hún ýmist verið á Jóna eða Kells og varðveitzt þar. Fegursta bókin Próf Delargy sagði m. a., þegar hann afhenti forsetan- um bókina, að hún hafi verið nefnd fegursta bók heims — og gætu írar ekki sýnt íslend- ingum betur, hvern hug þeir bera til þeirra en með þessari gjöf. Papar komu hingað m. a. frá Jóna og Kells og fluttu með sér fyrstu ritin til Is- lands; gerðist það um svipað leyti og þetta handrit var skrifað, sagði prófessorinn ennfremur. — Með þessari gjöf færi ég yður hjartanlegustu kveðjur frá þjóð minni og ríkisstjórn og vona að hagsæld og ham- ingja fylgi hinni fornfrægu þjóð, sem líkist okkur um svo margt, — hefur þjáðst, en haldið velli, eins og við. —Mbl., 26. júní BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON, tónskáld, Spilar Islenzk kórlög af plötum og segulbandi kl. 12.30 til 1.45 e. h.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.