Lögberg - 28.07.1955, Blaðsíða 9

Lögberg - 28.07.1955, Blaðsíða 9
Þið þekkið fold með blíðri brá og bláum iindi fjalla. HögljErg Og enn skín sól yfir Ingólfsbygð þó umhorfs sé dapurl víða. LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. JÚLÍ 1955 9 Prófessor dr. RICHARD BECK: Þakkað fyrir síðast Þegar við hjónin minnumst atburðaríkrar heimfarar okk- ar til aettjarðarstranda síðast- bðið sumar, — og það gerum við oft, — þá verður okkur efst í huga þakklætið til allra beirra, sem gerðu okkur þá ferð svo ánægjuríka og eftir- húnnilega, að minningin um hana hitar okkur um hjarta- r*tur til daganna enda. Og sjómennirnir íslenzku áttu sinn mikla og góða þátt í því, að þetta ferðalag okkar var lafn ánægjulegt og minnis- staett eins og raun ber vitni. ^f heilum og heitum huga getum við sagt með skáldinu, þó að undir öðrum kringum- stæðum væri: „Þökk fyrir handslagið hlýja!“ Hitta þau orð hans, hvað okkur snertir, ágætlega í mark bæði í bók- staflegri og táknrænni merk- ingu. Við sóttum ættþjóðina einn- ig heim á óvenjulega söguríku sumri, eins og alkunnugt er. Hver stórhátíðin sigldi í kjöl- far annarrar, og ber þar, að vonum, hæst 10 ára afmæli hins íslenzka lýðveldis og vígslu dr. theol. Ásmundar ———■*—■■—■■—•■—■•—■■—■■—■—*•—H’ CONGRATULATIONS . . . to the lcelandic People on the Occasion of the 66th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August 1 st, 1955. SANDY BAR HOTEL COMPANY LIMITED G. ROMANIUK, Proprietor PHONE 79 204 RIVERTON, MAN. ------------------------------------ • Það greiðir fyrir firðtali ef þér skýrið síma- stúlkunni frá því utanbæjarsímanúmeri, er þér æskið að fá. Hripið niður þau síma- númer, er þér þurfið iðulega að ná í og hafið við hendi öll firð- símanúmer yðar. Þetta tryggir ySur greiðari og fullkomnari afgreiíslu! M A N IT 9 B A TELEPHONE SYSTEM Guðmundssonar til biskups yfir íslandi. Sjómannadagurinn síðast- liðið sumar, er forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, lagði hornsteininn að hinu glæsilega Dvalarheimili aldr- aðra sjómanna, að viðstödd- um geysimiklum mannfjölda, var einnig sá af merkisatburð- um sumarsins, er alltaf mun sveipaður miklum ljóma og björtum í hugum okkar hjón- anna. Hafði mig, gamlan sjómann af Austfjprðum, lengi langað til þess að geta verið við- staddur á þeim árlega hátíðis- degi sjómannanna, starfs- bræðra minna frá fornu fari. Sá draumur minn rættist á alveg ógleymanlegan hátt á Sjómannadeginum í fyrra. Skuldum við hjónin sjó- mönnunum ómælda þökk fyrir að vera boðsgestir þeirra þann sögulega dag; og með þátttöku minni í fjölbreytt- um hátíðahöldum þeirra dag- inn þann, tel ég mér hafa verið hvað mestur sómi sýnd- ur um ævina. Orð Kletta- fjallaskáldsins, úr einu hinna fögru heimfararkvæða hans árið 1917, sungu mér í huga þann dag, eins og raunar svo oft á öðrum samkomum heima á ættjörðinni: Eg hvarf heim í hópinn þinna drengja hingað, móðir, til að fá með þeim aftur snerta upptök þeirra strengja, er mig tengdu lifi og víðum heim. Allt stuðlaði að því að gera Sjómannadaginn síðastliðna minnisstæðan, og átti veður- fegurðin sinn drjúga þátt í því. Mátti segja, að hin virðu- legu hátíðahöld væru sett í hina fegurstu umgerð, þar sem var Reykjavíkurborg fán- um prýdd og höfnin þakin skipum flöggum skreyttum stafna milli. Víkingaskipið tilkomumikla, skjöldum skar- að, sem fór á undan hópgöng- unni, setti einnig sinn sér- stæða svip á hátíðahöldin, og munu flestum viðstöddum lengi í minni geymast. Svo fór mér, og okkur hjónum báðum, að minnsta kosti. En fleira gerðist, góðu heilli, í heimför okkar hjóna, er snerti sjómennsku og sjó- ferðir. Aldrei fór það svo, að ég drægi ekki fisk úr sjó í ferðinni, þó að eigi væri eins langt sótt á mið að því sinni eins og löngum í gamla daga á Austfjörðum. Eitt kvöldið, sem við hjónin dvöldum á æskuheimili mínu að Liltu- Breiðuvík í Reyðarfirði, fór ég, ásamt nokkrum öðrum, á handfæri út á fjörðinn fram- undan bænum, og drógum við þar allmargt mjög sæmilegra þyrskllnga á stuttum tíma. Þó að sú sjóferð væri eigi á neinn hátt merkileg, og hér aðeins frá henni sagt til gamans, óf hún engu að síður sinn hug- stæða þátt í minningarnar um heimförina, rifjaði jafnframt upp endurminningarnar um sjóferðir mínar frá yngri árum, og treysti með þeim hætti á ný tengslin við átt- haga og erfðir, sem hollara' er að muna en gleyma. En þó að þessi stutta sjó- ferð fram á hugumkæran fjörðinn heima væri hin á- nægjulegasta, og ég vildi hreint ekki hafa farið hennar á mis, ber samt hærra í minn- ingunni sjóferð okkar hjóna frá Islandi til Danmerkur. Eftir hina framúrskarandi ánægjulegu sjö vikna dvöl okkar heima á íslandi, tókum Framhald á bls. 10 Hamingjuóskir til Islendinga í tilefni af 66. þjóðminningardegi þeirra á Gimli, Man., 1. ágúst 1955 IMPERIAL BANK R. L. WASSON, Mgr. GIMLI MANITOBA CONGRATULATIONS . . . to the Icelandic People on the Occasion of the 66th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August 1, 1955. Enderton, Brydges and Waugh Ltd. INSURANCE 222 Portage Ave., Winnipeg Telephone 92-8411 Mrs. Violet Einarson Local Agent 30—2nd Avenue, Gimli Telephone 72 Minnumst sameiginlegra erfða ó íslendingadeginum 6 Gimli, 1. ógúst 1955. PURITY ENRICHED FLOUR PURITY OATS PURITY CAKE MIXES PURITY PIE CRUST MIX PIONEER FOODS Purlty Flour MIlls Ltd.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.