Lögberg - 28.07.1955, Blaðsíða 4

Lögberg - 28.07.1955, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. JÚLl 1955 Lögberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The ‘'Lögberg” ls printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Cláss Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 743 411 Árshát'íðin norður við Winnipegvatn Telja má víst af fyrri ára reynslu, að næsta mánudag verði gestkvæmt í hinum fagra og friðsæla skemtigarði Gimlibúa við Winnipegvatn, því þá halda Vestur-íslendingar norður þar hinn sextugasta og sjötta Islendingadag sinn; þessar hátíðir eiga hvorki að vera né mega heldur vera tildurs- hátíðir einskorðaðar við einn dag á ári; þær eiga að vera hátíðir hjartans, samfagnaðarhátíðir yfir sameiginlegum upp- runa og þakkarhátíðir fyrir þá sigra sem fámennur þjóð- flokkur hefir unnið í harðsnúinni baráttu við andvíg öfl. Heiðra skaltu föður þinn og móður; næst Guði, sem gaf okkur landið, er það okkar helgasta skylda, að minnast á Is- lendingadögum landnemanna íslenzku, sem með sigg í lófum breyttu villimörk í frjóvan og arðberandi akur; ræktar- semin við minningu feðra og mæðra er engin dygð; hún er siðferðisleg skylda. Bjarni Thorarensen var skáld hins mikla manndóms; hann var föðurlandsvinur og hetja, sem hataðist við hvers konar veimiltítuhátt; hann þorði að elska þjóð sína og hvatti hana sýknt og heilagt til dáða; ljóð hans Herhvöt er eggjandi og holt til íhugunar: „Skalat halur hræðast dauða helgan, fyrir föðurláð, afla geði ei skal nauða að aldri gamals ei fær náð. Halur lifað hefir nóg hver, sá föðurlandi dó; minning hans hjá mönnum lifir þá mold er komin bein hans yfir.“ Og þótt nú sé komin mold yfir bein hinna íslenzku frumherja í þessari voldugu álfu, vísar þó minning þeirra veginn í aldir fram. íslendingadagarnir hafa frá öndverðu haft mikið þjóðræknislegt og menningarlegt gildi og þess vegna ber okkur að standa um þá dyggilega vörð, því þjóðar- brot okkar er nú ekki sterkara á svellinu en það, að það má ekki við afkvistun, harmatölum og hrakspám. Karlmenskan í kvæðum Bjarna Thorarensen er lærdóms- rík, íslenzk og hánorræn í senn, og væri þá vel ef sem flestir tæki hana sér til fyrirmyndar. „Fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði, fjöll sýni torsóttum gæðum að ná, bægi sem Kerúb með sveipanda sverði, silfurblár ægir oss kveifarskap frá.“ Við megum hvorki við því, að verða lítilsigldir menn né heldur lítilþægir um of; hollur metnaður er nauðsynlegur og sjálfsagður hverjum, er verða vill samkepnisfær í lífs- baráttunni; fyrir þeim málum, er menn unna, verður hver og einn að berjast sem hetja, og í þessu efni eru þjóðræknis- mál okkar engin undantekning. íslendingur og maður! Aldrei verður of oft vitnað í orð hins spaka manns, séra Kjartans Helgasonar, er féllu af vörum hans, er hann dvaldist meðal okkar Vestmanna: Þá er vel, er íslendingur og maður táknar eitt og hið sama. Gildi sannrar þjóðrækni grundvallast á manngildinu. Hittumst heil að Gimli á mánudaginn kemur. ☆ ☆ ☆ Ráðstefnan í Geneva Fjórveldastefnunni í Geneva lauk síðastliðinn föstudag og mun naumast annað réttilega verða sagt, en að hún væri um margt hin merkasta, þótt eigi yrði þar margar ákvarðanir teknar, enda fyrirfram vitað, áð í ýmissum efnum væri þar við raman reip að draga, því á milli samningsaðilja voru staðfestar miklar fjarlægðir. Vestur-veldin fóru fram á sameiningu Þýzkalands eins fljótt og því framast yrði viðkomið og töldu það öldungis óhjákvæmilegt vegna framtíðaröryggis Norðurálfuþjóða í heild. Rússar töldu málið eigi nægilega rannsakað og kröfðust frests, og varð það að ráði, að utanríkisráðherrar fjórveld- anna ættu með sér fund í næstkomandi októbermánuði til frekari aðgerða. Eisenhower forseti varð hetja fundarins; hann kom meðal annars fram með þá hugmynd að Rússar og Banda- ríkjamenn skiptust á upplýsingum um herbúnað hvorrar þjóðar um sig og að myndataka úr lofti yrði leyfð yfir báðum löndum, en um það vildu Rússar ekki taka neina ákveðna afstöðu fyrst um sinn og kröfðust frekari umhugsunartíma. Tekjur Eimskips af siglingum Fossanna ískyggilega lágar 1954 Aldrei meiri siglingar og flulningar það árið — Úr skýrslu stjórnarformanns Á laugardaginn fór fram hér í bænum aðalfundur Eim- skipafélags Islands. Formaður félagsstjórnar, Einar Baldvin Guðmundsson hæstaréttarmálaflutnings- maður, flutti skýrsluna. — 1 upphafi máls síns minntist hann látinna starfsmanna fé- lagsins og Benedikts Sveins- sonar fyrrum alþingisforseta. 1 virðingarskyni við hina látnu risu fundarmenn úr sætum sínum. Skipakaupin 1 skýrslu sinni kom formað- ur fyrst að skipabyggingar- málinu. En sem kunnugt er af fyrri fregnum af aðalfundinum hefir félagið sótt um leyfi til byggingar tveggja vöruflutn- ingaskipa 3000—5000 lesta, en skipasmíðar þessar eru mjög aðkallandi og á það lagði for- maður sérstaka áherzlu. Vörugeymsluhúsin Um vörugeymsluhúsaþörf- ina sagði formaður, að nauð- synlegt væri að leysa mál þetta þannig að til frambúðar sé, svo fljótt sem auðið er. Kvað hann yfirvofandi að Eimskip myndi þurfa að víkja úr Hagastöðinni, þar sem geymslur félagsins standa án lóðaréttinda. — Eimskip hefir fengið ágæta lóð við höfnina þar sem núverandi birgða- skáli er, sem byggður var á stríðsárunum. Er útlitsteikn- ingum lokið en eftir eru járna og raflagnir. Þá hefir félagið fengið til umráða lóð við Borgartún fyrir geymslur. Skýrði formaður frá því, að nauðsynlegt sé að dómi stjórnar og framkvæmda- stjóra að hefjast handa fyrst um byggingu vöruskála við Borgartún. Hlutabréf ekki innkölluð Formaður gerði ítarlega grein fyrir hlutabréfum og skattamálum félagsins. Á aðal fundi 1954 kom fram tillaga, er samþykkt var, að heimila stjórn félagsins að innkalla öll hlutabréf í félaginu og hlut- hafa fái ný hlutabréf, sem verði að fjárhæð tífallt nú- gildandi nafnverð hlutabréf- anna. — Formaður kvað stjórnina hafa rætt málið við ríkisstjórnina, og formann þingnefndar þeirrar, er fjallað hefir um skattamál félaga. Niðurstaðan varð sú, að með tilliti til þeirrar óvissu, er nú ríkir um skattgreiðslur Eim- skipafélagsins í framtíðinni, og þar sem verulegur hluti hluthafa hefir talið sig and- vígan aukningu hlutafjársins, telur félagsstjórnin ekki tíma- bært að hreyfa þessu máli. Verður það að bíða unz séð verður hvaða lausn skattamál félagsins fá í framtíðinni, sagði Einar B. Guðmundsson. Aldrei meiri siglingar og flulningar Mikið af skýrslu stjórnar- formanns á fundinum fjallaði um afkomu félagsins og fram- tíðarhorfur. Gat hann þess að aldrei fyrr í sögu Eimskipa- félagsins hefðu verið farnar eins margar ferðir milli landa og voru þær alls 118. Þá hefir strandferðum einnig fjölgað mjög og voru þær alls 81. — Vöruflutningar hafa aldrei orðið eins miklir og með skip* um félagsins voru alls sendar 237,000 lestir af hvers konar vörum, Stöðugl minnkandi tekjur Formaður kvað fjárhag fe- lagsins góðan og má það vera öllum Islendingum sannkall- *------------------------"i' Hamingjuóskir til íslendinga í tilefni af 66. þjóðminningardegi þeirra á Gimli, Man., 1. ágúst 1955 ★ GIMLI THEATRE HARRY GREENBERG eigandi CONGRATULATIONS . . . to the lcelandic People on the Occasion of the 66th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August lst, 1955. THOR'S GIFT SHOP Ltd. PHONE 4161 SELKIRK, MAN. Gætið mikilvægra skjala Fæðingarvottorð, vegabréf, borgarabréf og önnur verðmæt skjöl, ættu að vera geymd annars staðar en í heimahúsum, því þar er hætta af eldsvoða og þjófnaði of mikil. Geymið slík skjöl í yðar eigin öryggishólfi hjá The Royal Bank of Canada, en það kostar innan við 2 cent á dag. Spyrjist fyrir hjá næsta útibúi. Viðskipti yðar eru kærkomin THE ROYAL BANK OF CANADA Sérhvert útibú nýtur trygginga allra eigna banlcans, sem nema yfir $2,675,000,000

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.