Lögberg - 28.07.1955, Blaðsíða 19

Lögberg - 28.07.1955, Blaðsíða 19
LöGBERG, FIMMTUDAGINN 28. JÚLI 1955 19 Séra Ragnar Óíeigsson í Fellsmúla — Jólaskáldið úr Landsveif Nú er höíundur þessarar yndiflegu ritgerðar nýlega látinn; harmdauði heilli þjóð. —Ritstj. „I Huldarhvammi, er horfin sól, enn sést hún frammi, við ^agurhól, þar löngum er ég, að lesa ber, og þangað fer ég, °g flýti mér.“ Fyrir mörgum árum fór ég Sam oftar að Þjórsártúni. Þar Var þá ólafur læknir Isleifs- son. Hann var nú blindur °rðinn, og fagnaði hverjum gesti, er við hann vildi ræða um töfra náttúrunnar og einkum litaskraut hinna reik- ulu skýja, þegar morgunsólin og hin hnígandi kvöldsól varpar ljóma sínum á þau. Nú sá blindi maðurinn þessa dýrð aðeins í anda. Stundum voru áhrif horfinnar dýrðar svo sterk í sál hans, að tár læddust í augnakrókana. Það var í hinzta sinn heima í Þjórsártúni áður en hann flutti til Reykjavíkur, að ég las honum þetta smáljóð Guðmundar skólaskálds: „I Huldarhvammi er horfin sól“ o. s. frv. Blindi maður- inn viknaði og sagði við mig: „Lestu þetta aftur.“ Við elsk- uðum báðir þetta skáld og fundum hversu þetta stóð heima: Hið andríka ljúfmenni var horfið í skugga dauðans, í Huldarhvamm, sem allir gista, en skáldið mátti enn finna og vikna við ljóð hans á Fagurhól margra sígildra kvæða. Ég segi fyrir mig, að á þessum Fagurhól hef ég löngum dvalið og tínt berin, lesið berin, sem bezt hafa geðjazt mér, svo sem Kirkju- hvol, óðinn um Sæfinn, vatns- berann, sem „öllum var svo undurgóður," mörg jólaljóð og náttúrulýsingar með trú- arlegum hugblæ (Andante religioso). Eigi get ég hrósað því happi, að hafa þekkt skáldið persónulega. Aðeins einu sinni sá ég hann. Var það á heimili mínu vorið 1915. Hafði Guðmundur þá komið ríðandi úr Reykjavík með föður mínum og frændkonu og var í frásögur fært, að hann þoldi illa reiðina. Þetta var síðasta för hans á æsku- stöðvarnar. Kom hann þá að Hellum, Hvammi og Múla (áður Látalæti). Litlu síðar mætti ég honum, ásamt forn- vini hans, Ólafi í Húsagarði. Voru þeir á leiðinni heim að Helli, á fornar helgistöðvar. Er mér í minni moldrokið, sem blés um þá félaga. Þá var Landsveit að blása upp. Þarna var þá á ferð maður, mjög hljóður og hógvær, sem fyrir „kraft frá hæðum“ myndi lifa, þótt sveitin hans gamla færi öll í sand. Það mun hafa verið í þessari ferð, að Ólafur Is- leifsson sagði um hann: „Mér fannst hann ekkert vera nema sál!“ Mig langar nú að lýsa ör- lítið bernskukjörum þessa ljóðsnillings, ætt hans og um- hverfi í Landmannahreppi. í þessu efni hef ég leitað til Jóns Árnasonar á Lækjar- botnum, sem einn núlifandi manna man drenginn frá Helli, er hann gekk fyrstu sporin á braut náms og menntunar. Er flest sem hér + fer á eftir, komið úr minn- ingasjóði Jóns á Lækjar- botnum. Guðmundur skáld fæddist í Hrólfstaðahelli 5. sept. 1874. Foreldrar hans voru þau Guð- rún Jónsdóttir frá Leðri í Selvogi og Guðmundur Guð- mundsson bóndi í Helli. Guð- rún var talin meðal hinna „kyrrlátu" í landinu, fór sjaldan að heiman nema til kirkju, sem þá var á Stóru- Völlum. Eftir að sú kirkja var lögð niður, sótti hún sjaldan Framhald á bls. 20 -----------------------------+ A. S. Bardal Ltd. Funeral Home Established 1894 Phone 74-7474 843 Sherbrook Street WINNIPEG MAN. City Hydro extends best wishes to the Icelandic Community of Winnipeg on the occasion of its Annual Celebration. The Source of Your ELECTRIC POWER Above is a view of CITY HYDRO’S Pointe du Bois power plant on the Winnipeg River built in 1911. Since that day CITY HYDRO has provided dependable, low-cost electric service to the citizens of Winnipeg. OFFICES: 55 Princess Street The Pointe du Bois plant combines with the Slave Falls plant to produce a total of over 200,000 horsepower for home, office, store or factory in the City of Winnipeg. PHONE 96-8231

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.