Lögberg - 28.07.1955, Blaðsíða 28
28
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. JÚLl 1955
Úr borg og bygð
Hafnarfirði, 20. júlí 1955
Herra ritstjóri:
Þér verðið að afsaka, að ég
■ sný mér ekki til auglýsinga-
; stjóra Lögbergs, en það er
vegna þess að mig vanhagar
’ um utanáskrift hans.
: Úg er íslenzk og er búsett í
Hafnarfirði. Nafn mitt er
Ásdís Jónsdóttir og ég er 17
j ára.
Ástæðan til þess að ég
skrifa yður er sú, að mig lang-
ar mjög mikið til að skrifast á
við ungling af vestur-íslenzk-
um ættum, sem er á mínu
reki. En það sem vakti áhuga
minn er, að ég átti langafa,
sem gerðist landnámsmaður í
Vesturheimi. Þessi langafi
minn hét Jóhann Björnsson;
hann átti dóttur að nafni
Jóhönnu, Guðrún dóttir henn-
ar er móðir mín.
Þar sem mér hefir skilizt,
BLOOD BANK
T H 11
srACi
CONTRIBUTCO
BY
WINNIPEG
BREWERY
L I M I T I D
MD-365
að Vestur-íslendingar séu
fremur félagslyndir og hafi
góð samtök, þá vildi ég biðja
yður að birta nafn mitt og
heimilisfang í Lögbergi í von
um góðan árangur. — (Skrifa
ensku).
Áhugamál mín eru:
Fimleikar, tónlist, sér í lagi
létt klassisk lög, bréfaskriftir,
póstkortasöfnun, leikldst,
tungumál, ferðalög, og síðast
en ekki sízt að kynnast hátt-
um Vestur-íslendinga.
Með fyrirfram þökk fyrir
vonandi árangur.
Kær kveðja.
Heimilisfang:'
Ásdís Jónsdóttir
Mjósund 16
Hafnarfjörður, Iceland
☆
Þeir Reynir Þórðarson tré-
smíðameistari og Þorsteinn
Guðmundsson vélsetjari
lögðu af stað ásamt frúm sín-
um síðastliðið föstudagskvöld
í bíl í hálfsmánaðarferðalag
suður um Bandaríki og vestur
á Kyrrahafsströnd.
☆
Mr. J. J. Bíldfell, fyrrum
ritstjóri Lögbergs, liggur á
Almenna sjúkrahúsinu hér í
borginni og hefir verið þar
nálægt þriggja vikna tíma; er
hann af langri samferð vin-
margur hér um slóðir og að
sjúkrabeð hans streyma því
hlýhugir úr öllum áttum.
☆
Svo sem við hefir gengist
undanfarin ár kemur Lögberg
ekki út í vikunni eftir Islend-
ingadaginn á Gimli, en næsta
blað verður sent kaupendum
10. ágúst. Þessu eru kaupend-
ur vinsamlega beðnir að veita
athygli.
☆
Mr. Páll Ásgeirsson frá
Chicago hefir dvalið hér um
hríð ásamt frú sinni; fjöl-
skyldan var í vikutíma á
Gimli, en þaðan brá frú
Ásgeirsson sér vestur til
Glenboro í heimsókn til ætt-
ingja sinna.
Páll er sonur þeirra Mr. og
Mrs. Jón Ásgeirsson og skipar
mikla ábyrgðarstöðu hjá vold-
ugu verzlunarfyrirtæki í
Chicago.
☆
Síðastliðinn fimtudag lézt á
Almenna sjúkrahúsinu hér í
borginni, Mrs. Guðrún Ingi-
björg Hunt, góð og vinsæl
kona, aðeins fertug að aldri;
hún hafði átt við all-langvar-
andi vanheilsu að stríða; auk
eiginmanns síns, Ericks Hunt,
lætur hún eftir sig fimm börn
og fimm systkini, Harald,
James, Melvin, Stefán og
Florencé (Mrs. Taylor). Einn-
ig lifa hana foreldrar hennar,
Mr. og Mrs. Gunnar Guttorms
son, sem búsett eru í West
Kildonan. — Útför þessarar
mætu konu var gerð á þriðju-
daginn.
Með fráfalli Guðrúnar Ingi-
bjargar er þungur harmur
kveðinn að hinni fjölmennu
ástvinafylkingu.
☆
Þeir Hon. Thor Thors sendi-
herra íslands í Bandaríkjun-
um og Canada, Valdimar
Bjornson ritstjóri frá Min-
neapolis og Dr. Richard Beck
prófessor við ríkisháskólann í
North Dakota, komu hingað
til borgar um síðustu helgi að
tilmælum Þjóðræknisfélags-
ins til að athuga aðstæður, er
leitt gætu til sameiningar ís-
lenzku vikublaðanna Lög-
bergs og Heimskringlu, og
verður það mál að sjálfsögðu
frekar skýrt á sínum tíma;
þeir sátu boð framkvæmdar-
nefndar Þjóðræknisfélagsins
í Fort Garry hótelinu á
þriðjudaginn og hurfu heim á
leið samdægurs.
☆
Á einkar ánægjulegum
mannfundi, er nokkrir Isjend-
ingar sátu á Fort Garry hóteli
hér í borg, afhenti Hon. Thor
Thors sendiherra Dr. Valdi-
mar J. Eylands stórriddara-
kross hinnar íslenzku Fálka-
orðu, er hann hafði fyrir
nokkru verið sæmdur af for-
seta Islands, svo sem áður
hafði verið skýrt frá; var
þessum atburði tekið með
miklum fögnuði af fundar-
mönnum.
☆
Mr. Eegill Egilsson kaup-
maður í Brandon kom til
borgarinnar í byrjun vikunn-
ar og ráðgerir að heimsækja
Gimli á Islendingadaginn.
☆
Mrs. Fríða Filipusson frá
Prince Rupert, British Col-
umbia, er fyrir nokkru komin
til borgarinnar og mun dvelj-
ast hér fram yfir íslendinga-
daginn á Gimli. Mrs. Filippus-
son er hin mesta skýrleiks-
kona; hún dvaldi um hríð á
yngri árum í Hofteigi á Jökul-
dal hjá séra Einari Þórðarsyni
og frú hans Ingunni Lopts-
dóttur.
— Pabbi, hvar fæddist þú?
— I New York.
— En hvar fæddist mamma?
— I Los Angeles.
— En hvar fæddist ég?
— 1 Boston.
— Finnst þér ekki skrítið
hvernig við þrjú fórum að því
að hittast?
☆
— Og hvað á það að þýða,
ungi maður, að koma heim
með dóttur mína klukkan 4 að
morgni? hrópaði hinn siða-
vandi faðir.
— Ég þarf að vera mættur
til vinnu klukkan 7, herra,
var svarið.
☆
Þér fáið annað hvort tíu
daga eða tíu dali, sagði. dóm-
arinn.
— Ég vil heldur tíu dagi,
sagði sakborningurinn.
WAGHORN S GUIDE
ALL TABLES OF TRAVEL BY RAIL, AIR AND BUS
COVERING WESTERN CANADA.
Also Complete Shipper’s Postal Directory.
M A PS
Commercial Maps of Western Canada, or any part. Scaled and
geographically correct. Up-to-date. Combined maps showing
both railways and also the highways on the same map. Crop
district maps, Judicial maps, Census maps, etc. Copyrighted.
R. G. S T I N S O N
PUBLISHERS
216 "A" Phoenix Block WINNIPEG, Man.
Phone 98-3192
/
ISLENDINGADAGURINN
/
í GIMLI PARK
MÁNUDAGINN 1. ÁGÚST 1955
Forseti nefndarinnar: Snorri Jónasson — Fjallkonan: Miss Snjólaug Sigurdson
HIRÐMEYJAR:
Joanne Marja Laxdal — Heather Sigurdson
íþróttir fyrir börn og ungar stúlkur byrja kl. 12 (D.S.T.)
íþróttasamkeppni um Oddson skjöldinn og Hanson bikarinn byrjar kl. 2 e. h. (D.S.T.)
Bílaskrúðför frá C.P.R. stöðinni á Gimli byrjar kl. 11 f. h. (D.S.T.)
Björgvin Guðmundsson, tónskáld, spilar íslenzk kórlög af plötum og segulþræði
frá kl. 12.30 til kl. 1.45. e. h. (D.S.T.)
Skemmtiskrá byrjar kl. 2 e. h. (D.S.T.)
7. Söngur
8. Minni Islands: Séra Bragi
Friðriksson, Lundar, Manitoba
9. Kvæði, lesið af Próf. Finnboga
Guðmundssyni
10. Söngur
11. Minni Canada: Aðalsteinn F.
Kristjánsson, L.LB., Winnipeg
12. Söngur
13. God Save the Queen
Skrúðganga að landnema minnisvarðanum, að lokinni skemmtiskrá. Fjallkonan
leggur blómsveig á minnisvarðann. Kveldskemmtun byrjar í skemmtigarðinum kl.
7.45. Fjórir íslenzkir drengir sýna íslenzka glímu. Community singing, byrjar kl. 8.
Dans í Gimli Pavilion frá kl. 9.30 til kl. 2.30 f. m. — Inngangur: Börn innan 12
ára ókeypis. Eldri börn og fullorðnir 50 cents. — Aðgangur að dansinum 75 cents
fyrir alla.
1. O Canada
2. Ó, Guð vors lands
3. Forseti, Snorri Jónasson,
setur hátíðina
4. Ávarp Fjallkonunnar,
Miss Snjólaug Sigurdson
5. Fjórraddaður söngur:
Albert Halldorson, Herman
Fjelsted, Alvin Blondal, Próf.
Sig. Helgason. Undir stjórn
Mrs. B. Violet ísfeld.
6. Ávörp gesta