Lögberg - 28.07.1955, Blaðsíða 6

Lögberg - 28.07.1955, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. JÚLÍ 1955 Fréttir fró ríkisútyarpi íslands Framhald á bls. 6 'gera þyrfti ýtarlegri tilraunir með notkun hraungrjóts, og hefði sænska sambandið fall- ist á að taka við heilum farmi héðan til vinnslu. Sá farmur yrði bráðlega sendur og úr honum unnar hrauntexplötur, er væntanlega yrðu seldar hérlendis. Jafnframt yrði unnið að frekari undirbúningi málsins hér heima. Hér gæti verið um að ræða nýja iðn- grein, sem væri mikilsverð fyrir atvinnulíf þjóðarinnar. ☆ Slys urðu mörg hér á landi í vikunni, sem leið. Um s.l. helgi drukknuðu bændurnir í Fljótstungu í Hvítársíðu, Bergþór Jónsson og tengda- sonur hans Hjörtur R. Jó- hannsson, er þeir voru við veiði í Úlfsvatni á Tvídægru. Ungur piltur, Hólmsteinn Valdimarsson, frá Steintúni, drukknaði í Jökulsá í Austur- dal í Skagafirði, og annar ungur maður, Gylfi Kristins- son, Reykjavík, drukknaði í Þingvallavatni. Á Barða- strönd varð það slys, að bif- reið hvolfdi og einn farþeg- anna, Ólöf Guðmundsdóttir, Hvammi, beið bana. ☆ Sigurjón Rist vatnsmælinga maður hefir safnað upplýsing- um sjónarvotta um jökul- hlaupið úr Mýrdalsjökli 25. fyrra mánaðar, og mælt þver- snið og halla á farvegum jökulsánna Skálmár og Múla- kvíslar. Þessar athuganir benda til þess, að Múlakvísl hafi flutt fram 20 miljónir teningsmetra af hlaupvatni, og rennslið hafi verið að minnsta kosti 2500 tenings- metrar á sekúndu, þegar mest var. Magn hlaupvatnsins um Skálmá var hins vegar um 7,7 miljónir teningsmetra. Sigur- jón athugaði einnig ketilsigið í jöklinum á Kötlusvæðinu, og eru þar tvær hringmynd- aðar kvosir, önnur 15 metra á dýpt, hin 80, og eru ferlegar jökulsprungur umhverfis þá skál. Rúmtak ketilsigsins er 28. miljónir teningsmetra. ☆ Hin árlega Skálholtshátíð er í dag, en hún er ávallt haldin á þeim sunnudegi, sem næstur er Þorláksmessu á sumrin. Skálholtsfélagið hefir gengizt fyrir slíkri hátíð í Skálholti undanfarin ár til þess að vekja áhuga á endur- reisn staðarins og skapa sam- hug um hana. ☆ Norsk stjórnarvöld hafa á- kveðið að veita íslenzkum stúdent 3200 króna styrk til háskólanáms í Noregi næsta vetur, og er æskilegt að um- sækjandi hafi stundað há- skólanám erlendis í eitt ár. Umsóknir skal senda Mennta- málaráðuneytinu fyrir 15. ágúst. ☆ íslenzk hjúkrunarkona — Ingunn Gísladóttir, var fyrir nokkru ráðin til starfs við sjúkraskýli íslenzku trúboðs- stöðvarinnar í Konsó í Suður- Eþiópíu. Ingunn lagði af stað frá Reykjavík fyrra laugar- dag og var komin til Addis Abeba á miðvikudaginn. ☆ Skáksamband Islands send- ir keppendur á tvö skákmót CONGRATULATIONS . . . to the lcelandic People on the Occasion of the 66th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August Ist, 1955. THE TORONTO GENERAL TRUSTS CORPORATION 1902— 53 Years in Winnipeg —1955 Við enda línunnar Rafleiðsla yðar eigin stofnunar hófst árið 1945 og nú hefir lokamarki verið náð. Nú í dag - njóta 496 borgir, bæir og þorp, 42,000 bændabýli og 101,000 einstakir viðskipta- vinir hagnaðarins og ábyggilegri og ódýrari raforku. W THE í MANITOBA ' POWER COMMISSION erlendis í sumar. Hið fyrra er heimsmeistaramót unglinga, sem hefst á miðvikudaginn í Antwerpen, og fer Ingi R. Jóhannsson þangað. Hin keppnin er skákþing Norður- landa, sem hefst í Osló 14. ágúst. Meðal íslenzkra skák- manna þar verða þeir Friðrik Ólafsson, Norðurlandameist- ari í skák, Ingi R. Jóhannsson og Guðjón M. Sigurðsson. ☆ í þessari viku, á miðviku- daginn og fimmtudaginn, þreyta Islendingar lands- keppni í frjálsum íþróttum við Hollendinga, og fer sú keppni fram á Iþróttavellin- um í Reykjavík. ☆ S æ n s k t knattspyrnulið dvaldist í Reykjavík s.l. viku í boði K.R. Það var Hacken frá Gautaborg, lið í annari deild í Svíþjóð. Svíarnir unnu K.R„ Val og úrvalslið Reykja- víkurfélaganna, en töpuðu fyrir Akurnesingum. ☆ Út er komin Árbók Ferða- félags íslands 1955, og fjallar um Austfirði sunnan Gerpis. Höfundur er Stefán Einarsson prófessor, er einnig hefir safnað efni í bók um firðina norðan Gerpis. Taugaveikluð stúlka, sem ætlaði að fara að ferðast á sjá, fór beina leið til skipslæknis- ins þegar hún kom um borð og sagði: — Ó, hvað á ég að gera, ef ég verð sjóveik? — Það er .óþarfi að segja yður það, þér gerið áreiðan- lega og ósjálfrátt það rétta. Húsbóndinn: — Hefurðu séð vestið mitt. Þjónninn: — Þér eruð í því, herra. Einu sinni gerði Albert Belgakóngur þessa pátningu: Mig langa ralltaf til að dýfa brauðinu ofan í kaffibollann minn á morgnana, en drottn- ingunni mislíkar það og ég fæ ekki að gera það nema enginn ókunnugur sé. BLOOD BANK Jjuefyxeeeuwt S P A C E CONTRIBUTED B Y ÖREHfRYS MANITOBA DIVISION WESTERN CANADA BREWERIES LIMITID MD-366 MINNUMST SAMEIGINLEGRA ERFÐA á íslendingadeginum á Gimli, 1. ágúst, 1955 Noiið HAPPY GIRL HVEITI í alla yðar bökun SOO LINE MILLS LIMITED Higgins og Suiherland WINNIPEG CONGRATULATIONS . . . to the lcelandic People on the Occasion of the 66th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August lst, 1955. RUSSELL MOTORS LTD. Your PLYMOUTH-FARGO DEALER 730 PORTAGE AVE. WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.