Kirkjublaðið - 24.12.1891, Síða 10

Kirkjublaðið - 24.12.1891, Síða 10
106 Þá samgladdist mðnnunum himinsins her, er hjálpræðið fram koma skyldi. Nú fögnum og þakkargjörð framberum vjer, sem frelsarans reynt höfum mildi. Því, hvar stæði mannkynið, hefði ekki sá í heiminn fæðst lífgjafi þjóða? An frelsis og hjálpræðis fólk væri þá og fjær hinu sanna og góða. En hjálpræðis-ljósið skín heiminum í af hjarta vjer lofum vorn Drottin. Hann lifir og ríkir; hans náð er æ ný; af náð hans er gleði vor sprottin. 0, vertu nú Jesú! vort hátíðar-hnoss í hug vorum elska þín glæðist, á þessari stundu svo innra hjá oss þín eilífa dýrðarmynd fæðist. fír. j. Höfuöspurning'in. Veiztu hvaða spurning það er, sem fer yfir himin og jörð, lífið og dauðann ? Veiztu hvaða orð það eru, sem byrja við vögguna, og ekki einu sinni þagna við gröfina, iieldur halda áfram að hljóma og hljóma og hljóma um endalausa eilífð ? Það eru þrjú smáorð, og þó fela þau í sjer leyndardóma lífsins og grafarinnar: Elskar l>ú mig ? Elskar þú mig? spurði móðir þín þig forðum, er hún laut yfir vöggu þína og horfði á þig svo glöð og svo ástúðleg. Og þú gazt ekki svarað, því að þú gazt ekki talað, en þú hefur smábrosandi rjett fram höndurn- ar og horft í augu móður þinnar; og hún kærði sig ekki um annað meira; hún vissi þegar svar þitt: jú, víst elska jeg þig. Gæfusama móðir! Gæfusama barn! Ef hún hefði ekki lesið svarið í blíðusvip þínum, þá xnundu

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.