Kirkjublaðið - 01.11.1892, Síða 3
]95
til kraptaverkanna, geta v.el verið alveg samkynja verk
og þau, sem vjer köllum náttúrleg verk. En þó að slík-
um verkum sje sleppt úr tölu kraptaverkanna, sem þó
er enn vafasamt, hvort rjett er, þá verða þó mörg verk
eptir, sem ómögulega verða talin annað en kraptaverk í
venjulegum skilningi, nema með því meiri hártogunum.
Reyndar hafa verið til guðfræðingar, sem ekki liafa verið
trúaðir á kraptaverkin, og hafa viljað gjöra þau öll nátt-
úrleg, þaðer: samkvæm þekktum náttúrulögum; en flest-
ar tilraunir í þá átt hafa misteki/t, að kalla má gjörsam-
lega. Kristindómurinn er einnig svo samvaxinn trúnni á
hið yfirnáttúrlega, að ef henni yrði burtrýmt, þá er kristn-
in þar með fallin; en með því er enganveginn sagt, að
kristnin byggist á hverju einstöku kraptaverki; þó að
sum þeirra hyrfu algjörlega úr sögunni sem kraptaverk,
mundi kristnin standa jafnrjett eptir sem áður.
En hvað er á móti því, að hugsa sjer að kraptaverk
hafl verið til? Það er raunar miður trúlegt fyrir þá, sem
ekki trúa á neinn Guð; en fyrir þá sem trúa á Guð, sýn-
ist ekkert geta verið á móti því. Flestir menn, sem trúa
á Guð, trúa þvi, að liann sje almáttugur; en ef hann er
almáttugur, hví skyldi hann þá ekki geta gjört krapta-
verk eins og annað? Flestirmenn, sem trúa á Guð, trúa
því, að hann hafi skapað heimirin; en ef hann heflr gjört
slíkt kraptaverk sem að skapa heiminn, hvi skyldi hann
þá ekki geta gjört önnur kraptaverk minni? Ef Guð
heflr sett náttúrulögin, hví skyldi hann þá ekki geta breytt
þeim, ef honum svo sýnist? Eða skyldi hann ekki hafa
getað sett önnur náttúrulög en þau, sem vjer þekkjum til,
jafnframt þeim? Eða skyldi hann ekki geta látið þau
sömu náttúrulög, sem ’vjer þekkjum nokkuð af, verka á
fleiri háttu envjerhöfum lært að þekkja? Hvað af þessu
sem er, hlýtur Guð að geta, ef hann er almáttugur. Af
þessu er ljóst, að svo framarlega, sem Guð er til og heflr
þá eiginlegleika, sem vjer hljótum að eigna honum, getur
hann gjört kraptaverk, hvar og hvenær og hvernig sem
hann vill.
Nú kunna menn .að segja, að þetta sje annað mál;
Guð geti raunar gjört kraptaverk sjálfur, en flest þau