Kirkjublaðið - 01.04.1896, Qupperneq 9
7ð
gjörður verulegur tnunur á orðunura »illur« og »slæmur«,
sömuleiðis á »refsing« og »hegning«; en þess konar er
skýrt svo í bókinni s.jálfri, að það þarf engan að villa.
Prestaskólakennari sjera Jón, sonur höfundarins, sem
sjeð hefir um útgáfuna og lagt sfðast hönd á verkið, heflr
leyst það mjög vel af hendi. Til þess að gjöra bók þessa,
sem uppbaflega var eingöngu ætluð til að vera kennslu-
bók, alþýðlegri, hefir hann þýtt mörg útlend orð og sum-
staðar orðið að mynda ný orð. Þessir nýgjörvingar eru
víðast heppilegir. Auðvitað kunna menn ekki að fella
sig við suma, eins og »hvílíkleikur« (qualitet), »jálegur«
(positiv), »neilegur« (negativ); en hjá slíku verður ekki
komizt; getur og verið að pessi orð sjeu eldri. Hin út-
lendu vísindalegu orð eru optast höfð með í svigum, þar
sem svo stendur á, en glöggara hefði verið, að hafa það
allt af, t. d. »tvfveldisvilla« (= dualismus), »erfikenning«
(= traditio). Þetta er þó smávægilegt. Hið eina, sem
hjer mætti að flnna, er það, að sum útlend orð og setn-
ingar, sem koma fyrir 1 meginmálinu, er ekki þýtt á ís
lenzku, sem ekki hefði lengt til muna. Að því leyti sem
bókin er kennslubók handa stúdentum, er slíkt auðvitað
óþarft; en það hefði þó þurft að vera, til þess að ólærðir
menn, sem bókina lesa, geti haft full not af henni. —
Annars kemur þetta óvfða fyrir; og bókin er að öðru
leyti svo vei og jafnframt alþýðlega úr garði gjörð, að
hún getur yfirleitt verið skiljanleg hverjum greindum
manni, sem les hana með athygli.
Ekki get jeg búizt við þvf, að siðfræði þessi falli í
góðan jarðveg hjá hugsunarlitlum mönnum eða þeim, sem
láta sannleikann sjer í ljettu rúmi liggja. En ekki get
jeg öðru trúað, en að alvarlega hugsandi og sannleiks-
leitandi menn, sem lesa hana, finni margt og mikið gott
f henni, þó að þeir ekki kunni að vera samþykkir skoð-
unum höfundarins í öllu, og jafnvel hverjar sem skoðanir
þeirra eru að öðru leyti. Þess vegna vil jeg mikillega
hvetja sem flesta slíka menn til að kynna sjer hana
rækilega; sömuleiðis á sfnurn tíma aðrar þær kennslu-
bækur prestaskólans, sem síðar kunna að birtast, ef þær
verða jafn-auðveldar sem þessi bók. Er slíkt ekki sfzt