Kirkjublaðið - 01.04.1896, Qupperneq 14

Kirkjublaðið - 01.04.1896, Qupperneq 14
78 Á eyiini Madagaskaí við austurströnd Afríku hefir fjelag þetta komiö einna mestu til leiSar á síðastliðnum árum. Suðurhafseyjar eru og margar hverjar svo alkristnaðar af fjelaginu, að það er hætt störfum sínum þar. Ágætastur kristniboði þessa fjelags var John Williams, »post- uli Suðurhafseyja«, sem dó píslarvættisdauða 1839. Lífsregla hans var sú, að semja sig sem mest að siðum innlendra, ganga að allri vinnu með þeim og leita sjer uppeldis við það, kenna þeim ýmis- legt gagnlegt til munns og handa og ná trausti þeirra og vináttu með hjálpsemi og góðfýsi, og fyrst eptir það byrjaði hann á trú. boðinu. Það var árið 1816 sem hann lagði af stað og einmitt sama árið sendi fjelagið til Afríku garðyrkjumann rúmlega tvítug- an, Róbert Moffat að nafni, sem vann þar allra manna mest og bezt í full 50 ár, og kom heim hálfáttræður og hlaut hina mestu sæmd, meðal annars heiðursborgaranafn í Lundúnum, og andaðist kominn fast að níræðu 18831. Moffat var annar mesti kristniboði fjelagsins, en hinn þriðji nafnfrægi kristniboði Lundúnafjelagsins var Davíð Livingstone, læknirinn, presturinn og landkönnuðurinn mikli. Hann gekk í þjónustu fjelagsins 1840, var um tíma mjög haudgenginn Moffat og kvæntist dótturhans; í þjónustu fjelagsins var hann fram að 1856, en í öllum sínum frægu ferðum eptir það var hann jafnan kristniboði öðiTim þræði, læknir fyrir sál og líkama, sem alstaðar gat gjört sig skiljanlegan á hinu eina alþjóðamáli, sem til er, kærleiksmáli kristindómsins. Enginn hefir sem hann á síðari hluta þessarar aldar vakið samvizku menntaþjóðanna gegn þræla- sölurini, enda sýndu svertingjar honum rækt sína, er þeir fluttu lík hans (1873) yfir þvera Afríku á skip Englendinga, og hvílir hann nú við Vestminsterkirkju í Lundúnum. Þýzku kirkjutíðindin, sem páskahugleiðingarnar eru tekn- ar úr hjer að framan, hafa áður verið nefnd hjer í Kbl. f ferða- sögubroti sjera Jóns Helgasonar frá Þýzkalandi (Kbl. IV. 8). Þau eru hvort um sig höfuðmálgagn sinnar stefnu eins og þar er og skýrt frá. Allgemeine Evangélisch-Lutherische Kirchenseitung (= al- menn ev.- lút. kirkjutíðindi), er gefin. út í Leipzig, 29. árg. þ. á., verð 13 kr. Þar er öldungurinn dr. Luthardt höfuðmaðurinn; hann er nú 73 ára að aldri og mun nú vera xim það að taka sjer maklega hvíld vegna hnignandi heilsu, og hefir hann þá verið 1) Um hann er sagan »Bara einn drengur« i JcgSSffnv. Kbl. 1894,

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.