Kirkjublaðið - 01.05.1896, Page 9

Kirkjublaðið - 01.05.1896, Page 9
P9 varð fyrstur til að fietta ofan af þessari heimspekilegu mótsögn, dúalismus, sem hann kallaði og gjörði hlægi- lega; Enda breyttist þá nokkuð heimspekin danska. Bröchner varð ateisti, en Heegaard, lærisveinn og eptir- maður R. N., dó sem einlsegur trúmaður. Höffðing, sem nú er einna fremstur spekingur Dana, gefur guðfræði lítinn gaum og nefnir sig sjálfur evólútiónista. En kirkj- unnar megin hafa menn verið varkárari i Danmörku, reyndar forðast öfgar Kierkegaards, en ávallt fylgt ihalds- stefnunni. Á hina hliðina hafa þó ófáir fetað í spor Magnúsar, en með tiltölulega litlum árangri. Danskir kirkjumenn — og nokkuð á líkan hátt Norðmenn og Svi- ar — fyigja mjög þeirri reglu, að sækja lítið opinberlega og beinlínis fram í þessari orustu, heldur verjast þeir með stjórnarinnar, fjöldans og framkvæmdanna valdi, með heppni og alvöru í kenningunni, með öflugri innri trúarboðun (mission) og öðrum kirkjulegum og pólitískum meðölum. En allt virðist koma fyrir eitt: mótstaðan og vantrúin á trúarlærdómana segja þeir sjálfir fari allt að einu æ vaxandi. Og dr. Brandes og hans vinir hælast um og segja, að nálega öll »pressan« og allir »pennar«, sem dugi, sjeu visindanna og vantrúarinnar megin. Þann- ig stendur nú málið 1 Danmörku, og víst nokkuð svipað í flestum öðrum lúterskum löndum Evrópu. Við Hafnar- háskólann kenna þeir Höffding og Kroman jafn-ólíkar lífsskoðanir guðfræðiskennurum sama skóla, eins og ef aðr- ir kenndu ofan úr tunglinu, en hinir frá Hólum í Hjalta- dal í tið Ólafs Hjaltasonar, og miklu meira skilur þá, en skildi þá Magnús Eiríksson og S. Kierkegaard. Og þó stöku kirkjumaður af stranga skólanum tali eða riti eitt- hvað vísindalega, þykjast hinir óðara finna keiminn af »kreddunum«, og veita því litla viðurkenning. »Þið klerk- ar« — segja þeir — »eruð fjendur tímans og Ijóssins (o: skynsemi og vísinda), og megið elcki »tala með«. — Þið lifið með liðnum tímum og hafið því glatað lífi og anda. Guðfræðin, sem þið svo kallið, er fyrir löngu búin að vera vísindi«. En klerkarnir svara: »Þið eru fjendur trúar og siðgæðis, þótt fagurt talið; allt, sem þið byrlið þjóðunum, er ólyfjani blandið, Við þekkjum vel ykkar

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.