Kirkjublaðið - 01.06.1896, Síða 2
98
Ákærur og svör\
Eptir sjera Valdimar Briem.
Fyrsta ákæra:
Kirkjan er afardýr stofnun.
Svar:
Það er eptir því, hvernig á það er litið. Hjá því
verður ekki komizt, að hún kosti talsvert; en það er
miklu minna en í fijótu bragði sýnist og almennt er talið.
Þetta má sanna með því, að
1. Flest prestaköll svara að tekjum til hvergi nærir
til þeirrar upphæðar, sem þau eru metin, sem sjest bæði
á þvi, að margir prestar vildu selja allar preststekjur
sinar fyrir miklu minna en þær eru metnar, og eins á
því, að varla nokkur verkmaður eða vinnumaður þiggur
preststekjur upp í kaup sitt.
2. Margir prestar gefa opt fátækum mönnum eptir
raeira eða minna af prestsgjöldum þeirra.
3. Mikið af tekjum prestanna fer ýmist beinlínis
eða óbeinlínis aptur til gjaldendanna í ýmsum útlátum,
og kemur á ýmsan hátt þeirri sveit til góða, sem þeir
eru búsettir í.
Önnur ákæra:
Kirkjan á í rauninni ekki neitt.
Svar:
Þá á ekkert fjelag heldur neitt af eignum sínum.
Þriðja ákæra:
Kirkjan er illa komin að öllum sínum svo kölluðu
eignum.
Svar:
Hún er komin að þeim á líkan hátt og allir aðrir að
sínum eignum.
Fjórða ákæra:
Kirkjan er byggð á peningum.
Svar:
Hún er byggð á kenningu Krists og postulanna.
Fimmta ákæra:
Prestarnir vinna fyrir kaup.
1) Allar þessar ákærur hata eigi alls fyrir löngu sjest í isl. blöðum,