Kirkjublaðið - 01.06.1896, Qupperneq 15

Kirkjublaðið - 01.06.1896, Qupperneq 15
111 &na ganga fagnandi móti dauða sínum í íjónagröfinni og á bálkestinum, og það er sami kærleikurinn, sem ljettir móður þinni erfiðið að ala önn fyrir þjer, því að móður- kærleikurinn gengur næst kærleika Guðs á þessari jörðu. Þegar þú stækkar, leggja menn margar spurningar fyrir þig, reyna að veikja trii þína á Jesú og vekja hjá þjer efasemdir um það, hvort hann hafi verið Guð. — Vertu ekki að þrátta við þá, en minnstu að eins þess, að sjerhver sá trúir ekki á Jesú, sem gjörir eitthvað það, sem hann veit að Jesús hefði ekki gjört í hans sporum. Og að því er kemur til spurningarinnar um það, hvort Jesús var Guð, þá gleymdu þvi eigi, að hann flutti oss þá góðu nýjung, að Guð er kærleikur. Og skyldi ein- hver geta sýnt oss á hímni eða jörðu einhverja þá veru, sem var auðugri að kærleika en Jesús frá Nazaret, þá skulum vjer taka það til yfirvegunar, hvort að einhver annar en hann verðskuldi fremur að skoðast sem Guð. En það gjörum vjer líka þá fyrst. Og vakni hjá þjer einhver efi um það, þegar þú ert orðinn stór, hvort hann hafi verið Guð, þá spyr þú sjálfan þig, hvort nokkur maður frá upphafi veraldar hafi verið líkur þessum manni, ekki einungis í því, að hann var syndlaus, heldur einnig í því, hvað hann, þótt hann sjálfur væri syndlaus, var óendanlega kærleiksrikur, líknsamur og miskunnsamur við syndarana. Ekkert vitnar ljósar um Guð en það. Látinn. Hinn 17. apríl andaðist að heimili sinu úr taugaveiki sjera Jónas Bjarnarson i Sauðlauksdal, fæddur 12. apríl 1850. Hann útskrifaðist úr lærða skólanum þjóðhátíðar- árið, og eru af 10 stúdentum þess árs einir 3 í embættum,. allir prestar; veitingu fyrir Sauðlauksdal fjekk hann 1879. Sjera Sigurður prófastur Jensson í Flatey minuist sjera Jónasar með þeim orðum í brjefi til útg. KbL.: »Hann veiktist í húsvitjunarferð og dó eptir 4 vikna legu 17. apríl, 46 ára. Hann var einstaklega samvizku-

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.