Lögberg-Heimskringla - 19.12.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 19.12.1963, Blaðsíða 1
Högberg - i^etmslmngla Stofnað 14. Jazu. 1888 Stofnuð 9. sapt., 1886 77. ARGANGUR___WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 19. DESEMBER 1963_-dtgg*»->_ NÚMER 48 W GLEÐILEG JÖL W Er jólaljósin Ijóma Er jólaljósin ljóma um bjart og hlaðið borð, mun barið létt en öruggt á dyr. Sé spurt — er einhver úti? mun ekki heyrast orð. — En austur hvarflar hugur — sem fyr. Hann finnur fornar stöðvar — og ann þeim öllum heitt, er áttu samleið vordögum á. Þótt árin færist yfir og afstaðan sé breytt, mun útþrá hugans söm — eins og þá. JAKOBÍNA JOHNSON. Seattle, 1963. Próf. Haraldur Bessason: Á jólaföstu Vitinn Þú leifturstöfum letrar úfið haf, þitt logatraf er sæfarendum himingeisla hönd frá heimaströnd. 1 gegnum myrkrið skærast ljós þitt skín, er skelfir sýn hinn æsti sær með brimfext boðaföll og bylgjufjöll. Þú lýsir viltum leið um þokuheim á lagargeim, í birtu þinni brosir yfir dröfn hin blíða höfn. RICHARD BECK. Fréttir fró íslandi Á Vesturlöndum hafa jólin löngum verið ein af höfuðhá- tíðum kristinnar kirkju. Þarf- laust er að taka fram, að aðrar stofnanir hafa einnig átt nokkra aðild að hátíðarhald- inu. Verzlun ýmis konar og sölumennska hafa til að mynda haft þar hönd í bagga um alllangt skeið. Jólin eru því hátíð í margs konar skiln- ingi. Þau eru hátíð kirkjunn- ar manna, hátíð kaupmennsk- unnar og hátíð þeirra, sem þrá það að siá fyrir endann á skammdeginu. Þá eru þau ekki lítill dagamunur hinum yngstu sem kætast við til- hugsunina um gjafmildi jóla- sveina. Ekki þarf í grafgötur um það að ganga, að jólin ná að einhveriu leyti til allra þeirra einstaklinga, sem enn eru ekki umluktir frumskóga- bykkni. Það má að minnsta kosti sialdgæft kallast, að örlögin séu mönnum svo giör- samlega mótsnúin, að ekki finnist einni rúsínunni fleira í jólagrautnum á aðfangadags- kvöld en venia er til um þann spónamat, sem framreiddur er við hversdagslegri tækifæri. Það er og fullvíst. að jafnvel beir, sem kallast megi skamm- degismenn að eðlisfari, eiga sér minningar um hátíðarhald á iólum — minningar, sem þeir vilia heldur hafa en láta. Jólaminningar Islendings- ins eru vafalaust að ýmsu leyti frábrueðnar sambæri- leeum minningum annarra þióða manna. Ber þar fyrst til, að minningar íslendings- ins eiga sér uppruna í landi, þar sem meir ber á skamm- deginu en annars staðar, þar sem mannabyggð er að finna. A slíkum stöðvum hlýtur þeirrar hátíðar, sem kennd er við ljósið, að vera beðið með öllu meiri eftirvæntingu en þar sem sólargangur er lengri. Hér vestan hafs eru ennþá allmargir íslendingar, sem muna gjörla íslenzk jól. Minn- ingar þeirra kunna að vera tengdar kirkjuferð eða kerta- ljósi í baðstofu. Vel mega þær og geyma óljósa mynd af flík, sem einhvern veginn var komið upp fyrir jólin og bjargaði mönnum frá þeim ó- dæmum að komast í tæri við jólaköttinn. Líklegt er og, að minningin um síðustu jólin á Islandi lifi ennþá í vitund margra. Slíkar minningar notaði Jóh. M. Bjarnason af einkar næmum skilningi í bók sinni um Eirík Hanson. íslenzk jól eiga sér langa sögu, og sagnir, sem varð- veitzt hafa um jólahald í því norðlæga landi, íslandi, eru af margs konar • toga spunnar. Þar er að finna römmustu heiðni, sem smám saman hefir blandazt kristnum sið, bæði kaþólskum og lútherskum. Það er stundum engu líkara en að þúsund árum Islands byggðar hafi verið þjappað saman í einni jólasögu. ó- breytanleiki hins ytra um- hverfis frá upphafi lands- byggðarinnar fram á þessa öld er vafalaust aðalorsök þess, að sagnamenn gleymdu tíðum að líta á klukkuna. Uppruni orðsins jól er óvís. Orðið kemur fyrir í germönsk- um málum. Sumir málfræð- ingar hafa ætlað, að mánaðar- heitið ýlir væri af því dregið. Aðrir hafa þótzt finna skyld- Mennt-amálaráðherra Hon. George Johnson, M.D. Hon. Dqff Roblin forsætis- ráðherra Manitoba skipti verkum á ný meðal fjögurra ráðherra sinna. Hann hefir nú skipað Dr. George Johnson ráðherra í menntamálum. Þeg- ar Conservative flokkurinn myndaði stjórn 1958 fól Mr. Roblin Dr. Johnson heilbrigð- is- og velferðamálin og nokkru síðar heilbrigðismálin eingöngu. Flestum mun kunn- ugt um hin miklu afrek Dr. Johnsons í þessu embætti, hann átti frumkvæði að ým- iskonar mannúðarlöggjöf fyrir aldrað fólk, munaðarleysingja og fátæklinga; skipulagði spítalakerfið og spítalatrygg- ingar og lét reisa spítala þar sem þeirra var þörf, og fl. Nú hefir honum verið falið embætti sem er ekki síður á- byrgðarmikið, ekki sízt nú, þegar fólk af frönskum ætt- um gerist æ háværara í kröf- um sínum um sérstök hlunn- indi í menntamálum. En Dr. Johnson mun beita sér við þau mál með sinni venjlegu lip- urð, hyggindum og festu. Við óskum. honum góðs gengis í hinu nýja virðulega embætti hans. leika við orðið él. Heilabrot af þessu tæi koma að litlu haldi. Við vitum það eitt, að iól voru miðsvetrarhátíð heið- inna manna og hátíðleg hald- in 12. janúar ár hvert. Eftir valdatöku Hákonar konungs góða í Noregi færðu menn iólahald þar í landi aftur til 25. des. að kristinna manna hætti, en Hákon konungur, sem alinn hafði verið upp á Englandi, kom með nokkuð af kristni með sér til Noregs, en sú kristni varð endingarlítil. Um árið 1000 tóku Islend- ingar að varpa af sér fom- Framhald & bls. 2. „Skáldatími" verður metsölubók „Skáldatími rennur út“, sagði Ragnar Jónsson í Smára við fréttamenn Mbl. í gær er hann spurði um sölu á þessari nýjustu bók Halldórs Laxness. Ragnar sagði að prentuð hefðu verið 8,000 eintök af bókinni og væri langt komið að selja þau. Ekki væri hægt að prenta meira fyrir jól en eftir áramótin yrði prentað í viðbót. Kvaðst Ragnar gera ráð fyrir því að „Skáldatími“ yrði metsölubók Helgafells fyrr og síðar. Bætti hann því við, að svo virtist sem bókin næði til fólks úti á landi, sem aldrei virtist hafa lesið mikið eftir Laxness, en nú hefði brugðið svo við að mikið hefði borizt af pöntunum frá lands- byggðinni. Mgbl. 22. nóv. ’63. ☆ Mælt mál — ný bók eftir DavíS Stefánsson Ragnar Jónsson, forstjóri Helgafells, skýrði Mbl. frá því í gær að jólabók forlags- ins að þessu sinni yrði ný bók eftir þjóðskáldið Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi. Ber bókin nafnið „Mælt mál,“ og er hér um að ræða ritgerðir skáldsins um menn og mál- efni. Ritgerðirnar eru samdar á ýmsum tímum og fjalla um vmis efni. M.a. er prentuð í bókinni ræða, sem Davíð flutti iim Matthías Jochumsson er Matthíasarsafnið var opnað á Akureyri. önnur ritgerð heit- ir „Á leið til Gullna hliðsins". Fæstar ritgerðanna hafa áður birzt á prenti, og er hér um að ræða fyrstu ritgerðabók Davíðs Stefánssonar. Bókin er 250 bls. að stærð. Mgbl. 22. nóv. ’63. Fornleifar frá víkingaöld finnast í Dyfllnni í einkaskeyti, sem Morgun- blaðinu barst í gær frá As- sociated Press, segir að í gamla borgarhlutanum í Dyfl- inni hafi nýlega fundizt merkilegar fornleifar frá tím- um víkinga. Hafi fomleifa- fræðingar gert ýtarlegar rann- sóknir gengt Christ Church- dómkirkjunni, en þar hafa þeir talið, að víkingar hafi haft bústaði á árabilinu 900—1400. Hér er um að ræða fyrstu meiri háttar fomleifarann- sóknir í Dyflinni. Þeim er nú nýlokið og varð uppskeran á þriðja þúsund minja. Þeirra á meðal má nefna mót til að steypa í silfurstengur, gyllta brjóstnál úr bronzi, nálaöskju úr bronzi og taflmenn úr borðtafli líku þeim, er fund- izt hafa í Svíþjóð. Þær minjar, sem fundust nú í Dyflinni telja fornleifafræð- ingar fyllilega sambærilegar við minjar, er áður hafa fund- izt í fornum bústöðum vfk- inga og grafhaugum í Sví- þjóð, Norður-Þýzkalandi og Hollandi. Telja fomleifafræð- ingarnir hina írsku fomleifa- fundi sérstaklega merkilega sökum þess, að þar var komið niður á leifar af fornum hí- býlum og minjarnar gefa þvi meiri innsýn í þjóðfélag og efnahag venjulegs fólks á víkingaöld. Mgbl. 22. nóv. ’63. LÖGBERG-HEIMSKRINGLA Eina íslenzka vikublaðið í Norður Ameríku Styrkið það, Kaupið það Lesið það

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.