Lögberg-Heimskringla - 19.12.1963, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 19.12.1963, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. DESEMBER 1963 Lögberg-Heimskringlo Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Haraldur Bessa- son, Rev. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Jóhann G. Jóhannson, Thorvaldur Johnson, Jakob F. Kristjánsson, Rev. Philip M. Pétursson. Vancouver: Dr. S. E. Björnsson. Monlreal: Áskell Löve. Minneapolis: Valdimar Björnsson. Grand Forks: Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius. Akureyri: Steindór Steindórsson. London: Dr. Karl Strand. Subscripiion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Autt>oriz«d os socond closs moil by the Post Office Deportment, Ottowa, ond for payment of Postoge in cash. Hátíðarnar Eins og að undanfömu á þessum tíma árs hefir umhverfið og fólkið breytt að nokkru um svip. Stræti borgarinnar er skreytt með allavega litum ljósum í allskonar myndum og með ljómandi jólatrjám og er mikið augnayndi að öllu þessu. I hinum fagurskreyttu verzlunum er fullt af fólki, sem með hýrum svip er að velja jólagjafir og jólakort fyrir vini sína og ýmislegt góðgæti til hátíðahaldsins. Og margir em að undirbúa sig til að ferðast til frænda og vina. Mörgum ógnar allt þetta tilstand og þykir það ekki algerlega í samræmi við jólaboðskapinn, en þessar vikur færast þó mennirnir nær hver öðrum; þeir hugsa oftar til vina sinna en endranær, þeim hlýnar innanbrjósts og bræðra- lagið styrkist. Og hvað segir ekki í Hávamálum: Veiztu, ef þú vin átt þann er þú vel trúir, og vilt þú af honum gott geta; geði skalt þú við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. Við lásum jólahugleiðingu séra Emils Björnssonar fyrir mörgum árum í Lesbók Morgunblaðsins. Okkur þótti hún fögur og leyfum okkur að birta hana. Við erum þakklát öll- um þeim sem hafa lagt efni til þessa blaðs, bæði nú og endranær; ennfremur þeim er hafa styrkt það með fjárfram- lögum, auglýsingum og á annan hátt, Við flytjum lesendum og vinum Lögbergs-Heimskringlu hugheilar kveðjur og óskir um að jólin verði þeim og ást- vinum þeirra gleðirík og nýjárið farsælt. Séra Emil Björnsson: Jólahugleiðing „— en enginn kenndi mér eins og þú hið eilífa og stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir“. M. Joch. Á altaristöflu einni er mynd af fæðingu frelsarans. Það er mið nótt en bjart sem á ljós- um degi. Hvar eiga hinir mildu geislar upptök sín, er lýsa upp ásjónur Maríu, Jósefs og fjárhirðanna? Þeim stafar öllun. frá jötunní. Þar er uppspretta ljóssins. í því ljósi verða öll önnur Ijós myrkur. Ég sé fyrir mér aðra mynd. Þegar ég var barn var mér eitt sinn gefið jólakort með mynd af manni, konu og barni. Konan sat undarlegan reiðskjóta, sem fólk nefndi ösnu, og vafði sofandi barn að brjósti sér, en maðurinn gekk við staf og teymdi ösnuna. Umhverfis þau var bylgjótt sandauðn, sem minnti á ó- mælishaf. Þá var mér sögð sagan af flóttanum til Egyptalands, er engill drottins vitraðist Jósef í draumi og sagði honum að sótzt væri eftir lífi barnsins; og Jósef flúði með barnið og móður þess eftir tilvísan eng- ilsins. Og þegar hættan var liðin hjá snéru maður, kona og barn heim aftur undir vernd himnanna. Þessi frásögn gaf jólakort- inu mínu margfalt gildi, ég geymdi það eins og dýrgrip í púltinu mínu. Þó átti þessi jólamynd eftir að geymast lengst í hugskoti mínu og grópast þar að lokum óafmá- anlega af sérstöku tilefni: Það var mörgum árum seinna. Ég var á ferð um eyði- legan fjallveg ásamt fólki, sem var í leit að nýjum heim- kynnum. Það hafði dregizt aftur úr, ég settist á stein og beið. Þegar ég leit upp bar samferðafólkið í dökka sand- öldu. Kona sat hest og var með sofandi barn í fanginu, maður teymdi undir þeim, valdi veginn af stakri um- hyggju og studdist við birki- iurk á göngu sinni. Ég hrökk upp eins og af dvala. Þarna var gamla jóla- myndin mín orðin að lifandi lífi. Þetta var eins og vitrim, eins og nýr heimur opnaðist sjónum mínum, líkt og þegar vér skynjum hafdjúpið í drop- anum og eilífðina í andránni. Og ég hugsaði á þessa leið: Hverju skiptir þjóðerni manns og konu, hverju skiptir hvaða barn það er, öll eru þau guðs börn, hverju skiptir hvort það er asna eða hestur, hvort það er austurlenzkur hirðisstafur eða íslenzkur birkilurkur, sem stuðst er við, hvort sandauðnir Austurlanda eða fjallvegir íslands eru í baksýn. Það gerir engan mvui. Það eitt skiptir öllu, að hér er á ferð samnefnari alls mann- lífs á jörðunni, hér er lifandi gjörð myndin eilífa af veg- ferð manns, konu og barns allra tíma og allra þjóða. Hér birtist drottinn sjálfur í draumi foreldranna um barn allra alda, og gerir þann draum að veruleika, bægir frá hættum í svefni og vöku, vakir yfir öllum og leiðir alla styrkri hendi á lífsins veg. m Enn hafa mörg ár liðið síð- an mér vitraðist það að jóla- myndin mín er líf af lífi allra manna á öllum tímum, eins og Jesús er líf af lífi guðs, ljós af hans ljósi. Og mér verður það æ ljósara með árunum hve miklu það veldur um farnað eða ófarnað vorn, hvaða áhrif og myndir geym- ast í hjartanu frá barnsaldri. Meðan hjartað er gljúpt ristir rún þess djúpt. Áhrif og myndir, sem meitlast í barns- hjartað, er ekki unnt að má út. Hverju sáum vér í hjörtu barna vorra um þessi jól, hvað letrum vér á, þau. Aðrar jóla- gjafii' týnast og brotna, en það sem nær til barnshjartans varir, hvort sem það er fag- urt eða ófagurt, hvort sem það vekur lotningu og traust eða tortryggni og vonbrigði. Sum áhrif frá bernsku vorri opna oss sýn út yfir hringinn þrönga, hjálpa oss til að finna hið háa mitt í hinu lága, auð- velda oss að skynja skyld- leika og einingu alls mann- lífs, já guðs og manns. Það verður aldrei bætt að fullu ef vanrækt er að innræta barni traust á góðum guði, og lotn- ingu fyrir öllu, sem lífsanda dregur. Minnumst þess, foreldrar, á heimilunum um jólin. Hjörtu barna vorra standa ætíð opin og eru-gljúp, en aldrei sem þá. Vér eigum þess kost með hjálp frelsarans að leggja grundvöllinn að gæfu þeirra, sökkva góðum og göfgandi á- hrifum í sálardjúpið hreina, þeim til verndar og varð- veizlu. Sagan segir að endur fyrir löngu hafi kirkjuklukkum verið sökkt í sjávardjúp. Hverja jólanótt hringdu þær sér sjálfar, og djúpið tók allt undir. Hjarta barns, sem hefir fundið frelsara sinn á jólum, má líkja við þetta djúp. Það tekur ósjálfrátt undir lofsöng jólanna svo lengi sem það bærist: „Dýrð sé guði í upphæðum og friður á jörðu“. Gleðileg jól! Þrettánda nóttin er oft nefnd „draum nóttin mikla,“ því að þá dreymir menn merk- asta og þýðingar m e s t a drauma. Þrettándínn var há- tíðlegur haldin á íslandi fram til 1770, og víða eimir enn eftir af því. Það var kallað „að rota jólin“, er menn héldu upp á þrettándann. Why nol visii ICELAND now? ALL-WAYS Travel Bureau Ltd., 315 Hargrave Street, Winnipeg 2, Man., WHitehall 2-2535, is the recognized Agent of all steamship- and airlines, including Icelandic Airlines, and has assisted more Iceland- ers in Maniloba with their travel arrangements than any other travel agent. Mr. P. E. Salomonsen and Mr. A. A. Anderson, both Scandi- navians, will render you every assistance in connection with your travel, in an endeavour to have your trip as comfOrt- able and pleasant, yet in- expensive, as possible. Consult ALL-WAYS Travel Bureau Lld. 315 Hargrave Sireet, Winnipeg 2, Man. WHilehall 2-2535 Gleðjið einhvern . . . SÍMIÐ VINUM í FJARLÆGÐ í KVELD! Vissulega . . . er hlýlegast að láta vini yðar í fjarlægð vita að þér séuð að hugsa til þeirra . . . með því að síma þeim! Þetta verður yður ljóst — þegar þér heyrið þá segja „. . . hve dásam- legt er að heyra þína rödd!“ YOLIR MANITOBA TELEPHONE SYSTEM ID—1277—63

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.