Lögberg-Heimskringla - 19.12.1963, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 19.12.1963, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. DESEMBER 1963 5 Svipur í sjónvarpi Frásögn þessi er eftir ensku sjónvarpskonuna Ida Cook. Hún er kunnur rithöfundur og er höfundarnafn hennar Mary Burchell. Eru til margar skáldsögur frá hennar hendi, en hér segir hún frá sönnum atburði. ☆ Fyrir rúmum tveimur árum barst mér vandi að höndum að vera valin til þess að koma fram í sjónvarpi, í þætti sem nefnist: „Þetta er lífið“. Þessu var þannig háttað að maður veit ekki hvað á að gerast fyrr en maður er kominn. „inn á sviðið“. Þá byrjaði Eamonn Andrews að segja ævisögu þess, sem kominn var, og jafn- harðan sem hann rakti sög- una, komu inn á sviðið ýmsir menn og konur, er viðkom- andi hafði kynnzt um ævina, gamlir vinir sem hann hafði ekki séð í mörg ár og aðrir sem hann hélt að þá væri er- lendis. Þegar efni var valið í þessa þætti, var leitast við að finna ævisögur, sem hefði einhvern boðskap að flytja. Þeir völdu mig vegna þess að ævisaga mín hafði verið rituð. Sagan hófst um 1920, þegar við Louise systir mín vorum enn skrifstofustúlkur og höfð- um lágt kaup, en afréðum að spara, svo að við gætum farið til New York og hlustað á uppáhaldssöngkonu okkar, Galli Curci, syngja þar í óperunni. Við vorum alveg óreyndar, höfðum ekki ferðast neitt og ekki unnið okkur neitt til á- gætis, en til New York fórum við. Galli Curci varð svo hrif- in af þessu, að hún gaf okkur aðgöngumiða að öllum söngv- um sínum og 'sá um að okkur liði sem allra bezt. Þetta varð til þess, að ég skrifaði fyrstu blaðagrein mína og kom heimi í kvennablað. Komst ég þá að raun um að ég hafði nokkra hæfileika til að skrifa. Árið 1934 fórum við aftur til Evrópu og hlustuðum á fræga óperusöngvara á hátíða- höldunum í Salzburg. Meðal þeirra, sem við kynntumst þá var Clemens Kraus, hinn frægi söngstjóri óperunnar í Vínarborg, og kona hans, söngkonan Viorica Ursuleac, en fyrir hana samdi Richard Strauss þrjár af fjórum sein- ustu óperum sínum. Þau voru okkur ákaflega góð. Þau kynntu okkur fyrir vinkonu sinni, sem var Gyðingur, og báðu okkur að reyna að hjálpa henni. Við voru fúsar til þess og okkur tókst að frelsa hana frá nazistum og koma henni úr landi. Þetta varð til þess að hundruð annarra manna grát- bændu okkur um að bjarga lífi sínu. Um þetta leyti fór ég fyrst að hafa tekjur af ritsmíðum mínum — og það kostaði ekki nema 25 sterlingspund að bjarga mannslífi. Þess vegna réðumst við í það að nota tekjur mínar til þess að stofna leynilega flóttamannaskrif- stofu, í því skyni að koma mönnum burt úr Þýzkalandi undan grimmd Hitlers. Og við þetta starf nutum við stuðn- ings Clemens Krauss og konu hajis. Þessi saga hafði þeim sjón- varpsmönnum þótt gott efni. Og þeir höfðu náð í marga menn, sem voru mér þakk- látir. Mér varð þessi stund til Framhald á bls. 6. Jólin hons Ugga Framhald frá bls. 3. ar er allt í einu hlaðin ósögð- um tíðindum. Þú veizt líklega, að Jesús fæddist í fjárhúsi og var lagður í jötu? — — — Það eru ekki mennirnir einir, sem halda heilagan afmælis- daginn hans, heldur einnig skepnurnar. — — — Hefur Begga gamla aldrei sagt þér, að á jólanóttina klukkan tólf fá kýrnar mannamál og taka til að skrafa saman?--------- Hvað þæi; segja, vita menn ekki, þær kunna því betur, að enginn heyri til. Þess vegna má maður ekki hafast við í fjósi klukkan tólf á jólanótt- ina. Sá, sem hefur heyrt kýrn- ar tala, verður aldrei samur maður eftir. Ef þær stanga hann ekki til dauða, verður hann að minnsta kosti svo undarlegur upp frá því, að hann veit hvorki í þennan heim né annan. Veit þá enginn, hvað þær segja, mamma? hvíslaði ég hugfanginn. Móðir mín brosir til mín og kyssir mig, — það vottar fyrir tári í auga hennar, án þess ég viti orsökina. Hvað þær segja, þegar eng- inn heyrir, — það veit maður ekki, svarar hún, þrýsti mér að sér og tekur að róa með mig. En það eru til þulur um það. Nú skaltu taka eftir. Og um leið og hún lækkar róminn og tekur að raula með dreginni hrynjandi, er eins og sígi gullið mistur yfir „loftið“ okkar, þar sem ann- ars ber hvergi skugga á. aldrei þessu vant. Sól skín á fossa, segir hún Krossa. Hvar á að tjalda? segir hún Skjalda. Suður við ána, segir hún Grána. Minn bás er breiður, segir hún Reyður. Minn bás er breiðari, segir hún Blómakinn. Ég vildi hann færi að hlána, segir enn hún Grána, svo ég fengi að drekka, segir hún Flekka. Ég skal snjónum spyrna, segir hún Hyrna. Ég vil töðuna tyggja, segir hún Friggja. Ég vil fylla mína hít, segir hún Hvít. Ég skal éta sem ég þoli, segir hann stóri boli. Ég skal éta sjálfur, segir hann litli kálfur. Þar sefur bolabarn á bássteini með moð fyrir múla, og manngi iþað svæfir. Úr Skipum heiðríkjunnar. Gunnar Gunnarsson. VIÐ KVIÐSLITI Þjáir kviSslit ySur? Fullkomin lækning og vellíSan. Nýjustu aS- ferSir. Engin teygjubönd eSa viSj- ar af neinu tagi. SkrifiS SMITH MFG. Company Dapt. 234. Praaton, Onl.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.