Lögberg-Heimskringla - 19.12.1963, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 19.12.1963, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. DESEMBER 1963 Svipur í sjónvarpi Framhald frá bls. 5. innilegrar ánægju, þótt mér lægi oft við að tárast. Kær- komnasti gesturinn var þó Viorica Ursuleac, því að þau hjónin höfðu verið beztu vin- ir okkar, að undanteknum o k k a r eigin ættingjum. Krauss var þá dáinn fyrir tveimur árum, en hún hafði verið sótt til Austurríkis, að- eins til þess að koma fram í þessum þætti. Og þarna varð sannkallaður fagnaðafundur með okkur. Nokkrum mánuðum eftir þetta var ég á fyrirlestraferð fyrir kvenfélagasambandið í Surrey. Þá kom til mín öldruð kona og fór að tala um sjón- varpsþáttinn og sagðist hafa haft mikla ánægju af honum. — Sérstaklega get ég ekki gleymt hjónunum, sem þar komu fram, sagði hún. Mér brá dálítið og ég taldi mér skylt að leiðrétta þetta. — Það komu engin hjón fram í þeim sjónvarpsþætti, sagði ég. — Það er nú líklega! sagði hún. Hjónin sem störfuðu með ykkur að því að hjálpa flótta- fólkinu. Ég mótmælti því aftur að nokkur hjón hefði komið fram í þættinum. En þá þykktist hún við, svo að ég vildi ekki tala meira um þetta og lét umræðuefnið falla niður, sannfærð um að hún hefði ruglað þessum þætti saman við einhvern annan þátt. Svo var það ári eftir að ég hafði komið fram í sjónvarp- inu — nákvæmlega sagt í marz 1957 — að ég fór norð- ur í land í fyrirlestraferð, og gisti þá hjá vinum mínum í Newcastle. Systir frúarinnar, kölluð Meg, bauð mér þá að borða með sér og vinkonu sinni, sem heitir Brenda, en hana hafði ég ekki séð fyrr. Þær eru báðar greindar og elskulegar konur, giftar og eiga börn. Sjónvarpsþátturinn barst í tal. Meg hafði ekki séð hann og þótti mikið miður. En Brenda hafði séð hann og fylgzt vel með honum, vegna þess að hún hafði oft heyrt vinafólk mitt tala um mig. Hún fór mörgum fögrum orðum um hve vel sér hefði líkað þessi þáttur, og sagði svo: — En um eitt atriði langar mig til að spyrja yður. Hver var hann þessi stóri og fyrir- mannlegi útlendingur, sem mest bar á? Ég starði undrandi á hana. — Það kom enginn slíkur maður fram í þættinum, sagði ég- — Jú, ég held nú það, sagði hún. Hár og góðlegur maður og mér sýndist hann vera út- lendingur. Þér hljótið að vita hvern ég á við. Hann hafði á sér mjög fyrirmannlegan svip og þó glæsimenni. — Eruð þér viss um að hann hafi komið fram í mínum þætti? spurði ég. — Auðvitað, sagði hún. Vegna þess er mér þátturinn svo minnisstæður. Meg hafði sagt mér frá yður áður, og þess vegna var ég alltaf að brjóta heilann um hver þessi maður gæti verið. — Auk Eamon Andrews komu þrír menn fram í þess- i <Ct(lCt«iCtC>C'r«'<m;tctc«tctc«ctc«CtC!at«t«!C«Ctctctct«!«tci«t«tctct«tCiCI€'«tctciC>«tC>C>K<lí SEASON'S GREETINGS - DARIN'S FURNITURE & APPLIANCES "We Service What We Sell" CHARLES MARTIN, Sales Manager Tel. 482-4091 402 MAIN STREET SELKIRK, MAN. irtctctctc«tctc«*ctetctcK«tctc>etc«!CtctctG,ctc'ctc<cicic<ctc«ctc>ctctc'ctctctctctctctctcietc | SEASON'S GREETINGS ... i 5 TO ALL OUR FRIENDS | LORD SELKIRK HOTEL-MOTEL 2 Owned ond Operoted by the Poulter Fomily Phone 482-9595 2 MAIN STREET SELKIRK, MAN. »»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»« :tctctctc<c<c>cietc>c'ctc<ctctc>ctcic%tctcta'cictc<ctctctc«Ktctctctctctctctc<ctctcictc<ctc<ctetc SEASON'S GREETINGS SELKIRK LUMBER COMPANY LIMITED General Contractors . . . Building Supplies Phone 482-3141 Phone 72 SELKIRK WINNIPEG BEACH tctctctctctctctctctctctctctctctctcctcictctctctctcictcictctctcwtcictcis » Megi hátíð ljósanna vekja hvarvetna frið og fögnuð! GILBART FUNERAL HOME j. PHONE 482-3271 ROY GILBART (Licensed Embolmer) SELKIRK, MANITOBA With Chapels ot Gimli and Selkirk Serving Gimli, Arborg ond Selkirk Districts nj um sjónvarpsþætti, sagði ég. Enginn þeirra var hár, og þótt þetta sé vinir mínir, þá get ég ekki sagt að neinn þeirra sé glæsilegur. — Ég á ekki við þessa menn, sagði Brenda. Ég á við háa og góðlega manninn, sem mest bar á í þættinum. — Var hann með söngkon- unni? spurði ég. — Já, sagði hún. hann var þarna allan tímann meðan verið var að lýsa hjálparstarf- seminni fyrir flóttamenn. Ég hélt helzt að hann væri flótta- maður sjálfur. — Nei, sagði ég, hann var ekki flóttamaður. En lýsingin á alveg við mann söngkon- unnar, en hann var þá dáinn fyrir tveimur árum. — Það nær ekki neinni átt, sagði Brenda. Hann var þarna, alveg jafn lifandi og hinir, sem þar komu fram. — Munduð þér geta þekkt mynd af honum? spurði ég. — Já, ég er viss um það, hann stendur mér lifandi fyr’ir hugskotssjónum. — Jæja, ég ætla iþá að hafa með mér mynd af honum næst þegar ég ’ kem hingað, sagði ég. Það vildi nú svo til, að ég kom ekki á þessar slóðir fyrr en eftir eitt ár, eða í marz 1958. En þá hafði ég með mér myndir af Clemens Krauss, og ég bað vinafólk mitt að ná í v ■ctctctctcictc'ctctctc'ctctctctctctc'ctetctctc Hugheilar jóla- og nýársóskir . . . GIBBS' DRUG STORE LTD. Prescription, Drugs ond Stationery J. W. GAWNE, B.Sc., Ph. Phone 482-3211 SELKIRK MAN. | 1 U rctetctctctetctetctetc<ctctctctctctc<ctctc<cte<ctc<c<etctcic<c<ctctctctctctctctctctctctctc«c« SEASON'S GREETINGS Selkirk Garage Limited Main St. South, Selkirk, Man. PHONE 482-3140 CHEVROLET - OLDSMOBILE - CARS - TRUCKS - OLDSMOBILE - CARS GEO. SIGURDSSON, Prop. tctctctctctctctctetetctctctctctctctctctctcictctctctctctctctcictctctctcictcictcicwcicicicwn X »»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»X Innilegar Jóla og Nýórsóskir SARBITS I.G.A. SELKIRK MANITOBA »»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»» »»»»»»aJt»Mt»»Mi I A Merry Christmas and A Happy & Prosperous New Year To All Our Friends SIGFUSSON TRANSPORTATION CO. LTD. Tractor Train Freighting in the North Rood Construction 1140 SANFORD ST., WINNIPEG, MAN. Phone SUnset 3-1417 Sveinn and Skúli Sigfússon j^ntaott V (Bmíttt^a from the City of Winnipeg's ELECTRIC UTILITY

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.